Morgunblaðið - 20.06.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.06.1989, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1989 Djúpivogur; 400 ára afinæli versl- unarstaðarins í dag Djúpavogi 400 ára afniæli Djúpavogs sem verslunarstaðar er haldið hátíð- legt hér í dag, 20. júní. Hátíðar- dagskrá verður í Félagsmiðstöð- inni og forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, kemur í heim- sókn. Auk þess verður ýmislegt gert til skemmtunar og fróðleiks í tilefiii afinælisins. Tónleikar verða haldnir þar sem Eva Ingólfsdóttir leikur á fiðlu, nem- endur tónskólans leika og Samkór Djúpavogs syngur. Birgir Thorlacius flytur erindi og klukkan 17.00 verður opnuð sýning á verkum þeirra Ríkharðs Jónssonar og Finns Jóns- sonar. Auk þess verða sýnd ýmiss konar verk eftir heimamenn og hald- in verður sýning á steinum, fuglum og fleiru. í kvöld verður dansleikur í Félagsmiðstöðinni. Þetta er fjórði dagur hátíðarhalda hér á Djúpavogi. 17. júní voru hátí- ðarhöld fyrst og fremst helguð 0DEXION IMPEX hillukerfi án boltunar LANDSSMIÐJAN HF. Verslun: Sölvhólsgötu 13 Sími (91)20680 SPECK Lensi-, slor-, skolp-, sjó-, vatns- og holræsa-dælur. Útvegum einnig dælu- sett meö raf-, Bensín- og Diesel vélum. SðiyiirÐguyigjiuiir ©cö) Vesturgötu 16, sími 13280 yngstu íbúunum og 18. júní var helg- aður þeim elstu. Þann dag var af- hjúpuð stytta af Eysteini Jónssyni fyrrverandi ráðherra. 19. júní var dagskráin í höndum Kvenfélagsins og í dag er dagskráin á vegum af- mælisnefndar og sveitarstjómar. Djúpivogur hefur skrýðst hátíð- arbúningi í tilefni af þessari röð hát- íðisdaga og hefur mikið verið hreins- að og málað í þorpinu til að allt megi fara fram með sem mestum hátíðarblæ. Ingimar Jón Signrðsson, viðskiptaráðherra, Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Ólafiir Ragnar Grimsson fjármálaráðherra kynna efiiahagsráðstafanir og skattabreytingar á blaðamannafundi í gær. 100 til 200 milljóna króna efiiahagsráðstafanir; Mjólk og blýlaust bensíu lækka ásamt sköttum og vöxtum RÍKISSTJÓRNIN kynnti í gær breytingar í efnahagsmálum, sem hún ætlar að bæti lífskjör almennings og treysti grundvöll nýgerðra kjara- samninga. Ólafiir Ragnar Grímsson Qármálaráðherra segir, að veiýuleg fjölskylda hafi úr um það bil sex þúsund krónum meira að spila hvern mánuð i framhaldi af breytingum á staðgreiðslusköttum og raunvöxt- um. Hann áætlar að breytingamar kosti ríkissjóð eitt til tvö hundruð mOIjónir króna. Helstu breytingamar, sem kynntar voru, em þessar: Tekjuskattar lækka og bamabætur hækka, raunvextir lækka, mjólkur- verð lækkar strax í dag um fjórar krónur lítrinn, verð á blýlausu bensíni lækkar úr 52 krónum í 50 krónur lítrinn og loks verður sérpakk- að og brytjað lambakjöt boðið á sérstöku tilboðsverði sem verður 20% til 25% lægra en nú. Olafiir Ragnar, Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra og Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra kynntu þessar ráðstafanir á blaðamannafiindi í gær. Kostnaður ríkissjóðs vegna þess- verður flutt til landsins. ara ráðstafana og breytinga er óljós. Ólafur Ragnar kvaðst búast við að hann verði 100 til 200 milljónir króna. „Það fer dálítið eftir því hvað verður mikið um það að neytendur taki þessu sérstaka kostaboði um þetta ódýra gæðakjöt sem hér verður í boði. Síðan fer það auðvitað líka eftir því, hvað verður mikið um það, að fólk flytji sig úr blýbensíni yfir í blýlaust bensín. Nú held ég að mark- aðshlutdeild sé um það bil 45% blý- laust bensín, notkun þess hefur auk- ist mjög núna upp á síðkastið, og 55% bensín með blýinnihaldi," sagði Ólafur. Ráðherramir sögðu verðlækkun blýlausa bensínsins einnig þjóna þeim tilgangi að bæta andrúmsloftið. Jón Sigurðsson var spurður hvort hvetja ætti kaupendur með einhveij- um hætti til að kaupa bíla með hreinsibúnaði fyrir útblástur, þar sem sá búnaður er skilyrði til að blý- laust bensín skili hreinni útblæstri. Hann svaraði því til að það myndi / væntanlegt umhverfisráðuneyti vafalaust gera. Jón sagði ennfremur að þessi tveggja króna lækkun væri möguleg vegna verðlækkunar á er- lendum mörkuðum, sem þýddi að hægt væri að halda bensínverðinu í 50 krónum þótt bensíngjaldið verði aftur hækkað þegar ódýrara bensín Auk framangreindra atriða á að herða mjög verðlagseftirlit og verður því hrint í framkvæmd á næstunni. Jón Sigurðsson sagði að þegar væri reyndar hafin samvinna við verka- lýðsfélög og samtök neytenda víða um land við að afla upplýsinga um verðlag. Þá sagði hann Verðlags- stofnun hafa í gangi víðtæka athug- un á matvælaverði hér á landi og í nálægum löndum. Hann sagði verð- lagseftirlitið vera til að „...örva verð- skyn almennings og stuðla að því, að hagkvæmari leiðir verði famar í innkaupum og framleiðslu matvæla." Ráðherramir voru spurðir hvort kæmi til greina að lækka matvöm- verð með því að draga úr skatt- heimtu á matvælaframleiðslu og matvælasölu. „Það er nú ekki á dag- skrá, að minnsta kosti þessa fund- ar,“ sagði Steingrímur Hermanns- son. „En það er engin launung að ríkisstjómin er að athuga hvort til greina kemur að hafa tvö þrep í virð- isaukaskatti eða eitthvað þess hátt- ar,“ sagði hann. Áætlað er að virðis- aukaskattur komi til framkvæmda um næstu áramót. íjármálaráðherra sagði á kynn- ingarfundinum, að þótt um væri að ræða lögbundnar hækkanir skattaaf- sláttar og bamabóta, væru þær meiri en fjárlög gera ráð fyrir. Samkvæmt breytingu, sem gerð var á skattalög- um fyrir síðustu áramót, áttu þessar breytingar að vera nákvæmlega þær sem nú voru kynntar, það er, þær áttu að fylgja lánskjaravísitölu eins og hún hefur breyst frá desember síðastliðnum til þessa júnímánaðar. Hér birtist í heild greinargerð ríkisstjómarinnar um framangreind- ar ráðstafanir og breytingar: „Með þessum breytingum munu lífskjör almennings batna á næst- unni. Auk þess verður unnið sér- staklega að því að efla verðlagseftir- lit í samstarfi við samtök launafólks og neytenda. Ríkisstjómin hefur á undanförnum dögum gert fulltrúum BSRB og ASÍ grein fyrir öllum þess- um atriðum. Hér á eftir er gerð nán- ari grein fyrir einstökum þáttum þeirra: 1. Hinn 1. júlí nk. kemur til fram- kvæmda lögbundin hækkun á per- sónuafslætti skatta og bamabótum. Skattleysismörk einstaklinga hækka úr 47 þús. kr. á mánuði í rúmlega 51 þús. kr. á mánuði. Jafnframt hækka bamabætur um 9%. Heildar- skattbyrði staðgreiðsluskatta lækkar um rúmlega 2%. Þessar skattalækkanir hafa í för með sér, að staðgreiðsluskattar venjulegrar fjölskyldu lækka um 4 þús. kr. á mánuði. Sé tekið dæmi af hjónum með tvö börn, þar sem samanlagðar tekjur beggja eru um 160 þús. kr. á mánuði, þá voru skatt- greiðslur þessarar íjölskyldu í júní- mánuði 18.400 kr., en verða frá og með 1. júlí 14.700 kr. á hveijum mánuði til áramóta. Þessar breyting- ar á persónuafslætti og barnabótum eru mun meiri en gert var ráð fyrir í fjárlögum. 2. í framhaldi af viðræðum ríkis- stjómarinnar við Seðlabankann að undanförnu hefur Seðlabankinn ákveðið að beita sér fyrir lækkun raunvaxta í bankakerfinu um Sterk samstaða almennings hefiir skilað þessum árangri - segir í sameiginlegri yfirlýsingu ASÍ og BSRB ÞÓ EKKI sé komið að fiillu til móts við kröfiir Alþýðusambands ís- lands og Bandalags starfsmanna ríkis og bæj'a í aðgerðum ríkisstjómar- innar, meta samtökin þessi viðbrögð hennar, að því er fram kemur í sameiginlegri yfirlýsingu þeirra. Þar segir að sterk samstaða almenn- ings hafi skilað þeim árangri að mjólk lækki um 4 krónur, blýslaust bensín um 2 krónur og dilkakjöt tímabundið, jafnframt því sem vextir Iækki. Þá hvelja ASÍ og BSRB almenning til árvekni í verðlagsmálum og því heitið að samtökin muni áfram beita sér fyrir hörðu aðhaldi gegn verðhækkunum. „Samstaða almennings hefur skil- að þessum árangri og það er satt að segja ekki á hveijum degi, sem ríkisstjómir láta segjast í svona mál- um. Það eru viðbrögð sem við hljót- um að meta af hálfu ríkisvaldsins, þó svo það sem þama er gert komi ekki að fullu til móts við þær kröfur sem við höfum verið með,“ sagði Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ í samtali við Morgunblaðið. „Mér finnst jákvætt að ríkissljóm- in skuli stíga þetta skref og koma til móts við kröfur almennings með þessum hætti,“ sagði Ögmundur Jón- asson, formaður BSRB. „. Þetta er ávinningur sem fólk getur þakkað sjálfu sér. Þúsundir manna létu verða af því að koma óskum sínum og kröf- um á framfæri og þetta sýnir að svona aðgerðir skipta máli. Um leið eru þetta skilaboð til þessarar ríkis- stjómar og reyndar allra ríkisstjóma um að stjómvöld verði að virða samn- inga og taka tillit til launafólks í landinu," sagði Ögmundur. Hann sagði að látið yrði af aðgerð- um gegn verðhækkunum að sinni, en samtökin myndu halda vöku sinni og í sama streng tók Ásmundur Stef- ánsson. Hann sagði að auðvitað væri engin slík ákvörðun endanleg og gæti þess vegna komið fram gegn einhveijum öðrum vörum, en þeim sem stjómvöld hefðu á sinni könnu, ef það yrði metið skynsamlegt. 1-1,25% á næstu vikum. Þessi raun- vaxtalækkun í bankakerfinu mun einnig leiða til samsvarandi lækkun- ar á raunvöxtum á ýmsum öðrum sviðum, t.d. hjá lífeyrissjóðum. Við þetta gæti raunvaxtabyrði fjölskyldu með 1,5-2 m.kr. skuldir lækkað mun allt að 15%, eða sem nemur um 2 þús. kr. á mánuði. Eftir þessa lækkun á stað- greiðslusköttum og raunvöxtum mun venjuleg tjölskylda hafa 6 þús. kr. meira til ráðstöfunar í hverjum mánuði en hún hefiir nú. Þannig munu þessar breytingar styrkja grundvöll nýgerðra kjara- samninga. Auk þessara breytinga á tekju- sköttum og raunvöxtum hefur ríkis- stjórnin — í kjölfar viðræðna vð BSRB og ASl — ákveðið eftirfarandi breytingar á verði á mjólk, blýlausu bensíni og lambakjöti: 3. Á morgun lækkar verð á mjólk um 4 kr. hver lítri. Við þetta lækkar verð á mjólkurlítra um 6%. Þessi verðlækkun stafar af auknum niður- greiðslum, sem að mestu verða fjár- magnaðar úr ríkissjóði. Á næstu mánuðum er fyrirhugað að endur- skoða niðurgreiðslur á feitmeti. 4. Þá hefur verið ákveðið að lækka verð á blýlausu bensíni um 2 kr. hver lítri. í þessu skyni verður bensíngjald lækkað. Með þessari ákvörðun er í reynd verið að flýta áhrifum þeirrar verðlækkunar, sem orðið hefur að undanfömu á erlend- um mörkuðum. Með þessari lækkun er jafnframt rekið mið af umhverfissjónarmiðum, þannig að dregið verði úr blýmengun frá útblæstri bíla, en hún er án efa oft yfir hættumörkum í helstu þétt- býlisstöðum á íslandi. í nágranna- löndum okkar er markvisst stefnt að því að draga úr útblástursmengun bfla. Til að auka notkun á blýlausu bensíni er víða í nágrannalöndum stefnt að því að hafa það allnokkru ódýrara en bensín með blýi. Eftir þessa breytingu verður blýlaust bensín 4 kr. ódýrara á hvem lítra en bensín með blýi. 5. Einnig hefur verið ákveðið að bjóða á næstu 3-4 mánuðum sérunn- ið lambakjöt á tilboðsverði. í þessu felst, að kjöt í sérstökum umbúðum verður selt á 20-25% lægra verði en annað kjöt. Kjötið verður til sölu alls staðar á landinu, þannig að verð- lækkunin skili sér til allra lands- manna. Kjötið verður niðursagað og sérpakkað í neytendaumbúðir og selt í hálfum skrokkum. Frá verða teknir þeir hlutar, sem ekki nýtast nema í sérvinnslu. Á næstu mánuðum verður auk fyrrgreindra atriða unnið að því í samstarfí við verkalýðshreyfinguna og neytendasamtökin að herða verð- lagseftirlit í því skýni að halda aftur af verðhækkunum eins og kostur er. Sérstök áhersla verður í þessu sam- bandi lögð á verðkannanir og verð- samanburð til að efla verðskyn al- mennings og stuðla að hagkvæmum innkaupum og spamaði.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.