Morgunblaðið - 17.06.1989, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 17.06.1989, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐEÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 17 JÚNÍ 1989 SKIÐl IMyberg ráðinn þjálfari SKÍ CAJSA Nyberg frá Svíþjóð hef- jr verið ráðinn þjálfari Skíða- sambands íslands í alpagrein- im. Hún tekur við starfinu af Austurríkismanninum Helmut Vlayer. Nyberg þjálfaði ísfirðinga í vet- ur jafnframt því að starfa við ikíðaval MÍ. Hún er íþróttakennari )g hefur farið í gegnum öll stig skíðaþjálfunnar í Svíþjóð. Fyrsta verkefni hennar með íslenska landsliðið er þrek og svo- kallaðar þurlendisæfingar sem fram fara að Reykjum í Hrútafirði í næstu viku. Síðan verða tvær til þijár æfingar í Kerlingafjöllum í sumar, sú fyrsta í ágúst. Um helgina Knattspyrna Fram og Valur leika á Laugardalsvell- inum í 1. deildarkeppninni á sunnudag- inn kl. 20. Á mánudag leika KR og Keflavík kl. 20. Tveir leikir verða á morgun kl. 16 í 3. deild: Huginn - Dalvík og Austri - Kormákur. í 4. deild verða fjórir leikir leiknir á morgun kl. 14. Emir - Hauk- ar, Hvöt - Efling, KSH - Sindri og Höttur - Leiknir F. Á mánudag kl. 20 leika Árvakur - Baldur. Stjaman - Valur leika í 1. deild kvenna á mánudag kl. 20. Golf Opið öldungamót fyrir 55 ára og eldri • verður haldið í dag Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Keppt verður um ÓG bikarinn. Ræst verður út klukkan 9. Sveitarkeppni verður hjá GR um helgina. í hverri sveit leika fjórir kylf- ingar. Leikið verður bæði í dag og á morgun. Ræst verður út klukkan 8 báða dagana. FRJALSAR Stórmót í Laugardalnum Flugleiðamótið í frjálsíþróttum á vegum FRÍ fer fram í dag, laug- ardaginn 17. júní, í Laugardalnum. Keppni hefst kl. 16 og stendur yfir til kl. 17.55. Allir bestu fijáls- íþróttamenn landsins að Einari Vil- hjálmssyni frátöldum taka þátt í mótinu. KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ Ballið er rélt að byvja! ÍSLENSKA landsliðið íknatt- spyrnu er orðin geysilega öflug liðsheild undir stjórn Siegfried Held landsliðsþjálf- ara. Það kom fram í leikjunum gegn Sovétmönnum í Moskvu og Austurríkismönnum í Reykjavík. Landsliðið leikur skipulagða knattspyrnu og það getur snúið vörn í sókn þegar við á. AF INNLENDUM VETTVANGi SigmundurÓ. Steinarsson skrifar Eins og Morgunblaðið sagði fyrir leikinn gegn Austurrík- ismönnum, þá var ástæðulaust að óttast landslið Austurríkismenna, því að ekkert landslið getur leyft séð þann munað A að lifa á forni frægð. Fyrir landsleikinn rifjaði einn landsliðsmað- ur íslands upp, að Austurríkismenn væru geysilega sterkir - þeir hefðu ekki fyrir löngu lagt V- Þjóðverja að velli, 4:1, í Aust- urríki. Jú, það er rétt - sá árang- ur náðist, en það var ekki rétt að rifja upp þann leik. Aðeins einn leikmaður liðsins, sem lék á Laug- ardalsvellinum, lék hann og það sem meira er; Leikurinn fór fram fyrir tæpum þremur árum - 29. október 1986. Þá fengu V-Þjóð- veijar skömm í hattinn fyrir slak- an leik. Leikurinn gegn Austurrikis- mönnum sýndi að íslendingar eru lengra komnir hvað leikskipulag og aga snertir. íslensku leikmenn- imir áttu að vinna með tveggja til þriggja marka mun. Austurrík- ismenn sluppu með „skrekkinn“ að þessu sinni - og þeir fógnuðu því að sleppa við stórtap. Þetta minnir mann á þá gömlu góðu daga þegar íslendingar fögnuðu jafntefli, eftir að hafa verið i sama hlutverki og Austurríkismenn á Laugardalsvellinum - að leika vamarleik og eiga ekkert hættu- legt marktækifæri. Sterk liðsheild Það er ekki hægt að loka aug- unum fyrir því að Sigi Held hefur í samvinnu við Guðna Kjartansson náð mjög góðum árangri í að byggja upp sterka liðsheild - fá úrval leikmanna til liðs við sig, sem eru tilbunir að gefa allt til að leika fyrir hönd íslands. Þetta era leikmenn sem hafa farið í gegnum strangan skóla, en eiga Gengið af leikvelli. Ásgeir Sigurvinsson (t.h.) og einn leikmaður Austurríkis ganga af leikvelli. þó margt eftir ólært. Það er eitt sem þeir þurfa að læra betur - það er að leika undir pressu og að bera ekki of mikla virðingu fyrir andstæðingnum, eins og að fara að rifja upp forna sigra, sem allt aðrir en þeir sem leikið er gegn, hafa unnið. Austurríkis- menn geta ekki lifað í áraraðir á því að þeir áttu sterkt landslið með Hansa Krankl sem aðalmann og Knattspyrnusamband íslands á ekki að senda út fréttatilkynn- ingu, þar sem sagt er frá „Undra- liði“ Austurríkis - það sterkásta sem þeir hafa nokkru sinni átt, eins og sagt var, þegar sagt var frá landsliði Austurríkis frá áran- um 1931-34. Eflaust var það sterkt landslið, en það lið er ekki að leika í dag. í dag leika leik- menn með Austurríki, sem lands- liðsmenn íslands þurfa ekki að óttast. íslensku leikmennir eru sterkari en þeir, eins og kom fram á Laugardalsvellinum. Það var aðeins einn Ieikmaður Austurríkis sem sýndi skemmtilega takta. Það er gamli félaginn hans Hansa Krankl - Herbert Prohaska, sem hefur leikið 83 landsleiki og var að leika sinn síðasta landsleik. Þar með er „síðasti móikaninn“ fallinn hjá Austurríkismönnum. Einn sérfræðingur spurði: Ball- ið búið? - eftir landsleikinn. Þeirri spurningu er aðeins hægt að svara á einn veg. Nei, ballið er rétt að byija! íslenskir landsliðsmenn eiga eftir að stíga valsa í Aust- urríki og dansa grimmt. Það verð- ur ekki boðið upp á dömufrí í Salsburg. Þar ætla herramenn íslands að ráða ferðinni, eða eins og Atli Eðvaldsson, fyrirliði ís- lands sagði svo skemmtilega: „Austurríkismenn era ekki búnir að vinna okkur á útivelli enn. Við erum svo litlir og ég veit að þeir koma til með að spiia sóknarbolta í síðari leiknum. Við elskum að spila vamarleik og við látum þá bara koma.“ Já, í Salsburg fá Austurríkis- menn að koma og þá á dansinn eftir að duna. Sá dans heldur síðan áfram í Reykjavík í sept- ember, en þá verða það Austur- Þjóðveijar og Tyrkir sem koma í sínu fínasta pússi til lokadanssins. Það er ljóst að landsliðsmenn Austurríkis, A-Þýskalands og Tyrkiands era hræddir við leik- menn íslands. Það er gott, enda eiga þeir að vera hræddir. Nú er lag! Laugardagur kl. 13:25 24. LEIKVIKA- 17. júní 1989 1 m 9 Leikur 1 Fram - Valur Leikur 2 B. Munchen - Bochum Leikur 3 W. Bremen - Stuttgart Leikur 4 M. Gládbach • M.S.V. Leikur 5 Mannheim - Köln Leikur 6 B. Dortmund - Karlsruhe Leikur 7 Hannover - E. Frankfurt Leikur 8 St. Kickers - Nurnberg Leikur 9 St. Pauli - B. Uerdingen Leikur 10 B.Leverkusen - Kaisersl. Leikur 11 Kongsvinger - Brann Leikur 12 Rosenborg • Viking Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og -84464. LUKKULÍNAN S. 991002 Ath. breyttan lokunartíma! KNATTSPYRNA / HM „Ekki má afskrifa Austur-Þjóðverja“ - segir Siegfried Held, landsliðsþjálfari íslands Við eigum þijá erfiða leiki eftir - það má ekki afskrifa Austur- Þjóðvetja í þeirri baráttu, sem ef framundan. Þeir geta slegið frá sér í leiknum gegn okkur, Sovétmönn- um á heimavelli og Austurríkis- mönnum í Austurríki," sagði Siegfried Held, landsliðsþjálfari Is- lands, þegar menn voru að velta fyrir sér möguleikum, eftir jafn- teflisleik Islands og Austurríki. íslendingar eiga eftir að leika tvo heimaleiki; gegn Austur Þjóðveijum og Tyrkjum, en þurfa að mæta Austurríkismönnum í Salsburg. Hinn heimaleikur Austurríkis er svo gegn Sovétmönnum, og ekki verður gull sótt í greipar þeirra. Leikirnir í riðlinum era annars sem hér segir: 23. ágúst...............Austurríki-ísland 6. sept................Ísland-A-Þýskaland 6. sept..............Austurríki-Sovétríkin 20. sept...................Ísland-Tyrkland 7. okt..............A-Þýskaland-Sovétríkin 25. okt................Tyrkland-Austurriki 8. nóv.................Sovétríkin-Tyrkland 15. nóv............Austurríki-A-Þýskaland Staðan Sovétríkin....5 3 2 0 8:2 8 Tyrkland......5 2 1 2 8:6 5 Austurríki....4 1 2 1 4:5 4 ísland........5 0 4 1 3:5 4 A-Þýskaland .5 1 1 3 4:9 3 Siegfried Held.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.