Morgunblaðið - 20.06.1989, Page 27

Morgunblaðið - 20.06.1989, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1989 J27 Nýr mögnleiki á sölu dilka- kjöts í Bandar íkj unum eftirívar Guðmundsson Vaxandi áhugi er hjá almenningi í Bandaríkjunum og víðar, að forð- ast neyslu kjöts af skepnum, sem aldar hafa verið á fóðri með bæti- efnum, sem auka og hraða vexti dýra á óeðlilegan hátt. Nýlega kom til átaka milli Evrópubandalagsins og Bandaríkjanna vegna þess, að bandalagið viidi banna innflutning á nautakjöti frá Bandaríkjunum, sem talið var framleitt á óeðlilegan hátt með bætiefnum. Það er ekki talið óhugsandi, að þessi andúð manna í Bandaríkjun- um á hraðvaxtarefnakjötmat gæti komið sér vel fyrir íslenska fjár- bændur, sem nú eiga um sárt að binda, sem kunnugt er, vegna tregðu í sölu á dilkakjöti heima sem erlendis. Islenskir dilkar eru aldir við mengunarlaus og tárhreinustu nátt- úruskilyrði, sem hugsast getur. Mannshöndin kemur hvergi nærri uppeldi þeirra. Forstjóri öflugs kjötframleiðslu- fyrirtækis, sem ég hafði náið sam- band við í fjölda mörg ár á meðan ég var ræðismaður og viðskiptafull- trúi íslands í Bandaríkjunum, gerði, í samvinnu við mig, hverja tilraun- ina á fætur annarri til að koma íslensku dilkakjöti á framfæri í Bandaríkjunum. Það var ekki hans sök, að allar tilraunir okkar mis- heppnuðust vegna skorts á sam- vinnu og skilningi að heiman. Þessi góðkunningi minn hringdi til mín á dögunum og sagði: „Hefir þú enn áhuga á að koma íslensku dilkakjöti á markaðinn hér í Bandaríkjunum. Ef svo er þá sýn- ist mér, að það gæti verið, að tæki- færi sé að opnast fyrir íslenskt lambakjöt hér vestra, ef vel er á haldið. Áhugi almennings í Banda- ríkjunum fýrir hreinu náttúrufram- Ieiddu kjöti fer nú vaxandi í Banda- ríiqunum: Hann veitir ykkur Islend- ingum einstakt tækifæri til að koma nú loksins dilkakjötinu ykkar á framfæri í Bandaríkjunum. Og hann hélt áfram: „Sé áhugi á þessu á íslandi þá verður að fara rétt að í þetta skipti, en ekki eins og áður er íslendingar misstu af Banda- ríkjamarkaðnum sökum fégræðgi. Þeir vildu ná öllu strax, þeir töldu að allt ætti að vera fljóttekinn gróði Success aiiAkAHíua — — MRfíCTIM ,8WMims lUVl* Brown&WildRice Bráðskemmtilegur hnetu- keimur er sérkenni þessa hrísgrjónaréttar. Blanda af villi- og brúnum hrísgrjónum með ekta sveppabitum og ferskri kryddblöndu. Bragð- gott meðlæti með öllum mat. Fyrir 4 — suóutími 15mín. Heildsölubirgðir: KARL K. KARLSSO\\CO. Skúlatúni 4, Reykjavík, sími 62 32 32 í stað langvinn stöðugs og öruggs markaðar, sem byggður er á trausti og sanngimi, neytenda sem fram- leiðenda. „Þú hefir ef til vill tekið eftir því,“ hélt þessi gamli kunningi minn áfram, „að dýravemdunarfélög em nú að byija fyrir alvöru, að amast við framleiðslu kálfakjöts, eins og henni er nú almennt háttað hér. Kálfamir em aldir á fjörefnum, lok- aðir í dimmum básum frá fæðingu til slátrunar. Þetta kálfalq'öt er eft- irsótt og þykir lostæti. Það er rán- dýrt, en selst vel. En það fer ekki hjá því, að andúð fer vaxandi með- „Það er ekki talið óhugsandi, að þessi andúð manna í Banda- ríkjunum á hraðvaxtar- efiiaigötmat gæti komið sér vel fyrir íslenska fjárbændur, sem nú eiga um sárt að binda, sem kunnugt er, vegna tregðu í sölu á dilka- kjöti heima sem erlend- ívar Guðmundsson al almennings vegna ómannúðlegr- ar meðferðar á alikálfunum. Hér gæti íslenska dilkakjötið komið, ef til vill, í staðinn fyrir alikálfakjötið — ef rétt er á haldið." Ég minni kunningja minn á, að honum væri manna best kunnugt um, að er ég lauk störfum og við- skiptafulltrúi hefði ég strengt þess heit, að koma aldrei framar nálægt tilraunum til að koma íslensku dilkakjöti á framfæri í Bandaríkjun- um. Ef eftir símtalið leið ekki á löngu þar til gömul íslensk máltæki fóru að hringsnúast í huganum: — „Það, sem ungur nemur gamall temur“ — „ást er heitust í meinum", eða „það lifir lengi í gömlum glæðum“. Ég á eflaust eftir að iðrast þess, að ég freistaðist til að koma þessu á framfæri. Höfundur er fyrrverandi aðalræðismaður íslands í New York og viðskiptafulltrúi í Bandaríkjunum. 1S. IBM SKÓLADAGUR 23. JlM 1989 FYRIR Ki;\\\R\. SKÓIASTJÓRA OG \I)R\ ÁHUGASAMA IM NOTKUN TÖLVA í KEMVSLU IBM á Islandi er meginstyrktaraðili lokaðrar ráðstefnu um menntamál á vegum alþjóða- samtaka um gagnavinnslu (International Fe- deration for Information Processing - IFIP) sem haldin er í Kennaraháskóla Islands dag- ana 19.-22. júní. Á þessari ráðstefnu sitja margir erlendir fræðimenn sem eru í farar- broddi á þessu sviði. I framhaldi af ráðstefnunni er opið hús hjá IBM á íslandi föstudaginn 23. júní nk. Þar munu fjórir erlendir fyrirlesarar af ráðstefnunni fjalla um notkun tölva í kennslu og sýndur verður hugbúnaður og vélbúnaður fyrir skólakerfið. 9:00 OpnuníTónabæ Stjórnendur: BERNARD CORNU prófessor við háskólann í Grenoble. PETER BOLLERSLEV námsstjóri menntamálaráðuneyti Danmerkur. Fyrirlesarar: DR. ROBERT AIKEN PrófessorTemple háskóla, Bandaríkjunum. Efni: What concerns do teachers have with respect to using computers in the classroom. BJARNE BELHAGE Lektor við N. Zahles kennaraháskólann Danmörku. Efni: Improvement of Spatial Understanding in Art. BEVERLY HUNTER Kennari við kennaradeild háskólans í San Fransisco. Efni: Some lessons are learned from students use of an interactive adviser built into a data- base for learning science inquiry skills. DERYN WATSON Kennari við Kings College London. Efni: Involving teachers in software Development, focusing on the Humanities. Fyrirlestrarnir verða fluttir á ensku. 12:30 Boðið er upp á hádegismat í Tónabæ gegn vægu gjaldi. 13.30 Kennsluhugbúnaður og verkefni fyrir íslenska skóla. Fjallað verður um og sýnd eftirfarandi verkefni: • Jón Guðmundsson kennari Hallorms- staðaskóla og Kristinn Jónsson kenn- ari Melaskóla segja frá reynslu sinni og nemenda sinna af tölvusamskipta- verkefni iBM á islandi og grunnskól- anna við nemendur og kennara í Danmörku. • íslenskur kennsluhugbúnaður fyrir sérkennara skrifaður í gluggakerfinu Windows af nemendum Tölvuhá- skóla Verslunarskóla íslands. • isbliss. Tjáskiptahugbúnaður fyrir fatlaða byggður á hinu alþjóðlega BLISStáknmáli. • Kennsluhugbúnaöur á islensku fyrir stærðfræði og samfélagsfræði. M.a. IBM Hermilíkön, Tölvuflóra, Prósent- ur, Flutningar, Flatarmyndir og Eftir- liking sem gefin eru út af Náms- gagnastofnun. • OS/2 stýrikerfið og möguleikar þess t.d. í fjölvinnslu. i þvi sambandi sýn- um við teikniforritið Teikni sem skrifað er af nemendum Tölvuháskóla Versl- unarskóla (slands. Teiknir er jafnvel fyrsta teikniforritið í heiminum sem skrifað er undir Presentation Mana- gerfyrirOS/2. • Sýnum í fyrsta sínn „SpeechViewer“ frá IBM sem er hjálpartæki fyrir tal- kennara til að nota viö talþjálfun fatl- aðra og fyrir fólk með talörðugleika. 16.00 Lok. STAÐSETNING: Húsnæði IBM á íslandi, Skaftahlíð 24 og Tónabær. Væntanlegir þátttakendur vinsamlega tilkynni þátttöku og hvort óskað er eftir hádegismat hjá IBM í síma 687373 eigi síðar en miðvikudag- inn 21. júní. Nánari upplýsingargefur Kristín Steinarsdóttir í síma 697700. FYRST OG FREMST SKAFTAHLÍÐ 24 105 REYKJAVlK SÍMI 697700

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.