Morgunblaðið - 20.06.1989, Page 33

Morgunblaðið - 20.06.1989, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1989 33 Ellefu ára í hnattflugi Tony Aliengena við stjórntæki Cessna-flugvélarinnar. Með honum á myndinni er sovéskur pennavinur hans, Roman Tsjermník, sem býr í Moskvu. Ellefti ára gamall drengur, Tony Aliengena, frá Kali- forníu-ríki í Bandaríkjunum, lenti flugvél sinni á Reykjavík- urflugvelli klukkan 2.20 á að- faranótt laugardags eftir fímm klukkstunda flug frá Syðri- Straumsfírði á Grænlandi. Drengurinn lagði upp frá Kali- forníu þann 5. þessa mánaðar en hann hyggst verða yngstur manna til að fljúga í kringum hnöttinn. Með í för eru foreldrar Tonys og systir, sovéskur pennavinur hans, bandarískir og sovéskir blaðamenn og bandarískur eftir- litsmaður. í upphafi ferðarinnar voru tvær flugvélar með í för en önnur þeirra varð að snúa aftur til Grænlands á föstudagskvöld vegna bilunar. Ferðinni er heitið til Sovétríkjanna þar sem Tony Aliengena hyggst afhenda so- véskum skólabörnum bréf frá bandarískum jafnöldrum sínum til að treysta vináttu ríkjanna tveggja. Þá mun hann að öllum líkindum afhenda Míkhaíl S. Gorbatsjov, forseta Sovétríkj- anna, rúmlega 100 metra langa rúllu með nöfnum rúmlega 250.000 manna en undirskriftun- um hefur hann m.a. safnað á leið- inni. Hann mun hafa viðkomu í 14 borgum í Sovétríkjunum áður en hann flýgur yfir Beringssund til Bandaríkjanna. Ferðin hófst þann 5. júní en henni lýkur í lok júlímánaðar og mun flugmaðurinn ungi þá hafa lagt að baki 30.580 kílómetra. Tony Aliengena komst á forsí- ður dagblaða víða um heim á síðasta ári er hann flaug, yngstur allra, flugvél sinni yfir Banda- ríkin. Við komu sína á aðfaranótt laugardags sagði flugkappinn ungi að hann væri mjög ánægður að vera kominn til íslands þar sem flugið frá Grænlandi hefði bæði verið erfitt og hættulegt. Faðir hans, Gary Aliengena, hóf að kenna honum að fljúga er hann var fjögurra ára gamall. „Maður kemst fljótt á milli staða, það er engin umferð í loftinu og svo er þetta mjög gaman,“ sagði Tony Aliengena er hann var spurður hvað það væri við flugið sem heill- aði hann. „Hann er bókstaflega alinn upp í flugvélinni," sagði móðir hans, Susan. Tony sagðist vera við stjómtækin allan tímann en hann mun fljúga flugvélinni, sem er af gerðinni Cessna 210 Centurion, að jafnaði í þijár klukkustundir á degi hveijum. Flugkappinn hélt af landi brott um klukkan 11 á sunnudagsmorg- un og kom til Óslóar um kvöldið. Þaðan heldur hann til Svíþjóðar og Finnlands. Hann kvaðst gera ráð fyrir því að lenda í Leníngrad í Sovétríkjunum næsta laugardag. Leitið til okkar: SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SI'MI 28300 \e\oð- 35302.) sp» UTVARP ALLRA LANDSMANNA 10 5 Kl. 7 8 9 10 11 12 1220 13 14 15 16 17 18 19 1930 20 þar er enginn undanskilinn. q Rás 1 Rás 2 Bylgjan Stjarnan Veit ekki UTVARPIÐ ÚTVARPIÐ Hinn 12. júnísl. kannaði Gallup á íslandi útvarpshlustun um landið allt. Könnunin náði til fólks á aldrinum 15-70 ára. Spurt var hvort viðkomandi hefði eitthvað hlustað á útvarp þann dag og á hvaða stöð hann hefði hlustað, fyrir hvern klukkutíma frá sjö að morgni til átta að kvöldi. Eins og línuritið sýnir nýtur Ríkisútvarpið yfirburðavinsœlda. .0 UTVARPIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.