Morgunblaðið - 20.06.1989, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 20.06.1989, Blaðsíða 51
t’8CI ÍV5UI, .OS irjOAQUUiLHO COGAJ8MUOflOM MORGUNBUAÐIÐ' PRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1989' allar áttir og gaf hann óspart yfir- lýsingar um, að þeir (þ.e. þingmenn Borgaraflokksins) skildu ekkert, gætu ekki neitt og kynnu ekkert og þeir hefðu komist á þing fyrir hans — Alberts Guðmundssonar — ágæti. Áður, að vísu meðan allt lék í lyndi, hafði hann gefið hástemmd- ar yfirlýsingar um að sumir hveijir þessara sömu manna væru méð bestu þingmönnum. Drottinn gaf og drottinn tók Það voru fá tækifæri ónotuð, sem ekki var reynt að koma því að, að Albert Guðmundsson hefði stofnað Borgaraflokkinn, en eins og áður segir þá var hann stofnað- ur undir sérstökum kringumstæð- um og ekki af neinum einum aðila og því enginn séreign eins eða neins. Hitt er sönnu nær að Albert lék þarna titilhlutverkið og við hann voru bundnar miklar vonir í for- ustuhlutverkinu. Það voru mikil vonbrigði og særindi eftir að hafa lagt sitt lóð á vogarskálina til að bera blak af honum fyrir öllu því hnjóði sem á honum dundi, að sjá hann síðan og heyra í íjölmiðlum ganga í iið með andstæðingunum og gera nánast flest til að ganga að Borgaraflokki dauðum. Trúlega hefur hann verið undanþeginn flokksaga? Með þessum vinnu- brögðum held ég að hann hafi tek- ið meira en hann gaf. Öðruvísi mér áður brá Ég minnist margra yfirlýsinga frá Albert Guðmundssyni og ein- kunnagjöfum hans á fyrrum flokki hans, þ.e. Sjálfstæðisflokki, og það væri kannski viðeigadi að rifja eina af mörgum hér upp: „Borgaraflokkurinn varð strax við stofnun öflugri í íslenskum stjórnmálum en nokkur þorði fyrir- fram að gera sér vonir um. Stað- festir það að þörfin var mikil fyrir afl á vettvangi stjórnmálanna, sem vinnur andstætt gömlu flokkunum, fyrir fólkið en ekki þröngar hagsmunaklíkur. Fólkið hefur sýnt okkur traust, sem við meg- um ekki bregðast.“ Já, svo mörg voru þau orð og mætti þá spyija í framhaldi af því hver hefur brugð- ist hveijum? Þær voru orðnar margar yfirlýsingarnar í þessum dúr, sem formaðurinn fyrrverandi var búinn að gefa fyrrum flokki sínum og klíkuheitið var honum mjög tamt að nota. Það sem gerð- ist svo skyndilega gagnvart Borg- araflokki heitir að bera kápuna á báðum öxlum og vera allra vinur en engum trúr, er hann allt í einu snýr við blaðinu og telur nú þennan klíkuflokk vera sinn rétta flokk. Fyrst hann náði áttum þá er eðli- legt að hann snúi til föðurhúsanna á ný. En kaldhæðnislegt er það að kyssa svo rækilega á vöndinn sem hér hefur gerst.. Hótel, sjúkrahús, mötuneyti, fisk- og kjötvinnslur o.fl. Hjá RV fáiö þiö létta vinnuklossa (hvíta eöa svarta) og hvít stígvél sem ekki veröa hál. REKSTRARVÖRUR Draghalsi 14-16 • 110 Hvlk • Slma>: 31956 - 665554 Framhaldsþáttur þeirra Hreggviðs og Inga Björns Eftir að ágreiningur kom upp innan þingflokksins í byijun þessa árs, hættu þeir félagar að sækja þingflokksfundi, en voru þess iðn- ari við að senda tóninn til félaga sinna í gegnum fjölmiðlana. Oftast hefur það nú verið talið vænlegra til árangurs, ef hugur fylgir máli, að koma skoðunum sínum á fram- færi og beijast fyrir þeim á réttum vígstöðvum. Það eru falskir tónar í málflutningi þeirra og harmónera illa saman. Eða hvað finnst þeim sjálfum . um hina margrómuðu stefnu, sem þeir vitna mikið í- „mannúð og mildi“ hvort hún sam- ræmist þeim kröfum sem þeir gera um að þeir þingmenn, sem ekki lúta skilyrðislaust flokksaga verði reknir úr þingflokknum. Nú segir í 47. gr. Stjórnarskrár íslands: „Sérhver nýr þingmaður skal vinna eið eða drengskaparheit að stjórn- arskránni þegar er kosning hans hefur verið tekin gild.“ Og 48. gr.: „Alþingismenn eru eingöngu bund- ir við sannfæringu sína og eigi við neina reglu frá kjósendum sínum.“ Nei, allur þeirra málatilbúnaður og kröfur um hitt og þetta ber þess vitni að þeir hafi aldrei ætlað að ganga til neins samkomulags og er þessi málatilbúnaður sviðsettur sem framhaldsleikrit af því sem sagt hefur verið hér að framan. Að hæða sjálfan sig Það er ekki á hverjum degi sem maður sér á prenti að menn hæðist að sjálfum sér eins og þeir félagar gera er þeir nefna flokk sinn Sam- tök fijálslyndra hægrimanna, sönnu nær hefði verið að kalla hann eitthvað í andstöðu við það, s.s. Þversumflokk eða eitthvað í þeim dúr. Þrátt fýrir allt þá óska ég þessum þremur félögum, sem dyggilega hafa staðið að því að rústa Borgaraflokknum alls góðs í framtíðinni og vonast til að Borg- araflokkurinn rísi úr öskustónni margefldur. Höfundur er framkvæmdastjóri. Búsáhaldadagar - sértilboð þessa viku. Fagurt umhverfi bætir marmlífið! Efni, áhöld og góðar hugmyndir. HÚSA SMIÐJAN SKÚTUVOGI16 SIMI 6877 00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.