Morgunblaðið - 20.06.1989, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.06.1989, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JUNI 1989 4 Mögiileikar eða mistök ELDHUSKROKURINN Býsna góðir brauðréttir eftir Guðmund Stefánsson Að undanförnu hafa umræður um atvinnu- og efnahagsmál verið fyrir- ferðarmiklar í fjölmiðlum eins og oft er venja þegar harðnar á dalnum. Flest öll atvinnustarfsemi virðist - ganga illa, nema ef vera skyldi rekst- ur banka og annarra fjármálafyrir- tækja. Utgerð og fiskvinnsla eru meira og minna rekin með tapi, af- urðafyrirtæki í landbúnaði tapa og verða gjaldþrota. Rekstur iðnfyrir- tækja er í járnum og varla það. Gjaldþrot fyrirtækja og einstaklinga eru daglegt brauð og svona mætti lengi telja. Almennt má segja að ástandið sé mjög alvarlegt og því miður virðist fátt vera framundan sem gefur til kynna að búast megi við bata á næstunni. Helst virðast menn vonast eftir að fiskverð hækki á heimsmark- aði, en enginn sér í raun nein merki slíks. Atvinnustefiian Eiginlega er varla hægt að tala um opinbera stefnu í atvinnumálum hér á landi. Margt gott er vissulega gert í atvinnuuppbyggingu, en um heilsteypta stefnu er ekki að ræða. Reyndin verður því oftast sú, að okkur tekst ekki að fylgja þeim tækifærum eftir sem okkur gefast, og ein framkvæmdin styður ekki aðra. Eitt sinn var sungið: „Lífið er lotterí“. Þannig virðumst við Islend- - ingar reyndar hugsa og á þessu byggist okkar atvinnu- og efnahags- pólitík. Nýjasta dæmið um þetta er auðvitað óskhyggja stjórnvalda um hærra fiskverð. Efnahagslegar framfarir hér á landi á þessari öld, hafa utan áhrifa síðari heimsstytjaldarinnar, byggst á byltingarkenndum framförum í landbúnaði, fiskveiðum og fiskverk- un. Flestir virðast sammála um að þessar atvinnugreinar muni ekki verða undirstaða verulegra efna- hagslegra framfara í framtíðinni, og því hefur nýsköpun í atvinnulífinu og þörf nýrra atvinnugreina oft ver- ið nefnd sem mikilvægur þáttur og jafnvel forsenda frekari efnahags- legra framfara í næstu framtíð. Stikkorð úr þessari umræðu er ör- eindatækni, líftækni, loðdýraeldi og nú síðast fiskeldi. En hvernig höfum við þá nýtt okkur þá möguleika sem felst í þess- um greinum. Of langt mál væri að fjalla um þær allar, en þróun fiskeld- is hér á landi ,er sorglegt dæmi um klúðursleg vinnubrögð sem eru beinlínis til þess fallin að rýra okkar möguleika — jafnvel eyðileggja þá. Uppbygging fiskeldis Seiðaeldi á sér nokkuð langa hefð hér á landi, fyrst og fremst eldi gönguseiða til sleppinga í laxveiðiár landsins. Á árunum um og eftir - 1980 vaknaði áhugi fyrir seiðaeldi til útflutnings, enda var þá mat- fiskeldi á laxi að hefjast fyrir alvöru í ýmsum nágrannalöndum okkar. Nokkrar seiðastöðvar voru byggðar og þær gátu selt framleiðslu sína fyrir gott verð til Noregs, írlands Á FUNDI bæjarráðs Akraness var nýlega samþykkt bókun þar sem frumkvæði Sementsverk- smiðju ríkisins og Islenska járn- blendifélagsins um gerð jarð- gangna undir Hvalfjörð er fagn- að. Telur bæjarráðið að áform _ fyrirtækjanna um rannsóknir, framkvæmdir og rekstur mann- virkisins séu sveitarfélögum og og annarra landa. Allir þeir sem vildu vita, vissu þó að hér var um tímabundinn markað að ræða, enda þessi innflutningur illa séður af yfir- völdum viðkomandi landa vegna sjúkdómshættu og fleiri orsaka. Þegar hafist var handa um upp- byggingu matfiskeldis hér á landi, var seiðaverð það hátt, að ýmsum fannst borga sig að reisa fýrst seiða- stöð til að framleiða eigin seiði, enda fengust til þess lán úr opinberum og hálf opinberum sjóðum. Þegar til átti að taka var verðið á seiðum hins vegar svo gott til útflutnings, að matfiskeldinu var í mörgum tilfellum •slegið á frest og framleidd sífellt fleiri seiði í sífellt fleiri seiðastöðvum til sölu á mörkuðum sem gátu alger- lega lokast á hverri stundu. Engin alvöru tilraun var gerð af hálfu hins opinbera til að koma í veg fyrir óhjá- kvæmilegt slys, jafnvel hægt að segja að það hafi tekið þátt í undir- búningi þess. Fallið Svo kom áfallið. Við íslendingar stóðum uppi með milljónir seiða sem enginn vildi kaupa. Og þá kom að sérgrein stjórnvalda: Að bjarga hlut- unum. Nú var allt kapp lagt á að „byggja upp“ matfiskeidi, ekki af því að einmitt nú væri rétti tíminn til að gera það, heldur kannski fyrst og fremst til að bjarga seiðaeldinu. Opinberir sjóðir og ríkisstjórnin lán- uðu fé til fjárfestinga í nauðsynleg- um búnaði og reiknað var út hve mikil framleiðslan yrði og hve miklar tekjur hún gæfi þjóðarbúinu. Svo hófst þessi mikla verðmæta- sköpun, en Ijótlega kom í ljós að öll þessi framleiðsla krafðist rekstr- aríjár. Eldisfyrirtækin sem flest voru í örri uppbyggingu áttu þessa fyár- muni ekki, bankarnir voru tregir til að lána nema takmarkað fé til svo áhættusams reksturs, stjórnvöld tvístigu yfir þessum „óvæntu erfið- leikum", fyrirtækin söfnuðu van- skilaskuldum og þjónustuaðilar við fiskeldi lentu í vandræðum. Efnahagsráðgjafi ríkisstjórnar- taldi að svo ný atvinnugrein ætti bara að standa á eigin fótum, vænt- anlega vegna þess hve ný hún væri og lengi vel heyrðist ekkert fra stjórnvöldum. Loks var svo komið að stjórnvöld gátu beitt sérgreininni og nú var komið að því að bjarga matfiskeld- inu. Stofnaður var Tryggingasjóður fiskeldisstöðva og með samvinnu við banka í landinu átti að tryggja eðli- lega fjármögnun. Vonandi verður svo, þó bankarnir dragi lappirnar og málið virðist enn ætla að dragast á landinn. Á meðan hefur hins vegar skapast „eðlilegt" íslenskt ástand hjá flestum fiskeldisstöðvunum; erf- ið rekstrarstaða, fjársvelti og fyrir- tækin geta nánast hvorki lifað né dáið. Við þetta bætist svo að markaður fyrir lax er nú erfiður fiskeldisstöðv- um og fáir virðast vita hvað þar er framundan og stjórnvöld sjálfsagt minnst allra. Það er sannarlega lítið bil á milli möguleika og mistaka. Hvað er til ráða Sú sorgarsaga sem rakin er hér ríkinu ákaflega hagkvæm. Bæjarráðið beinir þeirri áskorun til samgönguráðherra að tekin verði sem fyrst jákvæð afstaða til erindis fyrirtækjanna, þannig að ljúka megi nauðsynlegum rannsóknum og heíja framkvæmdir eins fljótt og kostur er, enda sé um að ræða hagkvæma framkvæmd og gífur- lega samgöngubót. „Eldisfyrirtækin sem flest voru í örri upp- byggingu áttu þessa ijármuni ekki, bankarn- ir voru tregir til að lána nema takmarkað fé til svo áhættusams rekst- urs, stjórnvöld tvístigu yfir þessum „óvæntu erfiðleikum“, fyrirtæk- in söfnuðu vanskila- skuldum og þjónustuað- ilar við fiskeldi lentu í vandræðum.“ að framan er bara eitt dæmi, en vissulega má finna hliðstæður og því miður fleiri en eina og fleiri en tvær. En hvað er til ráða og hvernig má koma í veg fyrir að að við lend- um sífellt í þessu aftur og aftur. Það er auðveldara um að tala en í að komast. Á íslandi er það svo að stjórnvöld eru sá aðili sem ræður langmestu í okkar atvinnu- og efnahagsmálum, beint eða óbeint. Mestur hluti banka- kerfisins er opinber, ýmsar voldugar stofnanir og sjóðir atvinnulífsins eru opinberar eða hálfopinberar. Þessu fylgja því mikil bein völd og áhrif, fyrir utan sjálft löggjafarvaldið. Miklum völdum ætti að fylgja mikil ábyrgð. Það stefnuleysi sem ein- kennt hefur atvinnu- og efnahagslíf okkar er því að sjálfsögðu óviðun- andi. Þó margt sé vel gert, þá skort- ir festu og framsýni. Það er nauðsyn- legt að við gerum okkur grein fyrir hverjir raunverulegu möguleikar okkar eru áður eða a.m.k. á meðan þeir eru fyrir hendi. Erfiðleika og vandamál verður að leysa áður en þau verða óyfirstíganleg. Ef stjórnvöld ætla sér jafn afger- andi áhrif í atvinnulífinu og nú er, þá verða vinnubrögðin að vera miklu nákvæmari en þau eru nú og það er einfaldlega ekki um annað að ræða en að axla þá ábyrgð sem þessum áhrifum fylgja. Áð öðrum kosti er rétt að færa þessi völd í hendur einstaklinga og fyrirtækja atvinnulífsins sjálfs. Leikreglur eru þá skýrar og meiri möguleikar en nú eru, að sjá endi hvers máls við upphaf þess. Nú eru starfandi 3 „fagráðu- neyti“, þ.e. landbúnaðar-, sjávarút- vegs- og iðnaðarráðuneyti. Væri ekki athugandi að sameina, eða að minnsta kosti samræma störf þess- ara ráðuneyta miklu meira en nú er. Vissulega eiga hinir ýmsu at- vinnuvegir landsmanna sín sérmál, en það sem skilur þá að, er þó miklu minna en það sem þeir eiga sameig- inlegt, nefnilega að byggja upp og viðhalda atvinnuvegum okkar og þar með afkomu þjóðarinnar í nútíð og framtíð. Ef þetta gæti orðið til að auka og bæta stefnumörkun í íslensku atvinnulífi og e.t.v. jafn- framt leið til sparnaðar í ríkisrekstr- inum, þá er vissulega um þjóðþrifa- mál að ræða. Höfundur er framkvæmdnstjóri ístess hf. á Akureyri. Öðruvísi samloka, f.4. 8 sneiðar formbrauð (fransk- brauð), sinnep, 4 þykkar sneiðar ostur, 1 stórt egg, 3 matsk. smjör, v 4 sneiðar skinka, 4 egg, steinselja. Skerið skorpuna af brauðsneið- unum og smyijið þunnu lagi af sinnepi á þær. Leggið þær saman tvær og tvær með ostsneiðum á milli. Veltið samlokunum upp úr samanhrærðu egginu og steikið þær í 2 matsk. af smjöri á pönnu þar til þær eru fallega gulbrúnar. Bræðið 1 matsk. af smjöri á annarri pönnu og steikið skinku- sneiðarnar í hálfa mínútu á hvorri hlið. Brjótið eitt egg á hveija skinkusneið og stráið saxaðri steinselju á hvítuna þegar hún fer að stífna. Leggið svo skinkueggin varlega yfir á heita ostabrauðið og berið strax fram. Ölglas fer vel með þessum rétti. Lúxus snittubrauð, f. 8. 4 miðlungsstór snittubrauð, smjör, 8 harðsoðin egg, 8 tómatar, 16-24 þunnar sneiðar spægi- pylsa, 1 lítið blómkálshöfuð, soðið, 100 gr ólífur, fylltar, 4 niðursoðnar, sýrðar agúrkur, 200 gr gráðostur, 400 gr majónsósa, ijómi og sítrónusafi, salt og pipar, 200 gr rækjur, 200 gr skinka, 200 gr humar, h soðið sellerí, 300 gr óðalsostur, steinselja. Skerið brauðin eftir endilöngu og smyijið með smjöri. Hrærið majónsósuna saman með dálitlum ijóma og sítrónusafa og kryddið með salti og pipar. Skiptið sósunni í tvennt. Látið rækjur, saxaða skinku og humar- bita í annan sósuskammtinn, en í hinn niðurskorið soðið sellerí og niðurbitaðann ostinn. Jafnið þessum tveimur salötum yfir brauðin með skeið. Skiptið blómkálinu í litlar greinar, dreypið aðeins sítrónus- afa yfir og stingið greinunum í upprúllaðar spægipylsusneiðarn- ar. Látið 2-3 á hvert brauð. Dreifið svo eggjabátum, tómat- sneiðum, niðurskornum ólífum, agúrkubitum og steinseljubrúsk- um jafnt yfir brauðin. Notið hug- myndaflugið og látið litina á sér- hveijum bita gleðja augað. Með þessu lúxus-brauði er nauðsynlegt að bjóða einnig eitt- hvað kalt og gott að drekka. Verði ykkur að góðu! Jórunn. Bæjarráð Akraness: Fagnar finmkvæði um gerð jarðgangna undir Hvalflörð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.