Morgunblaðið - 01.08.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.08.1989, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. AGUST 1989 Patreksfjörður: Leitast við að halda at- vinnutækjum og kvóta - Rætt um stoftiun nýs útgerðarfélags HREPPSNEFND Patrekshrepps hélt á sunnudag aukaftind vegna gjaldþrots Hraðfrystihúss Pat- reksfjarðar. Samkværat upplýs- ingum Morgunblaðsins voru á ftmdinum ræddar hugsanlegar leiðir tQ að halda atvinnutækjum Tveir í gæslu vegna fíkni- efnamáls TVEIR menn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á laugardag vegna gruns um fíkniefhamisferli, annar í 30 daga, hinn í 20 daga. Lögreglan verát allra frétta af málinu og gefur ekki upp í hveiju brot mannanna er talið hafa falist. ög kvóta Hraðfirystihússins innan byggðalagsins. Að sögn Úlfars B. Thoroddsen sveitarstjóra var ákveðið að leita stuðnings hluta- fjársjóðs Byggðastofhunnar, og ef af yrði myndi framlag sjóðsins að líkindum verða hornsteinn í nýju hlutafélagi heimamanna sem ann- aðist rekstur eigna fyrirtækisins. Hreppsnefndin hélt í gærkvöldi fund með útgerðaraðilum á Patreks- firði, þar sem staða málsins var kynnt, og gerð var grein fyrir sjónar- miðum hreppsnefndarinnar. Á næst- unni er ætlunin að halda framhalds- fund, þar sem kannaður verður hug- ur útgerðarmanna á staðnum til hugsanlegs hlutafélags með þátt- töku opinberra aðila um rekstur Hraðfrystihússins sáluga. „Málið snýst í raun um að halda aflakvóta þeirra báta sem undanfar- ið hafa horfið á braut úr byggðalag- inu, auk kvóta skipa Hraðfrystihúss- ins sem við sjáum nú fram á að missa,“ sagði Úlfar. „Við sækjum nú þegar um aðstoð hlutafjársjóðs til að gera þessar hugmyndir að veruleika. Það verður svo á það að reyna hver vilji sjóðsins og stjórn- valda er.“ Úlfar benti á að í reglu- gerð um hlutafjársjóð væri að finna heimild til að leggja fram hlutafé til endurreisnar atvinnustarfsemi sem stöðvast - hefur vegna gjaldþrots og/eða íjárhagsörðugleika. Skuldir fyrirtækisins voru um 660 milljónir um síðustu áramót. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins eru stærstu kröfuhafar í þrotabúið Fiskveiðisjóður, Byggða- stofnun, Samband íslenskra sam- vinnufélaga, sem átti 70% eignarað- ild að Hraðfrystihúsinu, og Lands- banki íslands. Engar tölur varðandi -gjaldþrotið lágu fyrir hjá Sýslu- mannsembættinu í Barðastranda- sýslu í gærkvöld. VEÐUR ÍDAGkl. 12.00: r ' r 10° Heimild: Veðurstofa islands / / (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR I DAG, 1. AGUST YFIRUT í GÆR: Yfir landinu er minnkandi hæðarhryggur, en um 300 km vest-suðvestur af Reykjanesi er 1008 mb smálægð, sem hreyfist norðaustur. Hiti breytist lítið. SPÁ: Suðlæg átt, gola eða kaldi. Þurrt að mestu norðaustan-lands en súld eða rigning í öðrum landshlutum. Hiti 10—18° hlýjast á norðaustur-landi. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Norðvestlæg átt. Lítilsháttar súld á Norður- og Vesturlandi, en sunnanlands og austan léttir til. Hiti nærri meðallagi. HORFUR Á FIMMTUDAG: Hæg norðanátt. Súld norðanlands, eink- um á annesjum, er þurrt og víða bjart í öðrum landshlutum. x Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / /- / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius Ý Skúrir * V H = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur p7 Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veSur Akureyri 11 léttskýjað Reykjavík 13 léttskýjað Bergen 12 skýjað Helsinki 21 skúr Kaupmannah. 14 rigning Narssarssuaq 8 rigning Nuuk 6 rigning Osló 13 rigning Stokkhólmur 19 rigning Þórshöfn 10 alskýjað Algarve 32 skýjað Amsterdam 15 skúr Barcelona 28 mistur Berlín 14 skúr Chicago 20 alskýjað Feneyjar vantar Frankfurt 19 skýjað Glasgow 14 skúr Hamborg vantar Las Palmas 26 heiðskirt London 19 skýjað Los Angeles 17 þoka Lúxemborg 16 skýjað Madríd 35 heiðskírt Malaga 31 skýjað Mailorca 30 létskýjað Montreal 19 létskýjað New Vork 21 skýjað Orlando 25 iétskýjað París 21 skýjað Róm 28 hálf Vín 17 rigning Washington 20 þokumóða Winnipeg vantar Morgnnblaðið/Þorkell Guðfmnsson Fransmaðurinn og skúfan komin í höfíi á Þórshöfíi heilu og höldnu. Langanes: Frönsk skúta dreg- in til Þórshaftiar Þórshöfn. Siglufjarðarradíó tilkynnti björgunarsveitinni Hafliða á Þórshöfh um kl. 8 á laugardagskvöld að frönsk skúta ætti í erfíðleikum út af Langanesi. Um tíma var hætta á að hana ræki upp í fand norðan- megin á nesinu. 30 manna lið úr björgunarsveitinni fór strax af stað landleiðina og báturinn Geir ÞH-150 skömmu síðar. Eftir u.þ.b. tvær klst. bárust þær fréttir að skútan væri komin suður fýrir nes og danskt skip væri búið að finna hana á radar. Morguninn eftir kom svo Geir ÞH til Þórshafíiar með skútuna í togi en stýrið hafði farið úr sambandi. Einn skipverji var á skútunni á leið til Noregs og að sögn hans var hann aldrei hræddur um að björgun kæmi ekki. „Við tókum við skútunni um eitt- tíma að komast á svæðið þar sem leytið af danska skipinu sunnan við nesið og byijuðum á því að keyra með hana upp að landi ef skipveij- inn vildi dytta að einhveiju en hann vildi halda beint til hafnar. Ölduhæð var ekki mikil en dálítið misjöfn — sumstaðar var vont í sjóinn,“ sagði Geir Þóroddsson, skipstjóri á Geir. 30 menn úr björgunarsveitinni Hafliða fóru landleiðina og voru komnir út á Vatnsleysu þegar ljóst var að ekki þyrfti að fara lengra. Að sögn Rafns Jónssonar, for- manns björgunarsveitarinnar Haf- liða, er enginn björgunarbátur til á norðausturhorni landsins frá Húsavík til Borgarfjarðar eystri. „Bátur eins og sendur var á móti skútunni, 70 tonna bátur, er fjóra skútan var og hefði því ekki getað komið í veg fyrir að skútan færi upp í bjargið ef hún hefði verið komin aðeins innar með nesinu norðan megin. Á þessum slóðum háttar þannig til að um 80% af strandlengjunni er bjarg og víðast hvar beint í sjó fram svo að það hefðu ekki verið miklar líkur á að bjarga manninum ef skútuna hefði rekið upp í bjargið. Ekki er víða meiri þörf fyrir svona bát vegna strandlengjunnar sem við höfum hér og vegna þess hve geysilega erfitt er að bjarga úr landi. Mikil umferð er fyrir nesið, bæði af trill- um og stærri skipum," sagði Rafn. - Þorkell Endurvinnslan hf.: Móttaka einnota um- búða hefst 8. ágúst MÓTTAKA skilagjaldsskyldra einnota umbúða hefst hjá Endur- vinnslunni hf. þann 8. ágúst. Alls verða fimm móttökustöðvar stað- settar í Reykjavík. Auk þess verða móttökustöðvar á Akranesi, ísafirði, Akureyri, Vestmannaeyjum, Selfossi og Keflavík. Þar sem ekki eru móttökustöðv- í poka, þ.e. málmdósir sér, plast- ar til staðar er verið að semja við flutningafyrirtæki um móttöku og flutning. Þau munu taka við pok- um frá almenningi og flytja til Endurvinnslunar í Reykjavík. Þar verða umbúðirnar taldar úr pokun- um og viðkomandi síðan send áví- sun í pósti. Til að flýta fyrir móttöku á stöðvunum þarf fólk að koma með hveija tegund einnota umbúða sér dósir og plastflöskur saman og einnota gler sér. Á þeim stöðum sem þar sem umbúðum verður skilað til flutn- ingafyriitækja er í lagi að hafa mismunandi umbúðir saman í poka en fólk þarf þar að hafa safn- að saman a.m.k. 100 umbúðum áður en pokanum er skilað á flutn- ingsstöð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.