Morgunblaðið - 08.07.1989, Síða 40

Morgunblaðið - 08.07.1989, Síða 40
MORGUNBLAÐIQ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1989 -----------: j--—>---------s --- ÁRBÆJAR- og Grafarvogssókn: Guðsþjónusta í Árbæjarkirkju sunnudag kl. 11 árdegis. Sr. Kristinn Agúst Friðfinnsson ann- ast guðsþjónustuna. Organleik- ari Jón Mýrdal. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. ÁSKIRKJA:Árleg safnaðarferð. Farið frá Áskirkju kl. 9 árdegis. Messa í Hvalsneskirkju kl. 11. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Altarisganga. Fermd verður Inga Britta Jóns- dóttir, p.t. Skriðustekk 21, Reykjavík. Svanhildur Svein- björnsdóttir syngur stólvers. Organisti SigríðurJónsdóttirsem nú laetur af störfum eftir eins árs þjónustu. Sr. Gísli Jónasson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Ólafur Jens Sig- urðsson messar. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Sóknarnefnd- in. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Dómprófastur sr. Guðmundur Þorsteinsson setur sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson inn í emb- ætti dómkirkjuprests. Dómkór- inn syngur. Organleikari Mar- teinn H. Friðriksson. Dómkórinn syngur. Dómkirkjan. VIÐEYJARKIRKJA: Messa kl. 14. Dómkórinn syngur. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. Sérstök bátsferð verður með kirkjugesti kl. 13.30. Sr. Hjalti Guðmunds- son. ELLIHEIMILIÐ Grund: Guðs- þjónusta kl. 10. Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson. Organisti Kjartan Ólafsson. FELLA- og Hólakirkja: Guðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartarsson. Organisti Guðný Margrét Magnúsdóttir. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Guðs- þjónusta kl. 14.00. Orgelleikari Kristín Jónsdóttir. Safnaðarferð- in verður að þessu sinni farin á Guðspjall dagsins: Mk. 8.: Jesús mettar 4 þús. manna. Snæfellsnes og í Breiðafjarða- reyjar helgina 15.—16. júlí. Farið verður frá Fríkirkjunni ki. 9.00 á laugardagsmorgninum og komið heim á sunnudagskvöld. Gist verður í Stykkishólmi. Far má panta hjá Bertu Kristinsdóttur að degi til í síma 2-91-88, hjá Eygló Viktorsdóttur í síma 3-25-64 á kvöldin og í síma Fríkirkjunnar 1-45-79, þar sem símsvari tekur við skilaboðum allan sólarhringinn. Sr. Cecil Har- aldsson. GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjón- usta sunnudag kl. 11. Organisti Árni Arinþjarnarson. Prestarnir. HALLGRÍMSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Matur seldur eftir messu. Þriðjudagur: Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjartman. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Arngímur Jónsson. Kvöld- bænir og fyrirbænir eru í kirkj- unni á miðvikudögum kl. 18. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11 árdegis. Sr. Árni Páls- son. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Guðsþjón- usta kl. 11. Organisti Jón Stef- ánsson. Kór Langholtskirkju syngur. Einsöngur Sólrún Braga- dóttir óperusöngkona. Kaffi verð- ur á könnunni eftir stundina. Sr. Þórhallur Heimisson. LAUGARNESKIRKJA: Laugar- dagur 8. júlí. Messa kl. 11 í Há- túni 10 b, 9. hæð. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Miðvikudag: Fyrir- bænaguðsþjónusta kl. 18.20. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. SEUAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 20. Elísabet F. Eiríksdóttir sópr- ansöngkona og Dúfa Einarsdóttir alt syngja tvísöng. Sóknarprest- ur. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Sighvat- ur Jónasson. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. HVÍTASUNNUKIRKJAN Ffla- delfía: í dag, laugardag, bæna- samkoma kl. 20.30. Almenn guðsþjónusta sunnudag kl. 20. Ræðumaður Garðar Ragnars- son. KFUM & KFUK: Almenn sam- koma kl. 20.30. á Amtmannsstíg 2B: Trúin - Hebr. 11. Upphafs- orð: Guðlaug Helga Ásgeirsdótt- ir. Ræðumaður Haraldur Ólafs- son kristniboði. Fiðluleikur: Rósa Jóhannesdóttir. DÓMKIRKJA Krists konungs, Landakoti: Lágmessa kl. 08.30. Þessi messa er stundum lesin á ensku. Hámessa kl. 10.30. Lág- messa kl. 14. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18 nema á laugar- dögum þá kl. 14. Á laugardögum er ensk messa kl. 20. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Há- messa kl. 11. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sam- koma kl. 20.30. Guðfinna Jóhann- esdóttir ofursti talar. Kafteinn Lía Aðalsteinsdóttir tekur þátt í sam- komunni sem Áslaug Haugland stjórnar. NÝJA Postulakirkjan: Messa kl. 11 á Háleitisbr. 58-60. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Hámessa kl. 10. .VÍÐISTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Sigurður Helgi Guðmundsson. KAPELLAN St. Jósefsspftala: Hámessa kl. 10.30. Rúmhelga daga lágmessa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa k| q HVALSNESKIRKJA: Guðþjón- usta kl. 11. Safnaðarfél. Áskirkju kemur í heimsókn. Sr. Árni Berg- ur Sigurbjörnsson annast guðs- þjónustuna. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson. KAPELLAN Hafnargötu 71, Keflavík: Messað kl. 16 sunnu- daga. STOKKSEYRARKIRKJA: Messa kl. 14. Sóknarprestur. LEIRÁRKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Jón Einarsson. VEITINGAR Á SUMARDEGI Eg rakst um daginn á mjög góðar og tiltölulega ódýrar ferskjur. Þetta var áreiðanlega ný uppskera. Ferskar ferskjur eru auðvitað nyog góðar eins og þær koma fyrir, ég tala nú ekki um nýtíndar af tijánum, en því er auðvitað ekki til að dreifa hér hjá okkur. En margt gott er hægt að búa til úr ferskjum. Ég keypti nokkrar ferskjur, og það hafði lækk- að ískyggilega í pokanum, þegar við bóndi minn renndum í hlað heima, en þá voru fimm eftir. Um kvöldið komu 4 gestir, og að góðum íslenskum sið var þeim boðið upp á eitthvað gómsætt. Ferskjurnar voru nokkuð fáar handa sex manns, en með Iagni má utb"c> rétt handa sex úr fimm ferskjum, og það gerði ég. Gestimir fengu 2 ferskjuhelminga ^ hver, en við hjónin, sem höfðum bprðað ferskjur fyrr um daginn, létum okkur nægja sinn helminginn hvort. En gestimir fengu líka annað en ferskjur, þeir fengu líka sumardrykk, og hér er uppskrift af honum ásamt ferskjuréttinum, ef fleiri hafa hug á að reyna. Muslbrauðið sem ég lofaði í síðasta þætti, rekur loks lestina. Bakaðar ferskjur 5 ferskar ferskjur 1 stórt egg % dl brauðrasp eða mulið kex, t.d. Ritzkex 100 g marsipan 50 g heslihnetur 'h msk sykur ef þið notið ósætt kex 1. Kljúfið ferskjurnar, takið úr þeim steina. 2. Sláið eggið lauslega í sundur, setjið saman við brauðraspið eða mulið kexið. Hægt er að setja það í plastpoka og metja með kökukefli. Látið standa í 10 mínútur. 3. Hrærið marsipan út í. Myljið hesli- hnetumar og setjið út í ásamt sykri ef þið notið hann. 4. Leggið ferskjuhelmingana á eldfast fat. Skurðflötur snúi upp. Setjið maukið á ferskjumar. 5. Hitið bakarofn í 210°C, blástursofn í 190°C. Setjið í miðjan ofninn og bakið í 10-12 mínútur. Athugið: Bera má ís eða þeyttan ijóma fram með þessu. Sumardrykkur 1 hnefi mintublöð, fersk eða þurrkuð 4 dl vatn 4 kíví 2 litlar dósir Fresca ísmolar 1 sítróna í sneiðum 1. Sjóðið vatnið og hellið yfir mintu- blöðin. Látið standa og kólna. 2. Afhýðið kívíið, setjið síðan í bland- ara eða meijið með gaffli og setjið síðan í hrærivél. 3. Setjið kívimaukið í könnu, síið mintuteið og setjið saman við. 4. Hellið Fresca út í . Setjið ísmolana í stykki og sláið á með kjöthamri. Setjið út í. Hellið í glös. 4. Skerið sítrónuna í sneiðar, skerið upp í hveija sneið og smeygið uppá glas- barminn. 5. Setjið rör í glasið. Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Brauð með musli (Mussli) 'h kg hveiti 200 g musl 3 tsk fínt þurrger 'h tsk salt 2 msk matarolía 1 eggjahvíta 2 dl heitt vatn úr krananum 114 dl súrmjólk 1 eggjarauða 1 msk musl til að strá yfir brauðið 1. Setjið hveiti, musl, þurrger, salt, matarolíu og eggjahvítu í skál. 2. Blandið saman heitu vatni úr kran- anum og kaldri súrmjólk. Setjið út í og hrærið saman. Látið lyfta sér á volgum stað í 1 klst. Hafíð stykki yfir skálinni. 3. Takið deigið úr skálinni, seljið á hveitistráða borðplötu. Hnoðið saman. Skiptið deiginu í tvennt. 4. Fletjið hvorn deighelming lauslega út með kökukefli. Vefjið saman. Fletjið síðan aftur út og vefjið saman á hinn veginn. Lagið til svo að það myndist kúla. 5. Setjið 1 tsk af vatni saman við eggjarauðuna, smyijið eða penslið brauð- ið með henni, stráið musli yfir. Setjið á bökunarplötu. 6. Leggið stykki yfir brauðin og látið lyfta sér í 30 mínútur. 7. Hitið bakaraofn í 190°C, blásturs- ofn í 170°C. Setjið í miðjan ofninn og bakið í 7 mínútur. Aukið þá hitann um 20° og bakið áfram í 15-20 mínútur. 8. Leggið stykki yfir brauðin meðan þau kólna örlítið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.