Morgunblaðið - 20.06.1989, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.06.1989, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐÍÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1989 41 æml ■pmjrB n&ra m M A I IA—'' I X/C' /K A JBIk TT%r mWmWm%M/\LJCz7L /o//\/C^yA/\ Ritari á lögmannsstofu Ritari með starfsreynslu óskast í hlutastarf, 40-70%, eftir samkomulagi. Viðkomandi þarf að vera sjálfstæður og röskur í starfi og töluglöggur. Hann þarf að hafa gott vald á íslensku og vélritun. Reynsla af bókhaldi er æskileg. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og starfsreynslu, óskast lagðar á auglýsingadeild Mbl. fyrir 23. júní, merktar: „Ritari - 7072“. Ritstjóri á skrifstofu forsætisnefndar Norðurlandaráðs Forsætisnefnd Norðurlandaráðs auglýsir lausa til umsóknar stöðu ritstjóra við upplýs- ingadeild skrifstofu sinnar í Stokkhólmi. Norðurlandaráð er samstarfsvettvangur þjóðþinga og ríkisstjórna Norðurlanda. Milli þinga Norðurlandaráðs, sem að jafnaði eru haldin árlega, stýrir forsætisnefndin dagleg- um störfum þess og nýtur við það aðstoðar skrifstofu sinnar í Stokkhólmi. Á skrifstof- unni, sem hefur stöðu alþjóðlegrar stofnun- ar, starfa 30 manns, og sex þeirra við upplýs- ingadeildina. Starfið á skrifstofunni fer fram á dönsku, norsku og sænsku. Starfsmaður sá, sem auglýst er eftir, á að hafa umsjón með annarri útgáfustarfsemi skrifstofunnar en útgáfu tímaritsins Nordisk Kontakt. Hann á meðal annars að sjá um samninga um útgáfu og prentun þingtíðinda Norðurlandaráðs, skýrslna og upplýs- ingabæklinga. Ritstjórinn tekur þátt í öðrum störfum upplýsingadeildarinnar eftir því sem tími gefst til. Starfið krefst háskólamenntunar og reynslu af útgáfustarfsemi og tölvuvinnu, enda er þróun og aukin tölvuvæðing útgáfustarfsem- innar fyrirhuguð. Viðkomandi þarf að geta tjáð sig vel munnlega og skriflega, hafa reynslu af samningum, hafa góða tungumála- kunnáttu og eiga auðvelt með hópvinnu. Mánaðarlaun eru 21.200 sænskar krónur auk skattfrjálsrar uppbótar, sem greiðist öllu starfsfólki skrifstofunnar og staðaruppbótar, sem greiðist þeim, sem eru ekki sænskir ríkisborgarar og flytjast til Svíþjóðar til að taka við störfum við skrifstofuna. Um þessi og önnur kjör gilda sérstakar norrænar reglur. Leitast er við að ráða konur jafnt sem karla til starfa við skrifstofuna. Samningstíminn er fjögur ár og æskilegt er að nýr starfsmaður taki við starfinu í haust. Ríkisstarfsmenn eiga rétt á leyfi frá störfum meðan á samningstímanum stendur. Nánari upplýsingar veita Bitte Bagerstam, upplýsingastjóri, og Ingegard Wahrgren, settur ritstjóri í síma 9046 8 143420 og Snjó- laug Ólafsdóttir, skrifstofustjóri íslandsdeild- ar Norðurlandaráðs í síma Alþingis 91-11560. Formaður starfsmannafélags skrifstofunnar er Marianne Andersson. Umsóknum skal beina til forsætisnefndar Norðurlandaráðs (Nordiska rádets presid- ium) og skulu þær sendar til skrifstofu for- sætisnefndar Norðurlandaráðs (Nordisk rád- ets presidiesekretariat), Tyrgatan 7, (Box 19506), 10432 Stockholm og hafa borist þangað eigi síðar en 17. júlí nk. ÍSLENSKA STÁLFÉLAGIÐ HF. ICELANDIC STEEL HF. Vélstjóri (215) íslenska stálfélagið hf., Hafnarfirði, leitar að manni til framtíðarstarfa sem fyrst. Byrj- unartími er samkomulag. Starfssvið: Umsjón með tækjabúnaði fyrir- tækisins. Við leitum að manni með vélstjóramenntun sem hefur háspennuréttindi, getur unnið sjálfstætt og skipulega, er nákvæmur og samviskusamur starfsmaður. Góð ensku- kunnátta er nauðsynleg. Starfsreynsla skil- yrði. Nánari upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðu- blöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar merktar: „Vélstjóri". Hagvangur hf Grensásvegi 13 Reykjavík Sími 83666 Ráöningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Deildarstjóri Yfirmaður raftækjadeildar Innflutningsfyrirtæki í Reykjavík, óskar að ráða yfirmann raftækjadeildar. Starfið felst í stjórnun á innflutningi og sölu raftækja og þjónustu. Leitað er að hugmyndaríkum manni með áhuga á nýjungum á þessu sviði. Haldgóð þekking á raftækjum og rafmagnsvörum nauðsynleg, ásamt viðskiptamenntun eða starfsreynslu á sviði innflutningsverslunar og stjórnunar. Umsóknum með ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf ber að skila á auglýs- ingadeild Morgunblaðsins merktum: „Raf- tæki - 7331“. Umsóknarfrestur er til 25. þessa mánaðar. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Lausar stöður 1. Hálf staða félagsráðgjafa frá 1. sept. nk. Starfið felst í þátttöku í þverfaglegri grein- ingar- og ráðgjafavinnu. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af starfi með fötl- uðum börnum og foreldrum þeirra. 2. Hálf staða barnalæknis. Starfið felst í þátttöku í þverfaglegri greiningar- og ráð- gjafavinnu. Áskilið er að viðkomandi hafi sérhæfingu og reynslu á sviði fatlana. 3. Hálf staða deildarþroskaþjálfa eða sér- menntaðrar fóstru í leikfangasafni. í leikfangasafni fer fram þjálfun ungra barna og ráðgjöf til foreldra þeirra. Æski- legt er að viðkomandi hafi reynslu í þjálf- un ungra fatlaðra barna. 4. Staða deildarþroskaþjálfa eða sérmennt- aðrar fóstru á sérhæfðri athugunardeild. Á deildinni fer fram athugun og meðferð barna með alvarlegar málhamlanir og hegðunarvandkvæði. Æskilegt er að við- komandi hafi reynslu í þjálfun fatlaðra barna. Um er að ræða 60% starf (f.h.). Nánari upplýsingar gefa forstöðumaður og yfirmenn viðkomandi deilda. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist forstöðumanni fyrir 10. júlí nk. Rafvirki 24 ára rafvirki, með alhliða reynslu, óskar eftir vinnu. Getur hafið störf nú þegar. Upplýsingar í síma 10348. „Au pair“ í Þýska- landi og Svíþjóð Óskum eftir að ráða „au pair“ til Þýskalands og Svíþjóðar frá og með 1. ágúst nk. til eins árs. í báðum tilfellum er skilyrði að umsækj- endur séu á aldrinum 18-25 ára, hafi bílpróf og góða enskukunnáttu. Umsóknarfrestur er til og með 21. júní nk. Nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 10.00-15.00. ^yVETTVANGUR ^ STARFSMIÐLUN Skólavörðustíg 12, sími 623088. Bifvélavirki Fyrirtækið er alhliða verkstæði á Norður- landi. Starfssvið: Almennar bifreiða- og vélavið- gerðir. Við leitum að bifvélavirkja sem hefur reynslu af almennri verkstæðisvinnu. Laust strax. Aðstoð við útvegun húsnæðis. Nánari upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir. Vinsamlegast sendið skriflegar umóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðu- blöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar merktar: „Bifvélavirki - 194“ fyrir 27. júní nk. Hagvai ngurhf Grensásvegi 13 Reykjavík 1 Sími 83666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Samvinrtuskólinn Bifröst Viðskiptafræðingar - rekstrarfræðingar Fræðslustörf við Samvinnuskólann á Bif- röst eru laus til umsóknar. Um er að ræða fræðslu á háskólastigi á sviði viðskipta-, stjórnunar- og rekstrarfræði frá og með 1. ágúst 1989. Störfin felast að miklu leyti í verkstjórn og umsjón með sjálfstæðri verkefnavinnslu nemenda. Góð launakjör, mikil tengsl við atvinnulífið. íbúð á Bifröst fylgir starfi. Nánari upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., merktar: „Samvinnuskólinn 145“. Hagvai afíurhf C—1 Grensásvegi 13 Reykjavík | Sími 83666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.