Morgunblaðið - 20.06.1989, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 20.06.1989, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1989 fclk í fréttum VORHREINSUN Unglingar hreinsa og fegra Stykkishólm Eins og áður hefir Stykkis- hólmsbær hafið hreinsun bæjarins og eru það unglingar í svonefndri unglingavinnu sem verkið vinna. Þetta hefir verið helsta starf þeirra eftir skóla- göngu vetrarins og þykir mjög gott fyrir báða aðila. Hlúð er að gróðurreitum bæjar- ins og hismi burt tekið, rótað við moldinni og lofti hleypt um lífjurt- ir. - Arni Morgunblaðið/Ami Helgason Unglingur í Stykkishólmi hreinsar gróðurreit fyrir ofan bæinn. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal A myndinni er Magnús Bergmann lengst til hægri, við hlið hans er Sigurður Hallmannsson og til vinstri er Árni Gunnar Sveinsson. KEFLAVÍK Þrír kappar heiðraðir rír fyrrverandi sjómenn voru heiðraðir á sjómannadaginn í Keflavík að þessu sinni. Þetta voru þeir Magnús Bergmann úr Keflavík, kenndur við Fuglavík á Miðnesi, Sigurður Hallmannsson, vélstjóri úr Garði, og Árni Gunnar Sveins- son, Keflavík. Elstur þeirra kappa er Sigurður Hallmannsson fæddur 1910 á Vör- um í Garði, hann fór til sjós 16 ára og lauk vélstjóraprófí 1929. Sigurð- ur var til sjós í 25 ár, lengst af á Árna Ámasyni GK. Magnús Berg- mann, skipstjóri, er fæddur í Fuglavík á Miðnesi 1919 og fór fyrst til sjós 15 ára. Hann fékk 70 tonna réttindi 1943 og vorið eftir tók hann við formennsku á mb. Hákoni Eyjólfssyni GK 212, sem var 23 tonn. Magnús fékk físki- mannaréttindi frá Stýrimannaskól- anum 1950 og var skipstjóri í rúm 30 ár, lengst á Jóni Guðmundssyni GK 517 og síðast á Hamravík KE 75. Árni Gunnar Sveinsson erfædd- ur í Gerðum Garði 1923 og fór fyrst til sjós 17 ára á Ægi GK. Lengst af var hann á Guðmundi Þórðarsyni GK 75, eða í 12 ár og Árni var orðin 60 ára þegar hann hætti til sjós. Samanlagt eiga þeir kappar 108 ár á sjónum. BB VESTMANNAEYJAR Verðlaunuð fyrir góð handrit Vestmannaeyjum. rír krakkar í barnaskóla Vestmannaeyja fengu fyrir skömmu viður- kenningar fyrir gerð handrita fyrjr myndband, til notkunar í fíkniefna- vömum. Samkeppni var haldin fyrir nemendur í öllum grunn- og fram- haldsskólum landsins um einkunnarorð, og gerð handrits fyrir myndband, til notkunar við fíkniefnavamir. Veitt vora sér verðlaun fyrir hvort skóla- stig. Öll verðlaun fyrir handritagerð meðal grannskólanema féllu í skaut nemenda í 7. K.M. í Barnaskóla Vest- mannaeyja. Laufey Jörgensdóttir hlaut fyrstu verðlaun, Sig- hvatur Bjarnason önnur verðlaun og Jórann Einarsdóttir þriðju verðlaun. Öll hlutu þau bækur að launum fyrir handrit sín. Góð þátttaka var í samkeppni þessari og fengu allir þátttak- endur viðurkenning- arskjal fyrir að vera með í keppninni. Grímur Laufey Jörgensdótt- ir, Jórunn Einars- dóttir og Sighvatur Bjarnason, með við- urkenningarnar. Morgunblaöið/Sigurgeir Jónasson. Eldra fólki boðið upp á sundnámskeið í Stykkishólmi. Morgunblaðið/Ámi Helgason. STYKKISHÓLMUR Sundnámskeið fyrir eldri borgara Ilok þessa skólaárs var eldra fólki í Stykkishólmi boðið upp á sundnámskeið í gömlu lauginni okkar. Brást það bæði fljótt og hratt við og varð skjótt fúllbókað og komust ekki allir að sem vildu. Þetta var 10 tíma námskeið og aðalhvatamaður og kennari var Lára Guðmundsdóttir, en henni til aðstoðar voru María Guðnadóttir og Gunnar Svanlaugsson. Þessu námskeiði var að ljúka og allir sem tóku þátt í því vora ánægðir með árangurinn og vilja meira. Verður því í haust hafist handa með annað námskeið í líkingu við þetta. Þátttakendur vora allt upp í 75 ára og virtist aldurinn hafa lítið að segja. Fréttaritari mætti við sundlaugina í lokin og varð þess vísari að vel tókst til í alla staði og sögðu kennarar að þetta námskeið hefði að þeirra dómi farið fram úr þeirra glæstustu vonum. Þessi framkvæmd er tímabær, sagði Gunnar og við munum stuðla að því að sem flestum gefíst kostur á sundnámskeiði sem þessu í haust. - Arni SNYRTIMENN SKA Hreinsunarátak við Skála Þessir krakkar, á skóladag- heimilinu Skála við Kapla- skjólsveg, fóku sig til fyrir stuttu og hreinsuðu til hjá sér. Bömin tíndu allt rasl af lóð skóladagheimilisins og einnig að hluta af lóð Vesturbæjarsund- laugar. Afraksturinn varð nokkrir plastpokar af rusli. Þuríður fóstra smellti svo mynd af hópnum, sem var ánægður eftir hreinsunará- takið. I fremri röð eru Elfar, Sigríður, Kristján og Amar. í aft- ari röð eru Snorri, Katrín, Alda Rós, Halla, Elín, Emil og Egill. COSPER í kvöld ætla ég að fara áður en pabbi þinn kastar mér út.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.