Morgunblaðið - 20.06.1989, Síða 37

Morgunblaðið - 20.06.1989, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1?89 37 Stöð 2: Handrit Elíasar Snælands Jónssonar valið til vinnslu STÖÐ 2 hefur ákveðið að taka í vinnslu handrit Elíasar Snælands Jónssonar aðstoðarritslgóra DV að sjónvarpsleikritinu „Blóðnæt- ur“, en það var valið besta hand- ritið í samkeppni Stöðvar 2 um leikrit eða framhaldsþætti fyrir sjónvarp. Efiit var til samkeppn- innar í tilefiii af tveggja ára af- mæli Stöðvar 2 og bárust 49 handrit. Að sögn Maríönnu Friðjónsdóttur framleiðslustjóra var óskað eftir hugmynd eða handriti að leikritum og framhaldsþáttum, sem hæfðu sjónvarpi. Engin verðlaun eru veitt önnur en þau að verkið verður tek- ið til vinnslu. Er ætlunin að biðja höfunda nokkurra annarra verka sem bárust um að vinna hugmynd- ir sínar enn frekar. í dómnefnd áttu sæti Björn Björnsson form., Egill Eðvarðsson, Snorri Þórisson, Páll Baldvin Baldvinsson og Bríet Héðinsdóttir. Elías Snæland Jónsson Athöfii biskups og páfa á Þingvöllum: Verður altarið varð- veitt á Efi’i-Völlum? VARÐVEITT verða altari og predikunarstóll sem notuð voru í guðsþjónustu biskups íslands og páfa á Þingvöllum í byrjun mánað- arins. Séra Heimir Steinsson, Þingvallaprestur, segir þá hug- mynd hafa vaknað að stuðlabergs- steinarnir verði varðveittir á Efri- völlum þar sem athöfnin fór fram. Fullnaðarákvörðun hefur þó ekki verið tekin. Þingvallanefnd þarf að sögn séra Heimis að fjalla um málið. Segir hann að steinstétt þyrfti að leggja undir þessa gripi verði þeir þar sem guðsþjónustan var haldin. Vel mætti nota munina við athafn- ir sem þama yrðu í framtíðinni að sögn séra Heimis. Hægur vandi væri að leggja glerplöturnar, sem hvíldu á steinunum við athöfnina, ofan á þá aftur við slík tækifæri. Þær yrðu annars geymdar inni við þar sem þær þola illa veður og vinda. Húsameist- ari ríkisins, Garðar Halldórsson, hannaði altarið og predikunarstólinn. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 19. júní. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 53,50 48,00 51,78 117,640 6.092.527 Þorskursmár 40,50 40,50 40,50 2,240 90.724 Ýsa 70,00 48,00 58,70 7,032 412.799 Karfi 32,50 12,00 30,76 21,697 667.473 Lúða fryst 70,00 70,00 70,00 0,300 21.000 Steinbítur 30,00 28,00 29,71 2,100 62.400 Langa 36,00 20,00 34,96 3.259 113.920 Lúða 240,00 70,00 159,87 1.349 186.402 Koli 56,00 53,00 53,30 0,496 26.438 Skötuselur 117,00 70,00 100,82 3,589 361.830 Skötuselur 275,00 120,00 254,10 0,264 67.107 Samtals 61,39 159,964 9.820.718 Selt var úr Otri HF og bátum. i í dag verður selt úr Otri HF og bátafiskur, þorskur 50 t., karfi 14 t., ýsa 2 t., ufsi 2 t., koli 2 t., steinbítur og hlýri 1,5 t., skötuselur og lúða. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskursl. 55,50 30,00 53,26 178,449 9.504.660 Þorskur smár 38,00 38,00 38,00 0,664 25.232 Ýsa 76,00 50,00 64,46 20,843 1.343.545 Blandað 45,00 40,00 44,73 0,450 20.130 Karfi 31,00 30,00 30,49 25,663 782.358 Ufsi 33,00 15,00 29,74 13,969 415.405 Steinbítur 29,00 29,00 29,00 0,583 16.907 Steinb. og hlýri 23,00 15,00 22,45 1,609 36.120 Blálanga 28,00 28,00 28,00 0,746 20.888 Lúða stór 190,00 30,00 144,26 0,425 61.310 Lúða(milli) Lúða smá 170,00 170,00 170,00 0,114 19.380 Grálúða 40,00 40,00 40,00 1,969 78.740 Rauðmagi 50,00 50,00 50,00 0,088 4.400 Skarkoli 20,00 10,00 11,70 0,100 1.170 Keila Skata 41,00 41,00 41,00 0,058 2.378 Skötuselur Samtals 50,19 245,730 12.332.623 Selt var úr Jóni Baldvinssyni RE, Ásbirni RE, Þórsnesi SH, frá sæbergi og úr færabátum. I dag veröur selt úr Ásbirni RE, 60 tonn karfi, og bátafiskur. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 54,50 30,00 49,84 15,095 752.320 Ýsa 60,00 37,00 52,23 7,289 380.721 Karfi 33,50 15,00 29,95 9,690 290.226 Ufsi 33,50 5,00 29,49 34,500 1.017.505 Steinbítur 31,50 28,00 29,84 1,021 30.470 Blálanga 15,00 15,00 15,00 0,084 1.260 Langlúra 35,00 35,00 35,00 3,280 114.800 Langa 37,50 15,00 37,06 1,468 54.398 Lúða 160,00 70,00 87,84 0,681 59.773 Skarkoli 50,00 30,00 41,82 0,722 30.206 Háfur 5,00 5,00 5,00 0,027 135 Skata 40,00 40,00 40,00 0,059 2.360 Hlýri 15,00 15,00 15,00 0,084 1.260 Blandað 9,00 9,00 9,00 0,010 90 Samtals 36,96 74,010 2.735.524 Selt var aðallega úr Búrfelli GK, Hörpu GK og Eldeyjarboða GK. í dag hefst uppboö klukkan 11.00 og veröur þá selt úr færabát- um og öðrum bátum. Aðalfund- ur Um- hyggju AÐALFUNDUR Umhyggju (áhugafólks um þarfir sjúkra barna) verður haldinn á morgun miðvikudaginn 21. júní klukkan 20.30 í fúndarsal Hjúkrunarfé- lags íslands, Suðurlandsbraut 22. Dagskrá: Venjuleg aðalfundar- störf. Kosin ný stjóm og sjúkra- þjónusta bama (umræður). Gestur fundarins, Birgir Jakobs- son, doktor í bamalækningum, fjallar um sjúkraþjónustu bama. Allir velkomnir sem hafa áhuga á velferð sjúkra barna barna jafnt innan stofnana sem utan, segir í frétt frá Umhyggju. Skarðskirkja Niðjamót Lækj- arbotnaættar ÆTTARMÓT Lækjarbotnaættar verður haldið laugardaginn 24. júní næstkomandi að Brúarlandi í Landsveit og hefst það klukkan 4. Hjónin Katrín Brynjólfsdóttir og Sæmundur Guðbrandsson hreppstjóri, bjuggu að Lækjar- botnum í Landsveit 1840-1887, eða í 47 ár. Þau eignuðust 16 börn og af þeim komust 9 til fúllorðinsára. Frá þessum hjón- um er þvi kominn stór ættbogi eða um 7-800 manns. Niðjar Katrínar og Brynjólfs hafa komið saman fimmta hvert ár í Landsveit og hefur Skarðs- kirkja ætið notið góðs af ættarmót- um þessum. Hafa niðjarnir málað kirkjuna, rafhitað hana og raflýst kirkju- garðinn. Einnig hefur kirkjan hlot- ið aðrar góðar gjafir í minningu niðja Katrínar og Brynjólfs. Nú hefur Landgræðslan úthlutað niðjunum landi undir skógrækt í suðausturhluta Skarðsfjalls og er stefnt að því að girða landið nú fljótlega og planta þar trjám undir leiðsögn skógræktarmanna. Leiörétting ELLEFU konur vinna almenna verkamannavinnu í ýmsum deildum hjá Alfélaginu í sumar. Þar af vinna þijár í steypuská- lanum. Af frétt Morgunblaðisins síðastliðinn laugardag mátti ráða að aðeins þrjár konurnar ynnu nú almenna verkamanna- vinnu í álverinu og að það væri i fyrsta skipti, en það er rangt. Konur hafa unnið almenna verkamannavinnu hjá félaginu í ýmsum deildum undanfarin ár meðal annars ein í kerskála fyrir tíu árum og ein kona í afleysingum í þijú ár í dagvinnu í steypuskála á árunum 1983 til 1985 við ýmsa undirbúningsvinnu. í sumar vinna þijár stúlkur á vöktum í steypu- skála og auk þess vinna stúlkur í flutningadeild, skautsmiðju og ker- skálum. Hlíf Siguijónsdóttir Þriðjudagstón- leikar í Lista- safiii Sigurjóns Olafssonar HLIF Siguijónsdóttir leikur ein- leiksverk fyrir fiðlu á næstu þriðjudagstónleikum i Listasafni Siguijóns Ólafssonar sem eru í kvöld klukkan 20.30. í Laugar- nesi. Á efnisskrá eru fjórir kaflar úr Partitu II í d-moll eftir J.S. Bach, sólósónata eftir belgíska tónskáldið Eugene Ysaye frá árinu 1920, „Caprilena" samin 1951 af franska tónskáldinu Jaques Ibert og „Pólsk Kaprísa" frá 1949, eftir pólskatón- skáldið Grazyna Bacewicz, en hún er vel þekkt í sínu heimalandi og hlaut árið 1960 Unesco-verðlaunin fyrir tónverk samið fyrir trompet, strengi og slagverk. Herstöðvaand- stæðingar með mótmælafund SAMTÖK herstöðvaandstæð- inga boða til mótmælafúndar við sendiráð Bandaríkjanna, Laufás- vegi 21, i dag, þriðjudaginn 20. júní, klukkan 17.30. Tilgangur fundarins er að mót- mæla heræfingum Bandaríkjahers hér á landi og þeirri skerðingu á ferðafrelsi íslendinga um land sitt sem auglýst hefur verið í tengslum við þær. Á fundinum flytja stutt ávörp: Atli Gíslason, úr miðnefnd SHÁ, Gerður Gísladóttir, menntaskóla- nemi, Silja Aðalsteinsdóttir, rithöf- undur, og Þórunn Friðriksdóttir, kennari Keflavík. Pétur P. John- son sýnir ljós- myndir í Mad- eira Morgunblaðið/Einar Falur Pétur P. Johnson opnaði ný- lega ljósmyndasýningu í Gallerí Madeira að Klapparstíg 23, 3 hæð. Pétur er fyrsti listamaður- inn sem heldur sýningu í gall- eríinu, en hann er þekktur fyrir flugsögulegar myndir sínar. Sextánda hvers mánaðar verður skipt um sýningar í Gallerí Ma- deira, og verður listamönnum sem sækja myndefiii sitt til ferðamála, landslags eða sögu boðið að sýna þar verk sín. Sýn- ing Péturs verður opin á virkum dögum milli kl. 8 og 18. Virginía frum- sýnir í Iðnó Leikhópurinn Virginía frum- sýnir leikritið Hver er hræddur við Virginíu Woolf? í Iðnó í kvöld, þriðjudaginn 20. júní klukkan 20.30. Haldið verður sérstaklega upp á frumsýninguna með samkvæmi á Hótel Borg, þar sem Ólafur Lauf- dal veitingamaður býður frumsýn- ingargestum upp á léttar veitingar og fylgir boðsmiði í samkvæmið hveijum aðgöngumiða á frumsýn- inguna. í fréttatilkynningu segir að leikhópurinn Virginía hafi leitað til ýmissa fyrirtækja og stofnana um stuðning og hafí fiestir þeirra einkaaðila sem leitað var til brugð- ist vel við, auk þess sem Reykjavík- urborg veitti 500.000 króna styrk til sýningarinnar. Leikhópurinn Virginía er nýr leikhópur sem varð til í framhaldi af sýningu Leikfélags Akureyrar á ”Hver er hræddur við Virginíu Woolf?“ og hefur hann gert ýmsar breytingar á uppsetningu verksins. Hópurinn er skipaður þeim Helgu Bachmann, Helga Skúla- syni, Ragnheiði Tryggvadóttur, Ellert A. Ingimundarsyni og Am- óri Benónýssyni. Þau hafa fengið til liðs við sig Karl Aspelund sem gerir nýja leikmynd, Rósberg G. Snædal, er hannar nýja búninga, Lárus Björnsson sem sér um lýs- ingu og Guðrúnu Þorvarðardóttur, en hún annast förðun. Helga Bachmann og Ragnheiður Tryggvadóttir í hlutverkum sínum. Opna Kaupmanna- hafharmótið í skák: KarlÞorsteins , með r/> vinning KARL Þorsteins hefúr 1Á vinn- ing eftir 2 umferðir á opna Kaup- mannahafnarmótinu í skák. Jó- hannes Ágústsson er með 1 vinn- ing. Karl hefur teflt við tvo titillausa Dani og vann annan en gerði jafn- tefli við hinn. Jóhannes gerði tvö jafntefli, fyrst við Sznapia frá Póll- andi og svo við Carsten Hoi frá Danmörku. 50 þátttakendur eru í efsta flokki mótsins, þar af 8 stórmeist- arar og 25 alþjóðlegir meistarar. Að sögn Karls Þorsteins á Jóhann- es góða möguleika á áfanga að alþjóðlegum meistaratitli, ef svo fer fram sem horfir. Bókrúnardagar í Nýhöfii DAGANA 19.-21. júní heldur útgáfúfélagið Bókrún hf. upp á fimm ára afinæli sitt með útgáfú þriggja ljóðabóka eftir konur. Þessa þijá daga eru bækur út- gáfunnar til sýnis í Nýhöfn, Hafn- arstræti 18. Þar er opið daglega frá klukkan 10 til 20. Afmælistil- boð er á eldri bókum Bókrúnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.