Morgunblaðið - 20.06.1989, Side 57

Morgunblaðið - 20.06.1989, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1989 57 Minning: * Olafíir Þorsteinsson fyrrv. yfírlæknir „Verði þinn vilji“ eru orð sem hafa verið í brennidepli í kirkjunni hér vestan hafs og reyndar um all- an heim að undanförnu. Þessi orð eru yfirskrift fundar Alkirkjuráðs- ins, sem íjallar um kristniboð í heimi nútímans. Ég hafði tekið þátt í setningar- guðsþjónustu þingsins, ásamt full- trúum frá yfir 120 þjóðlöndum. Þar ríkti svo sannarlega friður, þegar kirkjugestir sungu hinn fagra sálm „Dona nobis pacem“. Að lokinni guðsþjónustu fannst mér sem ég þyrfti að hringja heim í fjölskyld- una, en heim þetta árið er Beheley í Kaliforníu vegna námsdvalar minnar þar, og þá voru mér færðar þær fréttir að þann dag hefði Ólaf- ur Þorsteinsson, fyrrv. yfirlæknir í Siglufirði, látist. Mér fannst um stund sem friðurinn sem ég fékk að reyna í guðsþjónustunni stuttu áður væri horfinn. Ég, sem var ein- mitt svo ánægður með það að taka þátt í þessari guðsþjónustu og þing- inu fyrir hönd íslenzku kirkjunnar. Mér fannst að nú, einmitt nú, þyrfti ég að vera heima í mínu presta- kalli, Siglufirði, við hlið þeirrar konu, frú Kristine Þorsteinsson, sem hefur reynzt mér og fjölskyldu minni, sem og kirkjunni í Siglu- firði, svo vel á margan hátt. Ég hugsaði til hennar og bað fyrir henni og fjölskyldu hennar. Ég heyrði hann segja að „allt undir sólinni" hefði sinn tíma, og það eina sem við getum sagt, þegar að fullvissa trúarinnar er til staðar, er „verði þinn vilji“. Það var mikið lán fyrir Siglufjörð þegar Ólafur Þorsteinsson réðst þangað. Hann hafði þá stundað nám á erlendri grund, lokið sémámi í skurðlækningum. Á þessum tíma voru ekki margir, sem áttu slkt nám að baki, þannig að margir vildu fá Ólaf til starfa, ekki sízt þegar ljóst var eftir nokkurt starf hans í Siglu- fírði, að til staðar var einstök kunn- átta og hæfni. Oft reyndi mikið á hann í starfi, aðstæður í gamla sjúkrahúsinu ekki upp á það bezta. Ólafur var sérstaklega ósérhlífinn og vann í raun margra manna starf, ekki sízt á síldarárunum, þeg- ar silfur hafsins gerði Siglufjörð að „heimsborg" og um leið að stærri kaupstöðum landsins. Það verk, sem Ólafur vann á þeim árum, sem og reyndar síðar, var í raun hreint kraftaverk. Marg- ir ungir læknar, sem hafa starfað í Siglufírði síðustu árin, segjast eiga erfítt með að skilja hve miklu hann kom í verk og ekki síður, hve vel, og af hve mikilli vandvirkni hann vann sitt starf. Hann fórnaði sér fyrir starfið, hvorki stundir né dag- ar voru taldir. Eftir að hafa starfað um tíma í Siglufirði varð honum ljóst að stað- urinn þurfti að eignast nýtt sjúkra- hús. Fyrir því barðist hann, sem og mörgu öðru, og vann sigur. Sigl- fírðingar eignuðust eitt fullkomn- asta sjúkrahús á landsbyggðinni. Enn í dag er það talið vera gott sjúkrahús og vel búið tækjum. Sú staðreynd að staðurinn átti gott og vel búið sjúkrahús og bjó að einstök- um lækni, sem ávallt var til staðar, hvenær sem var sólarhringsins, hefur án efa átt sinn stóra þátt í því, að viðhalda blómlegri byggð og menningarlífí í nyrzta kaupstað þessa lands. Siglfirðingar eru í mikilli þakkar- skuld við Ólaf Þorsteinsson. Öllum, sem þar búa við hið yzta haf, er ljóst, að starf hans starf hans — oft unnið við erfiðar aðstæður — verður aldrei fullþakkað. Það ríkti því mikill einhugur í bæjarstjóm, þegar Ólafur var gerður að heiðurs- borgara Sigluij'arðarkaupstaðar. Þeirri ákvörðun fögnuðu allir Sigl- fírðingar, bæði þeir sem bjuggu í Siglufírði og þeir, sem voru brott- fluttir, en höfðu haft kynni af Ólafi sem lækni og samborgara. En öll- um, sem til þekktu, var ljóst, að verkin öll, sem Ólafur vann, hefðu naumast orðið það sem þau urðu eða gagnast svo, sem þau gerðu, ef ekki hefði staðið við hlið hans eiginkona, sem á engan sinn líka. Ég gleymi seint þeirri stundu er ég hitti þau hjón í fyrsta sinni á heimili þeirra, sem hefur yfir sér sérstakan menningarblæ, norræn- an, enda húsmóðirinn fædd og upp- alin í Noregi. Ég og kona mín heim- sóttum Sigluijörð þá, þar sem prestakallið var laust til umsóknar. Það eitt að hitta þau hjón á heim- ili þeirra hefði nægt til ákvörðunar- töku, sem leiddi til búsetu í Siglu- Mikill öndvegisdrengur, Jón Tómas Markússon fyrrum trilluskipstjóri og vélstjóri í Vestmannaeyjum, er fall- inn frá. Utför hans verður gerð frá Víðistaðakirkju í Hafnarfírði í dag kl.15. Jón Markússon var einn af hinum svipmiklu trillukörlum Vest- mannaeyja um nær 20 ára skeið og þegar hann hvarf af þeim vettvangi varð stemmningin fátæklegri á heimaslóðinni við Eyjar. Jón Tómas Markússon fæddist 30.mars 1915 á Sæbóli í Aðalvík . Hann sleit barnsskónum á Vestfjörð- um þar sem markviss vinna, náttúru- far og kjarnmikið mannlíf markaði manninn. Móðir hans veiktist þegar hann var 14 ára gamall og dó þrem- ur árum síðar, en þá var heimilið leyst upp og systkynin sjö fóru hvert sína leið. 5 þeirra eru enn á lífi. Jón Tómas sneri sér fljótt að sjómennsku og vann einnig ýmis störf önnur um árabil á ýmsum stöðum. Til Vest- mannaeyja flutti hann 25 ára gam- all og fann sér skjótt leið að áhuga- sviði sem hann hafði ræktað með sér og hugsað mikið um, vélavörslu og meðferð véla, því skömmu eftir að hann flutti til Eyja tók hann vél- stjórapróf og upp frá því var hann Minning: Fædd 26. júlí 1893 Dáin 22. maí 1989 Þótt kveðji vinur einn og einn og aðrir týnist mér, ég á þann vin, sem ekki bregst og aldrei burtu fer. (Margrét Jónsdóttir) Nú er óðum að hverfa af sjónar- sviðinu aldamótakynslóðin, sem vann hörðum höndum fyrir lífsviðurværi sér og sínum til handa. Það var ekki hugsað um lengd vinnudagsins né krafist launa að kvöldi, heldur að koma sem mestu í verk þann og þann daginn, því morgundagurinn bauð alltaf upp á óþijótandi verkefni. í þá daga þóttist hver sæll og heppinn sem ekki þurfti að leysa upp heimilið, eða koma einhverju af börn- unum í fóstur til vandalausra, vegna þeirra fátæktar sem víða ríkti. Það var enginn uppgjafartónn í þessari kynslóð þó illa áraði, því það trúði á land og þjóð og von um betri tíma. Við eigum öldruðum því skuld að gjalda, það bjó í haginn fyrir okkur, með atorku sinni og þolgæði. Það er því okkar sök ef við höfum ekki lialdið rétt á spilunum. Með örfáum orðum viljum við minnast frænku okkar Margrétar 111- ugadóttur á Syðri-Hömrum í Ása- hreppi, en við vorum systkinabörn. Hún fæddist á Laugum í Hraungerð- ishreppi í Árnessýslu, dóttir hjónanna Guðbjargar Gísladóttur og Illuga firði síðustu tólf árin. í Siglufirði var og er fólk, sem gerir byggðar- vélstjóri á ýmsum bátum, traustur sjómaður og vinsæll. I Vestmanna- eyjum kynntist hann eftirlifandi eig- inkonu sinni, Kjartaníu Vilhjálms- dóttur, borinni og barnfæddri Eyja- stelpu. Þau eignuðust 6 böm og bamabömin eru orðin mörg. Jón Markússon var eins og hann átti kyn til harðduglegur og ákveðinn maður, en hann var skemmtilega listrænn í lífsmeiningu sinni og það naut sín oft vel hjá honum í rólegu fasi hans og spjalli, ekki síst í trillubúskapnum. Hann var ráðagóður þótt hann væri ekkert að trana sér fram, en það kom svo oft í ljós á þeim vettvangi sem hann vann á að menn gættu að hvað hann gerði og sáu sér leik á borði að fara að dæmi hans. Það var skemmtilegt að koma í trilluna hans og spjalla við hann. Hann tók okkur peyjunum vel. Aram síðar sá maður betur að hann var einn af þessum dæmigerðu sjálfstæðu útvegsbænd- um. Það var ekki bátsstærðin sem skipti máli, það vora gæðin, það var andinn í hversdagslífinu og Jón Markússon hafði næman skilning á lífsins kómidí. Hann átti vissulega mikið skap, en kunni því hóf og stundum var rósemi hans ótrúleg. Jóhannssonar, ættuðum að norðan úr Bárðardal. Þeim var sex barna auðið, fjögurra dætra og tveggja sona, var Margrét sú fjórða í röð- inni. Af þessum hóp er ein systir á lífí, Jóhanna, á Gautlöndum í Mý- vatnssveit, en þar var hún húsmóðir íáratugi. Ekki var auður í garði á Laugum frekar en víða annars staðar á þeim áram. Var því að ráði að Margrét færi í fóstur til móðurafa síns Gísla Guðmundssonar í Bitra í Hraungerð- ishreppi og seinni konu hans Ingveld- ar Eiríksdóttur. Ekki hefur það verið sársaukalaus ákvörðun fyrir foreldra Margrétar, því síður hefur ríkt gleði í hjarta litlu stúlkunnar, sem aðeins var fímm ára gömul. En hún var lánsamari en margur annar, því vel var gert við hana á nýja heimilinu svo sem kostur var. Ekki er að efa að hún mun oft hafa horft löngunar- augum til þess heimilis sem hún steig sín fyrstu spor, þar sem foreldrar og systkini voru, rétt hinu megin við hæðina. Við andlát Gísla afa okkar í Bitra 1911 fluttist hún að Vilingaholti með Ástgeiri móðurbróður sínum og átti þar sitt þriðja heimili næstu sjö árin. - Og enn verða þáttaskil í lífi Marg- rétar, þegar foreldrar okkar heíja búskap á Syðri-Hömram í Ása- hreppi. Falast hún þá eftir að mega eiga heimili hjá þeim, því slíku ást- fóstri hafði hún tekið við föður okkar lagið að menningarstað og söfnuð- inn virkan í starfi. Fólk, sem vinnur vel að sínum málum, ann byggð sinni og kirkju. Þegar Ólafur lét af störfum fyrir nokkrum árum bjó hann enn yfir slíkum starfskrafti, að honum fannst að hann yrði að halda starf- inu áfram, þó að hann hefði svo sannarlega skilað sínu á langri starfsævi. Hann hélt áfram að reka læknastofu á heimili sínu, allt fram á síðasta dag. Fjölmargir héldu. áfram að leita til hans. Hann þekkti hvar skórinn kreppti að og gat þess vegna oft veitt þá hjálp, sem leitað var eftir. Það er stór kostur þegar læknir þekkir sjúklinga sína, sem hann gerði. Auðvitað dugar það þó ekki eingöngu, heldur kom jafn- framt til mikil fagþekking og ómet- anleg starfsreynsla. Hann þekkti sitt fag út 'i yztu æsar. Starfið gaf ekki mjkla möguleika til tómstundaiðju. Ólafur tók þó virkan þátt í starfi Rotaryklúbbs Þegar ég fór í fyrsta skipti í Súlna- sker í egg skömmu eftir fermingu, fóram við með Jóni Markússyni.Okk- ur seinkaði um 8 tíma úr Skerinu og Jón beið. Þegar við stukkum loks um borð aftur sagði hann:“ Það er frá bernskuáranum í Bitra og síðan í Villingaholti, að í návist hans vildi hún helst vera. Að Syðri-Hömram kom hún 1918 og átti þar heimili æ síðan eða í 71 ár. Öll sín störf vann hún af stakri trúmennsku og vjldi heimilinu allt það besta sem hún gat í té látið. Þegar við systkinin voram uppkomin fór hún um nokkurra ára skeið í vinnu á ýmsum bæjum í grenndinni eftir því sem hún sjálf vildi. Ekki giftist hún né átti börn, urðum við og afkomendur okkar því aðnjótandi allra hennar umhyggju og ástúðar. Ekki var það háttur Margrétar að olnboga sig áfram í lífinu. Hún var hógvær og hlédræg kona, gladdist í góðra vina hópi, gerði engar kröfur Jón Tómas Markússon vélsljóri - Minning Margrét Illugadótt- ir; Syðri-Hömrum Siglufjarðar, en hann er næstelzti Rotaryklúbbur landsins. Ólafur Þorsteinsson er ekki leng- ur á meðal okkar. Horfínn er af sjónarsviðinu einstaklingur, sem með starfi sínu og höfðingsskap setti sterkan svip á allt mannlíf í Siglufirði um áratugaskeið. Fyrir allt hans góða starf, fyrir hans líknarhönd, sem svo oft raðaði „brotum“ saman svo heilt varð, er þakkað nú, þegar brottför er stað- reynd. Megi hinnn lifandi Guð og faðir hugga þá sem syrgja. Við minn- umst ekkju hans, Kristine, í bænum okkar, sonarins Hákonar og fjöl- skyldu hans, sem og fjölskyldunnar á Höllustöðum. Minningin um Ólaf Þorsteinsson, yfírlækni, mun lifa, þótt ár og dagur líði. Megi minning- ingin sú, ljúf og hrein, vera huggun harmi gegn. Vigfús Þór Ámason heitt kaffi á könnunni, strákar." Annað var ekki sagt og þarna fékk ég besta kaffi sem ég hef fengið um ævina, að meðtöldu úrvalskaffi í Brasilíu. Ketilkaffið hjá Jóni var ein- stakt.I gosinu 1973 fluttu Jón og Kjartanía frá Eyjum og áttu ekki afturkvæmt. Hann hóf þá störf í Lýsi og Mjöl í Hafnarfírði og brást ekki fremur en fyrr sem góður og traustur starfsmaður. Þar vann hann til 67 ára aldurs , en þá tók hann aftur til við trillubúskapinn, stundaði grásleppu, skak og fann sig á ný í frelsi trillusjómannsins. Það væri hægt að fara mörgum orðum um líf Jóns Markússonar, en hans stíll var fyrst og fremst meitlaður. Hann var mikill sjómaður, völundur á vélar og öllum vélum kom hann í gang þótt slasaðar væra. Honum fylgdi þrifn- aður og vélarrúm hans vora rómuð fyrir það hve allt var fínpússað og í röð og reglu. Hann fór ekki hátt með áhuga sinn á tónlist en hann var liðtækur hljómlistamaður á harmonikku, orgel og gítar, sérstak- lega á yngri áram. I minningunni lifír góður drengur sem skildi eftir sig viðmiðun sem var hægt að læra af, höfðingi trillunnar þar sem víðátt- an var ómæld allt um kring. Megi góður Guð gefa honum kögrað kjöl- far á nýjum miðum. Eftirlifandi eig- inkonu, bömum og barnabömum votta ég innilega samúð. Arni Johnsen. fyrir sjálfa sig, en sleit líkamskröft- um sínum í þágu annarra. Það hefði veist henni létt að nema eitthvað á sínum yngri áram hefði hún átt þess kost, hún var vel greind og stálminn- ug. Allgott bókasafn eignaðist hún, og veitti það henni margar ánægju- stundir þegar tími gafst til lestrar á seinni áram. Hún var heilsuhraust meginhluta ævinnar, en varð þó að lúta í lægri haldi um síðir. Síðustu 3 árin var hún rúmföst fyrst heima en dvaldist síðan um 2 ára skeið á hjúkranar- heimilinu Ljósheimum á Selfossi þar sem hún naut einstaklega góðrar umönnunar og hlýju frá öllu starfs- fólkinu. Fyrr það var hún afar þakk- lát og við mátum það mikils að vita af henni í svo góðum höndum. Þar andaðist hún þrotin að kröftum enn hélt andlegri heilsu fram undir það síðasta, var ótrúlegt hve vel hún fylgdist með högum vina sinna. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (H. Andrésdóttir) Nú er hún farin í sína síðustu ferð til fegurri heima, þar sem vel hefur verið tekið á móti henni. Hún var borin til grafar að Kálfholtskirkju 29. maí í einu fegursta veðri sem komið hefur á þessu sumri. Með þakklæti í huga fyrir allar góðu sam- verustundirnar kveðjum við frænku okkar og minnumst alls þess sem hún gerði fyrir okkur. Við óskum henni fararheill til lands eilífðarinnar. Systkinin frá Syðri-Hömrum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.