Morgunblaðið - 08.07.1989, Page 45

Morgunblaðið - 08.07.1989, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1989 Mikill verðmismunur SOS barna- þorpin Til Velvakanda. Þessi samtök eru alþjóðleg sam- tök til hjálpar foreldralausum böm- um um heim allan. Þau hafa starf- að í yfir 40 ár og séð yfir 60.000 bömum fyrir viðurværi, þau hafa byggt upp yfir 250 húsaþyrpingar í 47 löndum. í dag starfar íslensk landsnefnd að því að ísland fái fulla aðild að þessum samtökum en nauðsynlegt er að byggja upp áreiðanleg og skilvirk samtök sem starfa í góðri samvinnu við hin alþjóðlegu samtök í Vínarborg. Nú þegar hafa yfír 60 íslending- ar gerst „fósturforeldrar" barna og tekið að sér að styrkju þau með mánaðarlegum framlögum að upp- hæð 800. í nefndinni em Páll Siguijónsson verkfr., Torfi Ólafsson, Þórður Harðarson læknir, Þórdís Bach- mann blaðam., Ásgeir Jóhannesson forstj., Garðar Ingvason hagfr. og Ulla Magnússon formaður hennar. Stefnt er að því að opna skrif- stofu í haust en á meðan má ná til SOS-nefndarinnar bréflega: SOS- barnaþorpin, Pósthólf 8707, 128 Reykjavík, eða fá upplýsingar í síma 53279 eftir kl. 18. Með kærri kveðju, Ulla Magnússon Til Velvakanda. Þáð vekur oft undmn manns hve mikil verðmunur er á milli búða og það á algengum vöram. Þótt verðkannanir komi að miklu gagni verður kaupandinn að vera vel á verði sem er ekki auðvelt þar sem verðbólgan slæfir verð- skynið mikið. Hagstæð innkaup eru besta kjarabótin. Því vil ég kvetja alla til að hafa augun opin og versla þar sem verð er hagstæð- ast. • Neytandi SJÓMENN. Meðferð gúmmíbjörgunarbáta er einföld og fljótlærð. Þó geta mistök og vanþekking á meðferð þeirra valdið fjörtjóni allra á skipinu á neyðarstundu. Lærið meðferð og notkun gúmmíbjörg- unarbáta. Þessir hringdu . . Óætt útsölukjöt Þ.Ó. hringdi: „Ég segi mínar farir ekki slétt- ar. Við hjónin vorum að kaupa þetta útsölukjöt og var það svo- kallað Stjörnukjöt, sem átti að vera úrvals kjöt. Ég hef satt að segja aldrei á ævinni fengið jafn lélegt kjöt. Greinilegt er að þetta kjöt er ekki af lambi heldur af stómm hrút og em gæðin eftir því. Þess ber þó að geta að lítil fita er á þessu kjöti sem við feng- um. Svona viðskiptahættir geta varla talist til fyrirmyndar. Kjötið sem ráðherrarnir voru að borða í frétt um þessa útsölu leit mjög vel út en ef til vill hefur það ver- ið sérstakt ráðherrakjöt." Hver er höfúndurinn? Ásta hringdi: „Ég kann hrafl úr kvæði sem mér þætti fengur í að sjá á prenti. Eins væri gaman að vita hver höfundurinn er. Þetta kann ég m.a. úr kvæðinu: Syngdu óðinn minn yndis þýða um æskunnar draumkviku spor. Um litla fjörðinn minn bláa og blíða og bernskunnar heiðríkju vor. Ber mig heim til Breiðafjarðar bjarta söngvanna haf. Alla sælu og unað jarðar alfaðir lífsins þar gaf. Góð þjónusta Sigrún hringdi: „Við vorum á ferð saman þrenn hjón sem eigum sumarbústaði í landi Úthlíðar. Langar okkur til að koma sérstöku þakklæti til hótelstjórans og starfsstúlku hans á Hótel Geysi í Haukadal. Við vomm þarna að kveldi 17. júní og nutum frábærar þjónustu. Það var búið að loka þegar við komum að hótelinu en það var ekkert sjálfsagðara en taka á móti okkur þegar við báðum um að fá að kíkja inn. Þykja okkur þessi liðlegheit og allur viðurgerningur þarna vera til fyrirmyndar.“ Köttur Svartur högni, hvítur á trýni og bringu, fór að heiman frá Sæviðarsundi í Fossvogi fyrir skömmu. Þeir sem hafa orðið var- ir við kisa em beðnir að hringja í síma 84709 eða síma 35044. Yfirbreiðsla Svört yfirbreiðsla tapaðist af gasgrilli við Kmmmahóla 10 að- faranótt 17. júní. Vinnsamlegast hringið í síma 74759 ef hún hefur fundist. Kettlingar Tveir tveggja mánuða gamlir kettlingar, kelnir og þrifnir, fást gefins. Upplýsingar í síma 52943. Högni Svarfgrár högni með hvíta bringu og hvítar loppur týndist fyrir nokkm. Hann er eyrna- merktur en ekki með 61. Vinsam- legast hringið í síma 42266 ef hann hefur einhvers staðar komið fram. ___________45 . ÍSFÍL 89 Frímerki_____________ Jón Aðalsteinn Jónsson í þætti í maí sl. var sagt frá landsþingi LÍF og minnzt laus- lega á frímerkjasýningu þá, sem Klúbbur Skandinavíusafnara hélt um það leyti. Því miður hef- ur dregizt að segja svolitið frá þessari sýningu, en nú verður reynt að bæta úr því. En eins og um landsþingið, verður hér að styðjast við frásagnir ann- arra, þar sem ég átti þess ekki kost að sjá sýninguna sjálfur ÍSFÍL 89 var haldin dagana 7. - 9. apríl sl. í Listasafni ASÍ við Grensásveg. Þar var einnig starfrækt sérstakt pósthús og notaður sérstimpill á póstsend- ingar þaðan. Á sýningunni var margs konar efni sýnt í 142 römmum. í heið- ursdeild vom þijú söfn. Ég á von á, að mörgum hafi þótt gaman að sjá þar safn, sem nefnt var: Úr fómm Þjóðminjasafns. Þetta safn á sér skemmtilega sögu. Matthías Þórðarson, sem varð þjóðminjavörður árið 1908, var mikill reglumaður og hélt m. a. öllum bréfum til safnsins saman og lét þau vera í umslögum sínum fyrir hvert ár. Á þennan hátt hafa varðveitzt mörg áhugaverð umslög með frímerkj- um á. Núverandi þjóðminjavörð- ur, Þór Magnússon, fékk svo Sigurð P. Gestsson og Ólaf Elías- son til þess að fara yfir þessi umslög og koma þeim upp á blöð. Það var hluti af þessu sérstæða safni, sem mönnum gafst nú kostur á að sjá í fyrsta skipti. - í þessari deild vora svo tvö er- lend söfn, sem ég á von á, að söfnumm hafi þótt fengur í að skoða. Annað var safn Eivind Evensens, sem er rannsóknar- safn um frímerki, tengd eyjunni Svalbarða. Hitt var svo safn Knud Mohr af dönskum frímerkj- um og frímerkjaefni, allt tengt Kaupmannahöfn. Það safn hef ég séð og veit því, að það er bæði skemmtilegt og mjög fal- legt. Mohr leggur líka sérstaka áherzlu á að hafa sem vandaðast efni í söfnum sínum. í samkeppnisdeild vora nokk- ur mjög góð söfn. Páll H. Ás- geirsson sýndi þar íslenzka póst- póstsögusafn sitt frá 1928 - 1945. Hefur hann verið óþreyt- andi við að bæta safnið og það af mjög góðum hlutum, enda veitti dómnefndin honum gull- verðlaun fyrir það. Annar safn- ari hefur einnig lagt á sömu braut og Páll, Þorvaldur S. Jó- hannesson. Hér sýndi hann tvö söfn á þessu sviði. Fyrra safnið nær yfir tímabilið 1928 - 1948, og vom'því dæmd silfurverðlaun. Hitt flugpóstsafnið er svo frá 1948 - 1986 og hlaut það brons- verðlaun. Nokkuð hef ég fylgzt með söfnum Þorvaldar, og hafa þau tekið miklum stakkaskiptum á liðnum áram. - Tveir gamal- kunnir safnarar úr okkar hópi sýndu hér söfn sín. Guðmundur. Ingimundarson var með átthaga- safn sitt frá Vestmannaeyjum í tíu römmum og hlaut silfur fyr- ir. Þá var Jón Halldórsson með stimplasafn sitt á Safnahús- merkinu frá 1925 í átta römmum og fékk fyrir silfrað brons. - Þrír aðrir safnarar sýndu hér. Formaður LÍF, Þór Þorsteins, sýndi í sex römmum safn, sem hann nefndi: Hópflug til Matt-‘ híasar Jochumssonar 1933 - 1935. Því miður get ég ekki lýst þessu safni nánar, en tel mig vita, að Þór hafi hér dregið sam- an bæði frímerki, umslög og stimpla frá þessum áram og þá um leið lagt áherzlu á að sýna rétta burðargjaldsnotkun á send- ingum. Sú söfnun er nú mjög í tízku meðal safnara, sem leggja einkum stund á póstsögulegt efni. Þetta safn Þórs hlaut silfrað brons. Ólafur Elíasson sýndi safn sitt af Gullfoss- frímerkjunum frá 1931 -32, en það var utan dóma, þar sem hann var sjálfur formaður dómnefndar. Þetta safn hans er mjög skemmtilegt og þegar orðið vel þekkt meðal safnara. - Eiður Árnason sýndi vélstimplasafn sitt í þremur römmum og hlaut brons fyrir. Mörg erlend söfn settu mjög svip sinn á ÍSFÍL 89, enda mun stefna sýningarnefndar hafa ver- ið sú að fá hingað til lands nokk- ur góð söfn, ekki sízt tegunda- og unglingasöfn, ef það mætti verða til þess að kveikja neista meðal unglinga hér heima til þess að byija frímerkjasöfnun. Að sögn þeirra, sem sáu þetta efni, var þar margt skemmtilegt að skoða. Af sýningaskrá sé ég, að eitt tegundasafn hefur fjallað um hestinn í vinnu, íþróttum og list, annað um sögu reiðhjólsins og hið þriðja um tíma seglskipa í hemaði. Fuglar og plöntur alls konar em einnig vinsælt söfnun- arsvið, og það efni vantaði ekki heldur á sýninguna Svonefndur nálarflokkur er að verða fastur liður á sýningum fyrir þá, sem em að hefja söfnun fyrir alvöru og vilja gjarnan taka þátt í sýningum. Gaman er að sjá, að þeim fjölgar ört úr röðum íslenzkra. safnara, sem taka þátt í þessum flokki. Hér sýndi Sigm- ar Sigurðsson tegundasafn sitt úr dýraríkinu og fékk fyrir silfr- að brons. Ólafur Guðmundsson sýndi frímerki frá Kýpur og fékk brons fyrir. Þá átti Haraldur Guðnason í þessum flokki safn, sem sýnir flugvélar og notkun þeirra. Það hlaut bronsverðlaun. Ólafur Guðmundsson átti hér frímerki frá Sameinuðu þjóðun- um og fékk brons. Jón Einar Jónsson sýndi svo frímerki með fuglum frá öllum heimshomum og fékk einnig brons. Loks sást hér í fyrsta skipti í nálarflokki safn í tveimur römmum, sem var hópverkefni nokkurra nemenda úr Árbæjarskóla. Fjallaði það um fiskveiðarog fiskvinnslu íslend- inga. Þetta safn sá ég svo sjálfur á fundi í FF. Þetta efni er að sjálfsögðu skemmtilegt og vissu- lega verðugt verkefni fyrir íslenzka. safnara. Innilegar þakkirfœri ég öllum þeim, sem heiðr- uðu mig meÖ kveöjum, gjöfum og heimsóknum á nirœöisafmœli mínu, 3 júli sl. Ólafur Pálsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.