Morgunblaðið - 20.06.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.06.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1989 Við eignm auðugt og dásam- legt land og dugmikla æsku Ávarp Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra 17. júní Góðir íslendingar Á þjóðhátíðardeginum leggjum við umræðu um verðlag og vexti til hiiðar, en ræðum um landið, tunguna og menninguna, arfinn sem gerir okkur í raun að þjóð. Þótt einstöku sinnum heyrist varnarorð virðist þó sem flestir íslendingar telji þessi grundvall- aratriði sjálfstæðisins örugg og ævarandi. Svo er ekki. Miklar breytingar hafa orðið í heiminum á undanfömum árum og verða enn meiri á þeim næstu. Hraði þeirra fer stöðugt vaxandi og tími til ákvarðana verður að sama skapi skemmri. Án fyrirhyggju geta menn áður en varir staðið frammi fyrir gerðum hlut og jafn- vel glatað því sem verðmætast er. Staðreyndin er að sjálfstæðis- baráttu þessarar þjóðar er langt frá því að vera lokið. Því ætla ég nú 'á þessum hátíðisdegi að bregða út af vananum og fara nokkrum orðum um hættumar sem mér sýnast á næsta leiti. Gera má ráð fyrir því, að innan örfárra ára verði mestur hluti Vestur-Evrópu mnninn saman í volduga ríkjasamsteypu. Þessi heimshluti liggur okkur næst og þetta era okkar mestu viðskiptal- önd. Við Evrópubandalagið viljum við því hafa nám samskipti. Hins vegar er ekki sama hver þau tengsl verða. Nauðsynlegt er að ákveða sem fyrst að hveiju við viljum stefna í þeim efnum. Mark- viss vinna að settu marki þarf að hefjast án tafar, annars kunnum við að falla á tíma. Þótt ríkisstjórnir og stjómar- andstaða hafi ályktað, að full að- ild að Evrópubandalaginu sé ekki í myndinni virðast ýmsir þó telja hana jafnvel nauðsynlega, ef marka má skoðanakannanir. Því myndi fylgja afsal einhliða yfirr- áða okkar yfir auðlindum lands og sjávar, fijáls atvinnurekstur erlendra fýrirtækja, frjáls flutn- ingur fjármagns og fijálsir fólks- flutningar til landsins, svo eitt- hvað sé nefnt. Að sjálfsögðu nyt- um við sama fijálsræðis í hinni stóra Evrópu. Við yrðum í raun 250 þúsund sálir í 300 milljón manna ríkjasamsteypu. Hin íslenska dvergþjóð, óttast ég, glataði við þær aðstæður fljótlega sínum einkennum og týndist í mannhafið. Ég skil vel ungan manninn sem sagði; „hvers vegna ætti ég þá að búa hér, ef ég á ekki landið lengur?“ Sjálfur er ég sannfærður um, að ná má samningum við Evrópu- bandalagið, sem henta okkur ís- Steingrímur Hermannsson lendingum, ef vel er að því unnið. Evrópuþjóðirnar þarfnast ekki síður sjávarafurðanna en við að selja þær. Við skulum því bera höfuðið hátt og ráða sjálf okkar framtíð. Staðreyndin er, að margur hyggur meira gull í annars garði en í sínum eigin, og leitar því langt um skammt. Vissulega er margt gott hjá öðrum þjóðum, en það sem glæsilegt er gengur mest í augun. Fátæktin og eymdin er fremur falið. Sólskinsdaganna er- lendis er minnst, en rigningarinn- ar heima. Hreina og tæra fjalla- loftið og vatnið vill gleymast. Lífið þar er af mörgum talið leikur. Vonbrigði margra, sem hafa reynt, fyrnast. Ef við ræktum eig- in garð vel, en það sannfæring mín, að fáar þjóðir munu komast með tærnar þar sem við höfum hælana í góðu og heilbrigðu mannlífi. Með þessu er ég ekki að segja, að lífið í okkar landi sé eða verði leikur einn. Því fer víðs fjarri. Hins vegar er það sannfæring mín að erfiðleikarnir séu að lang- mestu leyti heimatilbúnir. Við lát- um ráðast meira af kappi en for- sjá og geram meiri kröfur en þjóð- arbúið fær undir staðið, a.m.k. eins og nú er ástatt. Af því getur Tólf listamenn sýna í Haftiarborg Sverrir Ólafsson: Phallus / fer- fætlingur, j'ám. Verk einstakra sýnenda virk- uðu misjafnlega sterkt á undirrit- aðan. Eg vil nefna teikningar Valgarðar Bergsdóttur. Hún virð- ist vera í mikilli sókn sem teikn- ari og var ánægjulegt að sjá slík tilþrif í teikningu. Sigurður Örlygsson, Jón Axel og Margrét Jónsdóttir halda sig á sömu miðum og áður, en Björg Örvar, Kristbergur Pétursson og Steinþór Steingrímsson era frekar óráðin í sínum verkum. Magnús Kjartansson bregður á létta leiki í pastelmyndum sínum og virðast vera að einfalda myndmál sitt. í skúlptúrnum kom Sverrir Ól- afsson mér mest á óvart með framleg verk unnin í járn og era þau mun áhrifameiri en máluðu myndverkin sem hann hefur verið að sýna á undanfömum áram. Steinunn Þórarinsdóttir er einnig vaxandi myndhöggvari sem unnið hefur mikið í gler og sýnir nú fínlegar jámmyndir. Borghildur Óskarsdóttir og Sóley Eiríksdóttir eru að hasla sér völl innan mynd- höggvaralistarinnar og bera verk' þeirra vitni um vönduð og öguð vinnubrögð. Ég vil hvetja alla listunnendur til þess að fara í fjörðinn og sjá þessa sýningu, en henni lýkur 7. ágúst. Magnús Kjartansson: An titils, pastellitir. Valgerður Bergsdóttir: Skref, einn dagur — eða á milli lína, blý á pappír. mmmmem lirmWiMf m@m Wím wmm. ips $m ingin sterk og sýningin vel upp sett. Umfjöllun um manninn hefur verið ríkjandi í íslenskri myndlist undanfarin ár og frásagnargildið sett í fyrsta sætið, oft á kostnað myndrænna tilþrifa. í formála að sýningunni finnur Aðalsteinn Ing- ólfsson að því að allt of lengi hafi hin formræna mælistika verið notuð á verk íslenskra listamanna og segir að „vitaskuld sé hægt að nálgast verk þeirra allra út frá öðram sjónvinklum". Það er í meira lagi undarlegt ef hægt er að ganga framhjá þeim grandvallaratriðum sem myndlist er gerð úr, efni, form, litur, lína,K flötur og rúmtak. Sjálfsagt nálg- ast menn myndlist út frá ólíkum sjónvinklum og mælistikum án þess oft að gera sér grein fyrir þeim sannindum sem hér voru talin upp. Þar kemur til bak- grunnur viðkomandi áhorfenda og reynsla. En það er samsetning þessara framþátta sem gerir út- Steinunn Þórarinsdóttir: An tit- ils, jám. slagið um hvort næst að ná fram þeim áhrifum sem að var stefnt, hvort sem er um að ræða hreina abstrakt-mynd eða mynd með frá- sagnargildi. Á sýningunni í Hafnarborg era myndræn gildi í heiðri höfð, enda flestir af sýnendunum vel mennt- að myndlistarfólk og sumir með langa reynslu að baki. Hvert um sig leitar sjálfstæðra leiða þó áhrif frá myndlistastefnum samtímans setji mark sitt á þá sem reynslu minni era og yngri af sýnendum. Myndlist Einar Hákonarson Stjórn Hafnarborgar í Hafnar- firði hefur boðið 12 myndlistar- mönnum að efna til samsýningar í hinum glæsilegu salarkynnum sínum og er það jafnframt sumar- sýning Hafnarborgar. Myndlistarmennirnir kjósa að nefna sýninguna „Á tólfæringi“ og höfða þar með til sjósóknar. Og því verður ekki neitað að rösk- lega era tekin áratogiii á þessari sýningu, svo haldið sé áfram með líkindamálið. Það var góð hugmynd hjá for- ráðamönnum Hafnarborgar að bjóða til sín þessum listamönnum, vegna þess að þeir gefa ágætt yfirlit um hvað er að geijast í íslenskri samtímalist. Verkin njóta sín vel í þessum salarkynn- um, þó sýningin sem heild slitni nokkuð í sundur með því að hengdar eru upp myndir á neðri hæð hússins. í aðalsal er stemmn- efnahagslegu sjálfstæði þjóðar- innar stafað hætta. Til þess að vel megi takast fyrir fámenna þjóð er nauðsynlegt að kortleggja kostina vandlega, undirbúa vel hvert skref og gera alla hluti sem best; gera meiri kröfur til sjálfs sín en annarra. Aflinn verður ekki lengur auk- inn ár frá ári. Góð meðferð hans og nýting verður því stöðugt mik- ilvægari. Auðlindum í fallvötnum og jarðvarma era einnig takmörk sett. Slíkt þarf að nýta vel og af skynsemi. I vaxandi mæli ber að leggja áherslu á menntun, þekk- ingu og hugvit. í því býr framtíð þessarar þjóðar. Og landinu sjálfu má ekki gleyma. Án þess eram við ekki þjóð. Föram vel með það. Þá mun það sjálft reynast mikil auðlind. Um landið ber að slá skjaldborg. Því verður að halda hreinu og rækta og bæta. Ég vil nota tækifærið og lýsa sérstakri ánægju minni með hreinsunarátak ungmennafélaga og reyndar fleiri félagasamtaka. Því miður er umgengni þó enn víða mjög ábótavant. Það er ekki nóg, þótt gott sé, að hreinsa landið um eina helgi. Við skulum setja okkur að halda því ætíð hreinu. Þannig mun verkið reynast létt. Góðir íslendingar Við eigum auðugt og dásamlegt land og dugmikla æsku. Ef við sníðum okkur stakk eftir vexti og stillum kröfunum í hóf, látum fýr- irhyggju ráða gerðum okkar, mun þessi þjóð eiga bjarta og góða framtíð í eigin landi og við eigin auð. Ég óska íslendingum gleðilegr- ar hátíðar. Guð blessi hina íslensku þjóð. Hafrannsókna- stofiiun: Stöður yfir- manna lausar til umsóknar Sjávarútvegsráðuneytið hefur auglýst lausar til umsóknar stöð- ur forstjóra og tveggja aðstoðar- forstjóra við Hafrannsóknastofh- un. Stöðurnar eru auglýstar í samræmi við lög um rannsóknir í þágu atvinnuveganna. Sam- kvæmt þeim skal aðeins skipað í æðstu stöður rannsóknastofh- ana á því sviði til fimm ára i senn. Samkvæmt ofangreindum lögum er það sjávarútvegsráðherra, sem skipar í stöðumar að fenginni um- sögn frá stjóm viðkomandi stofnun- ar. Hvort tveggja er heimilt, að endurráða í stöðunar eða ráða í þær nýja menn. Núverandi forstjóri Hafrann- sóknastofnunar er Jakob Jakobs- son, aðstoðarforstjórar era Jakob Magnússon og Vignir Thoroddsen. Rauðakrossdeild- ir á Vestgörðum: Sumardvöl fyrir aldraða á Austflörðum í SUMAR hafa Rauðakrossdeildir á Vestfjörðum skipulagt sumar- dvöl fyrir aldraða á Ausfflörðum. Dvalið verður á Eiðum dagana 17.-24. ágúst. Farnar verða ferðir um Austfirði. Nánari upplýsingar veita Sigrún G. Gísladóttur, Sól- bakka Flateyri og Helga Jónas- dóttur Tálknafirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.