Morgunblaðið - 20.06.1989, Page 23

Morgunblaðið - 20.06.1989, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1989 23 Eftir skilnaðinn Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Kirsti Ramfjord Haaland: Fam- ilien efter skilsmissen Útg. Cappelen 1988 Hérlendis hefur lítið sem ekkert þekkst að foreldrar hafi jafnt for- ræði með börnum sínum eftir skilnað eða sambúðarslit. Þó hafa einstakir þingmenn viðrað hug- myndir í þessa átt, enda þarf vænt- anlega einhveijar lagabreytingar til. Á hinum Norðurlöndunum hef- ur skipt forræði tíðkast í ríkara mæli og menn greinir á um, hversu góða og skynsamlega raun það hafi gefið. Ýmsir álíta að það rask sem börn verða að sæta við sam- búðarslit foreldra séu það mikil, að varla sé á bætandi að leggja á þau að eiga tvö heimili, vera mán- uð til skiptis hjá hvoru foreldri. Meðal annars sé forsenda þess að þetta blessist sú að foreldrarnir búi nálægt hvoru öðru, svo að barn/börn þurfi ekki að ganga í tvo skóla og eiga kunningja og vini á mismunandi stöðum; allt það komi enn meira róti á líf þeirra. Þeir sem eru fylgjandi hug- myndum af þessu tagi segja að á þennan hátt missi barnið hvorugt foreldranna frá sér. Með þessu fyrirkomulagi dragi og úr sektar- kenndinni sem er algengt að börn verði gripin við skilnað foreldra og almennt eigi þau í vændum eðlilegra og tryggara heimilislíf. Það eru vitanlega á þessu hinar ýmsu hliðar og plúsar og mínusar sjálfsagt umdeilanlegir. Kirsti Haaland, sem er norskur fjölskyld- uráðgjafi, hefur nú sent frá sér Kirsti Haaland bókina „Fjölskyldan eftir skilnað- inn — reynsla af skiptu forræði". Þessi bók er nýkomin út hjá Cappelenforlaginu og eins og und- irtitill hennar bendir til segir hún frá því hvaða augum foreldrar og böm á ýmsum aldri líta á þetta fyrirkomulag. Greinilegt er að það hefur ákveðna kosti eins og áður var minnst á, en af frásögnum barn- anna kemur einnig fram að mörg- um finnst ruglandi og flókið að eiga heimili á tveimur stöðum. Mörg néfna að félagar og vinir séu ekki með það á hreinu hvar þau eigi heima og þau þurfi einlægt að vera að gefa skýrslu um að næstu viku verði þau hjá föður og síðan hjá móður. Börnin segja mörg að stundum gleymi þau eftir- lætisleikföngum sínum þegar „flutt“ er á milli og þeim finnist erfitt að vera stöðugt að breyta um heimilisháttu, því að ekki gildi sömu umgengnisvenjur og reglur hjá báðum foreldrum, einkum og sér í Iagi ef foreldrarnir hafa feng- ið sér nýjan sambýlisaðila. Kosturinn er að mati barnanna sá að þau hitta föður sinn reglu- lega, en höfðu greinilega mörg óttast þegar skilnaðurinn varð, að hann myndi hverfa úr lífi þeirra. Þau verða vör við að væntum- þykja beggja foreldra og um- hyggja fyrir velferð þeirra er jafn- vel meiri en áður. Þeim er sýnt meira umburðarlyndi og þolin- mæði af báðum, að því er virðist. Séu börnin beðin að reyna að gera upp við sig hvort þau myndu vilja búa að staðaldri aðeins hjá öðru foreldri að fenginni þessari reynslu má skilja að þau eiga mjög erfitt með að gera upp hug sinn. Með því að svara játandi væru þau að gera upp á milli foreldranna og það vilja þau forðast í lengstu lög. Á hinn bóginn viðurkenna þau að þetta fyrirkomulag geti verið ákaf- lega þreytandi á stundum. Foreldrarnir sem talað er við eru flestir mjög jákvæðir og álíta að þeir hafi leyst viðkvæmt mál á vitlegan og stórmannlegan hátt með umhyggju barnanna að leið- arljósi. Það hvarflar að manni við lesturinn að það séu almennt for- eldrarnir sem láta í ljós afdráttar- lausari ánægju með skipt forræði en bömin sjálf. /3x67 Steindór Sendibflar —------- ARNARcxORLYGS eftir Steindór Steindórsson Vega HANDBÓKIN Traust leiðsögn um land allt. Nákvæm vegakort með fróðleik um það sem á vegi verður. ÖRN OG SÍÐUMÚLA 11 ÖRLYGUR - SÍMI 84866 Andaðu djúpt! Njóttu hreina loftsins - jafnt úti í náttúrunni sem inni í tjaldinu þínu. Láttu okkur þvo og hreinsa viðleguútbúnaðinn - tjaldið þitt og svefnpokann - svo að hann verði hreinn og ilmandi í útilegum sumarsins. Eitt enn: Smáleki má ekki verða að stórmáli. Þess vegna er heillaráð að láta okkur vatnsverja tjaldið. Þú tekur aðeins stögin úr og kemur með tjaldið til okkar. Vatnsvarið tjald ver þig gegn vætu. OsazislA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.