Morgunblaðið - 20.06.1989, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.06.1989, Blaðsíða 47
8ei wut .os HUOAUiJiamo cnöAjaviuoflOM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1989 Lionsklúbburinn á Egilsstöð- um gefiir sjúkrahúsinu tæki Eg'ilsstöðum. Lionsklúbburinn Múli á Fljóts- dalshéraði afhenti Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum tvö ný tæki nýlega að verðmæti 180 þúsundir króna. Tækin sem hér um ræðir eru elektrónískur dropateljari og svokallað TNS-tæki, en það vinn- ur m.a. gegn vöðvarýrnun. Ólafur Stefánsson yfirlæknir veitti þessum tækjum viðtöku og Morgunblaðið/Ujöm Sveinsson Ástráður Magnússon formaður Lionsklúbbsins, Helga Sigurðardóttir hjúkrunarforstjóri, Ólafiir Stefánsson yfirlæknir og Jan Derk Jansen sjúkraþjálfari. gerði grein fyrir nytsemi þeirra. Dropateljarinn er notaður þegar gefa þarf fljótandi lyf í mjög litlu magni, t.d. smábörnum. Hann er einnig sérlega hentugur í sjúkra- flugi en vegna þrýstingsmunar er slík lyfjagjöf oft vandkvæðum bundin við þær aðstæður. TNS- tækið gagnast einkum stoðkerfis- sjúklingum og þeim sem hafa lent í slysum og þurfa að þjálfa upp laskaða vöðva. Við þetta tækifæri sagði Ólafur Stefánsson það umhugsunarefni hve stór hluti tælqa á sjúkrahúsum væri gjafir frá frjálsum félagasam- tökum. Ef gengið væri um sjúkra- húsið og heilsugæslustöðina á Eg- ilsstöðum blöstu þessi tæki hvar- vetna við. Mörg þessara tækja gegndu lykilhlutverki í starfsemi stofnananna. Þráinn Jónsson vara- formaður stjórnar þakkaði Ástráði Magnússyni formanni Múla þessa gjöf og margar fleiri sem Lions- menn hafa fært þessum stofnunum í gegnum árin. - Björn Keflavík Aðalfundur Slysavarnafélagsins: Stöðugleikaprófun skipa verði flvtt ísafirdi. ■“- Slysavarnafélag íslands hélt aðalfnnd sinn á ísafirði um fyrri helgi. Helstu mál þingsins voru um stöðugleika báta og um aukið starf kvennadeilda félagsins. Sex félagar voru sæmdir þjónustu- merki félagsins úr gulli og starfsmenn loftskeytastöðvarinnar á Isafirði fengu viðurkenningarskjal fyrir gott samstarf við slysa- varnamenn. Fundurinn hófst á föstudag með guðsþjónustu þar sem séra Jakob Ágúst Hjálmarsson prédikaði. Síðdegis sátu fulltrúar kvöldverð- arboð sveitarstjórna á svæðinu. Um kvöldið setti Halldór Magnús- son þingið, en síðan flutti Harald- ur Henrýsson forseti SVFÍ skýrslu stjómar og Garðar Eiríksson gjaldkeri skýrði reikninga.. Þá vom fluttar skýrslur nefnda. Á laugardag vom fluttar skýrslur einstakra deilda og frjálsar um- ræður. Stöðugleikaprófanir fiski- skipa fengu þar mikla umfjöllun og var samþykkt að beina þeim tilmælum til Siglingamálastofnun- ar að flýta stöðugleikaprófunum skipa. Mikill áhugi er meðal slysa- varnakvenna að auka starf sitt í þágu slysavarna og ætla þær sér aukinn starfsvettvang á næstu ámm. Þá kom fram á þinginu að nefnd vinnur nú að samræmingu öryggis- og búnaðarkrafna fyrir björgunarbáta félagsins en þeim hefur fjölgað mjög á síðustu ámm. Fjöldi annarra mála vom rædd á fundinum. Síðdegis var sjóminjasafnið á ísafirði skoðað, en síðan buðu vestfirskir útvegsmenn til kvöld- verðar. Sex félagar, þau Hálfdán Ein- arsson, Bolungarvík, Guðmundur Guðmundsson, ísafirði, Lára Helgadóttir, ísafírði, Snæbjörn Ásgeirsson, Seltjarnarnesi, Jósef Vernharðsson, Hnífsdal, og Jón Aðalfúndarfúlltrúar Slysavarnafélags Islands á tröppum Menntaskólans á Isafirði Guðbjartsson, Bolungarvík, vora sæmdir þjónustumerki félagsins úr gulli fyrir störf að slysavama- málum og jafnframt var Hálfdán kjörinn heiðursfélagi SVFÍ. Um 140 fulltrúar sátu þingið, en því lauk síðdegis á sunnudag með kaffíboði slysavamadeildanna vestra. Úlfar. Morgunblaðið/Ragnar Björnsson Þjónustumerki úr gulli aflient. Talið frá vinstri: Hálfdán Einarsson, Bolungarvík, en hann var jafnframt lgörinn heiðursfélgi SVFÍ, Guð- mundur Guðmundsson, ísafirði, Haraldur Henrýsson, forseti Slysa- vamafélags íslands, sem afhenti verðlaunin, Lára Helgadóttir, Isafirði, Snæbjöm Ásgeirsson, Seltjamarnesi, Jósef Vemharðsson, Hnífsdal, og Jón Guðbjartsson, Bolungarvík. HOMELITE Mótorsláttuorf. n ÞÓRf hm ÁRMÚLA11 Keilubær - nýr keilusalur Kcflavík. „MOTTOKURNAR hafa verið mun betri en ég átti von á og í þosi þess ætlum við að vera með mót um hverja helgi í sum- ar,“ sagði Gunnar Sigurjónsson eigandi Keilubæjar í Keflavík sem opnaði í byijun apríl. í keilusalnum, sem er í húsi toll- vörageymslunnar við Hafnar- götu 90, era 6 brautir af nýrri bandarískri gerð og möguleiki er á að bæta tveim við. „Við opnum klukkan fjögur á daginn og bjóðum þá tíma á lægra verði en á kvöldin og það hefur yngri kynslóðin nýtt sér, en þeir eldri koma síðan gjaman eftir kvöldmat og um helgar. Skó er hægt að fá Ieigða á vægu verði og svo emm við einnig með veit- ingar. Þetta er upplögð íþrótt fyr- ir alla íjölskylduna og ég er sann- færður um að hún á eftir að verða vinsæl suður með sjó,“ sagði Gunnar ennfremur, en hann er bakarameistari og rak bakaríið Gunnarsbakarí í Keflavík í ára- tugi. Nokkur mót hafa verið haldin í Keilubæ og fyrstu sigurvegararn- ir í keilu á Suðurnesjum urðu Þór- arinn Ólafsson í karlaflokki og Ólavía Sigurlaugsdóttir í kvenna- flokki, en þeir Sigþór Sævarsson og Skúli Ágústsson urðu í öðra og þriðja sæti í flokki karla, en þær Dagmar Þorleifsdóttir og Auður Sveinsdóttir í kvennaflokki. Gunnar Siguijónsson sagði enn- fremur að hugmyndir hefðu verið um að opna spilasal fyrir bridsá- hugamenn í húsnæðinu, en hann væri hættur við þau áform að sinni. BB Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Gunnar Siguijónsson í hinum nýja keilusal, Keilubæ, í Keflavík. Y/sssn Verð til 1 að taka eftir: Bússur frú kr. 1. 645.- | Vöðlur frú kr. 3.080.- ] Maökakassar kr. l • o « • 0PIÐ LR iUGARDAGA Ffl SPORTI tÁ KL. 10-13 l DURINN SlMI 31290 [nt Tónabíói) MARKfi SKIPHOLTI 50C, (Nýja húsið gcg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.