Morgunblaðið - 14.07.1989, Side 41

Morgunblaðið - 14.07.1989, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1989 41 Leitað langt fyrir skammt iLíf er á öðrum stjörnui Til Vclvakanda. Slofnendur Bandarikjanna um og fyrir 1800 ,trúftu“ nær allir á llf á öðrum stjömum, og það var þess- vegna sem þeir voru svona miklir framfaramenn, eða réttara sagt, það hélst i hendur hjá þeim að trúa á framtiðina og að hafa þessa hugsun (Ld. John Adams, Jeffereon, Prankl- in, Thomas Paine o.fl.; ég hef rekist á nýja heimild um þetta, þjá M. Crowe, sem er á móti þeim og ég kem að slðar, en heimfldaskrá hans er góð). Hinn hressandi gustur sem stafar af æviverki slíkra brautryðj- enda, og menn halda stundum að Leyri fortiðinni einni til, gæti vakist 1 nýju, V^^^^^sem er, ef þar. Hreinlega það og hreint ekki annað. Sá maður er á móti Cuði, scm segir, að hann hafi ekki getað skap- að líf nema á einum hnetti. Sá mað- ur ómerkir Jesúm, aem í lágkúru- skap síi\um og i heimildaleysi fer að brigsla honum um að hafa trúað á kristalshvel. Michael Crowe, prófessor í Banda- rfkjunum, hefur skrifað 800 blaðsí- öna bók til þess að klekkja á „lífi á öðrum stjörnum”. Ég skrifaði honum og spurði hann hvaðan hann hefði það að tala um „vitsmunaverur utan- jarðar" með þvi orðalagi sem hann hafði (extraterrestrial intelligences). Þvi gat hann ekki svarðað. „Ég ættiað vita miðiir er^ hringja til min um daginn og biðjií um bækur mínar, en ég týndi miðan-1 um. Hann ætti að hringja aftur. Ég í vona að Velvakandi leyfi að lýsa ' eftir þessu ekki síður en köttum og lyklakippum (sem einnig hafa sitt gfldi). Þorsteinn Guðjónsson © Til Velvakanda. „Líf er á öðrum stjömum". Grein með þessari fyrirsögn birtist í Vel- vakanda fyrir skömmu og vakti mig til umhugsunar. Höfundur greinarinnar vitnar í Biblíuna máli sínu til stuðnings en þar er einmitt varað við stjörnuspeki og kukli. Fyrir nokkrum áratugum voru til menn sem trúðu því að líf væri á tunglinu og þar væru vitsmunaver- ur. Hið sama er að segja um Mars, margir töldu að skurðirnir þar væm órækt merki um að þar byggi ann- að mannkyn sem jafnvel væri vits- munalega fremra okkur og lengra komið í vísindum og tækni. Þetta reyndist ekki annað en vitleysa. Þessir hringdu ... Skemmdarverk í Svínadal Albert Jensen hringdi: „Verktakar á vegum Vegagerðar ríkisins hafa staðið í svokölluðum vegaframkvæmdum í Svínadal í Dölum og Hvolsdal. Mest hefur mér þótt þau einkennast af miklum nátt- úruspjöllum á staðnum, mest í landi Bessatungu. Þeir heiðursmenn sem þarna standa að verki hljóta að misskilja hrapalega þá herferð sem fer nú fram í verndun lands. Ég gæti trúað að viðkomandi bónda ofbjóði óskapanður slíkra skemmda. Betur að menn í sveitinni gerðu eitthvað í að stöðva skemmdarverk þessi sem nú þegar eru óbætanleg.“ Köttur Bröndóttur köttur með hvítt trýni og hvíta bringu er kom í veitinga- skálan í Þrastarlundi fyrir skömmu og hefur sennilega vilst úr sumar- bústað. Eigandi hans er beðinn að hafa samband sem fyrst. Læða Hvít ómerkt læða fór að heiman í Kópavogi 7. júlí. Vinsamlegast hringið í síma 621997 eða 43075 hafí hún einhvers staðar komið fram. Opið of leng-i frameftir Hrefiia Jónsdóttir hringdi: „Unglingadansleikir í Broadway standa til kl. 3 á nóttinni um helg- ar og tel ég að þeim ætti að ljúka miklu fyrr. Krakkarnir koma ekki heim fyrr en kl. 4 eða jafnvel seinn'a því það tekur tíma fyri'r þau að komast heim til sín. Þarna er ald- urstakmarkið 16 ára en það virðist ekki vera neinn vandi fyrir 13 ára krakka að komast inn. Það kæmi ef til vill ekki að sök ef dansleikjum þessum lyki ekki svona seint.“ Trúir því einhver lengur að vits- munaverur fínnist á tunglinu? Furðulegt er hversu hjátrúin er lífseig. Svo virðist sem margir geti ekki losnað undan hugsunarhætti fyrri tíma og þeim hugmyndum sem menn byggðu á vanþekkingu. Vera má að frumstætt líf sé til staðar á Mars og einnig gæti það verið á Venus. Er þá örugglega aðeins um einfrumunga að ræða eða mjög frumstæðan gróður. Sama gildir um aðrar plánetur. Hvergi er minnst á það í Biblíunni að vitsmunaverur finnist á öðrum stjörnum. Þar stendur að Guð hafi skapað jörðina með öllu sem á henni er en það stendur hvergi að Guð hafi skapað vitsmunaverur á öðrum plánetum. Það er áreiðanlega happasælast fyrir hvern og einn að halda sig við staðreyndir og láta ekki hugmynda- flugið hlaupa með sig í gönur. Menn hafa leitað langt fyrir skammt og ekki fundið annað en auðn og tóm úti í geimnum. Sannleikann höfum við í Biblíunni og það verður ekki neinum til góðs að snúa útúr því sem þar stendur. Kristin kona HEILRÆÐI Til afa og ömmu Hér er vinsamleg ábending til afa og ömmu. Geymið lyf á öruggum stað þannig að barnabörnin nái alls ekki til þeirra. Sykurhúðaðar pillur líta út sem sælgæti í þeirra augum. Lyf sem ykkur eru lífenauðsynleg eru aftur á móti börn- unum stórhættuleg og jafttvel banvæn. Þakka öllum, sem glöddu mig meÖ heimsókn- um, skeytum og gjöfum á áttrœÖisafmœli minu þann 9. júlí sl. Ólafurlngi Þórðarson, Borgarnesi. Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu mér hlýhug, heiÖur og vinarþel i tilefni 70 ára afmœlis míns 3. júlí. LifiÖ heil. Hulda Sigurjónsdóttir, Hverfisgötu 56, Hafnarfirði. Terylenejakkar frá kr. 6.800.- Terylenekápur frá kr. 7.400,- Terylenesíðbuxur frá kr. 2.400,.- Ný kjólasending Félag eldri borgara: Munið 10% afsláttinn. v/Laugalæk, sími 33755. HVERFISGÖTU 26 HVERFISGÖTU 26

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.