Morgunblaðið - 17.06.1989, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1989
25
Kvennaskólinn
9 stúdentar
brautskráðir
NÝSTÚDENTAR voru braut-
skráðir frá Kvennaskólanum í
Reykjavíku laugardaginn 10.
júní. Meirihluti stúdentseiha úr
Kvennaskólanum mun þó ekki
útskrifast fyrr en í haust.
Þeir 9 stúdentar sem brautskráð-
ust nú, fengu árangur sinn metinn
í þremur bestu greinum sínum, en
tóku próf í öðrum. 15 til viðbótar
munu ganga undir próf í haust og
verða þá brautskráðir. Flest verð-
laun fyrir ágæta frammistöði í ein-
stökum greinum fékk Björk Stein-
dórsdóttir.
Ríflega 50 milljónum varið
til sumatráðnmga námsfólks
Atvinnuleysi næstum þrefalt meira en fyrir ári
ATVINNULEYSI á landinu hefur nærri þrefaldast milli ára, sé miðað
við fjölda atvinnulausra í maímánuði. Rúmlega 50 milljónum króna var
í gær úthlutað til ríkisstofnana, fyrirtækja og félagasamtaka í sam-
ræmi við þá ákvörðun rikisstjórnarinnar að verja fé til að auka atvinnu-
möguleika námsfólks i sumar. Orn Friðriksson, varaforseti ASI, segir
að ekki hafí verið rætt um sérstakar aðgerðir vegna atvinnuleysis
meðal ungs fólks sem ekki er í skóla. Hann kveðst þó telja að þessar
fjárveitingar stjórnvalda muni hafa jákvæð áhrif á vinnumarkaðinn,
vegna þeirra taki skólafólk síður heils árs störfín frá hinum sem þurfa
vinnu allt árið.
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi
sínum i byijun mánaðarins að bregð-
ast við vanda námsfólks um að afla
sér sumarstarfa. Nefnd þriggja ráðu-
neyta afgreiddi í gær 36 umsóknir
af 54 sem bárust um fjárveitingar
til verkefna fyrir námsfólk. Verkefn-
in felast einkum í fegrun og um-
hverfisvernd. Laun verða greidd fyr-
ir 362 störf, þar af 144 í Reykjavík,
með íjárveitingu á bilinu 50 til 55
milljónir króna.
Skilyrði fjárveitinganna voru að
námsmenn yrðu 16 ára á árinu eða
eldri, í námi næsta haust og hefðu
árangurslaust sótt um störf gegnum
vinnumiðlun. Að sögn Skúla Þórðar-
sonar, starfsmanns nefndarinnar, er
ætlunin að bíða átekta í nokkra daga
og athuga hvaða áhrif þessar fjár-
veitingar hafa á atvinnumál ungs
fólks. Þá verði tekin ákvörðun um
þær 18 umsóknir sem ekki hafa hlot-
ið afgreiðslu.
Atvinnulausir á landinu í maímán-
uði voru 1799 talsins, en meðaltalst-
alan á sama tíma í fyrra var 660
manns. Þannig voru tæpar 67 millj-
ónir greiddar úr atvinnuleysistrygg-
ingarsjóði í síðasta mánuði, en rúmar
28 milijónir sama mánuð síðastliðið
ár. Svo virðist sem atvinnuleysi auk-
ist í öllum aldurshópum launþega,
en hjá VR er þetta sérstaklega áber-
andi meðal fóiks á fertugsaldri.
780 á skrá hjá
atvinnumiðlun stúdenta
Fjölgun atvinnulausra kemur fram
hjá ungu fólki eins og öðrum aldurs-
hópum; 780 námsmenn hafa látið
skrá sig hjá atvinnumiðlun stúdenta
í vor en á sama tíma í fyrra voru
þeir 705 talsins. Tæpur helmingur
námsmanna sem komið hafa á skrá
atvinnumiðlunarinnar frá því í apríl
hefur þegar fengið vinnu, þar af um
200 manns á eigin vegum. Nemend-
um sem láta skrá sig hefur fjölgað
ár frá ári að undanförnu.
Margrét Tómasdóttir hjá Trygg-
ingastofnun ríkisins segir að mikið
hafi verið spurt um rétt skólafólks
til atvinnuleysisbóta, en eldri nem-
endur en 16 ára sem unnið hafa
meira en 425 tíma á síðasta sumri
hafa bótarétt.
Þorgerður Sigurðardóttir hjá
Verslunarmannafélagi Reykjavíkur
segir að hjá VR fólki virðist atvinnu-
leysið vera mest í 30 til 40 ára aldurs-
hópnum. í byijun síðasta árs hafi
12 VR-menn verið á atvinnuleysis-
bótum, þeir hafi verið 79 í árslok og
í janúar síðastliðnum hafi talan verið
komin upp í 116 manns.
Halldór Bjömsson hjá Dagsbrún
kveðst hafa talið að atvinnuleysið
myndi minnka mun meira í sumar
en orðið hefur. Svo virðist sem at-
vinnurekendur haldi að sér höndum
og ráði helst ekki afleysingafólk.
Atvinnulausum Dagsbrúnarmönnum
hafí aðeins fækkað um 29, þeir hafi
verið 136 í vetur, nú séu þeir 107
talsins.
Halldór segir ljóst að vilji hið opin-
bera reyna að draga úr atvinnuleysi
meðal ungs fólks sem vinnur allt
árið, sé aðeins eitt ráð til: Að styðja
betur við fyrirtækin í landinu svo þau
sjái sér fært að ráða fólk til vinnu.
Heimildamynd um Gunnar
Gunnarsson skáld er á dag-
skrá sjónvarps í kvöld.
Sjónvarp í kvöld:
Ný íslensk
heimildamynd
ÆVI og störf Gunnars Gunn-
arssonar skálds er viðfangs-
efhi heimildamyndar sem
ríkissjónvarpið sýnir í kvöld
kl. 21:15.
Þátturinn er gerður í tilefni
af því að hundrað ár eru nú lið-
in frá fæðingu Gunnars. Umsjón
með þættinum hafði Matthías
Viðar Sæmundsson, bókmennta-
fræðingur.
Jón Egill Bergþórsson, dag-
skrárgerðarmaður, vann að
þættinum með Matthíasi Viðari
Sæmundssyni.
Selfoss:
Lítilli flugvél
hlekktist á
TVEGGJA sæta flugvél af teg-
undinni Skipper hlekktist á í
lendingu á Selfossflugvelli
síðdegis á fímmtudag.
í lendingunni rann flugvélin
þvert út af flugbrautinni og stakkst
á nefið. Nefhjól flugvélarinnar
brotnaði en flugmanninn, sem var
einn í vélinni, sakaði ekki.
• LJÓSMYNDASAMKEPPNI KODAK EXPRESS GÆÐAFRAMKÖLLUNAR OG VIKUNNAR •
r
Allir geta tekið þátt í Sumarbrosinu,
hinum einfalda sumarleik. Hann felst
einfaldlega í því að skila inn myndum
af sumarbrosi (fólki eða dýrum) eða
broslegri mynd.
í hverjum mánuði verða birtar fjórar
athyglisverðustu myndirnar og besta
mynd sumarsins verður valin í september
úr öllum innsendum myndum. Vegleg
verðlaun eru í boði: utanlandsferð,
17 myndavélar o.fl.
Eina skilyrðið er að notuð sé Kodak
filma og framkallað hjá Kodak Express
Gæðaframköllun. Hún er á eftirtöldum
LATTU OKKUR
FRAA/IKALLA
SUA/IARBROSIÐ!
• Verslanir Hans Petersen, Bankastræti,
Glæsibæ, Austurveri, Kringlunni og
Lynghálsi • Ljósmyndaþjónustan,
Laugavegi 178 • Kaupstaður, Mjódd
• Veda, Hamraborg, Kópavogi • Filmur
og Framköllun, Strandgötu, Hafnarfirði
’• Ljósmyndahúsið, Dalshrauni 13,
Hafnarfirði • Hljómval, Keflavík
• Bókaverslun Andrésar Níelssonar,
Akranesi • Bókaverslun Jónasar
Tómassonar, ísafirði • Pedrómyndir,
Hafnarstræti og Hofsbót, Akureyri
• Nýja Filmuhúsið, Hafnarstræti,
Akureyri • Bókabúð Brynjars,
Sauðárkróki • Vöruhús KÁ, Selfossi.
Lesið nánar um Sumarbrosið í Vikunni!