Morgunblaðið - 20.06.1989, Síða 43

Morgunblaðið - 20.06.1989, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJÚDAGUR 20. JÚNÍ 1989 43 Hástemmd grein um hámenntað fólk efitir Róbert Berman Til að byija með langar mig til að lýsa ánægju rninni með að verk- fall BHMR hafi lyktað með því að háskólamenntað fólk fái greidd laun sem eru í samræmi við mikilsvert framlag þess til þessa þjóðfélags. Einnig vil ég taka það fram að ég er fylgjandi verkföllum undirokaðs starfsfólks, en það hafa meðlimir BHMR verið og eru enn. Þrátt fyrir það verð ég að segja að það að háskólamenntað fólk sem starfar hjá hinu opinbera sé í eigin sjálfstæðu stéttarfélagi er bæði bros- legt og tilgerðarlegt. Þó ég hafi nú búið á ísiandi síðan 1980, kunni mjög vel við mig, sé orðinn íslenskur þegn og hyggist búa hér það sem eftir er, er ég í ýmsu tilliti, auðvitað, útlendingur. Ég er, ólíkt „alvöru ís- lendingi“, undrandi og mér er skemmt yfir stéttarfélagi háskóla- mentaðra opinberra starfsmanna. Ég geri mér grein fyrir þvi að í landi þar sem bjór var bannaður þar til fyrir skemmstu og heit pylsa kost- ar eitt sterlingspund, geti hið óvenju- lega verið eðlilegt. Mér til gamans reyndi ég að hugsa mér stéttarfélag sem væri jafn fáránlegt og BHMR. Ég gat það ekki. Hér er þó hugmynd sem er ekki fjarri því: Ég hugsa mér þjóðfélag þar sem ekki væri aðeins „litið upp til“ hávax- ins fólks, heldur nyti það mikillar virðingar vegna hæðar sinnar. í þessu þjóðfélagi hávaxinna hefur lýð- ræðislega kjörin ríkisstjóm (sem vit- anlega er skipuð hávöxnu fólki að mestu) alltaf lagt á það áherslu að hvetja íbúana til að ná að minnsta kosti hæðinni 177 sm, að leita hærra, ef svo má að orði komast. Þjóðfélag- ið sýnir það á marga vegu hver virð- ing er borin fyrir líkamshæð. (Til að mynda birtast greinar í dagblöðunum í hvert sinn sem einhver landsmanna nær tveggja metra hæð. Stutt æviá- grip hans/hennar er gefið og birt mynd.) Vegna þess hve mikil virðing er bundin við líkamshæð leggja menn ýmislegt á sig til að verða hærri. Vanfærar konur reykja ekki, til að takmarka ekki - vaxtarmöguleika bama sinna; þrisvar á dag neytir fólk prótíns í miklum mæli; fólk tek- ur inn vaxtarhormón og er „strekkt" á sérstökum bekkjum sem svipar til pyntingabekkja sem trúvillingar mið- alda voru spenntir á. í þessu landi, teldi hávaxið fólk sig, vitanlega, vera merkilegra en annað fólk. Það héldi því hópinn: hávaxnir giftust hávöxnum; hávaxn- ir ættu hávaxna vini; hávaxnir opin- berir starfsmenn stofnuðu eigið stéttarfélag! Inntöku fengju ekki aðrir en þeir sem náð hefðu lág- markshæðinni 177 sm. Það þýddi að í þessu sérstaka þjóðfélagi væm t.a.m. innan við helft starfsmanna sjónvarpsins, margir starfsmenn sjúkrahúsa og flestir flugmenn í sama stéttarfélagi. Vegna offram- boðs af 177 sm fólki í landinu yrði stéttarfélagið láglaunafélag. Það yrði því blásið til verkfalls og krafist sömu launa og hávaxið fólk á almennum vinnumarkaði fengi: „Laun samkvæmt virðingu," væri heróp félagsins. En útsendingar sjón- varps héldu áfram, sjúkrahús væru opin og flug héldi áfram, þar sem smávaxið fólk væri í eigin stéttarfé- lagi. Verkfallið drægist á langinn og því lyktaði með því — þökk sé flug- mönnum sem væru flestir hávaxnir — að hávaxnir verkfallsmenn hefðu eitthvað fyrir sinn snúð. Nú gæti utanaðkomandi spurt í sakleysi sínu hvort hinir smávöxnu myndu sætta sig við hve hallaði á þá með sigri hávaxinna. Yrði réttlæt- anlegt slagorð smávaxinna ekki „Sömu laun fyrir sömu vinnu“? Myndu smávaxnir setja meira úr skorðum en hinir hávöxnu og þannig ná fram meiru? Lokaspurningar hins ókunnuga gætu orðið: „Hví eru ekki allir, há- vaxnir sem smávaxnir, sem vinna sömu störf, í sama stéttarfélagi? Myndi slíkt stéttarfélag ekki ná miklu fram með því að fara í verk- fall? Og myndu hagstæðir kjara- samningar sjónvarpsstarfsfólks koma slíku róti á flugmenn að smá- vaxnir hugsuðu sér til hreyfmgs? Sakleysinginn gæti bent til annarra landa þar sem verkföll allra starfs- manna sjónvarpsins, alls starfsfólks sjúkrahúsa og allra flugmanna skila miklum ávinningi til verkfallsmanna. Vitanlega gætu þar verið til stéttar- félög opinberra starfsmanna, en þau væri ekki bundin við líkamshæð. Þessar spumingar gætu blasað við utanaðkomandi, sem er óvanur því að stéttarfélög séu miðuð við líkams- hæð. Sá utanaðkomandi myndi aftur á móti vart kunna að meta dulúð Róbert Berman þess að vera hávaxinn í þessu ein- kennilega litla samfélagi. Róbert Bcrman er h&skólamcnntaður stundakennari við Menntaskólann í Hamrahlíð. Hann er 188 smá hæð. EVHIRUDE UTANBORÐSMÓTORAR 1.5—300 HESTOFL Fyrstir og fremstir Léttir og liprir , Stórir og stæltir Eitthvaö fyrir alla ■ •— - - I ' o ÞÓRf SÍMI: 681500 - ÁRMÚLA 11 AEG 0ÚNYY\V$>(fö AEG AEG STINGSÖG STPE 400 Áöur kr. 7.966,- 6.998v> m AEG SLÍPIROKKUR 'WS 602 Áöur kr. 8.916,- 7.994,- AEG BRAUÐRIST AT 21 Áöur kr. 2.321,- 1.895, AEG Kaffivél Black Line Áöur kr. 5.363,- 4.295,< AEG ÖRBYLGJUOFN MC 275 Áöur kr. 24.300,- 17.998s- stgr. EG T crr ] (D- AEG JUÐARI VSSE 208 Áöur kr. 9.100,- 7.995,- AEG HÖGGBORVÉL SB2E16RL Áður kr. 13.581,- j 11.997/ AEG ELDAVÉL FN 640 W Áöur kr. 34.900,- 29.674,- stgr. BRÆÐURNIR <Ö>© ©€)©(& ÖRMSSONHF Lágmuli 9 S 8760 128 Reykjavik AEG SÖLUAÐILAR UM ALLT LAND AFKOST ENDING GÆÐI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.