Morgunblaðið - 01.08.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.08.1989, Blaðsíða 27
1 jíÖr®&i/laÍdÍb í&ÍÐÍtiMéiíí^i. Áítí£iáíf;iÍ9$9 ffl Stórmót á Hellu Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Fimm efstu í B-flokki frá v. Þorvaldur og Ögri, Rúna og Dimma, Guðmundur og Spegill, Einar Öder og Atgeir, Sigurður og Þokki. Sigurvegari í A-flokki Siggu-Brúnka og Sigurður Sæmundsson. ___________Hestar_______________ Brynhildur Þorkelsdóttir Stórmótið á Hellu var haldið um síðustu helgi. Hófst það á fostudagsmorgni með kynbóta- dómum. Sex stóðhestar voru dæmdir en enginn hlaut 1. einkun. í flokki 6 vetra og eldri stóð efstur Vonarneisti frá Skollagróf með 7.96. Eigandi hestsins er Jón Sig- urðsson. í 5 vetra flokknum var aðeins einn dæmdur og var það Hrafnfinn- ur frá Kvíarhóli með 7.82, Eigandi Gunnar Baldursson. í fjögurra vetra flokki voru tveir hestar og var það Flóki frá Skeið- háholti sem stóð ofar með 7.55, eigandi Jón Vilmundarson. 48 hryssur voru í flokki 6 vetra og eldri. Þar stóð efst Björk frá Laugarvatni með 7.95, eigandi Þor- björg Þorkeisdóttir. Númer 2 var Alþýða frá Húsa- tóftum II með 7.83, eigandi Aðal- steinn Guðmundsson. í 3.sæti var Elding frá Selfossi með j7.77 í einkunn, eigandi Krist- inn Ólafsson. 24 hryssur voru í flokki 5 vetra. Þar stóð efst Hlökk frá Laugar- vatni með 7.86, eigandi Bjarni Þor- kelsson. Númer 2 var Nótt frá Helgadal með 7.78, eigandi Þórir Ásmunds- son og númer 3 var Systir frá Skarði með 7.73, eigandi Guðni Kristinsson. Nokkuð góð þátttaka var í hlaupagreinunum og úrslit urðu sem hér segir: 350 metra stökk: 1. Háfeti á 25.9,eigandi Lárus Þórhallsson, knapi Anna Dóra Markúsdóttir. 2. Elías frá Hjailanesi Landssv. 26.3, eigandi Guðni Kristinsson, knapi Magnús Benediktsson. 3. Prati frá Þykkvabæjarklaustri 27.1. Eigandi Öttar Kjartansson, knapi Kjartan Óttarsson. 800 metra stökk: 1. Lotus frá Götu 1.04.9, eigandi Kristinn Guðnason, knapi Magnús Benediktsson. 2. Valsi frá Hemlu 1.05.0, eig- andi Guðni Kristinsson, knapi Gunnar Örn Williamsson. 3. Funi frá Rauðkollsstöðum 1.06.5, eigandi Ingvar Björgúlfs- son. 250 metra stökk: 1. Subaru 18.5, eigandi Guðni Kristinsson, knapi Magnús Bene- diktsson. 2. Orka frá Áslandi 21.3, eigandi Guðni Kristinsson, knapi Gunnar Örn Williamsson. 150 metra skeið: 1. Þráinn frá Mosfelli 15.2, eig- andi Rúna Einardóttir, knapi Eirík- ur Guðmundsson. 2. Píla frá Brautartungu 15.6, eigandi Bjarkar Snorrason, knapi Angantýr Þórðarson. 250 metra skeið: 1. Glaumur frá Norður-Fossi 22.6, eigendur Jón Björnsson og Guðlaugur Antonsson, knapi Guð- laugur Antonsson. 2. Blakkur frá Gamla Hrauni 23.0, eigandi og knapi Magnús Örn Einarsson. 3. Snarfari frá Kjalarlandi 23.5, eigandi og knapi Sigurbjörn Bárð- arson. Sigui-vegari í 300 metra brokki var Krummi frá Efri-Rótum 1.05.9, eigandi og knapi Guðmundur Við- arsson. Gæðingar frá 9 hestamannafé- lögum tóku þátt í gæðingakeppn- inni og voru að meðaltali 2 hestar frú hverju félagi. í úrslitunum var rnargt glæsi- hrossið og krakkarnir í yngri flokki unglinga voru mjög vel ríðandi. í A og B-fiokki voru það glæsi- hryssurnar Dimma og Siggu- Brúnka sem stóðu efstar eftir for- keppni og hélt Siggu-Brúnka sínu sæti í úrsiitum en Dimma ienti í 2. sæti. Má þar að nokkru kenna um fyrirkomulagi úrslitakeppninn- ar því Dimma naut sín ekki í þess- um hringleik, sem var þannig að keppendur máttu ríða á brokki eða tölti og frjálsum hraða. Þetta var ruglingslegt og leiðinlegt bæði fyrir keppendur og áhorfendur. Mátti heyra óánægjuraddir hjá keppend- um vegna þessa. Fyrir dómarana hlýtur þetta líka að vera verra því óneitanlega er samanburður og endurskoðun dóma úr forkeppni auðveldari ef hestarnir eru á sama gangi og hraða samtímis. Úrslit urðu annars sem hér segir: Unglingar yngri flokkur: 1. Sigríður Kristinsdóttir Geysi á Stjarna 8.48. 2. Guðmundur Valgeir Gunnars- son Sleipni á Flaumi 8.27. 3. Hulda Stefánsdóttir Smára á Svarta Svanj 8.38. 4. Sara Ásgeirsdóttir Smára á Sval 8.24. 5. Áslaug Guðmundsdóttir Ljúf á Bjössa 8,30. Únglingar eldri: 1. íris Sveinbjörnsdóttir Sleipni á Þokka 8.36. 2. Birgir Gunnarson Sleipni á Gusti 8.35. 3. Líney S. Kristinsdóttir Loga á Eldingu 8.33. 4. Birna Káradóttir Smára á Gjóstu 8.37. 5. Sigríður Hrönn Gunnarsdóttir Ljúfi á Gauta 8.31. A-flokkur gæðinga 1. Siggu-Brúnka Geysi, eigandi Sigríður Sveinsdóttir, knapi Sigurð- ur Sæmundsson 8.34. 2. Glaumur frá Norðurfossi, eig- endur Jón Björnsson og Guðlaugur Antonsson, knapi Guðlaugur Ant- ■onsson 8.30. 3. Fjalar frá Skörðugili Sleipni, eigendur Freyja og Albert Votmúla, knapi_Freyja_ Hilmarsdóttir, 8.24. 4. Ás frá Ási Rang. Ljúf, eigandi Guðmundur Ingvarsson, knapi Leif- ur Helgason, 8.04. Ung stúlka sigraði í þolreið Ung stúlka úr Mosfellsbæ, Hjördís Bjartmars Árnadóttlr, sigraði í þolreiðarkeppninni sem haldin var í annað sinn á laugar- dag. Keppendur voru 16 talsins og var enginn dæmdur úr leik og komust allir á leiðarenda, sem var Skógarhólar á Þingvöllum en keppnin hófst kl. 11 í Laxnesi í Mosfellsdal. Tveimur klukkustundum og átta mínútum eftir að fyrsti keppandinn var ræstur kom fyrsti keppandi í mark en ekki sem sigurvegari því hestur hans reyndist með of hraðan púls og fékk því refsistig. Annars var ástand htossana yfir- leitt gott að sögn Helga Sigurðsson- ar dýralæknis og í heildina betra en í fyrra. Má þakka því meðal annars fyrirlestri um þolreiðar sem haldinn var um páskana. Þar var leiðbeint um þolþjálfun og m.a. kennt að telja púlsinn hjá hestinum sem er nauðsynlegt að kunna við uppbyggingu þolreiðarhrossa og vonandi er að þetta fari áfram batn- andi. Úrslit fóru þannig að í fyrsta sæti var Hjördís Bjartmars Árna- dóttir, sem áður sagði, á hesti sínum 5. Hrönn frá Holti Sleipni, eig- andi Elín Árnadóttir, knapi Brynjar Jón Stefánsson, 8.22. B-flokkur gæðinga 1. Ögri frá Strönd, Sleipni, eig- andi og knapi Þorvaldur Sveinsson, 8.57. 2. Dimma frá Gunnarsholti, Geysi, eigandi Sveinn Runólfsson, knapi Rúna Einarsdóttir, 8.62. 3. Spegill frá V-Geldingaholti, Nestor 13 vetra á tímanum 2.11 klst. og fékk ekkert refsistig. Fékk hún í verðlaun veglegan bikar og flugmiða á áætlunarleiðum Flug- leiða . í 2. sæti var Áskell Bjarnason á Funa 17 vetra á 2.09 klst. og eitt refsistig og fékk hann bikar í verð- laun og í 3. sæti var Viðar Halldórs- son á Stjörnu-Blakk 12 vetra á 2.08 Smára, eigandi Sigfús Guðmunds- son, knapi Guðmundur A. Sigfús- son, 8.42. 4. Atgeir frá Skipanesi, Sleipni, eigandi Einar Öder Magnússon og Magnús Hákonarson, knapi Einar Öder, 8.37. 5. Þokki frá Syðra-Langholti, Smára, eigandi og knapi Sigurður Sigmundsson, 8.31. klst. og 2 refsistig og fékk hann_ einnig bikar í verðlaun. Þess má geta að allir keppendur fengu verðlaunapening fyrir þátt- tökuna. Sömu fyrirtæki stóðu að keppn- inni og í fyrra. Þau eru Flugleiðir, Hestaleigan 4 Laxnesi og Stöð 2 og gáfu þau öll verðlaun og buðu kepp- endum í grillveislu að lokinnf keppni. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 31. júií FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 53,00 46,00 51,10 140,850 7.197.555 Þorskur(smár) 32,00 32,00 32,00 9,917 317.312 Ýsa 108,00 26,00 86,55 5,822 503.868 Karfi 33,50 23,00 31,29 13,598 395.310 Ufsi 36,00 27,00 35,63 12,160 433.260 Steinbítur 54,00' 53,00 53,18 2,187 116.307 Langa 39,00 35,00 36,31 5,502 200.097 Lúða 320,00 110,00 220,30 1,514 333.762 Koli 56,00 25,00 55,20 2.726 150.500 Keila 15,00 15,00 15,00 0,100 1.500 Skötuselur 151,00 85,00 130,06 2,269 295.191 Samtals 50,57 196,647 9.944.662 Selt var úr Víði HF og bátum. ( dag verður selt úr Víði HF og bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 60,00 29,00 51,35 23,679 1.215.997 Keila 10,00 10,00 10,00 0,078 780 Ýsa 128,00 71,00 109,43 0,694 75.946 Karfi 31,00 31,00 31,00 0,421 13.051 Ufsi 28,00 27,00 27,25 2,371 64.611 Steinbítur 52,00 45,00 46,42 0,237 11.001 Langa 31,00 31,00 31,00 0,466 14.446 Lúða 220,00 190,00 207,07 0,719 148.880 Skata 65,00 65,00 65,00 0,012 780 Skötuselur 310,00 310,00 310,00 0,082 25.420 Samtals 54,62 28,759 1.570.912 Selt var úr bátum. í dag verður selt úr Bergey VE aðallega karfi og ufsi. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 66,50 33,50 51,65 26,115 1.348.965 Undirm.fis. 27,00 27,00 27,00 0,036 972 Ýsa 73,00 35,00 56,21 17,630 991.028 Karfi 35,50 26,50 29,97 20,1 13 602.719 Ufsi 37,50 26,50 30,11 27,519 828.548 Steinbítur 46,50 41,00 42,56 2,061 87.708 Langa 31,00 30,50 30,77 5,500 169.250 Lúða 255,00 175,00 232,98 0,228 53.120 Solkoli 30,00 30,00 30,00 0,142 4.260 Skarkoli 35,00 35,00 35,00 0,043 1.505 Keila 17,50 15,00 17,22 0,287 4.943 Skata 70,00 66,00 67,65 0,170 11.500 Skötuselur 305,00 305,00 305,00 0,192 58.560 Blálanga 30,00 30,00 30,00 1,050 31.500 Lax 200,00 200,00 200,00 0,072 14.400 Langlúra 21,00 21,00 21,00 1,249 26.229 Öfugkj. 10,00 10,00 10,00 2,500 25.000 Samtals 40,61 104,907 4.260.207 Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Sigurvegarar í þolreiðarkeppninni f.v. Hjördís Bjartmars Árnadótt- ir, Áskell Bjarnason og Viðar Halldórsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.