Morgunblaðið - 17.06.1989, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 17.06.1989, Qupperneq 4
0801 ÍHUL .TI aUOAaflADUA.1 QIGAJayiIJpHOM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JUNI 1989 Morgunblaðið/Bjami Séra Guðmundur Þorsteinsson og Ásta Bjamadóttir eiginkona hans. Sr. Guðmundur Þorsteins- son kjörinn dómprófastur SR. GUÐMUNDUR Þorsteins- son í Árbæjarsókn hefur verið tilnefndur dómprófastur í Reykjavík og tekur hann við embætti af séra Ólafí Skúlasyni 1. júlí næstkomandi. Atkvæði voru talin á Biskups- skrifstofu í gær og tók 21 af 22 þjónandi prestum í Reykjavík þátt í útnefningunni. Allir sóknar- prestar í Reykjavík voru í kjöri. Sr. Guðmundur hlaut 18 atkvæði en þrír fengu eitt atkvæði hver, Sr. Árni Bergur Sigurbjömsson Ásprestakalli, Sr. Amgrímur Jónsson Háteigsprestakalli og Tómas Sveinsson Háteigspre- stakalli. Kaupfélag Hvammsfiarðar gjaldþrota: Neikvæð eiginfjár- staða upp á 70 millj. STJÓRN Kaupfélags HvammsQarðar í Búðardal hefiir farið fram á það við sýslumanninn í Dalasýslu, að bú Kaupfélagsins verði tekið til gjaldþrotaskipta. Fyrirtækið fékk greiðslustöðvun til eins mánað- ar í mars, en hún var ekki framlengd. Að sögn Ólafs Sveinssonar, kaupfélagsstjóra, hefur reksturinn gengið illa lengi, ekki síst vegna mikils {jármagnskostnaðar og vanefhda ríkisins á ákvæðum búvöm-- laganna fi-á árinu 1985. Segist hann telja, að neikvæð eiginQárstaða kaupfélagsins sé nú um 70 milljónir króna. félagsins sagði Rúnar það mál enn óljóst en myndi skýrast eftir helg- ína. Ólafur segir, að rekstur kaup- félagsins hafi gengið mjög illa síðustu 10 árin. Gífurleg uppbygg- ing hefði farið fram á skömmum tíma og fyrirtækið hefði þá stofnað til mikilla skulda. Þegar verðtrygg- ing og raunvextir hefðu komið til sögunnar hefði þessi rekstur ekki staðið undir fjármagnskostnaðin- um. Einnig hefði rekstrarumhverfi kaupfélagsins verið erfitt undan- farin ár meðal annars vegna fram- kvæmdar búvörulaganna frá 1985 og vanefnda ríkisins á fjármögnun búfjárafurða. IÍEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 17. JUNt YFIRLIT í GÆR: Yfir Bretlandseyjum er 1.027 mb hæð og 1.006 mb smálægð yfir Norðausturlandi þokast norðaustur. Um 900 km suð-suðvestur af Reykjanesi er 987 mb lægð á hreyfingu norð- norðaustur, og mun líklega fara norður yfir vestanvert landið á morgun. Fremur hlýtt verður áfram. SPÁ: Sunnan- eða suðvestan stinningskaldi sunnanlands en aust- an- eða norðaustan kaldi víðast hvar fyrri hluta dags en skúrir suðvestanlands og fer að létta til norðanlands og austan undir kvöldið. Hiti 10-15 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Suðvestanátt, sums stað- ar nokkuð hvöss, einkum á mánudag. Skúrir og 7-10 stiga hiti um sunnan- og vestanvert landið, en bjart veöur og 10-15 stiga hiti norðaustanlands. TÁKN: x, Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- -] 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius stefnu og fjaðrirnar • Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður V Skúrir er 2 vindstig. * V Él Léttskýjað / / / / / / / Rigning zn Þoka / / / Þokumóða Hálfskýjað * / * Súld / * / * Slydda oo Mistur Skýjað / * / * * * 4 Skafrenningur Alskýjað * * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður w VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 10 alskýjað Reykjavík 12 úrkoma Bergen 17 skýjað Helsinki 21 léttskýjað Kaupmannah. 21 léttskýjað Narssarssuaq 10 skýjað Nuuk 2 skýjað Ósló 24 léttskýjað Stokkhólmur 15 alskýjað Þórshöfn 12skýjað Algarve vantar Amsterdam 22 hálfskýjað Barcelona 26 mistur Berlín 19 skýjað Chicago 12 alskýjað Feneyjar 22 hálfskýjað Frankfurt 22 léttskýjað Glasgow 19 skýjað Hamborg 21 léttskýjað Las Palmas 26 léttskýjað London 26 léttskýjað Los Angeles 17 þokumóða Lúxemborg 24 hálfskýjað Madríd 29 skýjað Malaga alskýjað Mallorca heiðskírt Montreal 14 alskýjað New York 17 þoka Orlando 26 skýjað París vantar Róm vantar Vín 20 skýjað Washington 23 alskýjað Winnipeg vantar Kaupfélag Hvammsfjarðar rekur nú almenna verslun, verslun með varning fyrir bændur og bakarí. Þar til á síðasta ári rak það einnig sláturhús og kjötfrystihús, en í september var þær rekstrareining- ar seldar hlutafélagi. Um þessar mundir starfa 25 til 27 manns hjá kaupfélaginu. Rúnar Guðjónsson sýslumaður Mýra-og Borgarfjarðarsýslu hefur verið skipaður skiptaráðandi þrota- búsins. Hann hélt til Búðardals í gærdag og úrskurðaði kaupfélagið formlega gjaldþrota. Auk þess réð hann Svein Sveinsson hdl bústjóra. Aðspurður um áhuga heima- manna á að taka yfir rekstur kaup- Dalasýsla; Stofiia heima- menn verslun? Búðardal. Undirbúningsfundur til stofnunar verslunarreksturs var haldinn sunnudaginn 12. júní. Fundinn sótti áhugafólk um þróun byggðar í sýslunni. Hlut- afjárloforð voru frá 11 aðilum sem vilja sameinast um að reka hér verslunarþjónustufyrir- tæki. Fyrirhugað er að reyna að fá húsnæði Kaupfélags Hvammsfjarðar. Stofnfundur- inn verður haldinn innan nokk- urra daga og gengið frá öllum formsatriðum. „ . .. - Knstjana Tryggingar Olís metnar 215 milljónir MATSMENN þeir sem borgar- fógeti skipaði til að leggja mat á tryggingar Olís í kyrrsetning- arkörfu Landsbankans hafa lokið störfum. Komust þeir að þeirri niðurstöðu að tryggingamar nægðu fyrir 215 milljónum króna af438 milljón króna kröfii Lands- bankans. Málflutningi í málinu var fram haldið í gærdag. Valtýr Sigurðsson borgarfógeti sagði að eftir að gögn matsmannanna hefðu verið lögð fram hefði Landsbankinn óskað eft- ir að frekari málflutningi yrði fre- stað fram á þriðjudag og varð Val- týr við þeirri ósk. Athugasemd vegna aðalfundar SS - eftir Jón H. Bergs í viðtali við Steinþór Skúla- son, núverandi forstjóra SS, í Morgunblaðinu vegna aðalfiind- ar Sláturfélags Suðurlands, er sagt, að mikið tap hefði verið á rekstri fyrirtækisins undir hans stjórn á sl. stárfsári og „við sölu og uppgjör á ýmsum deildum félagsins hefði komið fram leynt tap, þar sem ekki hefði fengist fullt verð fyrir birgðir til dæm- is“. í nýútgefinni ársskýrslu fyrir- tækisins segir hins vegar að rekja megi „slæma afkomu ársins til óhagstæðra ytri skilyrða rekstrar, verðbólgu, hárra raunvaxta, verð- stöðvunar og söluskatts á mat- væli, sem dró úr kaupmætti". Einnig mætti rekja slæma afkomu til hárra fjármagnsgjalda og af- skrifta á útistandandi viðskiptakr- öfum viðskiptavina og dótturfé- lags. Vegna starfa minna fyrir Slátur- félagið og vegna þeirra forstöðu- manna og starfsmanna fyrirtækis- ins, sem ábyrgir hafa verið fyrir birgðahaldi mótmæli ég tilhæfu- lausum aðdróttunum, sem felast í órökstuddum fullyrðingum Stein- þórs Skúlasonar. Hið sanna er, að ógætileg meðferð ýmissa eigna fyrirtækisins, svo sem útsölur á vörum verslananna, jafnvel á tó- baki, og veiting mikilla afslátta til annarra verslana og einstaklinga, ásamt ógætilegri útlánastefnu nýrra stjórnenda á sl. starfsári, hefur leitt af sér óþörf rekstrartöp. Ársreikningur fyrirtækisins 1987 var ekki samþykktur af þá- verandi forstjóra, heldur staðfestur af stjórn fyrirtækisins, en af endur- skoðun er það að segja að félags- kjörnir endurskoðendur hafa jafn- an starfað tvo til þijá mánuði á ári hveiju við endurskoðun bók- halds fyrirtækisins, yfirfarið fylgi- skjöl þess, borið saman við bækur þess og sjóði og ekkert fundið at- hugavert. Hafa ársreikningar fyrirtækis- ins jafnan verið áritaðir af þeim. Ársreikningar Sláturfélagsins hafa ætíð verði samdir af löggiltum endurskoðendum eftir bókhaldi fyrirtækisins og verið áritaðir af þeim, en sama endurskoðunar- skrifstofan hefur gegnt þessu hlut- verki í áratugi og gerir enn. Höfundur er fyrrverandi forsijóri Sláturfélags Suðurlands. Sovétríkin: Þakka Lyfja- verslun og Flugleiðum Eftirfarandi fréttatilkynn- ing hefur borist Morgun- blaðinu frá sovéska sendiráð- inu í Reykjavík: Sendiráð Sovétríkjanna á ís- landi vill koma á framfæri inni- legum þökkum til Lyfjaverslun- ar ríkisins og Flugleiða fyrir þá hjálp, sem þessi fyrirtæki verttu við kaup og flutning lyfja til þeirra, sem slösuðust í járn- brautarslysinu við borgina Ufa í Sovétríkjunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.