Morgunblaðið - 20.06.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.06.1989, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1989 Lyftihurðir OPNA ýmsa möguleika = héðinn = Stórás 6 Sími 52000 Lausnin fyrir lagerinn STAKAR HILLUR EÐA HEIL HILLUKERFI Lagerinn þarf að vera rétt skipulagöurtil aö rétt nýting náist fram. Kynntuþérmöguleikana sem við bjóðum. LAGERKERFI FYRiR VÖRUBRETTI Mjög hentugt kerfi og sveigjanlegt viö mismunandi aðstæður. Greiður aðgangur fyrir iyftara og vöruvagna. STÁLHILLUR FYRIR SMÆRRIEININGAR BiLDSHÖFÐA 16SÍMI6724 44 TELEFAX672580 Sólstöðugangan 1989 Fimmta sólstöðugangan í ná- grenni höfuðborgar Islands verður gengin á morgun, miðvikudag, og hefst á miðnætti í kvöld. Fyrsta sólstöðugangan hófst í Almannagjá í morgunsárið 21. júní 1985. Við brottfararathöfn flutti sr. Heimir Steinsson þjóðgarðsvörður ávarp og ungur og upprennandi söngvari, Guðbjörn Guðbjömsson, söng svo undir tók í hamraveggjum þennan kyrrláta morgun. Sú viðburðaríka ganga endaði á Kjarvalsstöðum þar sem Magnús L. Sveinsson, forseti borgarráðs, ávarpaði göngumenn og aðra viðstadda, en Hamrahlíð- arkórinn söng undir stjórn Þorgerð- ar Ingólfsdóttur. Sólstöðuganga hefur síðan verið haldin árlega sólstöðudaginn þ. 21. júní, en gönguleiðir hafa verið ýms- ar og lögð hefur verið áhersla á fjölbreytni frá ári til árs. Síðustu þijár göngur hafa verið sólar- hringsgöngur og verður svo einnig að þessu sinni. Sólstöðuganga 1989 hefst á miðnætti með næturgöngu úr Bláfjöllum og farin verður svo- kölluð Bláfjallaleið. Það verður því fyrst farið um óbyggðir og guðs græna náttúruna. Á morgun, 21. júní, verður farið um Reykjavík, m.a. milli vistheim- ila aldraðra og dagheimila yngstu kynslóðarinnar, en forstöðumenn og starfsfólk þeirra stofnana tóku vel í þá uppástungu að skipuleggja þátttöku í Sólstöðugöngu. Göngunni lýkur á Öskjuhlíð um miðnættið þar sem við blasir borgin og Faxaflói. Áfangastaðir sólstöðugöngu verða margir sem fyrr, því að gang- an er í raun einungis einn þáttur Sólstöðuhátíðar. Fólki er fijálst að slást í hóp með göngumönnum hvar sem er og ganga langt eða skammt að vild. Sömuleiðis er fólk hvatt til að koma á áfangastaði, þótt það hafí ekki í huga að fá sér göngutúr. Þetta er mikilvægt at- riði. Þeir sem hafa efni fram að færa er velkomið að koma því á framfæri í göngunni eða á áfanga- stöðum. Upplýsingar um leiðina og dagskrá sólstöðugöngu eru á kort- inu hér fyrir ofan. Hver er tilgangur Sólstöðu- göngu? Fyrir sumum liggur hann svo í augum uppi, að erfitt reynist að koma orðum að. Um hann má hafa fá orð eða mörg. Í fáum orðum sagt hefur verið komist svo að orði í gamni og alvöru að sólstöðuganga sé „meðmælaganga með lífínu og menningunni". Á hinn bóginn eru svo þessi fáu orð efni í heila bók. í rauninni eru þau efni í margar bækur, því að hver og einn gæti skrifað sína eigin. En á ytra borði er sólstöðuganga — og sólstöðu- hátíð — einfaldlega fræðsla og kynni af umhverfinu og öðru fólki.útivist og tilbreyting með ýms- um hætti. Hún er sameinandi stutt stund. Hin langsóttari merking skírskotar til tilveru einstaklingsins og stjálfsvitundar, þátttöku hvers og eins í lífinu, tilvist hér og nú. Við hugleiðum það sem mannkynið veit um sjálft sig, sögu sína og heimkynni. Hitt sem við vitum ekk undrumst við altént... Lifíð er líka stutt. Enn um sinn höldum við un boðkefli kynslóðanna, ég og þú. Njótum þess áður en við skilum þv: áfram. Og við erum á sama bát; hvort_ sem okkur líkar betur eða ver. í sólstöðugöngu minnum við hvert annað á þetta. í sólstöðugöngum fyrri ára hefur alltaf verið staldrað við á „sólstöðu mínútu“, en frá þeirri stundu fer sól að lækka á lofti dag frá degi. í ár verður sólstöðumínútan kl. 9.54 f.h., á morgun 21. júní. Þá verður göngufólkið statt á áfangastað í Seljahlíð í Breið- holti, vistheimili aldraðra. — Veri allir velkomnir í Sólstöðugöngu 1989. Náttúruverndarfélag Suðvest- urlands sér um framkvæmd göngunnar í ár með góðri aðstoð annarra. Undirbúningsnefnd Sólstöðugöngu Stoppað í göt hjartans Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Jón Hallur Stefánsson: STEINN YFIR STEINI. Eigin útgáfa 1989. Ljóð Jóns Halls Stefánssonar eru bálkar þar sem mælska er áber- andi. í Starfskrafti í Helvíti er 5. hluti þannig: Rauðu taumamir úr munnvikum hennar em skilaboð til þín frá mér hún grætur enn peningurinn útúr henni blóðugur fyrst í iófa síðan munni þínum svo þú getir synt ótrauður að meðvitundarlausum skrokknum í svefn- rofunum ertu næstum búinn að muna hvar þú hefur séð þessa konu áður. Blóð og sár koma víða við sögu. í ísklefanum er ort um frostmark blóðs, ísnálar sem stoppa í göt hjart- ans og blóðbragð. Sá sem talar í ljóðinu óskar eftir að útlimir hans séu snertir og jafnvel innyflin.í 6. hluta ísklefans birtist kannski sú lífsmynd sem er höfundarirts: „Ég sé/ andspænis mér vegg/ úr rauð- um ís rauðu krapi/ þar sem fólk hreyfíst hægt/ stundum dansa íbú- amir/ uppað andlitinu á mér/ brosa kalt eru kannski/ karlar í krapinu." Ljóð Jóns Halls eru ekki bara mælsk heldur líka myndrík og ljóst er að hann hefur gengið í skóla hjá súrrealistum. Enn má vitna í ísklef- ann þessu til stuðnings: „ ... það er rangt/ að úrin séu fískar/ á þurru landi hér og hrygni/ í hjörtun án afleiðinga...“ í Steini yfir steini, sem er síst af öllu auðveld bók aflestrar, má greina viðleitni höfundar til að túlka umhverfi sitt og viðhorf til þess án þess að fara greiðustu leið. Það er töluverður vængjasláttur í þessum ljóðum, kraftur máls og mynda. Meðal ljóða, sem ekki hafa verið nefnd en eru til vitnis um þetta, eru Gríma uggur andlit og ísfólkið. Viss sjálfvirkni er þó nokkur hætta fyrir höfundinn, en kemur sjaldan að sök í Steini yfír steini.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.