Morgunblaðið - 17.06.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.06.1989, Blaðsíða 36
MORjjUNBIju->]Ð. LAUGAHDAGUR 17. JÚNÍ 1989 ATVINNUA UGL YSINGAR Framtíðarstarf Óskum eftir starfsmanni til afgreiðslu- og lagerstarfa. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Aðeins heilsdagsstarf í boði. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „U - 9800“ fyrir 22. júní. Setbergsskóli- lausar stöður Starf ganga- og baðvarðar við Setbergsskóla í Hafnarfirði er laust til umsóknar. Jafnframt starf ritara (hálf staða) við sama skóla. Skólinn er í byggingu og tekur til starfa 1. september nk. og er ráðið í ofangreindar stöður frá og með þeim tíma. Umsóknir berist á skrifstofu skólafulltrúa, Strandgötu 4, sem jafnframt veitir allar frek- ari upplýsingar, fyrir 4. júlí nk. Skólafulltrúirm íHafnarfirði. Myllubakkaskóli, Keflavík Við Myllubakkaskóla í Kelfavík eru nokkrar lausar kennarastöður, m.a.: 1. Almenn kennsla 1/i. 2. Forskólakennsla V2. 3. Sérkennsla V1. 4. Handmenntakennsla (saumar) V1. 5. Uppeldisfulltrúi V2. Á næsta skólaári verða um 750 nemendur í skólanum og þeir eru á aldrinum 6-11 ára. Allar frekari upplýsingar gefa skólastjóri í síma 92-11884 og yfirkennari í síma 92-11686. Hjúkrunarfræðingur -opin öldrunarþjónusta Múlabær er þjónustuheimili fyrir aldraöa og öryrkja með aðsetur í Ármúla 34 í Reykjavík. Starfsemin fer fram á tímabilinu kl. 7.30- 17.00 fimm daga vikunnar. Þjónusta er veitt á félagslegu og heil- brigðissviði og miðar að því að gera eldra fólki kleift að búa heima svo lengi sem verða má við öryggi og farsæld. Að jafnaði koma 48 einstaklingar daglega til dvalar á heimilinu. í Múlabæ starfar hjúkrunarfræðingur, iðjuþjálfi, sjúkraliði, mynd- listarkennari, leiðbeinendur, hárgreiðslumeistari og annað starfs- fólk með fjölþætta starfsreynslu víða að í öldrunarþjónustunni. Við auglýsum nú eftir hjúkrunarfræðingi til starfa í eitt ár vegna afleysinga. Um er að ræða 60% starf. Verkefnin eru fjölþætt, s.s. almenn hjúkrunarstörf, heilsufarslegt eftirlit með skjólstæðingum stofnunarinnar, tengsl við endurhæfingar- og hjúkrunarstofnanir á svæðinu, ásamt nánu samstarfi við forstöðu- mann og trúnaðarlækni. Áhersla er lögð á lipurð í umgengni og gott samstarf á öllum sviðum starfseminnar á heimilinu. Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður í Múlabæ í síma 681330. Umsóknarfestur er til 30. júní nk. Þroskaþjálfi Þroskaþjálfi óskast til starfa hjá Vestmanna- eyjabæ frá og með 1. sept. nk. Fjölbreytt starf. Nánari upplýsingar veita sálfræðingur eða félagsmálastjóri í síma 98-11088. Umboðsmenn fyrir Macintosh tölvur Tölvudeild Radíóbúðarinnar óskar eftir um- boðsmönnum um allt land fyrir hina vinsælu Apple Macinthosh tölvur og vörur þeim tengdar. Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu á tölvum. Markmiðið er að geta boðið Macintosh tölvur í öllum bæjum landsins. Umsækjendur sendi upplýsingar fyrir 27. júní til Radíóbúðarinnar hf. merktar: „Umboðsmaður Apple“. LANDSPITALINN Sjúkraliðar óskast á lyflækningadeild 14-G til frambúðar. Vinnuhlutfall samkomulag. Lyflækningadeild er fyrir nýrna- og gigtarsjúklinga. Deildin opnar eftir sumarleyfi í ágúst með námskeiði. Upplýsingar gefa Þóra Árhadóttir, deildar- stjóri, og Laufey Aðalsteinsdóttir, hjúkrunar- framkvæmdastjóri, í síma 601290 eða 601300. Umsóknir sendist til Laufeyjar Aðalsteins- dóttur. Reykjavík,17.júní1989. Góður lagermaður óskast til framtíðarstarfa sem fyrst. Ekki yngri en 20 ára. Reynsla á lyftara æskileg. Góð vinnuaðstaða og mötuneyti á staðnum. Áhugasamir sendi umsóknir til auglýsinga- deildarMbl., merktar: „L-7071 “, fyrir21/6. Frá Héraðsskólanum íReykholti, Borgarfirði Kennarastaða í ensku og íslensku er laus til umsóknar. Um er að ræða kennslu í 9. bekk og framhaldsdeildum skólans. Háskólapróf æskilegt. Góð aðstaða, gott húsnæði, mikil vinna. Upplýsingar gefur skólastjóri í símum 93-51200 eða 93-51201. BORGARSPÍTALINN Sjúkraþjálfarar! Það er laus staða í sjúkraþjálfun Borgarspít- alans í haust. Starfið er fólgið í sjúkraþjálfun á geðdeild spítalans í náinni samvinnu við aðrar starfsstéttir þar. Um er að ræða 50% starf á dagdeild geð- deildar í Templarahöll eða 100% starf á dagdeildinni og legudeildinni í Fossvogi (A-2). Uppeldisfulltrúar Meðferðarheimilið v/Kleifarveg óskar eftir uppeldisfulltrúum til starfa. Æskilegt er að umsækjendur hafi menntun eða starfs- reynslu á uppeldissviði (þroskaþjálfar, fóstrur eða kennara). Upplýsingar í síma 82615. Félagsráðgjafi Félagsráðgjafi með starfsreynslu óskast á dagdeild geðdeildar. Upplýsingar veitir yfirfélagsráðgjafi í síma 13744. RÍKISSPÍTALAR Reiknistofa bankanna óskar að ráða sérfræðing (kerfisforritara) í tæknideild reiknistofunnar. í starfinu felst uppsetning og viðhald tölvu- stjórnkerfa og mun framhaldsmenntun og þjálfun fara fram hérlendis og erlendis. Æskilegt er, að umsækjendur hafi háskóla- próf í tölvunarfræði eða verkfræði og/eða umtalsverða reynslu við forritun. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi SÍB og bankanna. Umsóknarfrestur er til 26. júní nk. Allar nánari upplýsingar um starfið veitir fram- kvæmdastjóri tæknisviðs reiknistofunnar. Umsóknir berist á þar til gerðum eyðublöðum er fást hjá Reiknistofu bankanna, Kalkofns- vegi 1, 150 Reykjavík, sími (91)622 444. HEILSUVERNDARSTÖÐ REVKJAVÍKUR BARÓNSSTlG 47 Heilbrigðisráð Reykjavíkur óskar eftir að ráða eftirtalið starfsfólk: Læknaritara við atvinnusjúkdómadeild Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur, 100% starf. Bókasafnsfræðing við bókasafn Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, 50% starf. Meinatækni við Heilsugæslustöð Hlíðasvæðis, 50% starf. Ofangreind störf eru laus frá og með 1. júlí 1989. Upplýsingar eru gefnar á skrifstofu fram- kvæmdastjóra heilsugæslustöðva, sími 22400. Umsóknum skal skila til skrifstofu Heilsu- verndarstöðvarinnar fyrir kl. 16.00, mánu- daginn 26. júní nk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.