Morgunblaðið - 20.06.1989, Síða 21

Morgunblaðið - 20.06.1989, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JUNI 1989 21 swviiA*','í^w«v \ ■ ’ , i\ Si® ASS5« ÍSL' ,Vt\lÞÍ- rf»H^ , u«*>»r , i\A«e' nWstfin Eiríkur Jónsson ætlaði að hreinsa ryð og aðra bletti af „skrallbornum", fægja hann og slípa eins vel og hann gæti og síðan skyldi hann afhenda henni gripinn til eignar. Við hæfi er að segja lítið eitt í lokin frá Eiríki járnsmið Jónssyni. Hann var Skaftfellingur, fæddur á Keldunúpi á Síðu 1882, fór til Kristján Kristjánsson jámsmiður Reykjavíkur á miðjum þrítugsaldri til þess að læra járnsmíði hjá Krist- jáni Krisjánssyni, sem getið var um í upphafi máls, og vann hjá honum fyrstu árin að sveinsprófi loknu. Þá réðst hann til brúarvinnu um skeið og verður það þá skiljanlegra, að „skrallborinn" varð innlyksa hjá Kristjáni. En eftir það hóf Eiríkur störf í Hafnarsmiðjunni í Reykjavík og vann þar fram yfir áttrætt eða nálægt hálfri öld. Eiríkur Jónsson mun hafa verið meðal stofnenda að Félagi járniðnað- armanna. Hann var vel að manni og einkar hagvirkur. Hann var líka þjóð- legur í anda, var t.d. í Kvæðamanna- félaginu Iðunni og gat sem bezt kast- að fram stöku, þegar honum bauð svo við að horfa. Hann var ennfrem- ur sagnamaður góður, enda greindur vel. Hinn vandaðasti maður til orðs og æðis. Kona Eiríks var einnig skaftfellsk, María Bjarnadóttir frá Mosum. Þau hjónin eignuðust þijú börn, tvær dætur og einn son, en önnur dóttirin dó barn að aldri. Eirík- ur lézt 19. janúar 1975, kominn á tíræðisaldur, og hafði þá verið ekkju- maður í fullan áratug. Við Björgvin Frederiksen erum sammála um það, að saga „skrall- borsins" hans Eiríks Jónssonar sé skemmtileg og nokkuð sérstök. Björgvin geymdi gripinn í rúma hálfa öld, án þess að vita um smiðinn, og þó flutti hann verkstæði sitt þrisvar sinnum. Höfúndur er tæknifræðingur. Fj árkúgnn Athugasemd í tileftii viðtals við landlækni eftir Svein Rúnar Hauksson Fjárkúgun er kannski ekki rétta orðið, en hvað á að kalla það þegar stórveldi nota fjármuni sína og að- stöðu til að kúga aðrar þjóðir til fylgis við skoðanir sínar og ofstæki í garð annarra? Ég vil þakka Ólafi Ólafssyni landlækni fýrir þá ádrepu sem fram kom í viðtali við hann í Morgun- blaðinu 9. júní sl., eftir að hann hafði lent í því ömurlega hlutverki að sitja fyrir íslands hönd ársfund Alþjóða heilbrigðismálastofnunar- innar (WHO) nú nýverið. Um viku áður en fundurinn hófst hafði utanríkisráðuneytið lýst því yfir opinberlega hver afstaða ís- 1 'Allt ____r__ AU'. ®Sa HVERS ERUM VIÐ AÐ SPARA? íði* ' Ár<nu|a *• Varasjóður: Hvað skiptir mestu máli? Ávöxtun og öryggi skipta mestu máli þegar lagt er í varasjóð. Sjóðsbréf VIB og önnur verðbréf sem VIB hefur valið til sölu sam- eina þetta tvennt. Sjóðsbréf 1,2,3 og 4 má kaupa fyrir allt frá 5.000 krónum. Að baki þeim standa skuldabréf ríkis, sveitarfélaga, banka og fyrirtækja. Sjóður 4 fjárfestir einnig í hlutabréfum. Avöxtun Sjóðsbréfa 1 er um 10- 10,5% yfir verðbólgu og ávöxtun Sjóðsbréfa 3 um 8-8,5%. í rólegheitunum heima... Við hjá VIB höfum gefið ut 5 upplýsingabæklinga þar sem helstu spumingum nýrra viðskiptavina er svarað. Þú getur komið við í Armúla 7 eða hringt og fengið bæklingana senda heim. Þannig geturöu kynnt þér þjónustu okkar í rólegheit- ununi heima. Góð þjónusta er adalsmerki okkar. Hjá VIB starfa nú 9 ráðgjafar. Hver og einn þeirra getur gefið þér nánari upplýsingar um alla þjón- ustu VIB og hjálpað þér að skipu- leggja sparnaðinn. Innan tíðar géíurðú svö notið þess að eiga öruggan og vaxandi varasjóð. Verið velkomin í VTB. VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF Ármúla 7, 108 Reykjavik. Simi 68 15 30 „Þess væri óskandi að sú réttlætiskennd sem einatt einkennir afstöðu landlæknis mætti smita frá sér yfir götuna. “ lands yrði. Palestínu skyldi meinuð aðild. Og það var ekki verið að skafa utan af ástæðunni, enda fóru bandarísk yfirvöld ekkert í felur með hana: Ef þið óhlýðnist, drögum við fjárhagsstuðning okkar til baka. Það mannúðarstarf sem unnið er á vegum WHO skyldi rneira og minna eyðilagt. í viðtalinu segir landlæknir: „Það er heldur ekki í anda yfirlýstrar stefnu velferðarþjóðanna, þegar stórþjóðir sem greiða verulegan . hluta kostnaðar við rekstur stofn- unarinnar, hóta að ganga úr henni vegna deilumála af þessu tagi,“ og vísaði þannig til yfirlýsinga Banda- ríkjamanna þar að lútandi. Landlæknir áréttar sína afstöðu, sem er öllu nær anda réttlætis og mannúðar en fram kom í opinberri afstöðu íslands. Hann minnir á að langflest ríki heims hafa þegar við- urkennt Palestínu og segir síðan: „Mér finnst skilyrðin fyrir inngöngu nokkuð ströng þegar ekki er hægt að veita Palestínumönnum aðiid. Þeir eru þjóð í augum flestra og fáar þjóðir eða þjóðarbrot eiga meiri erindi þangað vegna þess að ástandið í heilbrigðismálum á Vest- urbakka Jórdanar og Gaza-svæðinu er afar slæmt.“ Afstaða landlæknis er í anda þeirrar stefnu sem Alþingi mótaði nú í vor með samhljóða ályktun um deilur ísraels og Palestínumanna og sem áður hafði verið samþykkt einróma í utanríkismálanefnd. Sama verður ekki sagt um vinnu- brögð utanríkisráðuneytisins. Þess væri óskandi að sú réttlætis- kennd sem einatt einkennir afstöðu landlæknis mætti smita frá sér yfir götuna þannig að utanríkisráðherra og embættismennirnir hinum megin við Hlemm_ gætu orðið til þess að efla sóma íslands fremur en hitt. Höfundur er læknir. Vegagerðin: Slitlag 15- 20% undir áætlun KLÆÐNING hf. átti lægsta tilboð í lagningu slitlaga á vegi á Suðurlandi í sumar, 80,7% af kostnaðaráætlun. Hagvirki hf. átti hins vegar lægra boð í slitlög á Vesturl- andi, 83,7% af áætlun. Þessi tvö fyrirtæki buðu í bæði verkin og Borgarverk hf. bauð í slitlögin á Vesturlandi. Tilboð Klæðningar hf. í slit- lög á Suðurlandi var 20,5 millj- ónir kr., en kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar er 25,4 millj- ónir. Tilboð Hagvirkis á Vest- urlandi var 10,4 milljónir kr. en kostnaðaráætlun 12,4 millj- ónir. Fyrirtækin eiga að ljúka verkunum fyrir 1. september. Jarðverk sf. í Nesi átti lægsta tilboð í lagningu Svarf- aðardalsvegar hjá Urðum. Til- boðið var 8,2 milljónir kr., sem er 85% af kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á 9,6 milljónir kr. Vegurinn er 3,2 km og á verk- inu að vera lokið fyrir 1. októ- ber.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.