Morgunblaðið - 01.08.1989, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. AGUST 1989
Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson
Félagar í leikklúbbnum fluttu nokkur lög úr leikritinu „Síldin kemur og síldin fer.“
Skagaströnd:
Hátíðahöld vegna
50 ára afmælis
Skagaströnd.
SKAGASTRÖND var fánum prýdd og Skagstrendingar í hátíðaskapi
þegar hátíðahöld vegna 50 ára afmælis Höfðahrepps hófust klukkan
8 á fostudagskvöldið. Töluverður Qöldi fólks mætti þá til gróðursetn-
ingar á 50 blágreniplöntum á Hnappsstaðatúni. Þar fengu börnin
að velja sér tré sem þau síðan gróðursettu með aðstoð einhvers fúll-
orðins. Þegar gróðursetningunni var lokið var opnuð sýning í grunn-
skólanum á 38 myndum í eigu Listasafns ASI en sýningin var opin
um helgina. Klukkan 10 var tendraður varðeldur á Hólatúni. Þar
voru um 150 manns sem sungu og skemmtu sér þrátt fyrir norðan
golu og súld. Þeir sem ekki nenntu út í súldina sátu heima og hlu-
stuðu á útvarp Rás-Ska þar sem fréttir af hátíðinni voru fluttar,
leikin tónlist og spjallað við hlustendur. Einn af dagskrárgerðarmönn-
unum var Hallbjörn Hjartarson sem sá um tveggja klukkutíma
kántrý-þátt. Þar spilaði hann meðal annars lög af nýrri plötu sinni
sem væntanleg er á markað nú á næstunni.
sem rúmlega 300 manns nutu veit-
inga en hráefni í grillveisluna gaf
Kaupfélag Húnvetninga.
Kveiktur var varðeldur á Hólatúni og svo sungu menn við raust.
Á laugardagsmorgun hófst dag-
skrá kl. 9 með bridsmóti þar sem
17 pör spiluðu. Voru það spilarar
frá Skagaströnd og nágranna-
byggðarlögum. Verðlaun fyrir 1.
sæti á mótinu voru 10.000 krónur
og er það í fyrsta sinn sem peninga-
verðlaun eru á bridsmóti hér. Fyrsta
sætið hrepptu þeir Karl Sigurðsson
og Kristján Björnsson frá Hyamms-
tanga.
Klukkan 10 hófst afmælisstlnd-
mót í sundlauginni. Þar voru kepp-
endur á öllum aldri og ríkti þar
hinn sanni íþróttaandi, aðalatriðið
var að vera með, en sigur í hinum
ýmsu greinum var aukaatriði.
Eftir hádegi á laugardag kepptu
1. deildar lið IA og sameiginlegt lið
USAH í knattspyrnu. Flestum kom
á óvart að lengi framan af var ekki
hægt að sjá neinn mun á styrkleika
liðanna. Fór þó svo þegar líða tók
á seinni hálfleikinn að ÍA-menn
tóku leikinn í sínar hendur og sigr-
uðu þeir með þremur mörkum gegn
einu. Var leikurinn hinn skemmti-
legasti á að horfa og voru leikmenn
beggja liða ánægðir með hann og
sögðust hafa haft gaman af.
Frá íþróttavellinum var síðan
farin skrúðganga að Hólatúni, þar
sem útiskemmtun hófst með hátíð-
arræðu oddvita Höfðahrepps,
Magnúsar Jónssonar. Ýmislegt var
til skemmtunar, en mesta lukku
vakti þó Hallbjörn Hjartarson sem
söng nokkur lög. Er það í fyrsta
sinn sem Hallbjörn kemur fram eft-
ir nokkurt hlé vegna slyss sem hann
varð fyrir. í lok útiskemmtunarinn-
ar var haldin mikil grillveisla þar
Að kvöldi laugardagsins voru
síðan haldríir þrír dansleikir. Sá
fyrsti stóð frá kl. 8 til 10 og var
ijölskyldudansleikur þar sem hljóm-
sveitin Skriðjöklar lék fyrir dansi.
Er ekki ofsögum sagt að þar hafi
verið mikið fjör og dönsuðu þar
saman unglingar á aldrinum eins
árs til sjötugs. Skriðjöklar léku
síðan áfram fyrir dansi á almennum
dansleik fram undir morgun. Á
sama tíma stóð kvartett Viggós
Brynjólfssonar fyrir gömludansa-
balli í kaffistofu Hólaness hf. Var
mikið fjör á báðum dansleikjunum
og eru nokkuð mörg ár síðan tveir
dansleikir hafa verið haldnir á sama
tíma á Skagaströnd.
Fyrir hádegi á sunnudag var
haldið útiskákmót á Hnappstaða-
Minnisvarði um
Magnús á Syðra-
Hóli afhjúpaður
Skagaströnd.
í TILEFNI 100 ára afmælis Magnúsar Björnssonar fræðimanns
á Syðra-Hóli í Vindhælishreppi var afhjúpaður þar minnisvarði
um hann sunnudaginn 30. júlí sl.
Magnús bjó á Syðra-Hóli og verk Erlings Jónssonar mynd-
stundaði þar fræði- og ritstörf
sín. Hann var að mestu sjálf-
menntaður og nýtur mikillar virð-
ingar fyrir störf sín sem fræði-
maður og sagnaritari. Eru bækur
hans og sagnaþættir taldir með
því betra sem út hefur komið af
slíku efni.
Veg og vanda af gerð minnis-
varðans hafa hrepparnir þrír,
Vindhælis-, Höfða- og Skaga-
hreppur. Við afhjúpunina voru
flutt nokkur ávörp, þar sem
Magnúsar og verka hans var
minnst.
í ávarpi Rúnars Kristjánssonar
formanns framkvæmdanefndar
um að reisa minnisvarðann, kom
fram að myndin af Magnúsi sem
er á varðanum og textinn eru
höggvara sem nú býr í Osló. Ein-
kunnarorð varðans eru „Hann
færði garðinn út“ og eru þau sótt
í Víga-Glúmssögu og þykja eiga
einkar vel við um Magnús á
Syðra-Hóli.
Fjöldi gesta var við athöfnina,
þar á meðal 4 börn Magnúsar sem
enn lifa og margir afkomendur
þeirra. Magnús Björnséon, sonar-
sonur Magnúsar fræðimanns, af-
hjúpaði minnisvarðann um afa
sinn. Varðinn er stuðlabergsstöp-
ull á steyptum grunni en á stöpul-
inn er greypt mynd af Magnúsi á
Syðra-Hóli ásamt nafni hans,
fæðingardegi, dánardegi og ein-
kunnarorðunum „Hann færði
garðinn út“.
- ÓB.
Mikið úrval gastækja
í Olísbúðinni færðu gastæki í ferðalagið, tjaldvagninn,
hjólhýsið, húsbílinn, bátinn og sumarbústaðinn. Mikið
úrval af gasofnum, gaseldavélum gaslömpum, jafnvel
gasísskápum. Einnig tengihluti fyrir gaslagnir. Hafðu
samband og fáðu allar upplýsingar hjá fagmönnunum
á staðnum.
BB
í lok útiskemmtunarinnar á Hólatúni snæddu rúmlega 300 manns
grillaðar pylsur og fleira góðgæti.
túni. Þar tefldu 6 sterkustu skák-
menn yngri flokks úr grunnskólan-
um og sigurvegari á mótinu varð
Sigurgeir Ægisson með 4 vinninga.
Klukkan hálf tvö hófst helgistund
í nýju kirkjunni sem nú er fokheld.
Við þessa fyrstu athöfn í kirkjunni
flutti séra Ægir Sigurgeirsson
sóknarprestur hugleiðingu og rakti
jafnframt í stuttu máli byggingar-
sögu kirkjunnar fram til þessa. Kom
fram í máli hans, að áætlað er að
gleija, einangra og múra kirkjuna
fyrir næstu áramót. Að lokinni at-
höfninni í kirkjunni héldu kirkju-
gestir ásamt fleirum inn að Syðra-
Hóli í Vindhælishreppi. Þar var af-
hjúpaður minnisvarði um Magnús
Björnsson fræðimann sem þar bjó.
Var þetta gert á aldarafmæli Magn-
úsar sem lést árið 1963.
Eftir athöfnina við minnisvarð-
ann var haldið kaffisamsæti í fé-
lagsheimilinu á Skagaströnd í boði
Jóhönnu Albertsdóttur eftirlifandi
konu Magnúsar Björnssonar og
hreppanna þriggja, Vindhælis-,
Höfða- og Skagahrepps. í samsæt-
inu var lesið úr verkum Magnúsar
og getið gjafa sem Höfðahreppi
bárust í tilefni hálfrar aldar af-
mælisins. Þar kom fram í ávarpi
Guðmundar Sigvaldasonár sveitar-
stjóra að nú nýverið hefði hrepps-
nefnd Höfðahrepps samþykkt að
veita árlega jafnvirði fimm hundruð
þúsunda til uppgræðslu og ræktun-
ar í Spákonufelli. Einnig sagði Guð-
mundur frá því að í haust er vænt-
anleg úr prentun saga Skaga-
strandar, „Byggðin undir Borg-
inni“, sem Bjarni Guðmarsson
sagnfræðingur hefur unnið að í
u.þ.b. tvö ár. Þá gat Guðmundur
þess að nú væri á lokastigi vinnsla
heimildarkvikmyndar um Skaga-
strönd.
í viðtali við Morgunblaðið sagði
Magnús Jónsson, oddviti Höfða-
hrepps, að afmælishátíðin hefði tek-
ist mjög vel og kvaðst hann hafa
haft mikla ánægju af henni. „Að
vísu hefði veðrið mátt vera betra
en fólk lét súldina ekkert á sig fá
og bjó sig bara aðeins betur.“
Magnús var jafnframt útvarpsstjóri
Rás-Ska sem útvarpaði hátíðardag-
ana. „Auðvitað verða mistök, og
upp koma ýmiss konar tæknileg
vandamál þegar óvanir menn
standa í svona útvarpsrekstri. Til
dæmis urðum við að gera tveggja
tíma hlé á útsendingu á laugardags-
morguninn þegar sendirinn bilaði.
En tæknimenn Rás-Ska gerðu við
sendinn með aðstoð tæknimanns
Pósts og síma í Reykjavík. Mikið
var hlustað á útvarpið og vil ég
þakka samstarfsmönnum minum
öllum fyrir þeirra framlag,“ sagði
Magnús að lokum.
Framkvæmdastjóri afmælishá-
tíðarinnar var Halldór Hermanns-
son og hafði hann í mörg hom að
líta vikuna fyrir afmælið. Sagðist
Halldór vera nokkuð ánægður með
hvernig til hefði tekist. „Það voru
félagasamtök í bænum sem sáu um
hina ýmsu þætti hátíðarhaldanna.
Hefur samstarf félaganna verið til
fyrirmyndar og er greinilegt að
mikinn kraft er að finna í félögun-
um sem hægt er að virkja þegar á
reynir. Fyrirtæki staðarins hafa líka
lagt sitt af mörkum ásamt hrepps-
félaginu og hefur verið ánægjulegt
að finna skilning og áhuga forsvars-
manna fyrirtækjanna þegar til
þeirra hefur verið leitað. Veðrið
hefði mátt vera betra en er þetta
ekki hið dæmigerða hátíðarveður á
íslandi?" spurði Halldór að lokum.
- ÓB.
Morgunblaðið/Ólafur Bemódusson
Minnisvarðinn um Magnús á
Syðra-Hóli.
búðin
Vagnhöföa 13, Sími 91-672324