Morgunblaðið - 08.07.1989, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARPAGUR 8. JÚLÍ 1989
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
MatthíasJohannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið.
Gervilækkanir
og t alnab le kkingar
Ríkisstjómin hefur að undan-
förnu verið önnum kafin við
að selja lambakjöt á útsölu.
Lambakjöt sem var sérpakkað
og selt á tilboðsverði, sem
ákveðið var af fjármálaráðherra
og ríkisstjóm. Engin ríkisstjórn
lýðfijáls lands gengur fram og
ákveður að bjóða landsmönnum
ákveðna vöra í ákveðnum
pakkningum til sölu á verði sem
ákveðið er í stjórnarráðshúsinu.
Útsala ríkisstjórnarinnar á
auðvitað sínar skýringar. Hún
hefur ekki við neitt ráðið í barát-
tunni við verðbólguna og því er
gripið til þess ráðs að auka nið-
urgreiðslur og efna til útsölu,
líkt og verslanir gera gjarna
þegar ekkert sélst. Þannig er
reynt að telja landsmönnum trú
um að allt sé í lagi og að ríkis-
stjórnin hafi í fullu tré við verð-
bólgudrauginn. En blekkingin
opinberast fyrr eða síðar.
Niðurgreiðslur, tilfærslur og
millifærslur hafa því miður verið
einkenni flestra ríkisstjórna ís-
lands. Verðlagshöft og miðstýr-
ing hafa verið tæki stjórnmála-
manna til að fela eigin mistök
í ríkisfjármálum og peningamál-
um. Mikilvæg skref í frjálsræð-
isátt vora stigin á áranum 1984
til 1986, þegar horfið var frá
beinum afskiptum stjórnvalda
af verðlagningu og vaxta-
ákvörðunum. Þá var Sjálfstæð-
isflokkurinn í ríkisstjóm. Bú-
vöraverð er að vísu enn ákveðið
af fámennri nefnd, sem hefur
það eitt verkefni að tryggja að
verðið sé í samræmi við fram-
leiðslukostnað, en engu sinnt um
framboð og eftirspurn, sem aft-
ur letur frekar en hvetur menn
til að breyta framleiðsluháttum
og auka hagkvæmni. Aukið
fijálsræði í verðlags- og vaxta-
málum átti stóran þátt í þeim
árangri sem náðist í baráttunni
við verðbólguna. Á áranum
1980 til 1983 var verðbólga að
meðaltali 60% og fór á tímabili
yfir 100%, en frá 1984 til 1988
var verðbólgan nær þrisvar sinn-
um lægri.
Þegar ríkisstjómin tók við
stjórnartaumunum 28. septem-
ber á liðnu ári var þegar gripið
til aðgerða, allt í takt við talna-
blekkingu og gervilækkanir.
Fjármálaráðherra var heimilað
að auka ríkisútgjöld um 600
milljónir króna, þvert á íjárlög,
og laun og verðlag voru fryst.
Niðurgreiðslur búvara vora
auknar, raforkuverð til frysti-
húsa niðurgreitt, styrkur veittur
til ullariðnaðarins, og svo fram-
vegis. Allt á sömu bókina lært,
skammtímaaðgerðir án
langtímaáætlana. Og ekki má
gleyma hinum dæmalausu at-
vinnutryggingarsjóði útflutn-
ingsgreina og hlutaíjársjóði. Og
í vor var ákveðið að auka niður-
greiðslur um 600 milljónir króna
í tengslum við kjarasamninga
BSRB og forystumenn launþega
ljölluðu um það af broslegu sak-
leysi, rétt eins og þeir tryðu því
sjálfír að þessar 600 milljónir
yrðu sóttar í vasa einhverra
annarra en skattgreiðenda og
neytenda; þ.e. launþega sjálfra!
Þessi ríkisstjórn er auðvitað
ekki sú eina sem reynt hefur
að komast tímabundið út úr
vandamálum með því að auka
niðurgreiðslur og kalla fram
gervilækkanir, sem fólkið borg-
ar með sköttum. Slíku fálmi við
stjórn efnahagsmála er verið að
hafna um heim allan.
Ríkisstjórninni hefur mistek-
ist að stjóma efnahagsmálum
með þeim hætti að hér skapist
eðlilegt atvinnu- og efnahagslíf.
Talnablekkingin er stunduð af
meira kappi en áður og lán-
skjaravísitölu breytt. Árangur-
inn er vandræðaástand; verð-
bólga; upplausn; atvinnuleysi;
jafnvel landflótti.
Frá 1984 til 1988 unnust
mikilvægir sigrar á verðbólg-
unni og lagður var grannur að
heilbrigðara efnahagslífi, hvað
sem um þær ríkisstjórnir má
segja að öðra leyti. Sá ávinning-
ur náðist ekki án fórna. Núver-
andi ríkisstjórn hefur gert þær
fómir að engu. Skref eru stigin
til baka.
Það er kannski ekki nema von
að stjómmálamönnum takist að
halda talnablekkingum áfram.
Fjölmiðlar festast í talnanetinu
eins og aðrir. í fréttum þeirra
af lögbundnum skattalækkun-
um er lögð áherslá á að ríkissjóð-
ur verði fyrir tekjutapi, en ekki
að hagur alls þorra landsmanna
batni með lægri álögum. Það
er löngu orðið timabært að láta
hag einstaklinga og fjölskyldna
sitja í fyrirrúmi, ríkisvaldið er
nógu öflugt til að sjá um sig.
Ríkissjóður sogar æ meira fjár-
magn til sín og hvort einhver
lækkun opinberra gjalda veldur
ríkissjóði tekjutapi skiptir litlu.
Það sem mestu skiptir er hveij-
ir fá að njóta, með beinum eða
óbeinum hætti, skattalækkana
og fátt bætir afkomu launþega
meira en lækkun óbeinna skatta.
Frá morgni til kvölds
eftir Þorstein
Pálsson
Það bregst yfirleitt ekki að
Morgunblaðið er komið inn um
bréfalúguna fyrir allar aldir á
morgnana. Svo var einnig síðast-
liðinn miðvikudag og með morgun-
mjólkinni gat maður lesið um nýj-
asta boðskap blessaðrar ríkis-
stjómarinnar.
í stórri baksíðufrétt var frá því
greint að ríkisstjórnin hefði nú til
alvarlegrar íhugunar að afskrifa
lán loðdýrabænda að öllu eða hluta
hjá stofnlánadeild landbúnaðarins.
Samtals munu þessi lán nema ein-
um og hálfum milljarði króna. Eða
helmingnum af áætluðum heildar-
skuldum loðdýrabænda.
Morgunblaðið hefur það eftir
áreiðanlegum heimildum að þetta
eigi að gera til þess að losa veð
þannig að loðdýrabændur geti tek-
ið ný skuldbreytingarlán. Undan-
farna mánuði hafa menn ekki far-
ið í grafgötur um þá miklu erfið-
leika sem loðdýraræktin á við að
etja og ég geri ráð fyrir því að
fleirum hafi þótt sem mér þennan
miðvikudagsmorgun að þessar
fréttir lýstu bæði gæsku og ríkum
skilningi ríkisstjórnarinnar. Víst
er að þessi boðskapur bar ekki vitni
um andúð stjórnarflokkanna í garð
landbúnaðarins.
Varhugaverð kennileiti
En Morgunblaðið kemur árla
dags og hratt flýgur stund. Fyrr
en varði var komið kvöld og hjá
því varð ekki komist að hlusta á
boðskap utanríkisráðherrans í
kvöldfréttum útvarps.
Þá hafði mikið breyst frá því
um morguninn. Nú tilkynnti ut-
anríkisráðherrann að ríkisstjórnin
stæði enn einu sinni á krossgötum
og það yrði prófsteinn á árangur
ríkisstjómarsamstarfsins hvort
landbúnaðarkerfið yrði skorið upp
og ríkissjóðsframlögin til land-
búnaðarmála skorin hraustlega
niður. Allt var þetta sagt tæpit-
ungulaust og með vestfirskum
áherslum.
Fréttamanni Ríkisútvarpsins
datt auðvitað ekki í hug að spyija
utanríkisráðherrann að því hvernig
þessi nýi boðskapur kæmi heim og
saman við hinn gæskufulla og
skilningsríka boðskap ríkisstjórn-
arinnar í Morgunblaðinu fyrr um
daginn. Og ekki veit ég um það
hvort slík spurning var of erfið
fyrir fréttamanninn eða ráðher-
rann. Alltént kom hún ekki fram.
Ég spurði hinsvegar einn af
gamalreyndúm forystumönnum
Alþýðuflokksins að því hvort
líklegt væri að niðurstaðan úr þess-
um mikla prófi ríkisstjórnarinnar
sem utanríkisráðherranri talaði um
í fréttinni yrði í samræmi við Morg-
unblaðsfréttina eða kvöldfréttir
útvarpsins. Hann svaraði mér eitt-
hvað í þá veru að honum sýndist
að prófsteinar og krossgötur væru
einhver varhugaverðustu kennileiti
í pólitíkinni um þessar mundir.
Spurt um verk en ekki orð
Ekki fer á milli mála að formað-
ur Alþýðuflokksins grípur til stór-
yrtra yfirlýsinga af því tagi sem
hér hefur verið gert að umtalsefni
vegna þeirrar erfiðu stöðu sem
flokkur hans er í. Ljóst er að Al-
þýðuflokkurinn hefur verið að
glata trausti kjósenda sinna og
formaðurinn telur vafalaust að
með yfirlýsingum af þessu tagi
megi bæta stöðuna. Engin ástæða
er til þess að lasta viðleitnina en
auðvitað er það svo að þegar kjós-
endur fella sinn dóm verður spurt
um verk en ekki orðin ein.
Fæstir deila um það að land-
búnaðarkerfið er komið í verulegar
ógöngur. Ef skjóta á traustari stoð-
um undir landbúnaðarframleiðsl-
una þarf að auka innlenda sam-
keppni, gera landbúnaðinn óháðari
ríkisafskiptum og bændastéttina
sjájfstæðari.
í blaðaviðtali fyrir skömmu lét
formaður Alþýðuflokksins svo um
mælt að miklu auðveldara væri
fyrir Alþýðuflokkinn að ná fram
stefnumálum um að draga úr ríkis-
framlögum til landbúnaðar í sam-
vinnu við Framsókn og Alþýðu-
bandalag en við Sjálfstæðisflokk-
inn. Enginn fjölmiðlamaður mér
vitanlega hefur reynt að grafast
fyrir um staðreyndir fullyrðinga
af þessu tagi. Það er því ærin
ástæða að taka dæmi þar um.
A-flokkar tvöfalda
niðurgreiðslur
Einn stærsti útgjaldaliður ríkis-
sjóðs vegna landbúnaðarfram-
leiðslu er niðurgreiðslur. Þegar
Sjálfstæðisflokkurinn tók við
stjórn ríkisfjármálanna vorið 1983
voru niðurgreiðslurnar svo miklar
að þær námu hér um bil 5,5% af
heildarútgjöldum vísitölufjölskyl-
dunnar. Þegar sjálfstæðismenn
létu af stjórn .fjármálaráðuneytis-
ins flórum árum síðar, vorið 1987,
var búið að skera þessi útgjöld
niður um%. Niðurgreiðslurnar voru
þá aðeins 1,7% af útgjöldum vísi-
tölufjölskyldunnar. Það svarar til
u.þ.b. 1,4% af útgjöldunum í nýja
vísitölugrundvellinum sem tekin
var í notkun fyrir einu ári.
En hvað hefur nú gerst í þessum
efnum eftir að formenn Álþýðu-
flokksins og Alþýðubandalagsins
hafa setið í fjármálaráðuneytinu
frá því á vordögum 1987. Vægi
niðurgreiðslna hefur verið tvöfal-
Þorsteinn Pálsson
„Ég spurði hinsvegar
einn af gamalreyndum
forystumönnum Al-
þýðuflokksins að því
hvort líklegt væri að
niðurstaðan úr þessum
mikla prófi ríkisstjórn-
arinnar sem utanríkis-
ráðherrann talaði um í
fréttinni yrði í samræmi
við Morgunblaðsfrétt-
ina eða kvöldfiréttir út-
varpsins. Hann svaraði
mér eitthvað í þá veru
að honum sýndist að
prófsteinar og kross-
götur væru einhver
varhugaverðustu
kennileiti í pólitíkinni
um þessar mundir.“
dað á þessum tíma, úr u.þ.b. 1,4%
í u.þ.b. 2,6% af útgjöldum vísitölu-
fjölskyldunnar. Er þá ótalin mesta
aukning á öðrum uppbótum og
styrkjum bæði til landbúnaðar og
sjávarútvegs sem um getur á einu
ári og núverandi ríkisstjórn hefur
staðið fyrir.
Þegar tölur af þessu tagi eru
skoðaðar verður ekki annað séð
en að Framsóknarflokkurinn sé
nokkuð hlutlaus í þessum efnum.
Árangurinn að því er varðar heil-
brigða efnahagsstjóm sýnist miklu
fremur fara eftir því hveijir það
eru sem vinna með framsóknar-
mönnum. Og tölurnar staðfesta að
formenn A-flokkanna hafa ekki
verið að draga úr niðurgreiðslum
og uppbótargreiðslum úr ríkissjóði
heldur hafa þvert á móti sjaldan
verið stigin jafn stór skref í að
auka útgjöld ríkisins á þessu sviði
eftir að þeir komu til skjalanna í
ríkisstjóm landsins.
Ekki er nema von að þingmenn
Alþýðuflokksins óttist kennileiti
eins og prófsteina og krossgötur
þegar málin era brotin til mergjar.
Og augljóst er að kjósendur Al-
þýðuflokksins eru orðnir þreyttir á
vegvillum flokksforystunnar á ferð
hennar milli pólitískra kennleita.
Sérkennilegar yfírlýsingar
Óneitanlega er það markverður
viðburður þegar utanríkisráðherra
íslands tekur við formennsku í
ráðherranefnd fríverslunarsam-
taka Evrópu. Formennskan í ráð-
herranefndinni féll í okkar hlut nú
um síðustu mánaðamót sem kunn-
ugt er og verður það næstu sex
mánuði. Eðlilega höfðu fjölmiðlar
ítarleg viðtöl við utanríkisráðherra
í tilefni af þessum viðburði. En
boðskapur utanríkisráðherrans á
þessum tímamótum ' var á hinn
bóginn í litlu samræmi við mikil-
vægið.
A laugardag fyrir réttri viku,
fyrsta degi utanríkisráðherra í for-
mennskuhlutverkinu, flytur Morg-
unblaðið þann boðskap ráðherrans
að hann íhugi að ráða sérstakan
staðgengil utanríkisráðherra með-
an hann gegni formennsku í EFTA
ráðinu. Þessi yfirlýsing kom mörg-
um spánskt fyrir sjónir enda áttu
menn erfitt með að gera sér í hug-
arlund að formaður ráðherranefnd-
ar fríverslunarsamtakanna væri
einskonar húskarl hjá staðgengli
sínum. Þegar utanríkisráðherrann
áttaði sig á því, að hann hafði
verið að íhuga mál og verið að
gefa út yfirlýsingar, sem vora al-
gjörlega út í hött, lýsti hann því
yfir um leið og Morgunblaðið kom
út eftir helgina, að honum hefði
aldrei dottið í hug að ráða stað-
gengil utanríkisráðherra heldur
hefði hann velt því fyrir sér að
ráða sér aðstoðarmann! Og mig
minnir svo að það hafi verið daginn
þar á eftir, að hann lýsti því yfir
að hann ætlaði alls ekki að ráða
sér aðstoðarmann. Það kæmi ekki
til greina!
En mitt í allri umræðunni um
staðgengilinn fluttu fjölmiðlar
fréttir af því að formaður Alþýðu-
flokksins hefði íhugað það að láta
af embætti utanríkisráðherra og
biðja Jón Sigurðsson að taka við
því starfi. Viðskiptaráðherrann
lýsti því yfir í fjölmiðlum margsinn-
is að þetta hefðu þeir rætt og hann
væri tilbúinn að gera hvaðeina sem
formaðurinn bæði hann um og
þjónaði flokkshagsmunum.
Þegar utanríkisráðherrann varð
var við að mönnum þótti það nokk-
uð kyndugt, að hann ætlaði að
hlaupast undan merkjum og gefast
upp í utanríkisráðuneytinu eftir
svo skamman tíma gaf hann út
yfirlýsingu um það að morgni dags
að ekki kæmi til greina að hann
færi úr utanríkisráðuneytinu. En
um hádegisbil fluttu svo fjölmiðlar
fregnir þess efnis að hann íhugaði
að fara úr ráðuneytinu upp úr ára-
mótum!
Öll hefur þessi umræða verið
hin spaugilegasta. Og auðvitað er
hún ekki til annars en að brosa
að. En framhjá þeirri staðreynd
verður ekki litið að þessi sápuópera
er helsta málefnaframlag utanrík-
isráðherrans þegar hann tekur við
formennsku í ráðherranefnd
^fríverslunarsamtakanna. Einmitt á
liessum tíma standa fyrir dyram
mjög mikilvægar viðræður fríversl-
unarsamtakanna við Evrópu-
bandalagið. Þó að sápuóperur af
þessu tagi geti verið gamanmál
. hér heima fyrir er þó líklegt að
þær rýri álit okkar á erlendum
vettvangi.
Kloftiingnr í ríkisstjórninni
Það er svo sérstakt áhyggjuefni
að ríkisstjórnin virðist vera klofin
í afstöðu sinni til þeirra viðræðna
sem nú fara fram á vettvangi
fríverslunarsamtakanna um tengsl
þeirra við Evrópubandalagið. For-
sætisráðherra hefur lýst fyrirvör-
um um flest meginmarkmið þess-
ara viðræðna og Alþýðubandalagið
hefur ítrekað þá afstöðu sína. Svo
virðist sem forsætisráðherrann sé
fyrst og fremst að þjóna kröfum
Álþýðubandalagsins og vinstri
armsins í Framsókn þegar hann
mótar afstöðu íslensku ríkisstjórn-
arinnar í þessum efnum. Á hinn
bóginn hafa komið fram mjög heil-
brigð og skynsamlega viðhorf af
hálfu Jóns Sigurðssonar viðskipta-
ráðherra til þessara viðræða og
augljóst er að veralegur munur er
annars vegar á afstöðu hans til
þessara mála og hins vegar afstöðu
fjármálaráðherra og forsætisráð-
herra.
Stefnuleysi ríkisstjómarinnar í
þessum efnum getur orðið okkur
dýrkeypt. íslendingar eiga auðvit-
að að setja sér það markmið að
tengjast þeirri þróun sem á sér
stað í Evrópu, með einum eða öðr-
um hætti, og ákveða að vinna ein-
arðlega að þeim markmiðum. En
vandséð er að núverandi ríkisstjórn
geti mótað og náð samstöðu um
heilsteypta stefnu í þessum málum.
Þrátt fyrir skynsamlegan mál-
flutning viðskiptaráðherrans virð-
ast þessi mál vera í sápuóperabún-
ingi hjá ríkisstjórninni.
Höfundur er formaður
Sjálfstæðisflokksins.
Morgunblaðið/Einar Falur
Karl Óskarsson kvikmyndatökumaður, Egill
Eðvarðsson leikstjóri og Lilja Þórisdóttir sem
fer með aðahlutverkið, undirbúa töku við Reykja-
nesvita. Á bak við Egil má greina „steinhúsið"
sem sérstaklega var byggt fyrir myndina.
Morgunblaðið/Einar Falur
Rúrik Haraldsson farðaður fyrir töku, en hann
fer með eitt af stærstu hlutverkunum í Stein-
barni.
Jólamynd sjónvarpsins:
Tökur á Steinbami
vel á veg komnar
Kvikmyndatökur á jólamynd
Sjónvarpsins, Steinbarni, eru nú
langt komnar. Útitökum er lokið
en þær fóru fram við Reykjanes-
vita í júní. Handrit myndarinnar
var skrifað með þann stað I huga
og þar var smíðuð mikil leik-
mynd. Undanfarna viku hafur
kvikmyndagerðarfólkið verið að
störfum í myndveri og er áætlað
er að tökum ljúki um miðjan
mánuðinn. Steinbarn er stærsta
verkefiii Sjónvarpsins í ár og
með þeim þeim stærstu sem
Sjónvarpið hefur ráðist í.
Lilja Þórisdóttir fer með hlut-
verk ungrar konu í myndinni sem
kemur á afskekktan stað til að
sinna ritstörfum og er það aðal-
hlutverk myndarinnar. I öðrum
stóram hlutverkum eru þau Rúrik
Haraldsson og Margrét Ólafsdótt-
ir. Auk þess fer átta ára stúlka,
Klara íris Vigfúsdóttir, með við-
amikið hlutverk og erfitt, að sögn
aðstandenda myndarinnar. Þrátt
fyrir ungan aldur er þetta í annað
sinn sem Klara íris leikur fyrir
framan kvikmyndavélar, en hún
lék einnig í mynd Hrafns Gunn-
laugssonar, í skugga hrafnsins.
Leikstjóri Steinbarns er Egill Eð-
varðsson, en Karl Óskarsson sér
um kvikmyndatöku og hljóðmaður
er Agnar Einarsson. Jón Þórisson
hefur gert leikmyndina sem er tals-
vert viðamikil. Meðal annars var
Morgunblaðið/BAR
Klara íris Vigfiísdóttir fer með
stórt hlutverk í Steinbami, en
hún er aðeins átta ár gömul.
byggt heilt „steinhús" við Reykja-
nesvita, auk tveggja smærri húsa.
Með önnur hlutverk fara Hallm-
ar Sigurðsson, Þráinn Karlsson,
Sigurþór Heimir Albertsson, Sig-
urður Karlsson og Sólveig Arnar-
dóttir.
Að jafnaði hefur um 14 manna
hópur unnið að gerð myndarinnar.
Þær þijár vikur sem tökur stóðu
yfir við Reykjanesvita bjó hann í
verbúð í Grindavík. Að sögn Marín
Morgunblaðið/BAR
Margrét Ólafsdóttir með postu-
línsbrúðu sem hefiir þýðingu í
söguþræði myndarinnar.
Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra
myndarinnar hefur samvinna
þessa hóps gengið mjög vel, enda
sé þetta fólk sem kann til verka.
Handritið að Steinbarni er eftir
þau Vilborgu Einarsdóttur og
Kristján Friðriksson og vann Það
vann til verðlauna í samkeppni um
sjónvarpshandrit sem Sjónvarpið
efndi til 1987 og var sent sem
framlag íslands í handritakeppni
Evrópskra sjónvarpsstöðva. Þar
komst það í úrslit og hafnaði í
þriðja sæti.
Eins og áður sagði er gert ráð
fyrir að kvikmyndatöku ljúki um
miðjan mánuðinn, en frekari
vinnsla myndarinnar bíður svo til
hausts. Kvikmyndin er tekin upp
á SuperBeta-myndband og verður
fullgerð um klukkustundar löng.
Gæðamál komu ekki við sögu þegar Aldi
Suður hætti að kaupa íslenskt lagmeti
- segir Wolfgang von Geldern, sjávarútvegsráðherra Vestur-Þýskalands
Wolfgang von Geldern, sjávarútvegsráðherra Vestur-Þýskalands,
hefur lýst því yfír í heimsókn sinni hérlendis að vestur-þýska ríkis-
stjórnin sé þeirrar skoðunar að um ísland þurfi ekki að gilda sú
meginregla Evrópubandalagsins að í skiptum fyrir óheftan aðgang
að mörkuðum fyrir sjávarvörur komi aðgangur að auðlindum. Telur
hann að nýr grundvöllur sé að skapast fyrir samkomulag íslands og
EB um sjávarútvegsmál. í slíkum samningi gætu falist sameiginlegar
rannsóknir og sameiginleg nýting flökkustofna auk hugsanlegs að-
gangs EB að kolmunna á íslandsmiðum. Morgunblaðið átti samtal
við von Geldern um samskipti íslands og EB, hvalveiðimálið og sam-
skipti íslands og Vestur-Þýskalands.
— Hvernig er stemmningin í ráð-
herraráði Evrópubandalagsins þeg-
ar sjávarútvegsráðherramir hittast.
Er framtíðin fijáls verslún með fisk
eða stendur til að reisa tollarmúra
fyrir lönd eins og ísland sem era
utan bandalagsins?
„Við ræddum einmitt um það hér
á fundum með Halldóri Ásgríms-
syni að það væri gagnlegt og skyn-
samlegt að til væri samningur milli
Islands og Evrópubandalagsins um
sjávarútvegsmál. Við höfum áhuga
á því að koma slíkum viðræðum í
gang því samningur til lengri tíma
er miklu skynsamlegri heldur en
að Evrópubandalagið ákveði tolla
einhliða frá ári til árs. Hingað til
hefur ekki komið til slíkra viðræðna
vegna þess að framkvæmdastjórn
EB hefur haldið því til streitu að
óheftur aðgangur að mörkuðum EB
fáist einungis í skiptum fyrir að-
gang að fiskiauðlindum íslands.
Afstaða Þjóðveija er sú að þetta
tvennt verði alls ekki að tvinna sam-
an. Við teljum að önnur atriði eins
og aðgangur að íslenskum mark-
aði, sameiginlegar rannsóknir og
sameiginleg nýting flökkustofna
geti komið þama. inn í.“
— Hvaða lönd í EB styðja helst
þessa afstöðu Þjóðveija?
„Það get ég ekki sagt til um.
Það verður ekki aúðvelt að fá sam-
þykki hinna landanna og fram-
kvæmdastjórnarinnar við þessu við-
horfi. En horfurnar eru alls ekki
svo slæmar og góðu rökin era okk-
ar megin.“
— Gætu Islendingar boðið að-
gang að sínum markaði í skiptum
fyrir óheftan aðgang að EB-mörk-
uðum?
Morgunblaðið/Þorkell
Dr. Wolfgang von Geldern, sjáv-
arútvegsráðherra Vestur-Þýska-
lands.
„Það get ég ekki séð því íslenski
markaðurinn er nú þegar opinn en
sú staðreynd hlýtur hins vegar að
koma sér vel fyrir íslendinga til að
benda á í samningaviðræðum. Ég
á fremur við að Islendingar gætu
náð hagstæðum tollasamningum
við EB ef samið væri til dæmis um
sameiginlega nýtingu EB og íslend-
inga á fiskistofnum milli Grænlands
og íslands eða aðgang EB að kol-
munna á íslandsmiðum. Halldór
Ásgrímsson hefur oft gefið til
kynna að þarna sé ef til vill mögu-
leiki.“
— Hvers vegna hætti Aldi-Suður
að kaupa íslenskar fiskafurðir að
þínu mati?
„Ég held nú j fyrsta lagi að kaup-
bannsherferð grænfriðunga gegn
íslenskum afurðum í Vestur-Þýska-
landi sé búið spil eða fast að því.
Fyrirtæki eins og Aldi era mjög
viðkvæm gagnvart hótunum og
hræringum á markaði. Ég þekki
Aldi-bræðurna nógu vel til að vita
að þeir hafa ekkert á móti hvalveið-
um íslendinga en þeir láta fyrr eða
síðar undan þrýstingi, því verður
ekki neitað.“
— Gæðamál spiluðu ekki þarna
inn í?
„Nei.nei þeir létu undan hótunum
grænfriðunga."
— Þýska sendinefndin lýsti því
yfir á Grænlandi að hún hefði áhuga
á að kaupa meira af þorski og rækj-
um. Gildir það sama um Island?
„Já. Fiskneysla fer vaxandi í
Vestur-Þýskalandi og við eram háð
innflutningi að áttíu hundraðshlut-
um. Við ^sýnum góðum afurðum Trá
íslandi því mikinn áhuga.“
— Ertu sáttur við núverandi fyr-
irkomulag fiskinnflutnings til
Þýskalands frá íslandi?
;,Ég er þeirrar skoðunar að
íslenska ríkisstjórnin eigi ekki að
hafa bein áhrif á fiskútflutning.
Af og til hefur komið til óþæginda
vegna fiskinnflutnings beint inn i
land, framhjá fiskmörkuðum í
Norður-Þýskalandi. Við ræddum
það á fundum okkar að þetta gæti
ekki verið íslendingum í hag.Ég
held að útflytjendur sjálfir verði að
hafa eftirlit með þessum hlutum \
fremur en ríkisvaldið.“
— Hvernig metur þú árangur -
heimsóknar Halldórs Ásgrímssonar |
til Vestur-Þýskalands fyrr á árinu
um þær mundir sem hvalamálið var 1
hvað mest í deiglunni.
1:
„Sú heimsókn borgaði sig svo 1
sannarlega. Fjölmiðlar fylgdust vel 1
með heimsókninni og síðan þá hefur :
umræðan um hvalamálið orðið mun
friðsamlegri. Við bíðum enn eftir \
sjónvarpsmyndinni sem þýska sjón- ’
varpið gerði um heimsóknina eir |
hefur ekki enn verið send út. Sjón-
varpsmennirnir tóku upp blaða-
mannafundinn í Bremerhaven með
Halldóri og mér og síðar áttu þeir
viðtal við mig á skrifstofunni í Bonn
og ég veit að það stóð til að sjón-
varpa þættinum á besta tíma á
Stöð l.“