Morgunblaðið - 17.06.1989, Blaðsíða 36
MORjjUNBIju->]Ð. LAUGAHDAGUR 17. JÚNÍ 1989
ATVINNUA UGL YSINGAR
Framtíðarstarf
Óskum eftir starfsmanni til afgreiðslu- og
lagerstarfa. Þarf að geta hafið störf sem
fyrst. Aðeins heilsdagsstarf í boði.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl.
merktar: „U - 9800“ fyrir 22. júní.
Setbergsskóli-
lausar stöður
Starf ganga- og baðvarðar við Setbergsskóla
í Hafnarfirði er laust til umsóknar.
Jafnframt starf ritara (hálf staða) við sama
skóla.
Skólinn er í byggingu og tekur til starfa 1.
september nk. og er ráðið í ofangreindar
stöður frá og með þeim tíma.
Umsóknir berist á skrifstofu skólafulltrúa,
Strandgötu 4, sem jafnframt veitir allar frek-
ari upplýsingar, fyrir 4. júlí nk.
Skólafulltrúirm íHafnarfirði.
Myllubakkaskóli,
Keflavík
Við Myllubakkaskóla í Kelfavík eru nokkrar
lausar kennarastöður, m.a.:
1. Almenn kennsla 1/i.
2. Forskólakennsla V2.
3. Sérkennsla V1.
4. Handmenntakennsla (saumar) V1.
5. Uppeldisfulltrúi V2.
Á næsta skólaári verða um 750 nemendur
í skólanum og þeir eru á aldrinum 6-11 ára.
Allar frekari upplýsingar gefa skólastjóri í
síma 92-11884 og yfirkennari í síma
92-11686.
Hjúkrunarfræðingur
-opin
öldrunarþjónusta
Múlabær er þjónustuheimili fyrir aldraöa og öryrkja með aðsetur
í Ármúla 34 í Reykjavík. Starfsemin fer fram á tímabilinu kl. 7.30-
17.00 fimm daga vikunnar. Þjónusta er veitt á félagslegu og heil-
brigðissviði og miðar að því að gera eldra fólki kleift að búa heima
svo lengi sem verða má við öryggi og farsæld. Að jafnaði koma
48 einstaklingar daglega til dvalar á heimilinu.
í Múlabæ starfar hjúkrunarfræðingur, iðjuþjálfi, sjúkraliði, mynd-
listarkennari, leiðbeinendur, hárgreiðslumeistari og annað starfs-
fólk með fjölþætta starfsreynslu víða að í öldrunarþjónustunni.
Við auglýsum nú eftir hjúkrunarfræðingi til
starfa í eitt ár vegna afleysinga. Um er að
ræða 60% starf. Verkefnin eru fjölþætt, s.s.
almenn hjúkrunarstörf, heilsufarslegt eftirlit
með skjólstæðingum stofnunarinnar, tengsl
við endurhæfingar- og hjúkrunarstofnanir á
svæðinu, ásamt nánu samstarfi við forstöðu-
mann og trúnaðarlækni. Áhersla er lögð á
lipurð í umgengni og gott samstarf á öllum
sviðum starfseminnar á heimilinu.
Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður í
Múlabæ í síma 681330. Umsóknarfestur er
til 30. júní nk.
Þroskaþjálfi
Þroskaþjálfi óskast til starfa hjá Vestmanna-
eyjabæ frá og með 1. sept. nk. Fjölbreytt
starf.
Nánari upplýsingar veita sálfræðingur eða
félagsmálastjóri í síma 98-11088.
Umboðsmenn fyrir
Macintosh tölvur
Tölvudeild Radíóbúðarinnar óskar eftir um-
boðsmönnum um allt land fyrir hina vinsælu
Apple Macinthosh tölvur og vörur þeim
tengdar. Æskilegt er að viðkomandi hafi
þekkingu á tölvum. Markmiðið er að geta
boðið Macintosh tölvur í öllum bæjum landsins.
Umsækjendur sendi upplýsingar fyrir 27. júní
til Radíóbúðarinnar hf. merktar:
„Umboðsmaður Apple“.
LANDSPITALINN
Sjúkraliðar
óskast á lyflækningadeild 14-G til frambúðar.
Vinnuhlutfall samkomulag. Lyflækningadeild
er fyrir nýrna- og gigtarsjúklinga. Deildin
opnar eftir sumarleyfi í ágúst með námskeiði.
Upplýsingar gefa Þóra Árhadóttir, deildar-
stjóri, og Laufey Aðalsteinsdóttir, hjúkrunar-
framkvæmdastjóri, í síma 601290 eða 601300.
Umsóknir sendist til Laufeyjar Aðalsteins-
dóttur.
Reykjavík,17.júní1989.
Góður lagermaður
óskast til framtíðarstarfa sem fyrst. Ekki
yngri en 20 ára. Reynsla á lyftara æskileg.
Góð vinnuaðstaða og mötuneyti á staðnum.
Áhugasamir sendi umsóknir til auglýsinga-
deildarMbl., merktar: „L-7071 “, fyrir21/6.
Frá Héraðsskólanum íReykholti,
Borgarfirði
Kennarastaða í ensku og íslensku er laus til
umsóknar. Um er að ræða kennslu í 9. bekk
og framhaldsdeildum skólans. Háskólapróf
æskilegt.
Góð aðstaða, gott húsnæði, mikil vinna.
Upplýsingar gefur skólastjóri í símum
93-51200 eða 93-51201.
BORGARSPÍTALINN
Sjúkraþjálfarar!
Það er laus staða í sjúkraþjálfun Borgarspít-
alans í haust. Starfið er fólgið í sjúkraþjálfun
á geðdeild spítalans í náinni samvinnu við
aðrar starfsstéttir þar.
Um er að ræða 50% starf á dagdeild geð-
deildar í Templarahöll eða 100% starf á
dagdeildinni og legudeildinni í Fossvogi (A-2).
Uppeldisfulltrúar
Meðferðarheimilið v/Kleifarveg óskar eftir
uppeldisfulltrúum til starfa. Æskilegt er að
umsækjendur hafi menntun eða starfs-
reynslu á uppeldissviði (þroskaþjálfar, fóstrur
eða kennara).
Upplýsingar í síma 82615.
Félagsráðgjafi
Félagsráðgjafi með starfsreynslu óskast á
dagdeild geðdeildar.
Upplýsingar veitir yfirfélagsráðgjafi í síma
13744.
RÍKISSPÍTALAR
Reiknistofa
bankanna
óskar að ráða sérfræðing (kerfisforritara) í
tæknideild reiknistofunnar.
í starfinu felst uppsetning og viðhald tölvu-
stjórnkerfa og mun framhaldsmenntun og
þjálfun fara fram hérlendis og erlendis.
Æskilegt er, að umsækjendur hafi háskóla-
próf í tölvunarfræði eða verkfræði og/eða
umtalsverða reynslu við forritun.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi SÍB
og bankanna.
Umsóknarfrestur er til 26. júní nk.
Allar nánari upplýsingar um starfið veitir fram-
kvæmdastjóri tæknisviðs reiknistofunnar.
Umsóknir berist á þar til gerðum eyðublöðum
er fást hjá Reiknistofu bankanna, Kalkofns-
vegi 1, 150 Reykjavík, sími (91)622 444.
HEILSUVERNDARSTÖÐ REVKJAVÍKUR
BARÓNSSTlG 47
Heilbrigðisráð
Reykjavíkur
óskar eftir að ráða eftirtalið starfsfólk:
Læknaritara
við atvinnusjúkdómadeild Heilsuverndar-
stöðvar Reykjavíkur, 100% starf.
Bókasafnsfræðing
við bókasafn Heilsuverndarstöðvar
Reykjavíkur, 50% starf.
Meinatækni
við Heilsugæslustöð Hlíðasvæðis, 50% starf.
Ofangreind störf eru laus frá og með 1. júlí
1989.
Upplýsingar eru gefnar á skrifstofu fram-
kvæmdastjóra heilsugæslustöðva, sími 22400.
Umsóknum skal skila til skrifstofu Heilsu-
verndarstöðvarinnar fyrir kl. 16.00, mánu-
daginn 26. júní nk.