Morgunblaðið - 08.07.1989, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1989
31
Minning:
Helga I. Gottskálks
dóttir, Sólheimum
Fædd 18. mars 1908
Dáin 22. júní 1989
í dag, 1. júlí, kveð ég ömmu
mína, Helgu Lilju Gottskálksdóttur,
fædda og uppalda að Bakka í Vall-
hólma þann 18. mars 1908.
Foreldrar hennar voru hjónin
Guðlaug Árnadóttir, fædd 14. júní
1872, dáin 3. desember 1925, og
Gottskálk Egilsson, fæddur 3. júlí
1862, dáinn 20. ágúst 1922.
Helga átti þrjá bræður og einn
hálfbróður. Þeir voru: Egill, Árni,
Sverrir og Gísli.
Árið 1935 giftist Helga eftirlif-
andi manni sínum, Jóhanni Jóhann-
essyni, fæddum á Þorbjargarstöð-
um á Skaga þann 9. september
1903 en hann ólst upp hjá afa sínum
og ömmu í Saurbæ í Lýtingsstaða-
hreppi. Amma og afi hófu búskap
sinn í Vallholti í Seyluhreppi og
voru þar í eitt ár, þá fluttust þau
að Sólheimum í Sæmundarhlíð og
hafa búið þar síðan.
Amma og afi eignuðust sex börn.
Þau eru: Guðlaug, fædd 29. apríl
1936, búsett á Hrauni á Skaga,
gift Rögnvaldi Steinssyni og eiga
þau fjóra syni.
Árni Sverrir, fæddur 24. janúar
1939, búsettur í Reykjavík, kvænt-
ur Bryndísi Ármannsdóttur og eiga
þau fimm börn og fjögur bamabörn.
Eymundur, fæddur 5. desember
1942, búsettur í Árgerði í Sæmund-
arhlíð, kvæntur Margréti Kristjáns-
dóttur og eiga þau sjö börn, áður
átti Margrét eina dóttur.
Sigmar Jóhann, fæddur 10. apríl
1947, búsettur í Sólheimum í Sæ-
mundarhlíð, kvæntur Helgu Sigur-
borgu Stefánsdóttur og eiga þau
þrjú börn.
Ingibjörg Margrét, fædd 10. apríi
1947, búsett í Reykjavík, gift Sig-
urði Dalmanni Skarphéðinssyni og
eiga þau tvö börn og eitt bamabarn.
Gísli Gottskálk, fæddur 23. mars
1950, búsettur á Seltjarnarnesi,
kvæntur Guðrúnu Svövu Björns-
dóttur, eiga þau þijú böm.
Áður átti afi eina dóttur, Gyðu,
fædd 1. júlí 1929, ekkja í Kópavogi
og á hún tvö börn og fjögur barna-
börn.
Það var alltaf gaman að koma í
sveitina til ömmu og afa, því þegar
ég var lítil þá gætti hún mín oft
ásamt tveimur frændum mínum,
meðan foreldrar okkar voru í fjósinu
eða úti á túni að heyja. Á kvöldin
las amma oft fyrir okkur eða sagði
okkur sögu fyrir svefninn. Á
morgnana sá hún um að ég fengi
mér að borða, svo ég yrði stór.
Amma kenndi mér að leggja kapal,
einnig spilaði hún við okkur frænd-
systkinin þegar við gátum ekki
gert neitt úti.
Ég minnist oft ömmu þar sem
hún sat á rúminu í herbergi sínu
og lagði kapal sér til dægrastytting-
ar. Það verður skrýtið að fara í
sveitina og sjá enga ömmu, hún sem
alltaf tók svo vel á móti okkur.
Amma var alltaf svo hress og
kát, hún kunni svör við öllum spum-
ingum sem ég lagði fyrir hana.
Skarðið' sem amma skilur eftir sig
mun seint verða fyllt.
Ég vildi að sonur minn hefði
fengið að kynnast langömmu sinni
eins og ég þekkti hana. Því miður
entist henni ekki aldur til þess. Við
söknum hennar öll og biðjum Guð
að taka vel á móti Helgu ömmu
eins og hún var alltaf kölluð. Elsku
afi minn, Guð blessi þig og styrki
í sorginni.
Helga Kristín og Qölskylda
Vegna mistaka við vinnslu þess-
arar greinar er hún birt aftur og
beðist velvirðingar á mistökunum.
Katrín K. Hallgríms■
dóttir - Kveðjuorð
Fædd 28. maí 1903
Dáin 30. júní 1989
í dag verður jarðsungin frá
Fríkirkjunni amma okkar, frú
Katrín Kristín Hallgrímsdóttir, sem
lést þann 30. júní sl. Katrín fsédd-
ist þann 28. maí 1903 á Flateyri
við Önundarfjörð. Hún var dóttir
hjónanna Hallgríms Jónssonar
kennara og skósmiðs og Margrétar
Jóhannsdóttur. Föður sinn missti
hún tveggja ára gömul, en bjó með
móður sinni á Akureyri til fjögurra
ára aldurs, en fluttust þær þá til
Reykjavíkur. Ung hóf Katrín störf
við fiskvinnslu á Kirkjusandi þar
sem hún kynntist eiginmanni
sínum, Marinó Kristni Jónssyni sjó-
manni og síðar bílstjóra. Þau gengu
í hjónaband 31. desember 1927.
Marinó var sonur Jóns Jónssonar
útgerðarmanns og Sigurlaugar
Jónsdóttur. Katrín og Marinó eign-
uðust tvö böm; Sigurlaugu (f.
1940), verslunareiganda, sem gift
er Jens Guðmundssyni, og Hallgrím
(f. 1944), eiganda Veiðihússins,
sem kvæntur er Arndísi Sigur-
bjömsdóttur. Barnaböm Katrínar
og Marinós em sjö talsins og barna-
barnabörnin fjögur. Katrín og Mar-
inó bjuggu öll sín hjúskaparár í
Reykjavík, en Marinó lést þann 17.
júní 1985.
Amma var hjartahlý og barngóð
kona. Hún var mjög jákvæður per-
sónuleiki og sérlega glaðlynd. Var
hún rómuð fyrir gestrisni sína og
var heimili hennar og afa ævinlega
opið ættingjum og vinum. Amma
hafði ætið mikinn áhuga á kveðskap
og kunni hún feiknin öil af ljóðum,
sem hún fór með reiprennandi, jafn-
vel síðustu árin þótt minninu hefði
hrakað í kjölfar erfiðra veikinda.
Sælar æskuminningar eigum við
Anna E. Olafs-
dóttír - Kveðjuorð
Fædd 8. júlí 1987
30. júní 1989
Þau válegu tíðindi' bárust á
þriðjudag í síðustu viku að litla
frænka okkar hún Anna Elísabet
hefði þá um morguninn orðið fyrir
alvarlegu slysi og lægi þungt haldin
á Landspítalanum í Reykjavík. Á
eftir komu langir og erfiðir dagar
með óvissu og kvíða meðan litla
stúlkan háði baráttu fýrir lífi sínu.
Anna litla lést að morgni dags
30. júní. Hún var fædd hér í
Reykjavík 8. júlí 1987, og hefði því
orðið 2ja ára eftir fáeina daga.
Foreldrar Önnu eru Elísabet Hjalt-
ested systurdóttir okkar og Ólafur
Erlingsson. Anna Elísabet ólst upp
hjá móður sinni á heimili afa og
ömmu.
Lítið bam sem er hrifið burt með
svo sviplegum hætti hefur ekki
fengið stór tækifæri í lífinu til að
sýna hvað í því býr, og verður því
ekki farið mörgum orðum um unnin
afrek á lífsleiðinni. En mannkostir
fara ekki leynt og þeim var Anna
litla ríkulega gædd. Duldist engum
sem fékk tækifæri til að kynnast
henni að þar fór vel gefið og
skemmtilegt barn og var hún í
miklu eftirlæti í fjölskyldum beggja
foreldra.
Það er þung byrði sem lögð er á
herðar ungri móður að sjá á bak
einkadóttur sinni með þessum
hætti, og þá skiptir miklu að eiga
góða að, sem geta veitt styrk í
mikilli sorg. Er það víst, að stuðn-
ingur foreldra Elísabetar og systk-
ina hefur hjálpað henni að takast
á við þennan harmleik af þvílíku
æðruleyíi og styrk sem raun ber
vitni.
Við ömmusystkinin og fjölskyld-
ur okkar færum hinum ungu for-
systurnar af því er hún settist á
rúmstokkinn hjá okkur og sagði
sögur af æskuárum sínum og fór
með vísur og bænir. Með þessum
orðum viljum við kveðja ömmu okk-
ar og þakka fyrir allar góðar stund-
ir sem við áttum með henni. Bless-
uð sé minning hennar.
Margrét, Sigurbjörg, Kristín og
Katrín Kristín Hallgrímsdætur.
eldrum, Elísabetu og Ólafi, foreldr-
um þeirra og systkinum okkar
dýpstu samúð og biðjum að guð
gefi þeim styrk í sorg þeirra. Guð
blessf og varðveiti elsku litlu Önnu
Elísabetu.
Árni, Jóna og Gylfi
t
BJÖRN SIGURÐSSON,
Ingólfsstræti 7B,
áður f Vestur-Landeyjum,
'er látinn. Bálför hefur farið fram að ósk hins látna.
Aðstandendur.
+
1 Ástkær eiginkona mín, GYÐRÍÐUR PÁLSDÓTTIR, Borgarholtsbraut 32, *
lést í Landspítalanum fimmtudaginn 6. júlí.
Páll Marteinsson.
t Móðir mín, amma og langamma, GUÐRÚN AGNARSDÓTTIR,
lést 6. júlí. Fyrir hönd aðstandenda, Guðbjörn Sævar.
t
Maðurinn minn,
GÍSLI KRISTJÁNSSON
fyrrverandi útgerðarmaður
frá Mjóafirði,
er látinn.
Fanný Kristfn Ingvarsdóttir.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
JÓHANNA SESSEUA FRIÐRIKSDÓTTIR,
Hörpulundi 5,
Garðabæ,
fyrrum húsfreyja Hvallátrum, Breiðafirði,
verður jarðsungin frá Garðakirkju þriðjudaginn 11. júlí kl. 3 síðdegis.
Þeir sem vilja minnast hennar eru beðnir um að láta minningar-
sjóð Sólvangs í Hafnarfirði njóta þess.
Björg Savage, Jack Savage,
Aðalsteinn Aðalsteinsson, Anna Pálsdóttir,
Ólína Jónsdóttir, Hafsteinn Guðmundsson,
Daníel Jónsson, Steinunn Bjarnadóttir,
María Jónsdóttir, Einar Siggeirsson,
Valdimar Jónsson, Aðalheiður Halldórsdóttir,
Aðalsteinn Valdimarsson, Auður Kristjánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Birting a fmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á
skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki
eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er
að birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfund-
ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú,
að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru
birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar
eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er
50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin,
vélrituð og með góðu línubili.