Morgunblaðið - 17.06.1989, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1980
1 • .............................• -■
4£
Jóhann Sv. Jóhanns
son - Minning
Fæddur 18. janúar 1928
Dáinn 7. júní 1989
Að eitt sinn skal hver deyja, er
næstum það eina, sem við vitum
með fullri vissu að bíður okkar allra
í þessum heimi. Hvað okkar bíður
á morgun vitum við ekki, því allt
annað er breytingum háð, og enginn
veit hvenær kallið mikla kemur,
kallið sem allir verða að hlýða, hvort
sem okkur líkar betur eða verr.
Og jafnvel þótt við stundum höf-
um grun um að hverju stefni, þá
kemur andlátsfregn góðs vinar okk-
ur alltaf á óvart. Það er nú einu
sinni svo, að okkur finnst stundum
erfitt að skilja hvers vegna sumir
eru kallaðir svo fljótt frá okkur.
Miklir atorkumenn í fullu fjöri, að
það er engu líkara en þeir hafi ver-
ið sóttir til annarra starfa og þeim
sé ætlað að takast á við mikil og
vandasöm störf fyrir hann sem öllu
ræður og hefur lífshlaup okkar allra
í hendi sér.
Slíkar hugsanir sóttu á mig þeg-
ar ég frétti að vinur minn Sverrir
Jóhanns væri látinn en hann andað-
ist á sjúkrahúsi miðvikudaginn 7.
júní sl.
Jóhann Sverrir Jóhannsson var
fæddur 18. jánúar 1928 á Hauga-
nesi við Eyjafjörð, sonur hjónanna
Jóhanns Guðmundssonar og Sig-
urlínu Sigurðardóttur og var yngst-
ur 5 systkina. Sverrir fór ungur til
sjós og stundaði sjóinn lengst af
eða þar til hann tók við umboði
Olíuverslunar íslands hér í
'Grindavík 1971.
Ég kynntist þeim hjónum, Sverri
og Sæunni Kristjánsdóttur fljótlega
eftir að ég kom hér til Grindavíkur
fyrir rúmum 20 árum og höfum við
hjónin átt margar góðar og glaðar
stundir með þeim Sæu og Sverri,
stundir sem gefa minningunum líf
og gildi.
Sverrir var ákaflega félagslyndur
og mikill félagsmálamaður og því
hlóðust á hann ýmis störf, bæði í
þágu bæjarins og hinna ýmsu fé-
laga sem hann tók þátt í.
Hann var félagi í Lionsklúbbi
Grindavíkur og mikill. og góður Li-
onsmaður. Þar kynntist ég því hvað
það var gott að starfa með honum,
það var engin hálfvelgja í þvi sem
hann tók að sér að gera. Það var
unnið af þeim krafti og dugnaði sem
honum var svo eiginlegur og var
hans aðalsmerki. Eitt mál var það
sem ég veit að honum var kærast
og átti hug hans allan, það voru
störf hans í þágu aldraðra og bygg-
ing dvalarheimilis hér í Grindavík,
og kom þar vel í ljós hans mikli
dugnaður og ósérhlífni við að koma
málum þar í Höfn, allt fram til
þess síðasta.
Nú þegar ég lít til baka, er mér
efst í huga þakklæti fýrir hans
góðu vináttu og miklu hjálp við mig
og mína fjölskyldu. Einnig áralanga
og ómælda vináttu við tengdafor-
eldra mína, og er ég forsjóninni
þakklátur fyrir að hafa fengið að
Sæa mín, við sendum þér og
Þorvaldi, Helgu og litlu drengjunum
innilegar samúðarkveðjur og biðjum
Guð að geyma ykkur.
Sigurður og Guðrún
Kveðja frá Alþýðuflokksfélagi
Grindavikur
Jóhann Sverrir Jóhannsson hefur
verið félagi í Alþýðuflokksfélagi
Grindavíkur um árabil. Jóhann
Sverrir hefur gegnt ýmsum trúnað-
arstörfum fyrir félagið.
Við minnumst hans sem góðs
félaga sem gekk heilshugar til
þeirra verkefna sem honum voru
falin hvort sem um var að ræða
nefndarstörf sem vörðuðu bæjar-
málefni eða trúnaðarstörf innan
félagsins.
Við sendum eftirlifandi eiginkonu
hans Sæunni Kristjánsdóttur og
fjölskyldu dýpstu samúðarkveðjur.
Messa og* gönguferð á Keili
Grindavík.
NÆSTKOMANDI sunnudag, 18. júní verður messað í Kirkjuvogs-
kirlyu í Höfnum kl. 11. Að messu lokinni verður gengið á Kedi þar
sem sóknarpresturinn, séra Örn Bárður Jónsson, les Qallræðuna.
í ágúst á síðasta ári var farið í
gönguferð eftir messu í Kirkjuvogs-
kirkju og gengið fyrir Ósabotna um
Básenda í Stafnes og tóku yfir 40
manns þátt í göngunni. Áður hefur
tvívegis verið gengið eftir Prestastíg
frá Kalmannstjörn og í Staðarhverfi
í Grindavík. Að þessu sinni er ætlun-
in að ganga á Keili en þaðan er gott
útsýni í góðu veðri. Fólk er hvatt til
að koma ferðbúið til kirkju í góðum
fatnaði til gönguferða og með nesti.
Lagt verður af stað strax að lokinni
messu á einkabílum til Höskuldar-
valla og þaðan verður gengið á fjall-
ið. Göngufólk er hvatt til að hafa
með sér Nýja testamentið því ætlun-
in er að lesa Fjallræðuna þegar upp
er komið og fá sem flesta til þátt-
töku í lestrinum.
Aðspurður hafði séra Örn þetta
að segja um ferðina: „Gönguferðir
Athugasemd
í FRÉTT í Morgunblaðinu á mið-
vikudag, þar sem sagt var frá út-
skrift stúdenta frá Fjölbrautaskó-
lanum við Ármúla, var frá því skýrt
að Halla Tómasdóttir hefði hlotið
viðurkenningu fyrir störf að félags-
málum.
Höllu var veitt slík viðurkenning,
en hins vegar láðist að geta þess,
að hún fékk einnig viðurkenningar
fyrir námsárangur í íslensku, ensku
og þýsku. Beðist er velvirðingar á
þessum mistökum.
Ferming
Á morgun, sunnudaginn 18.
júní, verður fermingarmessa í
Árneskirkju í Trékyllisvík.
Prestur sr. Einar Jónsson í
Árnesi. Organisti Ólafía Jóns-
dóttir. Fermd verða:
Amar Hallgrímur Ágústs-
son, Steintúni. Guðbjörg Guð-
mundsdóttir, Munaðarnesi.
Pálína
Hjaltadóttir, Bæ.
eru góðar fyrir sál og líkama. Maður
kynnist landinu sínu, samferðamönn-
um og sjálfum sér á nýjan hátt.
Gönguferðir geta líka verið eins kon-
ar guðsþjónustúr því Guð vitjar okk-
ar í náttúrunni og birtir sköpunar-
mátt sinn. Margir verða því fyrir
sterkum hughrifum úti í náttúrunni
og skynja nálægð Guðs. En nærvera
Guðs er mest í kirkjunni þar sem orð
hans heyrist og við fáum að kynnast
honum sem persónu í Jesú Kristi.“
Séra Örn sagði að lokum að hann
vildi hvetja heimamenn, burtflutta
Hafnarmenn svo og alla aðra sem
áhuga hafa, til þátttöku í messunni
og í gönguferðinni og ekki væri verra
ef menn væru hressir. pQ
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi,
YNGVI FINNBOGASON
frá Sauðafelli,
til heimilis í Álfheimum 46,
verðurjarðsunginnfrá Langholtskirkju mánudaginn 19. júníkl. 13.30.
Þurfður Sigurjónsdóttir,
Hulda Yngvadóttir, Arnar Laxdal Snorrason,
Sigurjón Svavar Yngvason, Margrét Valdimarsdóttir,
Margrét Yngvadóttir, Páll Pálsson,
Inga Þuríður Þorláksdóttir, Rúnar Gunnarsson.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarð-
arför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
HERDÍSAR FRIÐRIKSDÓTTUR,
Austurvegi 40,
Selfossi.
Stefán Gunnarsson,
GesturStefánsson, Ingibjörg Hjálmarsdóttir,
Ragnheiður Stefánsdóttir,
Karl Stefánsson, Valborg ísleifsdóttir,
ína Stefánsdóttir, Guðjón Ásmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför manns-
ins míns, föður, tengdaföður, afa og langafa,
AÐALBERGS SVEINSSONAR,
Hamrabakka 8,
Seyðisfirði.
Sigríður Friðriksdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
t
Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og jarðarför ást-
kærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu,
JÓNU KRISTJÁNSDÓTTUR,
Ásum, Stafholtstungum,
Mýrasýslu.
Jóhannes Ólafsson,
Kristján Jóhannesson, Vigdfs H. Guðjónsdóttir,
Björn Jóhannesson,
Jóhannes Jóhannesson, Kristfn Möller,
Sigríður Guðný Jóhannesd., Skúli Guðmundsson,
Ólafur Ingi Jóhannesson, Kolbrún Sigurðardóttir
og barnabörn.
t
Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og jarðarför litla
drengsins okkar,
BJARMAR SMÁRA ELÍASSONAR.
Þökkum sérstaklega Grétu fyrir hennar framlag og elsku móður-
systur.
Bjarnheiður Ragnarsdóttir, Ólafur Ingi Hermannsson,
Stefán Hafstein Gunnarsson.
t
Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vináttu við fráfall manns-
ins míns, föður okkar og tengdaföður,
JÓNS HARALDSSONAR
arkitekts.
Áslaug Stephensen,
Gyða og Peter Bishop,
Haraldur Stefán og Edda.
t
Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát
og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
SNORRA ÁSGEIRSSONAR
rafverktaka,
Þinghólsbraut 37,
Kópavogi.
Þökkum sérstaklega forstjóra og starfsfólki Vífilfells hf. fyrir hlý-
hug og virðingu við hann.
Kristjana Heiðberg Guðmundsdóttir,
Björgvin Gylfi Snorrason, Guðfinna Skagfjörð,
Ásgeir Valur Snorrason, Hildur Gunnarsdóttir,
Karen Lilja og Eva Björk Björgvinsdætur.
Lokað
Verslanir félagsmanna í Félagi íslenskra gullsmiða
verða lokaðar frá kl. 13.00-15.00 mánudaginn 19.
júní vegna útfarar GUÐMUNDAR ÞORSTEINS-
SONAR, heiðursfélaga.
Félag íslenskra gullsmiða.
Lokað \
Lokað eftir hádegi mánudaginn 19. júní vegna
jarðarfarar GUÐMUNDAR ÞORSTEINSSONAR
gullsmiðs.
Guðmundur Þorsteinsson sf.,
Bankastræti 12,
Reykjavík.
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afinælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofú blaðsins í Hafii-
arstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek-
in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til-
vitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama
gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar
birtist undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar
greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar af-
mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð
og með góðu línubili.