Morgunblaðið - 08.07.1989, Page 14

Morgunblaðið - 08.07.1989, Page 14
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JULI 1989. HEIMSOKN SPÆNSKU KONUNGSHJONANNA LAUK I GÆR Jóhann Karl konung'ur var fljótur að átta sig á gang- tegundum íslenska hestsins klukkustund. Undir lokin afhenti Gunnar Dungal konungi bók með ljósmyndum Sigurgeirs Siguijóns- sonar af íslenskum hestum. Konung- ur tók þegar að fletta bókinni og spyrja út í myndirnar svo að Soffía drottning þurfti að áminna hann um þetta gæti hann skoðað heima. Smellt af gufiistrókum Ekið var nýja veginn yfir Mosfells- heiði að Nesjavallavirkjun, þar sem sagt var frá virkjuninni. Gestirnir yfirgáfu langferðabifreiðarnar ör- skamma stund til að virða fyrir sér VÉL spænska flughersins lyfti sér af Keflavíkurflugvelli klukkan sext- án í gærdag með Spánarkonung, drottningu og fylgdarlið þeirra innan- borðs. Þar með lauk þriggja daga opinberri heimsókn spænsku hátign- anna hingað til lands. Gestirnir skoðuðu í gær íslenska hesta, Nesja- vallavirkjun, komu á Þingvelli og sátu boð forsætisráðherra þar áður en flogið var til Madrid. Langferðabifreið flutti spænsku konungshjóriin og föruneyti þeirra, forseta íslands og ýmsa embættis- menn til Þingvalla í gær. Lagt var af stað klukkan tíu að morgni frá Hótel Sögu þar sem konungshjónin gistu meðan á heimsókninni stóð. Lögreglubílar fylgdu bifreið fyrir- mennanna og lestina ráku tvær hóp- ferðabifreiðar með fréttamenn. Fyrst var numið staðar við tamn- ingastöðina Dal í Mosfellssveit. Þar biðu gestanna knapar með sjö gæð- inga og fóru nokkra hringi á skeið- vellinum. Gunnar Dungal, sem er eigandi hestanna, skýrði konungs- hjónunum frá mismunandi gangteg- undum íslenska hestsins. Jóhann Karl konungur var að sögn Gunnars afar fljótur að átta sig og þekkja í sundur ólíkar gangtegundir. Prinsessan mikil hestakona Konungur sagði að ein dætra sinna væri mikil hestakona og fjölskyldan ætti nokkra „paso fino“ tölthesta frá Suður-Ameríku. Sér þætti íslensku hestarnir aþekkir þeim, en færu þo hraðar yfír. Þá spurði konungur um hrossarækt hérlendis og kvaðst hissa á hve hestarnir væru kynhreinir. í Dal skoðuðu gestirnir líka folöld og Spánardrottning gat ekki stillt sig um að klappa þeim. Þegar konungur og fylgdarlið hans var að kveðja kom nokkurt írafár á menn þar sem drottningin sást hvergi. Jóhann Karl hélt þó ró sinni og sagði kíminn að hún hefði líklega farið í útreiðartúr. Drottningin fundin Soffía drottning reyndist hafa brugðið sér inn í hesthús ásamt Þórdísi Sigurðardóttur, húsfreyju í Dallandi, og Kristjönu Samper, eigin- konu Baltasars, en hann var fylgdar- maður konungs í ferðinni. Drottning- in spurði margs um hestana og kvaðst vera sérlega hrifin af steingráa litnum á hryssunni Grósku. Gert hafði verið ráð fyrir að stoppa í sjö mínútur í Dal, en konungs- hjónin höfðu gaman af hestunum og heimsóknin teygðist upp undir hálfa Konungshjónin höfðu mikinn áhuga á gæðingunum í tamningastöðinni Dal í Mosfellssveit og heimsókn- in þangað varð lengri en áætlað var. A myndinni virða þau fyrir sér hestana Soffía Spánardrottning og Jóhann Karl konungur, Baltasar Samper og Gunnar Dungal, eigandi tamningastöðvarinnar. bandaríska hersins. Spænski herinn var í lykilaðstöðu, yfirmenn flota, landhers og flughers voru jafnframt ráðherrar og skrifstofur herjanna ráðuneyti. Á þessu varð ekki breyting fyrr en lýðræði var komið á í landinu. Með þetta í huga og eins þá stað- reynd að meginhlutverk hersins um árabil var að hafa hemil á þjóðinni er ekkert undarlegt þótt hann njóti takmarkaðra vinsælda og málefni hans séu sjaldnast ofarlega á baugi. Sósíalistar hafa í stjórnartíð sinni beitt sér fyrir fækkun hermanna og þá fyrst og fremst foringja, sömuleið- is var reglum um stöðuhækkanir inn- an hersins breytt á þann veg að starfsaldur einn ræður ekki. Þessar aðgerðir hafa ekki mælst vel fyrir hjá þeim sem muna Frankó og vilja ekki gleyma honum en virðast ann- ars vera vinsælar. Flug- og sjóher eru sæmilega vopnum búnir en land- herinn síður. Jafnframt áðurnefndum aðgerðum hafa stjórnvöld beitt ser fyrir betri nýtingu fjármagns og efl- ingu innlends hergagnaiðnaðar. Það var nánast samdóma álit þeirra sem rætt var við að þegjandi samkomulag hafi verið um það á milli Spánveija og NATO að aðild væri ekki til umræðu á meðan Frankó væri við völd. En strax árið 1981 var gengið formlega frá um- sókn um aðild án nokkurra fyrirvara af hálfu Spánveija. Sósíalistar voru fra'upphafi andvígir aðild og ýmis- legt bendir til þess að þeir hafi ekki áttað sig á afstöðu annarra sósíal- istaflokka í álfunni til aðildar að NATO. Fyrrverandi fastafulltrúi Spánveija hjá NATO í Brussel sagði að hann grunaði að þeir hefðu geng- ið að því sem vísu að allir sósíalistar væru andvígir NATO, annað átti þó eftir að koma á daginn. Umsókn Spánveija um aðild að Atlantshafsbandalaginu var fyrst og fremst beiðni um inngöngu í hina evrópsku fyölskyldu og þess vegna liður í viðleitni þeirra til að tryggja lýðræðið í landinu. Þeir höfðu staðið utan við báðar heimsstyijaldirnar og sovéska ógnin var þeim Ijarlæg. Sendiherra Spánveija hjá Atlants- hafsbandalaginu ber afstöðu þeirra saman við afstöðu íslendinga og bendir á að báðar séu þjóðirnar á Evrópska fjölskyldan endurheimtír týndan son eftir Kristófer Má Kristinsson „Spánveijar eru ekki í nokkrum vafa um að þeir eru og vilja vera Evrópumenn og taka þátt í mótun nýrrar Evrópu,“ var samdóma álit þeirra Spánveija sem ræddu við hóp blaðamanna er ferðaðist um Spán fyrir skömmu. Tilgangurinn var að kynnast viðhorfum Spánveija í ör- yggis- og varnarmálum og samskipt- um þeirra við önnur Evrópuríki. Þeim er alltaf mikið í mun að útskýra fjar- veru Spánveija úr samfélagi Evrópu- ríkja í 200 ár. Þrennt ber þar hæst. Márar réðu ríkjum á Spáni fram á 15. öld. Þeg- ar Spánveijar höfðu rekið síðustu Márana af höndum sér hófst landa- funda- og nýlendutímabil þeirra vest- anhafs. Vegna hagsmuna sinna hin- um megin Atlantshafsins beindust augu Spánveija ekki að Evrópu held- ur til Ameríku, mál þeirra og menn- ing hefur sett sterkan svip á álfuna og þó helst Suður- og Mið-Ameríku, sömuleiðis hafa Spánveijar alla tíð átt mikilla hagsmuna að gæta í Norð- ur-Afríku. í þriðja lagi var það opin- ber stefna Frankós einræðisherra að halda þjóðinni einangraðri og þá helst frá fijálslyndum viðhorfum annarra Evrópumanna. í rauninni hafa „Spánveijar verið tortryggnir gagnvart Evrópu allt frá Napól- eonstríðunum, segja þeir sjálfir. Vamaráætlanir miðuðust við það fram yfír miðja þessa öld að veijast innrás frá Frakklandi. Það virðist hins vegar Ijóst að með aðild sinni að Evrópubandalaginu þykir Spán- veijum sem þeir hafí endanlega unn- ið sér þegnrétt í samfélagi lýðræðis- þjóða Evrópu. Fyrsta skrefið aðildin að NATO Það vakti athygli blaðamanna að viðhorf þeirra sem rætt var við vora nánast þau sömu þegar fjallað var um samskiptin við Atlantshafs- bandalagið (NATO) og Evrópu- bandalagið (EB), enginn umtalsverð- ur munur á hægri og vinstri mönnum í því efni, að öfgamönnum til beggja handa undanskildum. Leiðsögu- manni okkar, gömlum höfuðsmanni líklegast frá Frankótímanum, • var meira í mun að sýna okkur hergagna- verksmiðjur af ýmsu tagi en koma á stefnumóti við stjórnmálamenn. í þijá daga voru blaðamenn leiddir úr einni verksmiðju í aðra, samvisku- samlega leystir út með pennum og hálsbindum á hveijum stað. Spán- veijum þótti það liggja í augum uppi að blaðamenn sem starfa í tengslum við Atlantshafsbandalagið skrifuðu meira um hergögn en annað, það var ekki sársaukalaust að leiðrétta þenn- an misskilning og augljóslega var stolt hins virðulega höfuðsmanns sært. NATO snýst nefnilega meira urn pólitík en vopn. Á þeim tíma sem eftir lifði sjö daga heimsóknar var ferðast milli ráðuneyta og hlustað á viðhorf stjómmálamanna og embættis- manna um stöðu og áherslur Spán- veija í utanríkismálum. Lýðræðið er fjörcgg Spánar enda velja Spánveijar sér félagsskap með öðrum þjóðum sem er líklegur til að tryggja það. Árið 1953 gerði Frankóstjórnin vamarsamning við Bandaríkjamenn sem tryggði þeim aðstöðu á Spáni fyrir umtalsverðan herafla. Sósíal- istar hafa orðað það svo að Frankó hafi stjómað landinu með tilstyrk Felipe Gonzalez, forsætisráðherra Spánar, hefur tekist vel að sam- eina þjóð sína um nýja stefiiu í samskiptum við aðrar þjóðir. í kosn- ingum til Evrópuþingsins nú fyrir skömmu treysti flokkur hans enn stöðu sína.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.