Morgunblaðið - 20.06.1989, Side 62

Morgunblaðið - 20.06.1989, Side 62
62 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR. 20. JÚNÍ 1989 „ Hvoub er cxb þér, ertu blindur- ? þú hen9dir hana- upp a. hv'olfi.. ÁSTER... . ... aðná fljúgandi við- bragði. TM Reg. U.S Pat Otfall rights reserved © 1989 Los Angeles Times Syndicate Nú jæja. — veggjakrot- ari . . . Ósanngirni Þessir hringdu ... Óhagkvæmur landbúnarður S.J. hringdi: „Ég vil taka undir með hús- móður sem benti á það í Velvak- anda fyrir skömmu að óhag- kvæmnin í íslenskum landbúnaði gæti stafað af skorti á sam- keppni. Ég tel meira en líklegt að þetta sé rétt. Sú einokun sem landbúnaðurinn hefur búið við hefur orðið til þess að hann rog- ast með mikla yfirbyggingu en jafnframt eiga fjölmargir milli- liðir sök á hinu háa verði. Nú bætast loðdýrabúin við og virðist skattborgarinn verða að taka tapið á þeim á sig líka. Hjá þeim sem stjórna málefnum land- búnaðarins er allt á sömu bókina lært.“ Margsköttun 7279 -0340hringdi: „Hér á landi hefur fólki lengi verið talin trú um að mikið ör- yggi fælist í að búa í eigin hús- næði og það væri trygging í ell- inni. Það er nýbúið að tryggja að ekkjur og ekklar geti seti í óskiptu búi. En fólk hefur engan frið til að vera í eigin íbúð fyrir eignarskatti og háum fasteigna- gjöldum. Þamar á borgin jafn mikla sök eða meiri en ríkið. Það er rándýrt að búa í eigin hús- næði. Mörgu öldruðu fólki líður illa út af þessu því það hefur ekki efni á að borga þessi háu gjöld. Það er kominn tími til að afnema öll gjöld af eigin hús- næði. Fólk er þegar búið að greiða skatta af því fé sem byggt var fyrir og er þessi margsköttun ekki annað en siðleysi. Það væri engin vanþörf á að fækka 'þingmönnum um að minnsta kosti helming og er áreiðanlega almennur vilji fyrir því. Þetta yrði aðeins til bóta því svona lítil þjóð hefur ekkert að gera með svona marga þing- menn.“ Bágborin stjóm Bóndi hringdi: „Nú hafa víxlavextir hækkað eina ferðina en. Þessu er líkt farið og með selshausinn sem kom upp í eldstónni á Fróðá, hann gekk alltaf upp þegar verð var að beija á honum. Stjórnvöld lofa alltaf stöðugu verðlagi en þetta virðist allt ganga öfugt hjá þeim kalla greyunum. Ýmislegt finnst manni þó skrítið. Eins og með kjötið sem selt er úr landi fyrir skít og ekki neitt en er þó alltaf jafn dýrt hér heima. Gætu stjórnarherramir ekki slegið tvær flugur í einu höggi - notað þessar niðurgreiðslur hér innan- lands og losnað þannig við kjöt- fjallið ásamt því að bæta mjög kjörin í landinu með þessu. Margir eiga erfitt með að borga af verðtryggðum lánum núna þegar verðbólgan tekur á sprett. Launin eru nefninlega ekki verðtryggð og breiðkar því bilið stöðugt enda verða margir gjaldþrota. Þama þyrfti að koma einhveijum jöfnuði á þannig að launamenn hafi efni á að greiða af skuldum sínum. Stjómvöld em hins vegar farin að grípa til harðra aðgerða eins og tíðkast í austantjaldslöndum enda er ríkisstjómin orðinn mjög óvin- sæl.“ Björg hringdi: „Mér finnst það ósanngjamt að aðeins sé tekið við sléttum dósum fyrst verið er að taka þær á annað borð. Beyglaðar dósir hljóta að vera jafn ljótar í um- hverfinu og sléttar dósir.“ Kettlingar Fimm mjög fallegir kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 671243. Hringar Tveir hringar töpuðust í mars á leiðinni frá Sundhöllinni niður á Hlemm, gullhringur með dem- anti og silfurhringur með mynstri. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 35402. Fundar- laun. Kettlingar gefins Tveir 10 vikna kettlingar, fal- legir og skemmtilegir, fást gef- ins. Upplýsingar í síma 14458. Silfúrnæla Silfurnæla með perlu á og tapaðist í Miðbænum um miðjan apríl og er hennar sárt saknað. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 36741. < < < < < < HÖGNI HREKKVtSI y i f VIP KOMUM Vie> i hCOKKHÚGlNU OG L'ATUM HITA /44ATINH UPP • " Víkverji skrifar Það er alltaf sama vitleysan, sem veður uppi í þessu landi. Nú er komið í ljós, að Póstur og sími notar símtöl til útlanda til þess að niðurgreiða símtöl innanlands! A undanfömum árum hefur Morgun- blaðið hvað eftir annað spurt þessa stofnun um það, hvers vegna ódýr- ara er að hringja frá öðrum löndum til íslands en frá íslandi til annarra landa. Svörin hafa verið margvísleg og alltaf ósannfærandi. Nú viður- kennir talsmaður Pósts og síma í viðtali við Morgunblaðið sl. laugar- dag, að þessi símtöl séu notuð til þess að greiða niður símtöl innan- lands. Símtöl milli landa gegna þýðing- armiklu hlutverki í viðskiptalífi, ekki sízt í útflutningsviðskipt- um.Nær allar útflutningsgreinar landsmanna hafa verið reknar með tapi undanfarin misseri. Það eru ekki sízt fyrirtækin á þessu sviði, sem nota símtöl við viðskiptavini erlendis mikið. Nú er komið í ljós, að þessi ríkisstofnun skattleggur útflutningsatvinnuvegi, sem reknir em með tapi, til niðurgreiðslu inn- anlands. Hver tekur ákvörðun um svona vitleysu? Er það ráðherra? Embættismenn? Hver? Þetta er verkefni fyrir Verzlunarráð íslands að stöðva þessa skattlagningu á útflutningsatvinnuvegina. xxx Annars em það fleiri en útflutn- ingsfyrirtæki, sem nota símtöl til útlanda. Það er orðið mjög al- gengt, að einstaklingar haldi uppi samskiptum við börn eða ættingja, sem dveljast erlendis með símtölum. Þegar nú kemur í ljós, hvað veldur hinum háu gjöldum hér er spurn- ing, hvort ekki er nauðsynlegt að setja upp einhvers konar neytendar- áð í tengslum við opinberar stofnan- ir á borð við Póst og síma, Ríkisút- varpið og fleiri stofnanir, sem al- menningur á mikil viðskipti við. Reynsla er nefnilega sú, í þeim tilvikum þar sem þessar stofnanir hafa þingkjöma yfirstjóm, að þing- mennirnir starfa ekki sem fulltrúar fólksins í stjórnum opinberra stofn- ana, heldur verður þeir snarlega einhvers konar þrýstihópur fyrir viðkomandi stofnanir. Þetta er fyr- irbæri, sem er óskiljanlegt en stað- reynd engu að síður. Neytendaráð sem starfa í ein- hveijum tengslum við opinberar stofnanir eiga að koma í veg fyrir, að Póstur og sími leggi sérstakan skatt á símtöl við útlönd - væntan- lega án heimildar Alþingis - eða að RÚV svari viðskiptamanni, sem vill hætta að greiða afnotagjöld í sumarfríi, að ekki sé hægt að stöðva þær greiðslur nema í þijá mánuði í einu eins og fram kom í Velvak- anda sl. laugardag. Úr því að þing- mönnum er ekki treystandi til þess að gæta þessara hagsmuna umbjóð- enda sinna verða aðrir að koma þar til sögunnar. XXX Yíkveiji hafði orð á því á dögun- um, að konur væru jafnan í þjónustuhlutverki, þegar dregið væri í hvers kyns happdrættum í sjónvarpi. Nú bregður svo við, að þegar dregið var í lottói um helg- ina, þurfti karlmaðurinn að hafa fyrir því. Þessi skjótu viðbrögð eru til fyrirmyndar!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.