Morgunblaðið - 17.06.1989, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 17.06.1989, Qupperneq 16
11 I 6861 ÍMÚl .VI HUOAaflAOUAJ aiGAJaMUOHOM ' 'MORGUNBLÆÐIÐ' LA'UG'ARDAGUR 17‘. JÚNÍ'1989'' fyldrei hefur tækniþekking boðið íslenskri þjóðJjplbféyttari þátttöku í samfélagi þjóð- anna en nú um stundir. Aldrei hefur íslendingum verið auð- veldara að ferðast til fjarlægra heimshoma og kynnast fram- andi menningarsvæðum. Aldrei hefur okkur boðist jafnríku- lega að fylgjast með heimsviðburðum og njóta heimslistar og nú gerist fyrir meðalgöngu fjarskiptatækni. Og aldrei höfum við átt betri tækifæri til að láta rödd okkar hljóma meðal ann- arra þjóða. J QÍ / V slíkum tímum er brýnt að hafa í huga að sæmtkokkar sem þjóðar felst í því að vera í senn fuUgildur veitandi og þiggjandi í heimsmenningunni. Það getum við því aðeins að við eigum sjálf öfluga og sjálfstæða menningu, sem skapar forsendur til að njóta allra þeirra gæða sem mannheimur býður. f ^ dag, á þjóðhátíðardegi okkar íslendinga, hefjum við það skipulega starf sem kennt er við málræktarátak 1989. Einmitt í rækt við móðurmálið, sam- þættingu tungu og menningar, hefur styrkur íslenskrar þjóðar jafnan legið þegar mest reið á. Það er von mín og ósk að mál- ræktarátakið verði að þeirri þjóðmenningarvakningu sem okk- ur er ævinlega þörf á svo að þeir sem landið erfa geti glaðir • Morgunblaðið/Sverrir Forráðamenn Landverndar og Kaupmannasamtakanna ásamt fiilltrú- um nokkurrar þeirra er styrk hlutu á blaðamannafundinum. Landvernd úthlutar styrkjum: Tæpar 7 milljómr runnu til 36 aðila LANDVERND hefur nú í fyrsta sinn úthlutað styrkjum af því fé sem samtökin fá fyrir plastpokasölu kaupmanna. Alls var úthlutað 6,8 milljónum og runnu þær til 36 aðila en um 50 umsóknir bárust. A blaðamannafundi sem Land- vernd og Kaupmannasamtökin héldu til að kynna úthlutunina kom fram að í fyrsta mánuðinum, mars, sem plastpokar voru seldir, námu framlög kaupmanna til Landvernd- ar rúmum tveimur milljónum króna þannig að ljóst er að í framtíðinni getur þetta orðið ágætis búbót fyr- ir Landvernd. Auður Sveinsdóttir, varaformað- ur Landverndar, sagði á fundinum að styrkirnir kæmu til útborgunar á næstu mánuðum. Hún vonar að þessi fyrsta úthlutun geti orðið upp- hafið að öflugu landverndarstarfi um allt land. Nokkrir fulltrúar þeirra samtaka, stofnana eða félaga, sem styrki hlutu, mættu á fundinn og gerðu grein fyrir því sem styrkirnir fara til. Meðal þeirra var Sigurður Blöndal, skógræktarsfjóri, og Jón Bjarnason, skólastjóri á Hólum í Hjaltadal. Skógrækt ríksins og bændaskólinn á Hólum hlutu stærstu styrkina, 500.000 krónur hvor aðili. Skógræktin mun nota styrk sinn til friðunar á birkilendi á jörðinni Hrífunesi í Skaftártungu en Sigurður Blöndal segir að þar sé að finna eitt sérstæðasta birki- lendi á landinu. Bændaskólinn á Hólum mun nota sinn styrk til upp- græðslu á 75 ha. lands sem nú er að mestu ógróið og uppblásið. Það kom fram í máli Guðjóns Oddssonar, formanns Kaupmanna- samtakanna, á fundinum að frá því að sala á plastpokum hófst hefur notkun þeirra dregist saman um 20-25%. Nokkurrar óánægju gætti með þetta fyrirkomulag í fyrstu en Guðjón segir að nú heyri óánægju- raddir til undantekninga. Vöruskiptajöfiiuður fyrsta ársfiórðungmn: Hagstæður um tæpa þrjá milljarða en óhagstæður í fyrra FYRSTU þijá mánuði ársins voru fluttar úr landi vörur fyrir 16.526 milljónir króna en inn fyrir 13.569 milljónir. Vöruskiptajöfiiuðurinn var því hagstæður um tæpa þrjá milljarða, en fyrsta ársfjórðung síðasta árs var hann hins vegar óhagstæður um 2,14 milljarða á sama gengi. Verðmæti vöruútflutnings var 16% meira fyrstu þijá mánuði ársins en á sama tíma í fyrra. Útflutningur í marsmánuði nam um 81%. Útflutningsverðmæti ann- 1.128 milljónum umfram innflutn- ing að því er segir í fréttatilkynn- ingu frá Hagstofunni. Vöruskipta- jöfnuður var ekki eins hagstæður í sama mánuði á síðasta ári, þá nam hann 157 milljónum á föstu gengi. Sjávarafurðir voru um 70% þess sem flutt var út í janúar, febrúar og mars, og er það 12% meira en í fyrra. Útflutningur á áli á þessu þriggja mánaða tímabili jókst um 21% frá fyrra ári, og á kísiljárni arrar vöru hefur aukist um 10%. Öðru máli gegnir um innfiutning fyrsta ársfjórðunginn; hann dróst saman um 17% frá því sem var á sama tíma í fyrra. Verðmæti þess sem flutt var inn til stóriðju minnk- aði um 13% en verðmæti olíuinn- flutnings jókst um 3%. Að þessu frátöldu, auk innflutnings skipa og flugvéla, reyndist innflutningur fyrsta ársíjórðunginn vera 22% minni en á sama tíma 1988. VE6GSPUN6UR ? Á 75áraferli sfnum hefurTHORO fundið svar við nánast öllum vandamálum sem kunna aö koma upp, þegar um steypu er að ræða. THORITE er eitt af undraefnunum frá THORO. THORITE er fljótharðnandi viðgerðarefni sem reynist framúrskarandi vel til viðgerða á sprung- um og steypugöllum. Eru sprungur eða aðrir steypugallar á þinu húsi? Hringdu I Steinprýði og við leysum vandann. steinprýði Stangarhyl 7, simi: 672777.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.