Morgunblaðið - 20.06.1989, Page 38

Morgunblaðið - 20.06.1989, Page 38
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1989 * Asútgáfan kemst í heimsmetabókina: Bók kemur samtímis út á 18 timgnmálum Morgunblaðið/Rúnar Þór Menntaskólanum á Akureyri var að venju slitið á þjóðhátíðardag- inn og nýstúdentar settu svip sinn á hátíðarhöldin. A innfelldu myndinni er Ásgerður Unnur Þorvaldsdóttir frá Guðrúnarstöðum sem hlaut hæstu einkunn í fjórða bekk. Stúdentar brautskráðir frá MA: Enginn tími fór í rökræð- ur um afslætti og skólalok MENNTASKÓLANUM á Akureyri var slitið í 109. sinn á laugar- daginn, 17. júní, í íþróttahöllinni og var þá brautskráður 121 stúd- ent. Hæstu einkunn í Qórða bekk hlaut Ásgerður Unnur Þorvalds- dóttir frá Guðrúnarstöðum í Ás- hreppi, 9,18. Á síðasta hausti hófu 560 nemendur nám í dagskóla og 70 í öldungadeild og var rétt um helmingur nemenda frá Akureyri, en um 72 af hundraði af Norður- landi eystra. Jóhann Siguijónsson skólameist- ari sagði í ræðu sinni við skólaslitin að vegna sérstöðu skólaársins í Menntaskólanum á Akureyri hafi rýmri tími hlotist til að bæta nemend- um að nokkru upp sex vikna verk- fall, enginn tími hafí farið í rökræður um afslætti og skólalok. Allir hafi lagst á eitt að vinna sem mest og best og þakkaði hann samstilltu átaki nemenda og kennara að undiröldur verkfallsins myndu ef til vill deyja fyrr út í skólanum en víða annars staðar. Jóhann gerði ný framhaldsskóla- lög sem samþykkt voru á Alþingi fyrir rúmu ári nokkuð að umræðu- efni og sagði tilhneigingu til sam- sömunar framhaldsskólanna í landinu vekja athygli í þeim drögum að reglugerðum sem til þessa hafa litið dagsins ljós. Skólaárið skuli samræmt, námsskrá og áfangalýs- Jörð til sölu Til sölu jörð á besta stað í Eyjafirði ásamt bústofni og vélum. 130 gripa fjós. Tún 58 ha. Véltæk engi um 30 ha. Góður mjólkurkvóti. Upplýsingar gefur Björn Kristjánsson, Fasteignatorg- inu, Akureyri, sími 96-21967, heimasími 96-21776. Fasteignatorgið, Glerárgötu 28, 2. hæð. Staða skólastjóra við Gagnfræðaskóla Akureyrar er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 27. júní nk. Skólanefnd Akureyrar. Ljóðasamkeppni menningarmálanefndar Akureyrar stendur nú yfir. Frestur til að skila inn Ijóðum í samkeppnina rennur út 30. júní nk. Ljóðin skulu send á skrif- stofu menningarfulltrúa Akureyrar, Strandgötu 19b, 600 Akureyri. Þar er einnig hægt að fá nánari upplýsingar í síma 96-27245. Menningarmálanefnd Akureyrar. ingar samræmdar og skólar skuli vera hverfa- eða svæðisskólar. Hann sagði Menntaskólann á Akureyri áskilja sér allan rétt til að ráða sjálf- ur hveijir fái inngöngu eftir þeim reglum sem gilt hafa þar í mörg ár og reynst raunhæfar. „Sú stefna sem virðist eiga mestum vinsældum að fagna, að steypa alla framhaldsskól- ana í sama mót, hlýtur að gera íslenska framhaldsskólann enn fá- tæklegri og tilbreytingarsnauðari en hann nú þegar er orðinn. Þessu vilj- um við starfsfólk Menntaskólans á Akureyri mótmæla. Hin mikla að- sókn að skólanum ár eftir ár sann- færir okkur um að það er þörf fyrir skóla sem þennan eins og hann er og eins og við viljum að hann verði,“ sagði Jóhánn. Ásútgáfan á Akureyri kemst í Heimsmetabók Guinnes í haust, eins og getið var um á'Akur- eyrarsíðunni í síðustu viku, en þá gaf Ásútgáfan út bók sem samtímis var gefin út á 18 tungu- málum. Tilefnið var 40 ára af- mæli bókaútgáfúnnar Harlequ- inn Enterprises sem Ásútgáfan hefúr skipt við um árabili. Þar sem sama bókin hefúr aldrei áður verið gefin út á svo mörgum tungumálum samtímis verður atburðurinn skráður í Heims- metabók Guinnes i haust. Rósa Guðmundsdóttir og maður hennar, Kári Þórðarsón, keyptu prentsmiðjuna Ásprent árið 1979, fyrirtækið var lítið og starfsmenn- irnir einungis þau hjónin. Árið 1985 hófu þau útgáfu bóka og gerðu samning við Harlequinn Enterprises um bókaleyfi. í fyrstu var gefin út ein bók í mánuði í svokölluðum ástarsöguflokki. Um þetta leyti gerðist Þórður sonur þeirra meðeig- andi í prentsmiðjunni, en hann hafði þá lokið námi í ofsetljósmyndum og hefur hann séð um hönnun á bókakápunum. Skömmu síðar hóf annar sonur þeirra, Ólafur, störf í prentsmiðjunni, en hann er prentari. Árið 1987 var hafin útgáfa á öðrum bókaflokki, ást og afbrot og ári síðar á sjúkrahússögum og í síðasta mánuði bættist fjórða bókin við, örlagasögur. Rósa býður bæk- urnar einnig í áskrift og kosta bækumar fjórar þannig keyptar 1.295 krónur. í hvetjum mánuði eru gefin út 25 þúsund eintök í þessum fjórum flokkum. Rósa fær sendar um 60 bækur í hveijum mánuði og úr þeim eru valdar fjórar til útgáfu. Forlesari les allar bækurnar og flokkar þær og þá tekur Rósa sig til og les þær sem til greina koma, eða um 30 bækur á mánuði. Rósa segir að prentsmiðjan hafi stækkað ört frá því hún hóf starf- semi sína, fyrir fjórum ámm síðan Morgunblaðið/Rúnar Þór Rósa Guðmundsdóttir fram- kvæmdasljóri Ásútgáfúnnar með bókina sem gefin var út á 18 tungumálum samtímis. hafi þau einungis unnið þijú í prent- smiðjunni, en nú vinna 25 manns hjá Ásprenti, auk þess sem um 30 böm og unglingar vinna við dreif- ingu á sjónvarpsdagskrá sem prent- smiðjan gefur út. Tækjakostur hef- ur einnig aukist mjög í kjölfar auk- inna verkefna og má sem dæmi nefna að fyrirtækið hefur fest kaup á tveggja lita tölvuprentvél, sem fengið hefur góðar viðtökur við- skiptavina. „Við höfum verið einstaklega heppin með starfsfólk og án þess væri þetta ekki framkvæmanlegt, það gleymist oft að gott starfsfólk er undirstaða hvers fyrirtækis,“ segir Rósa. Fiskeldi Eyjafiarðar: Fyrstu lúðulirfunum klakið út hér á landi FYRSTU lúðulirfúnum hefúr verið klakið út hér á landi. Fiskeldi Eyjafjarðar hefiir um tveggja ára skeið annast rannsóknir á lúðueldi í Eyjafirði og á nú 35 stórar kynþroska lúður, sem eru um 40 kíló að þyngd, auk um 450 smálúða. Ólafiir Halldórsson framkvæmda- sljóri Fiskeldis Eyjaflarðar segir það óvænta ánægju að klakið tókst, en lúðurnar voru fluttar frá Breiðafirði í fyrrahaust og samkvæmt reynslu Norðmanna af lúðueldi hefúr breytt umhverfi fisksins yfirleitt þau áhrif að hann sleppir einu ári úr hrygningu. Fiskeldi Eyjafjarðar var stofnað fyrir rétt um tveimur árum og var tilgangurinn að kanna aðstæður til fiskeldis í Eyjafirði og þá fyrst og fremst með lúðu í huga. Fyrsta árinu var varið til undirbúnings og rann- sókna og var farið á sjó á þriggja vikna fresti allt árið þar sem hiti var mældur, selta og súrefni og dýrasvif- um safnað og þau greind. Þá voru mannvirki og staðhættir á Hjalteyri athuguð með það í huga hvort þau nýttust í fískeldi og einnig hófst til- raunaeldi á smálúðu frá Breiðafirði. Á aðalfundi sem haldinn var á síðasta ári var tekin um það ákvörð- un að halda starfseminni áfram og stefna á lúðuklak. Ráðist var í að byggja yfir mjölskemmu á Hjalteyri sem keypt var að hálfu af Arnarnes- hreppi. Þar voru sett upp stór ker fyrir kynþroska lúður, en síðasta haust voru veiddar stórar lúður, yfír 40 kíló að þyngd í Breiðafirði og þær fluttar norður. Eftir áramót var ákveðið að stefna að fyrstu klaktilraununum í vor, en samkvæmt reynslu Norðmanna sem einna lengst hafa stundað lúðueldi þá sleppir villtur fiskur úr hrygningu fyrsta árið eftir að hann er kominn í nýtt umhverfi og er talið að lúðan þurfi um eitt ár til aðlögunar. Ólafur segir að menn hafí ekki átt von á hrognum úr fiskinum nú og því hafi verið kannað hvort mögu- leiki væri á að flytja inn hrogn frá Noregi eða Færeyjum. í aprílmánuði kom í ljós að um það bil helmingur fískanna var með hrogn og svil og segir Ólafur það hafa komið ánægju- lega á óvart. í lok maí var búið að setja upp þann búnað sem þurfti í klakherbergið og fyrsti skammtur- inn af hrognum var fijóvgaður 27. maí. Rúmum tveimur vikum síðar sáust" fyrstu lirfurnar sem klakist höfðu út og eru það fyrstu lúðulirf- urnar sem klakist hafa út á þennan hátt hér á landi. „Við erum bjartsýnir, en gerum okkur grein fyrir því að enn er langt í land að þetta verði fjöldafram- leiðsla. En við höldum áfram ótrauð- ir,“ sagði Ólafur. Hann sagði vanda- málið helst það að fá lirfurnar til að éta þegar kviðpokastiginu lýkur, en stefnt er að því að fóðra þær með náttúrulegu dýrasvifi og eins er fyrirhugað að koma upp aðstöðu til að rækta dýrasvif. Þá verða gerð- ar tilraunir með nýtt tilbúið fóður frá Noregi. Áhersla verður þó lögð á náttúrulegt dýrasvif og hefur þar til gerð sía verið keypt frá Noregi til að safna svifinu. Að Fiskeldi Eyjaijarðar standa flest sveitarfélög í Eyjafirði, Byggðastofnun, fyrirtæki og ein- staklingar, en alls eru hluthafar 41. Fjármagn er nær eingöngu fengið með hlutafé og er innborgað hlutafé nú rúm 31 milljón króna, en það er stefna fyrirtækisins að fjármagna starfsemina með hlutafé og styrkjum eins lengi og kostur er. Styrkir hafa einnig fengist frá sjávarútvegsráðu- neytinu og Rannsóknarráði ríkisins. Þá má geta þess að Fiskeldi Eyja- fjarðar er í samstarfi við Hafrann- sóknarstofnun í lúðueldi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.