Morgunblaðið - 01.08.1989, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 01.08.1989, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1989 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI T!L FÖSTUDAGS Hjálpræði er ekki að fínna á öðrum stjörnum Til Velvakanda. Ýmsir haf leikið sér að því að snúa útúr grein minni sem birtist í Morgunblaðinu hinn 14. júlí. Það læt ég mér í léttu rúmi liggja því ég hef Biblíuna að bakhjarli, þar sem hver og einn getur lesið sann- leikann. Enn er bent til stjarnana og hrópað að þar sé hjálpræðið að finna og lausn allra vandamála. Bent út í dauðan geiminn, út í auðn- ina og eyðimörkina. En ég segi, maður líttu þér nær. Hjáipræði er ekki að finna á öðrum stjörnum. Biblían er sá viskubrunn- ur er kristnir menn hafa ausið af um aldir og fundið þar hið eina sanna hjálpræði. Við köllum okkur kristna þjóð og það er okkar dýr- mætasti þjóðararfur. í Biblíunni er að finna allan þann sannleik sem mönnum er ætlaður og reynslan sýnir að ekki leiðir til góðs að reyna að fara út fyrir þann ramma. Á þessari öld hefur gullkálfurinn mikið verið dýrkaður í formi vísinda en hafa vísindin léyst vandamál okkar? Nei, og aftur nei, því fer alveg víðsfjarri. Mengun og kjarn- orkuvá ógnar nú heimsbyggðinni. Margir hafa fyllst hroka vegna þekkingar eða prófa og þykjast hafnir yfír að tileinka sér hið heil- aga orð og hugsa um það eitt að skapa sér forréttindi. Afleiðingar þessa sjást í samfélaginu. Aukin tíðni glæpa og lausungar segir sína sögu. Spádómar Bibiíunnar virðast Baða sig ekki fyrst Til Velvakanda. Ég vil taka undir með sundlaug- argesti sem skrifaði í Velvakanda þann 22.07 sl. um ónóga gæslu, við annars hina ágætu Laugardals- laug, varðandi það að hleypa fólki ofan í laugina án þess að fylgst væri nógu vel með að það baðaði sig fyrst. Eins og sundlaugargestur bendir á er það sérstaklega áber- andi með útlendinga sem sækja laugarnar, af hverju sem það svo stafar. Vegna vinnu minnar er ég oftast á ferðinni eftir kl. 4 á daginn og þá eru laugin og pottarnir oft orðin ansi óhrein og stundum eins og klístur á laugarbörmunum. (Varla er það sólarolía svona í sólar- leysinu.) Og eitt enn. Hvenær koma betri og fleiri sólarbekkir? Ég er viss um að þeir væru fljótir að borga sig ef ekki jafnvel skila hagnaði. Óhress Meira tón- listarefhi Kæri Velvakandi. Við viljum taka undir þær mörgu áskoranir þeirra sem hvatt hafa til að sýnt verði meira sjónvarpsefni með hinni frábæru hljómsveit U2. Einnig hvetjum við sjónvarpið til að endursýna þættina Smelli þar sem hljómsveitin kemur fram. Þá hvetjum við báðar sjónvarpsstöðvarnar til að sýna sem mest af góðu tónlistarefni. HBJ og GR vera að koma fram nú á þessum dögúm. Hið alvarlegasta er þó afneitun syndarinnar. Við erum öll syndug fyrir Guði og hljótum aðeins náð fyrir Jesú Krist. Góðverk, hversu mikil sem þau eru, gagna ekkert og við erum jafn glötuð hversu mikið gott sem við gerum ef við beygjum ekki höfuð okkar fyrir Kristi. Ef við tökum við honum verða allar syndir okkar fyrirgefnar samstundis, hversu stórar sem þær eru, og við öðlumst eilíft samfélag við Guð. En allt vill maðurinn frem- ur en að viðurkenna synd sína. Hann leitar hjálpræðis í alls konar kenningum og vímu, leitar jafnvel til annarra stjarna til að komast hjá að þurfa að horfast í augu við þetta. Kristin kona Skrímslið í Loch Ness Til Velvakanda. Skrímslið í Loch Ness er utaná klettaveggjunum, ofan við miðju, þar sem er snarbratt til botns eftir því sem ég hef séð í kaffibolla. 70 miljónum sterlingspunda mun vera heitið ef emhveijum tekst að veiða skrímslið. Á Bretlandseyjum er talið að Loch Ness-vatnið skili aldrei lfki hafi maður fallið í vatnið og drukkn- að. Hvers vegna? Vegna þess að líkið fellur niður þverhnípið við bakka vatnsins og þar er skrímslið í Loch Ness. Á meðfylgjandi pennateikningu bendir örin á skrímslið þar sem það heldur til í klettaveggnum. Valdimar Bjarnfireðsson Börn eiga aldrei að leika sér á og við akbrautir. Ekki má mikið útaf bera til að þau gleymi sér og hlaupi á eftir bolta út á götu. Þannig hafa mörg alvarleg slys á börnum orðið. 45 HÖGNI HREKKVÍSI // \/eiT EKKI HVAE> BK pETTA - - • EM þHTTA EP SJALPGÆFUR. pugl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.