Morgunblaðið - 08.07.1989, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JULI 1989
Israel:
Krafist hefiida fyrir fóm-
arlömb tilræðis múslima
Æstir syrgjendur gera aðsúg að Shimon
Peres leiðtoga Verkamannaflokksins
Jcrúsalem, Beirút. Reuter.
ÖFGASINNUÐ samtök bókstafstrúarmanna úr röðum múslima,
Jihad, sögðu í gær að einn úr þeirra hópi hefði valdið mann-
skæðu bílslysi sem varð á þjóðvegi milli Tel Aviv og Jerúsalem
í ísrael á fimmtudag. Jihad-hreyfingin sendi fréttastofii í Líbanon
orðsendingu þar sem sagði að félagi þeirra hefði „drýgt hetju-
dáð“ er hann greip í stýri bílsins sem valt niður brekku. Eldur
varð laus í bílnum og 14 manns, þ. á m. erlendir ferðamenn, létu
lífið auk 27 sem slösuðust. 28 ára gamall Palestínumaður frá
Gaza-svæðinu, sem olli slysinu, er nú yfirheyrður af lögreglu á
sjúkrahúsi í Jerúsalem. Jihad varaði ísraelsk sljórnvöld við því
að gera manninum eða fjölskyldu hans nokkuð til miska. Æstir
gyðingar kröfðust þess í gær að fórnarlambanna yrði hefiit en
tilræðið er hið mannskæðasta í landinu frá 1978.
„Heróp dagsins er hefnd, eng-
um araba skyldi leyft að koma á
þennan stað,“ sagði Meir Kahane
rabbí, leiðtogi Kach-hreyfingar-
innar, sem eru samtök öfgasinn-
aðra bókstafstruarmanna úr röð-
um gyðinga. Kahane hélt tölu við
húsakynni útfararstjóra þar sem
lík eins farþega langferðabílsins,
Miriam Zafari frá Jerúsalem, var
á fjölum. Hreyfingu Kahanes var
bannað að bjóða fram við síðustu
þingkosningar og sögð boða kyn-
þáttafordóma. „Drepið arabana!"
öskruðu nokkur hundruð stuðn-
ingsmenn rabbíans.
Shimon Peres, formaður Verka-
mannaflokksins og fjármálaráð-
herra í samsteypustjórn Yitzhaks
Shamirs forsætisráðherr, hugðist
vera við útför Zafari, sem var eig-
inkona vinar hans. Æstir syrgj-
endur gerðu aðsúg að ráðherran-
um og var gijóti kastað í bifreið
hans, að sögn sjónarvotta. Tilraun
Peresar til að ræða við mannfjöld-
ann fór út um þúfur. Lögreglu-
mönnum tókst með naumindum
að slá skjaldborg um ráðherrann
og slapp hann óskaddaður af
staðnum en múgurinn æpti
ókvæðisorð á eftir honum.
Verkamannaflokkurinn hefur
gagnrýnt tillögur Líkúdflokks
Yitzhaks Shamirs forsætisráð-
herra um kosningar á hemumdu
svæðunum þar sem Palestínuara-
bar eru þorri íbúanna. Mörg atriði
í tillögunum voru höfð með til að
þóknast harðlínumönnum Líkúds
og þrengja kosti Palestínumanna.
Á mánudag hyggst miðstjórn
Verkamannaflokksins koma sam-
an til að ræða viðbrögð við tillög-
unum og hvort rétt sé að yfirgefa
samsteypustjórnina en Verka-
mannaflokkurinn hefur verið mun
samningafúsari gagnvart Pa-
lestínumönnum en Líkúd.
Embættismenn í Jerúsalem
töldu víst að tilræðið á fimmtudag
yrði til að magna upp hatur gyð-
inga á aröbum, hindra viðræður
deiluaðila og styrkja harðlínu-
stefnu í röðum Líkúds. Kunnir
talsmenn Palestínumanna á hern-
umdu svæðunum hafa fordæmt
tilræðið og segja að það muni
skaða málstað þjóðarinnar en full-
trúi Frelsissamtaka Palestínu-
manna (PLO) í Túnis skellti í gær
skuldinni á harðlíunumenn úr röð-
um gyðinga. Hann sagði að hinir
látnu væru fórnarlömb ísraelskra
stjórnvalda sem létu sig „engu
skipta örlög sinnar eigin þjóðar
eða okkar.“ Vinstrisinnaðir Israel-
ar, er vilja viðræður við PLO,
hafa brugðist ókvæða við þessum
ummælum.
Uno færð blóm
Reuter
Sosuke Uno, forsætisráðherra Jápans, ásamt Ungftoí Blómarós,
Yoko Izumi. Unga konan var kjörin rósarprinsessa á blómahátíð
í borginni Fukuyama og lagði hún lykkju á leið sína til að færa
forsætisráðherranum rósavönd i embættisbústað hans í Tókíó.
Uno, sem tók við af Takeshita er sá síðarnefndi neyddist til að
segja af sér vegna tengsla sinna við Recruit-hneykslið, hefur
sætt þungum ásökunum í japönskum fjölmiðlum vegna meints
kynsvalls.
Danmörk:
Slæm afkoma sjómanna í Skagen
Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun,
AFKOMA sjómanna í Skagen,
eins af stærstu útgerðarbæjum
Danmerkur, er mjög slæm.
Könnun, sem samtök í sjávarút-
vegi létu gera, leiddi í ljós, að
útgerðir 110 báta og togara í
Skagen töpuðu 52.000 dönskum
krónum (405 þús. ísl. kr.) að
meðaltali á síðasta ári. Alls eiga
187 bátar og togarar heimahöfn
fréttaritara Morgunblaðsins.
í Skagen.
Einn af forgöngumönnum könn-
unarinnar, Jens Rasmussen, telur,
að ástandið batni ekki á þessu ári,
nema síður sé. Fjöldi útgerða muni
leggja upp laupana vegna hertra
kvótatakmarkana. Hann segir, að
fiskveiðistefnan, sem Evrópubanda-
lagsríkin komu sér saman um 1983,
hafi verið mikið áfall fyrir danskan
sjávarútveg. Markmiðið hafi fyrst
og síðast verið að dreifa veiðunum
jafnt yfir árið, en það hafi algerlega
mistekist.
Rasmussen segir í viðtali við Jyl-
Iandsposten, að hann hafi enga trú
á vísindalegri stjórnun fiskveiða,
sem byggist á ráðgjöf fiskifræð-
inga. Vísindamennirnir eru sífellt
að gera mistök, segir hann.
Gómsætir réttir og allt á einum stað
Ferðamarkaðurinn er eina verslunin á íslandi,
sem býður upp á alhliða ferðavörur eins og t.d.
PARADISO tellihýsin, uppsett á 'Amínúlu. SérhðnnuO fyrir Islenskar aústæúur.
DALESMAN sumarhfisin, sem nú fást einnig uppsett á Spáni.
SAFARI MONZA hjúlhýsi - tjaldvagnar - kerrur.
Tjöld og viðlegubúnaður -
Garðhúsgögn frá Seglagerðinni Ægi.
Gasvörur frá Olíufélaginu Skeljungi.
Reiðhjól frá Fálkanum.
Fortjöld á hjólhýsi og fellihýsi - flestar tegundir.
Fjölbreytt úrval af vörum ísportið og ferðalagið.
Sjón er sögu
Vilt þú vinna þér inn gasgrill að verðmæti kr. 25.000,-? Ef svo er,
áttu að svara einni spurningu, og hún er:
Hvað er svona sérstakt við PARADISO fellihýsin?
Svarið er að finna í auglýsingunni. Dregið verður úr réttum lausnum (
1. ágúst. Sendið svarið á meðfylgjandi horni, ásamt nafni, heimilis-
fangi og síma, fyrir 1. ágúst, merict: Ferðamarkaðurinn,
Bíldshöfða 12, 112 Reykjavík. Einn heppinn fær gasgrill.
Laugardaginn 8. júlí frá kl. 10.00 til 18.00 og sunnudag-
inn 9. júlí frá kl. 13.00 til 18.00 mun Baldur Úlfarsson,
grillmeistari, grilla nýja markaðslambið hjá Ferðamark-
aðnum, Bíldshöfða 12.
Auk þess verða gosdrykkir frá Ölgerðinni á boðstólum.
Það verður ^annkölluð fjölskyldustemmning hjá
Ferðamarkaðnum. Við erum alltaf í leiðinni.
Ferðamarkaðurinn, //
/
/
/
Bíldshöfða 12 (við sömu götu
og Bifreiðaskoðun íslands).
Sími 674100.