Morgunblaðið - 08.07.1989, Síða 15

Morgunblaðið - 08.07.1989, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JULI 1989 15 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Jóhann Karl Spánarkonungur, Vigdís Finnbogadóttir forseti Islands og Soffia drottning höfðu viðkomu í Nesjavallavirkjun á leiðinni til Þingvalla í gærdag. A bak við þau þeytist gufan upp úr borholu númer sex við virkjunina. Sr. Heimir Steinsson á Þingvöllum rakti sögu hins forna þingstaðar fyrir gestunum í Almannagjá. Eftir það bauð Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra til ríflega 200 manna hádegisverðar í Valhöll. gufumökkinn úr einni borholunni. Þeim þótti mikið til um kraftinn sem kom þarna upp úr jörðinni og marg- ir spænsku embættismannanna drógu myndavélar upp úr frakkavös- unum. Að svo búnu var haldið á Þing- völl. Hópurinn gekk áleiðis ofan í Almannagjá þar sem sr. Heimir Steinsson, Þingvallaprestur, ávarp- aði gesti. Hann rakti sögu Þingvalla og þakkaði í lokin konungi Spánar „sem hefði undanfarin ár lagt ríku- legastan skerf til lýðræðis í landi sínu.“ Konungshjónin hvíldust skamma stund í einu af gestaherbergjum Hótel Valhailar á Þingvöllum en gengu svo í borðsalinn ásamt forseta Isiands og forsætisráðherrahjónum. í hádegisverðarboð Steingríms Her- mannssonar forsætisráðherra og konu hans Eddu Guðmundsdóttur til heiðurs konungshjónunum komu 116 gestir. Boðið var upp á humarsúpu, rist- aðan Þingvallasilung og íspönnukök- ur. Forsætisráðherra og Spánarkon- ungur héldu ræður og Pétur Jónas- son gítarleikari flutti þijú íslensk alþýðulög og spænskt gítarverk eftir Tárrega. Rakleiðis til Madrid Að loknum hádegisverði var haldið rakleiðis til Keflavíkurflugvallar. Þar beið flugvél í eigu spænska hersins, sem ætíð er notuð við opinberar heimsóknir konungs og forsætisráð- herra Spánar. Meðal þeirra sem kvöddu konungshjónin voru Steingrímur Hermannsson, forsætis- ráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, Sveinn Björnsson, siðameistari, Albert Guðmundsson, sendiherra, Guðmundur Benedikts- son, ráðuneytisstjóri, Böðvar Braga- son, lögreglustjóri, Ingimundur Sig- fússon, ræðismaður Spánar á Is- landi, og Baltasar Samper, listmálari. Flugvélin með hina tignu gesti innanborðs lagði af stað suður á bóginn klukkan sextán í gær. Kon- ungshjónin komu hingað frá Finn- landi, nú var ferðinni heitið til Madrid en höll konungsíjölskyldunnar stend- ur í útjaðri borgarinnar. Jóhann Karl Spánarkonungur og Soffía drottning sýndu í heimsókninni hingað til lands það sem sagt var um þau fyrir; að þar færu glaðlynd konungshjón og alþýðleg. jöðrum Evrópu og hafi svipaða fyrir- vara gagnvart vígbúnaði. Sósíalistar unnu kosningasigur sinn árið 1983 m.a. vegna andstöðu við aðiid að NATO og fyrirheits um þjóðaratkvæðagreiðslu um hana og því var haldið fram að Evrópubanda- lagsrikin hefðu gert sósíalistum grein fyrir því, að höfnuðu þeir aðild að NATO drægi það mjög úr líkunum á aðild að EB. Aðildin að NATO varð því einskonar prófsteinn á holl- ustu Spánveija við Evrópu. Sósíalist- ar voru því komnir í vonda aðstöðu og þeim varð það ljóst að vinna yrði áframhaldandi aðild að NATO meiri- hlutafylgi áður en til þjóðaratkvæða- greiðslu kæmi. Þeir gerðu því þjóðinni tilboð sem hún gat ekki hafnað; fækkað skyldi í bandarísku hetjunum á Spáni, eng- in kjarnavopn skyldu vera þar á frið- arímum og spænski heraflinn yrði ekki settur undir sameiginlega her- stjórn NATO. A fjórum árum breytt- ist afstaða almennings úr 75% and- stöðu í 53% fylgi við NATO. Afstaða Spánveija til Bandaríkja- manna tekur að nokkru leyti mið af stefnu hinna síðarnefndu í málefnum Mið- og Suður-Ameríku sem hefur oft og tíðum vakið andúð á Spáni. í varnarmálaráðuneytinu í Madrid var blaðamönnum sagt, að af hálfu Spánveija væri nú unnið að því að semja annars vegar um að koma varnarsamvinnunni við herafla NATO í fastar skorður, sem virðist þýða að spænski herinn gagnist NATO á ófriðartímum án þess að vera undir sameiginlegri herstjórn bandalagsins, og hins vegar uin aðild Spánveija að mannvirkjasjóði banda- lagsins. Þó svo að mjög hafi dregið úr andstöðunni við NATO er lítill áhugi á málefnum þess á Spáni, hið gagnstæða gildir hins vegar um Evr- ópubandalagið. Heimilisfang’ innan EB Um það leyti sem blaðamennirnir fra' Brussel ferðuðust um Spán stað- festu báðar deildir spænska þingsins aðild Spánvetja að Vestur-Evrópu- sambandinu, WEU. Með aðild sinni vilja Spánveijar staðfesta þá skoðun, að um öryggis og varnarmál eigi að fjalla innan EB. Vestur-Evrópusam- bandið sé heppilegt millistig, þar til Evrópubandalagið sjálft taki örygg- is- og varnarmál á sínar hendur, en þeir hafa lýst yfir andstöðu við aðild ríkja sem standa utan Evrópubanda- lagsins að WEU. Aðildin að WEU byggist þess vegna ekki á aðildinni að NATO heldur aðildinni að EB, þetta skiptir miklu máli ef meta á afstöðu Spánveija til evrópskrar samvinnu. Aðild Spánveija að Evrópubanda- laginu er í þeirra augum staðfesting þess -að þeir séu hluti hinnar evr- ópsku fjöldskyldu og stuðningur við Evrópubandalagið er yfirgnæfandi. Einungis einn skugga ber á sam- skipti Spánveija við önnur Evrópu- ríki, málefni Gíbraltar. Spánveijar telja að með aðild sinni að NATO og EB auki þeir líkurnar á farsælli lausn deilunnar við Breta. Frankó sagði á sínum tíma að í tímans rás muni Gíbraltar falla Spánveijum í skaut sem fullþroskaður ávöxtur, að líkindum eru Spánveijar sammála gamla einræðisherranum. Áhugi bæði almennings, stjórn- málamanna og atvinnurekenda á málefnum Evrópu er mikill og af öllu er augljóst að aðildin að EB hefur haft umtalsverð áhrif á Spáni. Innan Evrópu er talað um spænska efnahagsundrið, þjóðarframleiðsla hefur vaxið umtalsvert og erlend fjárfesting að sama skapi. Sjálfir líta Spánveijar þannig á að suðurhluti lands þeirra verði einskonar Kali- fornia Evrópu og þeir undirbúa nú að kappi heimssýningu í Sowillay svo að ekki sé minnst á Olympíuleikana í Barcelona. Spánveijar vilja vera góðir Evr- ópumenn og styðja heilshugar tillög- ur um nánari samvinnu og endanleg- an samruna bandalagsríkjanna. For- setatíð þeirra í EB sem lauk nú l.júlí var einskonar prófsteinn á getu og vilja Spánveija. Öllum ber saman um að leiðtogafundurinn í Madrid hafi verið Felipe Gonzalez og Spánvejum öllum til sóma. Þeir hafi ekki staðið sig síður en aðrar þjóðir þá sex manuði sem þeir gegndu embættinu. Enginn efast lengur um góðan vilja og getu Spánveija. Höfundur cr Iréttaritari Morgunblaðsins íBrussel. RAFGEYIHAMARKAÐUR Rafgeymar fyrir öll farartæki Rafgeymarfyrir báta Rafgeymar fyrir sumarbústaði Aðeins í dag laugardag kl. 10-16. Bíldshöfða 12.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.