Morgunblaðið - 01.08.1989, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.08.1989, Blaðsíða 38
MÖRGÚNBLAÐIÐ ÞKIÐJUDAGUR l.'ÁGÚST 1989 38 Mirming: Guðrún Guðjóns- dóttir rithöúindur Fædd 24. desember 1903 Dáin 25. júlí 1989 Hvað er langlífi? Lífsnautnin fijóva, alefling andans og athöfn þörf. Þessar línur listaskáldsins góða koma mér í hug, þegar ég kveð góða vinkonu, Guðrúnu Guðjóns- j dóttur, því að fáa veit ég hafa tek- ið svo markvisst og ákveðið þá lífsstefnu, sem í línum þessum felst. Þetta átti ekki aðeins við um hin virkari manndómsár, heldur og með enn sérstæðari hætti eftir að hún varð ekkja og aldurinn færðist yfir. Öll hennar æviskeið voru virk og fólu í vaxandi mæli í sér þá alefl- ingu andans, sem skáldið kom orð- um að. Það er ekki ætlun mín að tíunda æviatriði Guðrúnar, en þeim voru gerð góð skil í danarfregn hér í blaðinu 26. þ.m., heldur að minnast með þakklæti kynna minna af þess- ari mætu konu. Mér urðu það gæfu- spor og mikill fengur að rekast á Hreggvíð son hennar við skólasetn- ingu Ingimarsskólans haustið 1942 og láta dragast með honum heim á leið. Upp frá því urðum við óaðskilj- anlegir til stúdentsprófs, og kostuðu þrásetur mínar við samlestur og annan félágsskap og gleðskap það heimili margan bitann og sopann, sem allt var ljúflega látið af sannri íslenskri gestrisni og náungakær- leika. Um leið og ekki síður auðgað- ist ég af kynnum við þetta mann- kostafólk og þá vini, er það sótti heim. Vinskapurinn var raunar ekki alveg nýr, því að Guðrún hafði forð- um verið samstarfsstúlka móður minnar á símstöðinni, meðan þeim tækjum var enn stjómað af lifandi taugum. Hafði hún með aldrinum æ meira gaman af 'að rifja upp þá góðu daga í hnni gömlu Reykjavík og rekja ættarmót og ættlæg kynni. Á hinn bóginn náði ég aldrei að skyggnast um ættir hennar, utan þess að hún var að hluta sunnan með sjó. Mun ég hafa skynjað, að kostir hennar væru svo almennt mannlegir, að ættu rætur í þjóð- djúpinu. Síðar varð mér æ meiri spum, af hvaða lind vom sprottnir allir þeir hæfileikar, er hún reyndist búa yfir. Fleira má segja af félagshrær- ingum. Á öðm horni Mánagötu handan Gunnarsbrautar var á sama reki (nú séra) Árni Pálsson, af Stóra-Hraunsætt og með álíka magnaða kímnigáfu og Hreggviður og við hann átti ég ættlæga vináttu að rækja. Var því gráupplagt að stofna félag okkar þriggja, nefnt eftir megintilgangi sínum Splæs- félagið, með formlegum samþykkt- um og titlum á latínu og Hreggvið að sjálfkjömum dúxi. Mæddi þessi gustmikli félagsskapur óneitanlega nokkuð á heimilum beggja megin götunnar, en því var tekið af stakasta góðlyndi og gamansemi yfir tiltækjunum. Við vomm þó að sjálfsögðu ekki eina fyrirbærið þeirrar tegundar, þar sem í kjölfar- ið komu „splæsfélög“ yngri bræðr- anna Hrafnkels og Stefáns Más. Örðugra en þó að mörgu leyti ánægjulegra fmmbýlingsára var að minnast. Ódeig gekk hin unga kaupstaðarstúlka inn í búskap manns síns, Stefáns Jakobssonar, á föðurleifð hans að Galtafelli við giftingu þeirra 1926, en þau urðu af heilsufarsástæðum hans að hætta búskap árið eftir. Sneri Stef- án sér þá að múraraiðn, um það leyti sem kreppan fór í hönd, og var þá oft þröngt í búi, en samhent tókust þau á við þá erfiðleika og yfirunnu þá. Við tók stríðið með uppgangi og miklum umsvifum og samskiptum við fólk, sem settu að sínu leyti svip sinn á heimilið. Þeg- ar mig bar að garði, höfðu þau komið sér vel fyrir að Mánagötu 18, en byggðu upp úr því framtíðar- heimilið á Háteigsvegi 30, Það var að vonum, að fólk með þessa reynslu vildi byggja betri og ömggari heim, og tóku þau hjónin stefnu á félagshyggju og jafnaðar- stefnu. Þau höfðu bæði mikinn fé- lagsþroska til að bera en Guðrún hafði meira aflögu til beinnar fé- lagsþátttöku. Einkum var hún virk í félagsstarfi KRON, þar sem hún var í stjórn um nærfellt aldarfjórð- ungs skeið. Var gestkvæmt af for- ystumönnum þaðan, sem mynduðu traustan vinahóp, og margt rætt um félagsleg, hagræn og menning- arleg efni, m.a. yfir spilum og veig- um, en jafnan var þar gengið hægt um gleðinnar dyr. Guðrún fór ekki alltaf troðnar slóðir í þessu félags- starfí, setti til dæmis upp slopp og svuntu og vann sjálfboðastarf í verslunum KRON við frágang á viðkvæmum mat o.fl. til fordæmis og leiðbeiningar. „Það liggur í reynslu minni sem husmóður að varðveita mat frá skemmdum og því get ég miðlað yngra og óreynd- ara fólki,“ sagði hún. Félagsrekstur gengi sjálfsagt betur en reyndin er, ef þetta viðhorf væri almennara. Guðrún lagði einnig hug og hönd að náttúrufræði og nattúrulækn- ingum og hjá henni var borðuð mikil krúska. Eldlegur áhugi henn- ar á þessum efnum avann henni góðlátlegar uppnefningar okkar strákanna, og hafði hún einskært gaman af. Guðrún stóð á sextugu, þegar Stefán féll frá, og synimir upp- komnir. Hún tók þá hina einörðu lífsstefnu, sem að framan er getið, að þroska alla hæfileika sína til menningar og listsköpunar og njóta þeirrar lífsfyllingar, sem auðið yrði. Þær urðu margar listgreinarnar, sem hún lagði hug. og hönd að, en kunnust varð hún fyrir ljóðagerð, þýðingar og upplestur í útvarp. Heim að sækja átti hún jafnan myndvefnað og sjálfhannað pijón- les að sýna og miðla, allt listilega og stórvandlega unnið, og á slíkum verkum hélt hún nokkrar sýningar. Einnig var ánægjulegt að koma til hennar á Þjóðminjasafnið, þar sem hún annaðist gæslu um árabil og naut þess að sýna persónutengda listmuni og hannyrðir þess. Guðrún var opin og jákvæð í andlegum efnum og þótti stundum gott um að ræða, en geisaði lítt í þeim efnum og fullyrti fátt, heldur beið þolgóð og full trausts þess, er verða vildi. Hún ávaxtaði vel sitt pund, og það var þróskuð og hrein sál, sem leystist úr viðjum jarðlífs- ins, sólskinssál upp úr sudda og drunga, reiðubúin til æðra andlegs samfélags. Blessuð sér minning hennar og blessun skíni yfir hennar andans brautir. Bjarni Bragi Jónsson Með örfáum orðum langar mig til að minnast ástkærrar ömmu minnar, Guðrúnar Guðjónsdóttur, sem lést á Borgarspítalanum þann 25. júlí sl. Það eina í lífinu sem við vitum fyrir víst er að einhvern tímann deyjum við öll. í amstri hversdags- ins leiðum við ekki svo oft hugann að því og þá er sárt að standa skyndilega frammi fyrir þeirri stað- reynd að ástvinur sé ekki lengur á meðal okkar. Við finnum til þess hve lítils megnug við erum og skilj- um að við verðum að beygja okkur undir vald þess sem öllu ræður. Amma var mjög sérstök kona. Hún hafði ákveðnar skoðanir á flestum málum og fór ekki dult með þær. Hún lét sig öll félagsleg mál miklu varða og vildi réttlæti öllum til handa. Það kom glöggt í ljós er hún talaði um menn og málefni. Þá áttu augun til að lýsa af ákveðni en ávallt. var þó stutt í kátínuna hjá henni, en hin sérstaka kímnigáfa ömmu var einmitt eitt helsta einkenni hennar og fleytti henni yfir marga erfiðleika. Amma var mikil listakona og það bókstaflga lék allt í höndunum á henni. Hún fékkst á árum áður mikið við listvefnað og óf eftir myndum sem hún sjálf hafði teikn- að. Hún málaði á leður og gerði fjöldann allan af vatnslitamyndum og blýantsteikningum. Hún hafði alltaf yndi af því að pijóna og hann- aði allt sem hún gerði sjálf. Það var ótrúlegt hversu hugmyndarík hún var. Það var alltaf svo gaman þegar hún birtist með flík til að gefa, því að allt sem hún gerði var sérstaklega gert fyrir hvern og einn. Hún sagði manni söguna sem munstrið átti að segja og allt varð svo sérstakt fyrir vikið. Hjá ömmu hafði allt sína þýðingu og hver hlut- ur sagði sína sögu. Nákvæm var hún svo að engu mátti skeika og hætti aldrei fyrr en hún varð full- komlega ánægð með verkið. Nú hin síðari ár fékkst hún einn- ig mikið við ritstörf. Hún gaf út bama- og unglingasögur sem hún bæði samdi og þýddi. Hún orti fyöld- ann allan af ljóðum og komu út eftir hana tvær ljóðabækur. Það var alltaf tilhlökkunarefni að fá að heyra ljóðið um nýjasta fjölskyldu- meðliminn; ljóðin vom öll svo falleg því henni tókst alltaf að fínna það besta í fari allra. Hún var alltaf óróleg ef veikindi hömluðu henni að skrifa og aldrei leið á löngu þar til dugnaðurinn og atorkan komu henni aftur að verki. Það er erfitt til þess að hugsa að við fáum ekki að njóta nærveru hennar lengur. Tómarúmið sem hún skilur eftir sig verður seint fyllt. En það sem hún boðaði og kenndi mun lifa með okkur og hið sama munum við kenna afkomendum okkar. Þannig mun minning hennar lifa í hjörtum okkar allra, minning sem verður ljúf og falleg þegar sárasti sviðinn er horfinn. Guð blessi elsku ömmu um alla eilífð. Kristín Stefánsdóttir Mig langar til að minnast vin- konu minnar Guðrúnar Guðjóns- dóttur með nokkmm orðum. Henni og manni hennar Stefáni Jakobs- syni kynntist ég árið 1951 á sól- björtum sumardögum, er við hjónin dvöldum í sumarfríi ásamt þeim og fleira fólki við hinn fagra stað Hítarvatn á Mýmm. Það vom dýrð- legir dagar sem aldrei gleymast. Ég fann það strax við fyrstu kynni mín af Guðrúnu að þar fór mikilhæf og sérstæð kona, sem ég vildi halda áfram að þekkja og síðán höfum við ætíð haldið kunnings- skap. Það hefir verið mér mikils virði gegnum árin að hafa samband við hana, það var ætíð fróðlegt og skemmtilegt að tala við hana, hún var listakona á mörgum sviðum, hugmyndarík og uppörvandi. Á miðjum aldri fór hún að skrifa bækur. Fyrsta bókin hennar, bama- bók, kom út árið 1972, síðan komu margar fleiri barna- og ungl- ingabækur, bæði fmmsamdar og þýddar, mjög góðar að mínum dómi og 2 ljóðabækur gaf hún út. Ljóða- bókin „Opnir gluggar", sem kom út árið 1976 var hennar stærsta bók og hefir hún að geyma mörg gullfalleg ljóð bæði fmmsamin og þýdd og vildi ég benda þeim sem hafa gaman af ljóðum á hana, en ritdómarar hafa, að mér finnst, of lítið um bækur hennar fjallað. Guðrún var listakona á fleiri svið- um, hún pijónaði, saumaði, óf og málaði. I mörg ár vann hún að list- vefnaði, óf veggteppi, púða, borð- dregla og myndir. Mér er minnis- stæð mynd sem hún teiknaði af sonardóttur sinni og óf síðan í vegg- teppi. Allt var mjög vandvirknislega gert er hún vann við. Það mætti margt af henni segja í sambandi hið hugmyndir hennar á listasvið- inu, en þessar línur mínar áttu að- eins að vera þakklætisvottur minn fyrir góð og elskuleg kynni á leið okkar í lífínu. Eftir að við vomm báðar búnar að missa eiginmenn okkar, styttum við okkur oft stund- ir við að talá saman í síma, því hvorug okkar hafði heilsu til ferða- laga. En nú er hún farin og ég er þakklát fyrir að hafa átt hana að vinkonu og bið henni guðs blessun- ar í nýjum heimi. Fjölskyldu hennar sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Rut Guðmundsdóttir Blómastofa Fnöfinm Suöurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, tengdadóttir og amma, SVEINFRIÐUR ALDA ÞORGEIRSDÓTTIR, Smyrlahrauni 42, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 2. ágúst kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Vilhjálmur Sveinsson, Ester Kristinsdóttir, Sigurður Bergsteinsson, Þorgeir Vilhjálmsson, Björg Ingimundardóttir, Sveinn Rúnar Vilhjálmsson, Helga Fjeidsted, Sesselja U. Vilhjálmsdóttir, Valgeir Guðbjartsson, Jóni'na Sigurbjörg Vilhjálmsdóttir, Sveinn Guðmundsson og barnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför BJÖRNS STEFÁNSSONAR, Mánagötu 9, Reyðarfirði. Anna Halldórsdóttir, Stefán Björnsson, Hjördís Káradóttir, Halldór Björnsson, Sigurjóna Scheving, Þórhildur Björnsdóttir, Hafsteinn Larsen, Ingileif Björnsdóttir, Jóhann P. Halldórsson, Kristinn Björnsson, Sesilia Magnúsdóttir, ívar Björnsson og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför eigin- konu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, SVÖVU ÞÓRARINSDÓTTUR. Guð geymi ykkur öll. Valgeir G. Sveinsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðar- för eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SVEINS ÍSLEIFSSONAR, Hvolsvelli. Gunnþórunn Sigurðardóttir, Margrét Sveinsdóttir, Þórunn Grétarsdóttir, Inga K. Sveinsdóttir, Rúnar Kristjánsson, ísleifur Sveinsson, Ólöf E. Tómasdóttir, barnabörn. t Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför föður okk- ar, tengdaföður, afa og langafa, MAGNÚSAR KRISTJÁNSSONAR frá Bíldudal. Sérstaklega þökkum við starfsliði Heilsuverndarstöðvar Reykjavík- ur fyrir ómetanlega aðstoð. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd ættingja og annarra vandamanna, Friðrik Magnússon, Guðrún Þórarinsdóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir, Sigurd Evje Markússon, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.