Morgunblaðið - 17.06.1989, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.06.1989, Blaðsíða 46
MOKGUNÉLAÐIÐ LA'UGARDAGUR 17.: JÖNl>li989 Ökumaður bifhjóls brotnaði illa Fólksbíll og bifhjól lentu í hörðum árekstri á mótum Fellsmúla og Grensásvegar síðdegis á fimmtudag. Okumaður bifhjólsins hlaut opið beinbrot og var fluttur á sjúkrahús til aðgerðar. Alþj óðasamtök um gagna- vinnslu halda ráðsteftm Alþjoðasamtökin um gagnavinnslu (International Federation for Information Processing — IFIP) eru tæplega 30 ára gömul samtök með þátttöku 59 landa; íslenska aðildarfélagið að þessum samtökum er Skýrslutæknifélag Islands. Starfsemi IFIP nær til allra sviða þar sem upplýsingatækni hefur sett spor sín, allt fr'á læknavísindum til tölvuvæddrar hönnunar eða menntamála. IFIP á samstarf við fjölmörg alþjóðasamtök og veitir margvísleg sérfræðiráðgjöf á alþjóðlegum grundvelli. Fyrsta ráðstefna þessara sam- taka á íslandi verður dagana 18.-22. júní 1989 og er hér um að ræða tæplega 100 manna vinnu- ráðstefnu þar sem aðilum, jafnt fyrirlesurum sem almennum þátt- takendum, er sérstaklega boðið að taka þátt. Erlendir þátttakendur verða frá fleiri en 20 þjóðum, vest- ur- og austurhluta Evrópu og flest- um öðrum heimsálfum. 20 Islend- ingum hefur verið boðin þátttaka, víðs vegar að úr menntakerfinu. Efni ráðstefnunnar er Námshug- búnaður fyrir aldurshópinn 11-20 ára — innan skóla og utan. Hér er um brýnt, og eftir viðbrögðum að dæma greinilega áhugavert, við- fangsefni að ræða. Fyrirlesarar eru margir vel þekktir og í fararbroddi á þessu sviði í heimalandi og á al- þjóðlegum grundvelli. Dagskrárnefnd er skipuð fulltrú- um frá Danmörku (formaður Peter Bollerslev), Islandi (Anna Kristjáns- dóttir), Þýskalandi, Hollandi, Frakklandi, Bretlandi, Búlgaríu, Ástralíu, Bandarílqunum og Japan. Með því að halda ráðstefnu af þess- um toga hér á landi opnast íslensk- um skólamönnum og tæknimönnum sambönd á mun skilvirkari máta en unnt er eftir öðrum leiðum. Þetta er því líklega besta tækifæri, sem gefist hefur þeim sem starfa að tölvumálum innan menntamála, til þess að eiga viðræður við erlenda aðila og kynnast sjónarmiðum og leiðum þeirra. Þeir sem að ráðstefnunni standa fyrir hönd íslands eru Kennarahá- skóli íslands og Skýrslutæknifélag íslands. í undirbúningsnefnd hér- lendis hafa verið Anna Kristjáns- dóttir dósent við KHÍ, formaður, Ásgeir Guðmundsson námsgagna- stjóri, Helgi Þórsson forstöðumaður Reiknistofnunar Háskóla íslands, Hildur Hafstað yfirkennari Hjalla- skóla, Ásgerður Magnúsdóttir kennari og tölvunarfræðingur hjá SKÝRR og Baldur Sveinsson kennslustjóri Verzlunarskóla ís- lands. Ráðstefnan verður staðsett í Kennaraháskóla íslands og leggur skólinn til alla aðstöðu. Ýmsir aðrir munu styðja hana, einkum með vinnu. IBM á íslandi hefur veitt ráð- stefnunni fararstyrk fyrir erlenda þátttakendur. I kjölfar ráðstefnunn- ar, föstudaginn 23. júní, verður „IBM dagur“ en þar munu nokkrir fyrirlesarar frá ráðstefnunni halda erindi. Einnig verður sagt frá og sýnt á hvern hátt IBM á íslandi hefur unnið með skólakerfinu. „IBM dagurinn“ verður í húsnæði IBM við Skaftahlíð og er öllum opinn. Maríukirkjan; Fjölskylduferð í Þjórsárdal Suðurskautslandið: Erindi um náttúruíar Mánudaginn 19. júní flytur Dr. Ólafur Ingólfsson jarðfræðingur fyrirlestur á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags, sem hann nefnir: „Af mörgæsum, jöklum og mannlífi á suðurskauti.“ Ólafur Ingólfsson hefur á und- anförnum tveimur árum tekið þátt í tveimur sænskum leiðöngrum til Suðurskautslandsins. I fyrirlestri sínum mun hann fjalla um forsend- ur vísindarannsókna þar og nátt- úrufar almennt; jökla, gróður og dýralíf. Auk þess mun hann drepa á rannsóknasögu svæðisins og bregða upp myndum af mannlífi úr umhverfi sem ís og kuldi marka. Fyrirlesturinn verður í stofu 101 í Odda og hefst klukkan 20.30. (Fréttatilkynning) Þetta er þriðja sumarið í röð sem slík ferð er farin og enn verður unnið að stígnum upp á Valahnúk. Áætlað er að um 20 þúsu'nd manns gangi þangað upp á hvetju sumri, svo mikil þörf er á góðum stíg. Þessar vinnuferðir hafa verið vinsælar undanfarin sumur. Ferðafélagið leggur til rútu og gistingu í skála sínum, en verk- stjórn er í höndum félaga úr Sjálf- boðaliðasamtökunum. Þarna er gott tækifæri til að komast út í náttúr- una og vinna að umhverfismálum á fallegum stað og í góðum félags- skap. Safnaðarfélag Maríukirkjunn- ar í Breiðholti efiiir til Qölskyldu- ferðar í Þjórsárdal laugardaginn 24. júni nk. Lagt verður af stað frá Maríu- kirkjunni klukkan 9 árdegis, stundvíslega og ekið sem leið liggur austur í Skálholt. Þar er áætlað að messa um klukkan 11-11.30. Eftir messu verður svo ekið inn í Þjórsárdal. Nestið verður borðað á fögrum stað úti í náttúrunni. Áætlaður komutími til Reykjavíkur er um klukkan 6-7 síðdegis. Þátt- töku ber að tilkynna fyrir 19. júní nk. Unnið verður að náttúruvernd í Þórsmörk, vikuna 21.-28. júni. Unnið að nátturu- vemd í Þórsmörk Sjálfboðaliðasamtök um nátt- eftia til vinnuferðar í Þorsmörk úruvernd og Ferðafélag íslands vikuna 21.-28. júní. ÁRBÆJAR OG GRAFARVOGS- SÓKN: Guðsþjónusta í Árbæjar- kirkju kl. 11 árdegis. Organleikari Jóns Mýrdal. Sr. Guðmundur Þor- steinsson. ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Árni Bercjur Sigurbjörnsson. BORGARSPITALINN: Guðsþjón- usta á Borgarspítala kl. 10. Sr. Tómas Sveinsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Organisti Sigríður Jóns- dóttir. Sr. Gísli Jónasson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ólafur Jens Sigurðsson messar. Organisti er Guðni Þ. Guðmundsson. Sumarferð félags- starfs aldraðra verður miðvikudag 21. júní. Lagt af stað frá kirkjunni kl. 10. Upplýsingar veitir Áslaug í síma 32855. Sóknarnefndin. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11, skírn, ferming og altarisganga. Fermd verður Katrín Björg Guð- björnsdóttir Melabraut 40, Selt- jarnarnesi. Sr. Hjalti Guðmunds- son. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Guðmundur Guðmundsson frá Útskálum préd- ikar og þjónar fyrir altari. Hrafn- hildur Guðmundsdóttir syngur ein- söng. Organisti Einar Örn Einars- son. Félag fyrrverandi sóknar- presta. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Guð- mundur Karl Ágústsson. Organisti Guðný Margrét Magnúsdóttir. Sóknarprestar. FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK: Guðs- þjónusta kl. 14. Orgelleikari Kristín Jónsdóttir. Cecil Haraldsson. GRENSÁSKIRKJA:Guðsþjónusta kl. 11. Altarisganga. Fimmtudag: Almenn samkoma hjá UFMH kl. 20.30. Sóknarprestur. Guðspjall dagsins: Lúk. 6.: Verið miskunn- samir HALLGRÍMSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lár- usson. Organisti Gunnar Gunnars- son. Matur seldur eftir messu. Þriðjudag: Fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. Kvöldbænir og fyrirbænir eru í kirkjunni á mið- vikudögum kl. 18. Prestarnir. HJALLAPRESTAKALL í KÓPA- VOGI: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 í Kópavogskirkju. Börn úr sumarnámskeiði kristilegs starfs koma fram. Foreldrar eru hvattir til að koma ásamt börnum sínum til messu. Kórar Hjallasóknar og Kópavogskirkju leiða söng undir stjórn Davids Knowles. Allir vel- komnir. Sr. Kristján Einar Þorvarð- arson. KÓPAVOGSKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Börn úr sum- arnámskeiði kristilegs starfs koma fram. Foreldrar hvattir til að koma ásamt börnum sínum til messu. Kórar Hjallasóknar og Kópavogs- kirkju leiða söng undir stjórn Davids Knowles. Allir velkomnir. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson. í safnaðarheimilinu Borgum verður samvera á vegum samtakanna um Sorg og sorgarviðbrögð nk. þriðju- dag kl. 20-22. Allir velkomnir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Þórhallur Heimisson pr’ed- ikar. Sr. Sigurður Haukur Guðjóns- son þjónar fyrir altari. Organisti og kórstjórn: Jón Stefánsson. Sóknarnefndin. LAUGARNESKIRKJA: Minni á guðsþjónustur í Áskirkju. Sóknar- prestur. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónas- son. Miðvikudag: Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 18.20. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. SEUAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 20. Einleikur á óbó Kristján Steph- ensen. Organisti Þröstur Eiríks- son. Sóknarprestur. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Sighvatur Jónas- son. Sr. Torfi Stefánsson messar. Sóknarnefndin. DÓMKIRKJA Krists Konungs Landakoti: Lágmessa kl. 8.30. Þessi messa er stundum lesin á ensku. Hámessa kl. 10.30. Lág- messa kl. 14. Rúmhelga daga er lágmessa er kl. 18 nema á laugar- dögum þá kl. 14. Á laugardöguhn er ensk messa kl. 20. MARÍUKIRKJA Breiðholti: Há- messa kl. 11. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18. KFUM & KFUK: Samkoma Amt- mannsstíg 2B kl. 20.30. Þarsyngur æskulýðskór frá Noregi. Ræðu- maður er Kjell David Blanchard. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fila- delffa: Safnaðarguðsþjónusta kl.. 11. Ræðumaður Garðar Ragnars- son. Almenn samkoma kl. 20. Ræðumaður Keith Parkers frá Kanada. NÝJA Postulakirkjan: Messa á Háaleitisbr. 56-58 kl. 11. HJÁLPRÆÐISHERINN: Útisam- koma á Lækjartorgi (ef veður leyf- ir) kl. 16. Hjálpræðissamkoma kl. 20.30. Ofurstilautinant Guðfinna Jóhannesdóttir. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í Lágafellskirkju kl. 11. Sóknar- prestur. GARÐAKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Þröstur Eiríksson. Sr. Gunnlaugur Garðarsson. KAPELLA St. Jósefssystra í Garðabæ: Hámessa kl. 10. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Morg- unsöngur kl. 11. Sr. Gunnþór Inga- son. VÍÐISTAÐASÓKN: Messa í Víði- staðakirkju kl. 11. Kór Víðistaða- sóknar syngur. Organisti Kristín Jóhannesdóttir. Prestur sr. Guð- mundur Örn Ragnarsson. KAPELLAN St. Jósefskirkju: Há- messa kl. 10.30. Rúmhelga daga lágmessa kl. 18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.