Morgunblaðið - 20.06.1989, Síða 2

Morgunblaðið - 20.06.1989, Síða 2
2 MÖRGUNBLAÐÍÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1989 Forsætisráðherra: Yiðkomandi til skammar „ÉG HLÝT fyrst og fremst að fordæma þetta. Það er vitanlega sama hver á hlut að máli, þetta er viðkomandi aðilum til skamm- ar,“ sagði Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra að- spurður um fánastuld varnarliðs- manna á þjóðhátiðardaginn. „Varnarliðið hefur réttilega beð- ist afsökunar og það met ég. Ég geri ráð fyrir að þessir menn verði látnir sæta viðeigandi refsingu og ég vona að þeir verði sendir á brott. Jafnframt vil ég leggja áherslu á það að vamarliðið hlýtur auðvitað að skoða vandlega þann aga sem það hefur á sínum mönnum.“ Steingrímur sagði að ríkisstjórn- in hefði ekki farið fram á sérstakar aðgerðir af hálfu vamarliðsins. „Utanríkisráðherra hefur að sjálf- sögðu rætt þetta við vamarliðið og að sjálfsögðu komið á framfæri óánægju okkar með þetta og for- dæmingu á þessu atviki." Sjá frétt á bls. 29. Heræfíngar hefíast í dag HERÆFINGIN „Norðurvíkingur ’89“ átti að hefjast á vamarsvæð- unum á Reylganesi í morgun. Æfingin mun standa yfir til 28. þessa mánaðar og taka um eitt þúsund menn úr varaliði Banda- ríkjahers þátt í henni, ásamt vam- arliðinu á Keflavikurflugvelli. Æfðar verða vamir við vamarstöð Atlantshafsbandalagsins og stjómun þeirra. í fréttatilkynningu frá utanríkis- ráðuneytinu segir, að vamaræfingin fari fram í samræmi við vamarsamn- ing íslands og Bandaríkjanna og markmiðið með henni sé að æfa vam- ir íslands á hættutímum. Æfður verði flutningur á hluta vamarliðsins til íslands og því gert kleift að venj- ast aðstæðum hér. Morgunblaðið/Rúnar Þór Frá stofiifundi Landssambands aldraðra sem haldinn var á Akureyri í gær. Á innfelldu myndinni er Aðalsteinn Óskarsson formaður Landssambandsins. Stofiifundur Landssambands aldraðra: Fimmtán þúsund manns aðilar aðfélögum aldraðra um landið Akureyri. STOFNFUNDUR Landssambands aldraðra var haldinn á Hótel KEA á Akureyri í gær og sátu hann 30 fulltrúar frá 9 sveitarfé- lögum á landinu auk 6 áheyrnarfulltrúa. Aðalsteinn Óskarsson var kjörinn formaður Landssambandsins en hann er formaður Félags aldraðra á Akureyri. Aðrir í sljóm em Adda Bára Sigfus- dóttir, Reykjavík, Guðrún Þór, Kópavogi, Einar Albertsson, Siglu- firði, og Sveinn Guðmundsson, Akranesi. Á milli 14 og 15 þúsund manns em aðilar að félögum aldraðra víða um land. Aðalsteinn sagði í samtali við Morgunblaðið að markmið Lands- sambandsins væri fyrst og fremst að vinna að bættum hag eldri borgara. í lögum þess segir að sambandið skuli vinna að hags- munum aldraðra og koma fram fyrir hönd aðildarfélaga gagnvart Álþingi, ríkisstjórn og öðrum sem hafa með málefni aldraðra að gera fyrir landið í heild. Félögin munu starfa áfram sjálfstætt í heimabyggð að þeim málum sem þar er unnið að, að sögn Aðal- steins. Þau sveitarfélög sem fulltrúa sendu á stofnfundinn voru Reykjavík, Egilsstaðir, Húsavík, Kópavogur, Borgames, Akranes, Akureyri, Hveragerði og Sijglu- íjörður. í sumum þessara sveitar- félaga er enn ekki búið að sam- þykkja formlega að ganga í Landssamtökin. í tillögum frá stofnfundinum, er m.a. að finna áskorun til heil- brigðisráðherra um að sjá til þess að samdráttur á sjúkrahúsum verði ekki viðvarandi lengi. Þá er því fagnað að við endurskoðun laga um málefni aldraðra var framkvæmdasjóði aldraðra tryggður fastur tekjustofn. í hin- um endurskoðuðu lögum er gert ráð fyrir að hlutdeild vistmanna í greiðslu kostnaðar vegna dvalar á stofnunum fyrir aldraða verði ákveðin með reglugerð. Þar sem reglugerðin mun hafa mikil áhrif á kjör aldraðra á stofnunum fer Landssambandið þess á leit að það fái að fylgjast með samningu hennar. Stofnfundurinn lagði einnig áherslu á að ellilífeyrir, óskert tekjutrygging og heimilisuppbót sem nú nemur samtals 35.383 krónum verði hækkuð upp í 45 þúsund krónur. Jafnframt taldi fundurinn nauðsynlegt að hafin verði athugun á því hvernig al- mannatryggingar og greiðslur úr lífeyrissjóðum tengist í framtíð- inni. HERTAR aðgerðir til innheimtu á söluskatti hófiist um land allt í gær. Lögreglumenn í öllum umdæmum fóru á milli þeirra fyrirtækja sem mestan söluskatt skulda, stöðvuðu starfsemi þeirra og innsigluðu húsakynni. Að sögn lögreglu var um 50 fyr- irtækjum, af um 100 á lista, lok- að í Reykjavík í gær og í öllum umdæmum landsins voru svip- aðar aðgerðir í gangi. Aðgerð- unum verður fram haldið í dag, að sögn Snorra Olsen deildar- sljóra hjá gármálaráðuneyti. Alls á ríkissjóður um 3 miHjarða króna útistandandi í vangoldn- um söluskatti. Um 800 fyrirtæki í Reykjavík og svipaður íjöldi í öðrum umdæm- um skuldar frá 300 þúsund krónum til 86 milljóna í söluskatt, en að þeim beinast hinar hertu aðgerðir fyrst í stað. Hluti þeirra er gjald- þrota eða ekki í rekstri en gagn- vart um 100 fyrirtækjum í Reykjavík var talið líklegt að lok- unaraðgerðir bæru árangur. Um getur verið að ræða skuldir frá fyrri árum, en yngstu skuldirnar Olíuleki á Keflavíkurflugvelli: 30 þúsund lítrar láku út um ryðgaða leiðslu Akranes: Stakk bróð- iu’ sinn á hol MAÐUR um þrítugt stakk bróður sinn á likum aldri með hnífi í húsi á Akranesi um helgina og veitti honum lífshættulega áverka. Maðurinn skar einnig á símasnúrur í húsinu og veitti húsráðanda, konu á fertugsaldri, áverka í andliti. Bróðir hans komst við illan leik á lögreglu- stöðina á Akranesi um klukkan hálfátta að morgni 17. júní. Það- an var hann fluttur á sjúkrahúsið í bænum til bráðrar aðgerðar, en hnífurinn hafði gengið í gegn- um annað lunga hans og það fall- ið saman. Hann er nú talinn úr lífshættu. Lögreglan fór á staðinn og fann þar húsráðandann slasaðan og árás- armanninn sofandi. Hann var færð- ur í fangahús staðarins en hefur nú verið úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald og gert að sæta geðrannsókn. Að sögn lögreglu var fólkið undir áhrifum áfengis og grunur leikur einnig á að aðrir vímugjafar hafi verið hafðir um hönd. Fólkið sat að sumbli þegar árásarmaðurinn mun skyndilega hafa veist að hinum tveimur og heimtað af þeim peninga. Bræðurn- ir eru úr Reykjavík og voru gest- komandi á Akranesi. Fjölda fyrirtækja lokaö vegna söluskattsskulda eru einungis um tveggja mánaða gamlar. Snorri sagði að hér væri verið að taka upp ný vinnubrögð, ætlunin væri að framvegis yrðu innheimtuaðgerðir mun markviss- ari en áður og gripið yrði til lokana á fyrstu vikum eftir að til vanskila kæmi. Ekki væri síður verið að hugsa um að bæta söluskattsskil í framtíðinni með hertu aðhaldi en að reyna að ná því- inn sem inn- heimt hefði verið en ekki komið til skila. Snorri Olsen sagði að ljóst yrði í vikulokin hvaða árangri þessar aðgerðir muni skila en sagði að vonir stæðu til að hundruð milljóna innheimtust. Sjá frétt bls. 64. Aldís og Eydís aft- ur í áætlun ALDÍS og Eydís, Boeing 737 vél- ar Flugleiða, eru komnar til landsins eftir að hreyflum þeirra var breytt í Briissel. Aldís kom til landsins frá Briiss- el síðdegis í gær, en Eydís kom aðfararnótt sunnudagsins og flaug áætlunarferð til Kaupmannahafnar þann dag. Flugstjórinn í þeirri ferð, Reynir Guðmundsson, var spurður hvort öðru vísi væri að fljúga vél- inni eftir breytinguna. Hann kvaðst ekki merkja neinn mun á Eydísi, þetta væri breyting sem menn vissu af en finndu ekki fyrir. Þó væri ljóst að á stuttum flugbrautum eins og í Osló þyldu vélarnar nú minni þunga. Þetta gæti munað tveimur til þremur tonnum af þeim sextíu sem hlaða má vél með þegar um stuttar flugbrautir er að ræða. Lánskjara- vísitala hækk- ar um 2,63% SEÐLABANKI íslands hefiir reiknað lánskjaravísitölu fyrir júlímánuð næstkomandi. Vísital- an hefur hækkað um 2,63% og er 2540 fyrir júlímánuð. Umreiknað til árshækkunar sam- svarar þessi breyting 36,5% hækk- un. Hækkun síðustu þijá mánuði samsvarar 26,7% árshækkun, síðustu sex mánuði 24,2% árs- hækkun og síðustu tólf mánuði hefur lánskjaravísitalan hækkað um 17,9%. Keflavík. UM 30 þúsund lítrar af díselolíu runnu úr tveimur olíutönkum á Keflavíkurflugvelli. Tankarnir eru neðanjarðar skammt frá gömlu flugstöðinni og urðu starfsmenn Olíufélagsins varir við að öll olía hafði lekið úr tönkunum þegar þeir voru við venjulegt eftirlit. Lek- inn varð í leiðslu sem er 35 ára og hafði hún gefið sig vegna ryðs. Magnús Guðjónsson fram- fleyti olíunni ofan af grunnvatninu. kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðumesja sagði að allt yrði gert til að ná upp aftur sem mestu af olíunni sem hefði átt greiða leið niður á grunnvatnið á þessum stað. Þegar væri búið að íjarlægja tals- vert af jarðvegi, boraðar yrðu holur til að kanna víðáttu flekksins og von væri á sérsmíðuðu tæki sem Magnús sagði að grunnvatnið rynni sennilega skemmstu leið til sjávar. Þá væru þijú vatnsból Njarðvíkinga í straumstefnunni. Þau væra hins vegar ekki í bráðri hættu því rennsli grunnvatnsins væri afar hægt og það gætu liðið mörg ár þar til olíu- mengað grunnvatn bærist í þau. Haustið 1987 rannu um 75 þús- und lítrar af díselolíu út um bilaða Ieiðslu á svæði vamarliðsins á milli Keflavíkur og Njarðvíkur, þar vora boraðar margar holur til að fylgjast með útbreiðslu olíuflekksins og sagði Mágnús að hann hefði lítið færst úr stað. Nú er verið að vinna að lokaundirbúningi að samningi við bandarísk stjórnvöld um gerð nýrra vatnsbóla fyrir Keflvíkinga og Njarðvíkinga, en kröfur era um að Bandaríkjamenn greiði allan kostnað vegna gerðar þeirra. BB By ggmgarví sital- an hækkar um 1,9% VÍSITALA byggingarkostnaðar fyrir júlímánuð er 1,9% hærri en núgililandi vísitala, samkvæmt útreikningi Hagstofu íslands. Vísitalan nú er 141,6 stig, en fyr- ir júlímánuð er hún 144,3 stig. Umreiknað til árshækkunar sam- svarar þetta 25,5% hækkun. Vísitalan fyrir júlímánuð er reikn- uð eftir verðlagi um miðjan þennan mánuð. Þessi vísitala er miðuð við granntöluna 100 í júní 1987. Sam- svarandi vísitala miðuð við eldri grunn, 100 stig í desember 1982, er 462 stig. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 19,0%. Síðustu þijá mánuðihefur vísitalan hækkað um 6,0% og sam- svarar það 26,3% árshækkun. Hækkunin siðustu sex mánuði sam- svarar 32,4% árshækkun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.