Morgunblaðið - 01.08.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.08.1989, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B 172. tbl. 77. árg. ÞRIÐJUDAGUR 1. AGUST 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Pólland; Hamstrað fyrir 200- 300% verðhækkanir Varsjá. Reuter. POLVERJAR kepptust við að kaupa kjöt og aðra matvöru í gær, en í dag verður tekið upp markaðshagkerfí í matvælaviðskiptum að tak- mörkuðu leyti. „Ekki taka myndir! Það er nógu niðurlægjandi að þurfa að troðast svona,“ hrópaði fólk að ljósmyndara Reuíei's-fréttastofunnar þar sem það reyndi að troðast inn í verslun nokkra, þar sem aðeins voru pylsur tii sölu. Talið er að verð á matvöru muni hækka um 200-300% í dag, en þá verður sjö ára langri kjötskömmtun hætt og verðlag að nokkru gefið frjálst, samkvæmt sérstakri „mark- aðsvæðingar“-áætlun stjórnvalda, sem almennt sætir gagnrýni fyrir iélegan undirbúning. A Póllandsþingi var Mieczyslaw Rakowski, fráfarandi forsætisráð- herra, og Andrzej Wroblewski fjár- málaráðherra hótað ákærum fyrir að hafa valdið 100% verðbólgu, gríðarlegum fjárlagahalla, hruni gjaldmiðilsins og matvælaskorti. Á 10 mánaða valdatíma Rakowskis hefur efnahag Póllands hrakað meira en nokkru sinni fyrr og þótti hann þó ekki beysinn fyrir. Iðnframleiðsla hefur minnkað mikið og Pólveijar George Bush Bandaríkjaforseti ávarpar fréttamenn á grasflötinni fyrir ffaman Hvíta húsið í gær. Þangað hélt hann í skyndi frá Chicago til að eiga fúnd með Þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna um aftöku bandarisks gísls í Líbanon. Á innfeildu myndinni sést Joseph Cicippio, sem rænt var í Líbanon árið 1986. Samtök öfgamanna hafa hótað að myrða hann í dag, þriðjudag. Bush Bandaríkjaforseti um líflát bandarísks gísls í Líbanon: Tilefhislaust óhæfiiverk "V sem fyllir þjóðina reiði Líbönsk öfyasamtök hóta að myrða annan bandarískan gísl kl. 15.00 í dag hafa þurft að þiggja neyðarmatvæla- hjálp frá Evrópubandalaginu. Að sögn sumra embættismanna, sem eru andvígir „markaðsvæðing- unni“, munu verðhækkanirnar hafa þau áhrif að 60% þjóðarinnar fara niður fyrir fátæktarmörk á einu bretti. Wasliinplorv. JeiTÍsalcm. Reutcr. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti kallaði í gærkvöldi saman fúnd í Þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna til að ræða viðbrögð við aftöku bandaríska undirofúrstans Williams Higgins í Libanon. Líbanskur öfgahópur, „Samtök hinna kúguðu i heiminum", sem tengist Hiz- bollah, segist hafa líflátið Higgins á hádegi í gær. Bush ræddi við fféttamenn áður en fundurinn í Þjóðaröryggisráðinu hófst og var sýnilega mjög brugðið. Hann sagði að aftakan væri tilefúislaust óhæfúverk sem fyllti bandarísku þjóðina reiði. Fáeinum klukkustund- um eftir að ff éttin um aftöku Higgins barst hótaði annar hryðjuverka- hópur, sem einnig tengist Hizbollah, „Samtök byltingar og réttlæt- is“, að lífláta Joseph Cicippio um nónbil í dag. Cicippio starfaði við Bandaríska háskólann í Líbanon þegar honum var rænt í Líbanon í september 1986. Viðbrögð við aftökunni voru harkaleg víða um heim. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna breytti út af fyrirfram ákveðinni dagskrá fundar síns og fordæmdi atburðinn. Talið er að líbönsk hryðjuverka- Kúba: Fyrrum ráðherra hand- tekinn fyrir spillingu Havana. Reuter. JOSE Abrantes, hershöfðingi og fyrrum innanríkisráðherra Kúbu, og þrír yfírmenn í ráðunéytinu voru handteknir í gær, sakaðir um spill- ingu í starfi, að sögn Granmu, hins opinbera málgagns stjórnar Fídels Castro, Kúbuleiðtoga. Að sögn blaðsins höfðu Abrantes og samstarfsmenn hans misnotað fjármuni ríkisins í einkaþágu og tek- ið þátt í eða liðið ýmiss konar spill- ingu. ISranma sagði að nokkrif lægra settir embættismenn hefðu einnig verið handteknir vegna spillingar og fimm hershöfðingjar, sem voru lækk- aðir í tign og gerðir að ofurstum nýverið, hefðu verið reknir úr hern- um vegna tengsla við spillingaröfl í innanríkisráðuneytinu. Hinn 14. júlí sl. voru m.a. tveir fyrrverandi yfirmenn hersins og helstu samverkamenn Castros hengdir. Var þeim gefið að sök að hafa.átt aðild að fíkniefnasmygli. samtök hafi alls 21 erlendan ríkis- borgara á sínu valdi í Líbanon, þar af 9 Bandaríkjamenn. Það fékkst ekki staðfest í gær af óháðum aðilj- um að William Higgins undirofursti hefði í raun verið líflátinn í gær. Margir halda því fram að Higgins hafi verið pyntaður til dauða fyrir löngu. Higgins var rænt í Líbanon í febrúar á síðasta ári og er hann áttundi gíslinn sem mannræningjar í Líbanon myrða á sjö árum. „Sam- tök hinna kúguðu í heiminum“, sendu frá sér myndband í gær, sem sýndi Higgins hangandi í snöru, og sögðust hafa tekið hann af lífi á hádegi. Þá rann út frestur sá sem ísraelskum yfirvöldum hafði verið gefinn til að láta lausan leiðtoga Hizbollah-samtakanna, Abdel Kar- em Obeid, sem rænt var á föstudag í Suður-Líbanon. ísraelski herinn sendi frá sér yfir- lýsingu í gær þar sem sagði að Obeid hefði játað við yfirheyrslur að hann hefði átt hlut að máli þeg- ar William Higgins var rænt á síðasta ári. ísraelar sögðu ennfrem- ur að ekki kæmi til greina að láta Obeid lausan nema í skiptum fyrir erlendu gíslana í Líbanon en þar á meðal eru 3 ísraelskir hermenn. George Bush gagnrýndi ísraela óbeint á sunnudag fyrir ránið á Obeid og Robert Dole, leiðtogi repú- blikana á Bandaríkjaþingi, sagðist líta svo á að athæfi ísraela væri ábyrgðarlaust. Gary Ackerman, fulltrúadeildarþingmaður demó- krata frá New York-ríki, mæltist til þess að stjórnvöld skoruðu á ísra- ela að framselja Obeid til Banda- ríkjanna. Sjá ennfremur „Ofgasamtök kveðast ...“ á bls. 20. Bretland: Sólríkasta sumar á þessari öld St. Andrews. Frá tiuðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgrmblaðs- ins. MÁNUÐIRNIR maí, júní og júlí hafa verið þeir sólríkustu á þess- ari öld í Bretlandi. Hiti hefiir þó ekki verið eins mikill og árið 1976. Langtímaspár gera ráð fyrir svip- uðu veðri frarn eftir ágústmánuði. Á Suður-Englandi hefur sólin skinið nánast tíu klukkustundir á dag síðustu 90 daga. Á Heathrow-flug- velli mældist sólskin í 784 klukku- stundir frá 1. maí til 22. júlí — 200 klukkustundum meira en í meðalári. Þetta er 50 klukkustundum meira en árið 1976, sem er hlýjasta sumar á Bretlandseyjum í manna minnum. Farið er að bera á vatnsskorti víða á Suður-Englandi, og í Thames- dalnum er bannað að vökva garða og þvo bíla. Trjárætur hafa sprengt húsgrunna vegna þurrka og snákar hafa sólað sig ótæpilega landsmönn- um til nokkurrar hrellingar. Reuter Krefjast nýrra heimkynna Flóttakonur af þjóðflokki meskheta söfúuðust saman í þinghúsi Æðsta ráðsins í gær til að krefjast þess að þeim yrði séð fyrir nýjum heimkynnum. Meskhetar hafa verið fluttir á brott frá Úz- bekistan undan ofsóknum Úzbeka sem náðu hámarki í júní.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.