Morgunblaðið - 20.06.1989, Síða 39

Morgunblaðið - 20.06.1989, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JUNI 1989 39 Sagt skilið við rafmagnið Síðan skein sól hefur aillengi verið ein af öndvegis rokksveit- um landsins. Sveitin sendi frá sér plötu seint á síðasta ári sem seldist mjög vel og átti nokkur lög af þeirri plötu á vinsælda- listum. Um þessar mundir er sveitin að leggja drög að ann- arri plötu, meðal annars með því að halda í mikla reisu um landið. I þeirri för verður þó margt öðruvísi en margur hefði ætlað, því hljóðfæri sem með í förinni verða eru órafmögnuð og stemmningin því nokkuð frá- brugðin þeim tónleikum sem sveitin hefur haldið á síðustu árum. Rokksíðan heimsótti sveit- ina í eitt æfingarpláss hennar þar sem sveitarmenn sátu með kassagítara í fanginu utan Ingólf- ur trymbill sem hélt á harmon- ikku. Það lá því beinast við að spyrja hvað sé eiginlega á seyði. Við erum að æfa undir tón- leikaferðina okkar; æfa okkur saman og setja saman dag- skrána. Okkur hlakkar mikið til að reyna þessa órafmögnuðu uppsetningu, því hún reynir á allt annað en þegar við erum með rafhljóðfæri. Það reynir meira á lagasmíðarnar og flutn- inginn og miklu meira á samstarf- ið þannig að við lærum miklu betur hver á annan. Er þetta hugmynd sem kvikn- aði allt í einu eða á hún sér að- draganda? Á plötunni okkar voru tvö lög sem segja má að séu óraf- mögnuð og við höfum komið fram nokkrum sinnum með óraf- mögnuð hljóðfæri. Það er líka skynsamlegt að velja þessa leið nú eftir að vera búnir að spila lengi rafmagnað rokk, því við verðum miklu betur í stakk búnir þegar við förum í rafmagnið aft- ur. Hvað er annars framundan hjá sveitinni? Við tókum upp tvö lög fyrir safnplötu fyrir stuttu og erum að semja lög sem eiga kannski eftir að fara á næstu plötu. Við verð- um á ferðinni í sumar, en byrjum í hljóðveri 1. ágúst. Eftir að sú vinna er búin, þá spilum við í eitt eða tvö skipti og tökum síðan frí þar til platan kemur út. Þá hefst hringurinn aftur eins og hefur verið síðasta árið. Því er svo við að bæta að Síðan skein sól leikur á eftirtöld- um stöðum næstu daga: I júní; Höfn í Hornafirði 19., Breið- dalsvík 20., Norðfirði 21., Egils- stöðum 22., Reyðarfirði 23., Seyðisfirði 24., Vopnafirði 25., Kópaskeri 26. Húsavík 27., Grenivík 28. og Akureyri 29. og 30. í júlí; Skagaströnd 2., Hvammstanga 3., Ólafsvík 4. og Hellissandi 5. Fyrirhugaðir eru tónleikar í Reykjavík snemma í júlí, en ekki er ákveðið hvar eða hvenær þeir verða. " Morgunblaðið/Silli Sinfóníuhljómsveit íslands. Sinfónían á Húsavík Húsavík. Sinfóníuhljómsveit íslands hélt sína fyrstu tónleika í Höllinni á Húsavík á ferð sinni um Norður- land. Stjómandi var Anthony Hose og einleikari Guðný Guð- mundsdóttir. Áheyrendur voru færri en ætla mætti þá slíkur listviðburður á sér stað, sem heimsókn Sinfóníuhljóm- sveitarinnar er. Aðspurðir músík- elskandi og músíkmenntaðir áheyr- endur létu vel af efnisskránni, sem var 5. sinfónía Schuberts og Kon- sert fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Beethoven. Ýmsir hefðu kosið að hafa efnis- skrána öðruvísi þannig að fleiri hefðu komið til að hlusta. Af fiðlu- konsertinum og einleik Guðnýjar Guðmundsdóttur hefði fréttaritari ekki viljað missa, en hinn hluta efn- isskrárinnar hefði hann óskað af hafa hluta af Wienarkonsertinum, sem hljómsveitin flutti á síðastliðn- um vetri. Á Húsavík hefði einnig verið heppilegt að fá að heyra trompet- sólo hjá Ásgeiri Steingrímssyni, því Þingeyingar hafa ávallt gaman af að heyra í sjálfum sér og sínum, en Ásgeir er borinn og bamfæddur Húsvíkingur. En ánægjulegt var að fá Sin- fóníuhljómsveitina til Húsavíkur og Húsavík. Á framhaldsaðalfimdi Kaup- félags Þingeyinga, sem haldinn var síðastliðinn sunnudag, var gerð grein fyrir þeim aðgerðum sem stjórn félagsins telur nauð- synlegt að grípa til. Lögð var fram áfangaskýrsla um hagræð- ingarátak í rekstri félagsins. Eins og komið hefur fram í frétt- um var rúmlega 50 starfsmönnum sagt upp og var það gert í þeim tilgangi að skapa svigrúm til að hrinda umræddri hagræðingu í framkvæmd, því að fyrirhugað er að fækka verslunardeildum og færa vöruflokka meira saman, svo að betri nýting fáist á starfsfólki. Dregið verði úr þeirri breidd sem nú einkennir vöruframboð félagsins og áhersla fyrst og fremst lögð á grunnvörur. Miklar umræður urðu á fundin- um og í lok hans voru fyrirhugaðar vonandi að hún komi sem fyrst aft- ur - Fréttaritari aðgerðir og sú stefna sem fram kom frá stjórninni samþykkt samhljóða. - Fréttaritari Reykhólasveit: Grásleppu- veiði hefur gengið sæmilega Miðhúsum. Grásleppuveiði hefur gengið all sæmilega í Reykhólahreppi í vor, en yfirleitt gengur gráslepp- an seint í Qörðinn. Dúnn er hér allmikill og hefur varpið gengið vel og settist fuglinn upp á sama tíma og vant er þrátt fyrir kalt vor. Verð á hreinsuðum dún mun vera 27.000 krónur kílóið og eftirspurn mikil. - Sveinn Samdráttur ræddur á framhaldsaðalfundi KÞ FRAMA Frímerkingarvél - fyrir allar póstsendingar FRÁMA rafeindastýrða frímerkingarvélin; • Frímerkir og skráir af svissneskri nákvæmni öll burðargjöld • Prentar upplýsingar á umslagið • Sparar fé og vinnu FRAMA frimerkinganrél borgar sig / KJARAN SÍÐUMÚLA14. SlMI 83022,108REYKJAVIK STAÐREYND! stórlœkkaÖ verð á takmörkuðu magni... ...um er að ræða heitt mál því með sérstökum samningi við GRAM verksmiðjunar í DanmörKu bjóðum við nú þrjár gerðir GRAM kæliskápa (sjá hér að neðan) á einstaklega Gram býður T1 gerðir kæliskápa, með eða án frystis. Einnig 9 gerðir af frystiskápum og frystikistum. 180 Itr. kælir + 70 Itr. frystir 285 Itr. kælir + 70 Itr. frystir 198 Itr. kælir + 146 Itr. Irystir B: 59,5 cmD: 62,1 cm B: 59,5 cm D: 62,1 cm B: 59,5 cm D: 62.1 cm H: 126,5-135,0 cm (stillanleg) H: 166,5-175,0 cm (stillanleg) H: 166,5-175,Ocm (stillanleg) verð áður 47.200 nú aðeins (stfír. 39.995) verð áðtir 59.010 nú aðeins smm (stgr. 49.999) verð áður 65.030 nú aðeins 58949 (stgr. 55.993) GOÐIR SKILMALAR, TRAUST ÞJONUSTA 3JA ÁRA ÁBYRÐ JFOniX HÁTÚNI 6A SÍMI (91)24420

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.