Morgunblaðið - 01.08.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.08.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGUST 1989 Stj órnarflokkarnir; Sætta sig ekki við skil- yrði Borgaraflokksins JÚLÍUS Sólnes, formaður Borgaraflokksins, segir að svartsýni for- sætisráðherra á að samningar náist um stjórnarþátttöku flokksins, hljóti að vera vísbending um að stjómarflokkarnir telji sig eiga er- fitt með að uppfylla þau skilyrði, sem hann hafi sett fyrir stjórnar- þátttöku. Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið á föstudaginn, að hann teldi að mörgu leyti fremur ólíklegt að samkomuiag næðist við Borgaraflokkinn um stjórnarþátt- töku. Júlíus Sólnes segir að flokkur- inn hafi sett ákveðin skilyrði fyrir aðild sinni að ríkisstjórn. Síðan hafi boltinn alfarið verið hjá ríkisstjórn- inni og þessi ummæli Steingríms hljóti að vera vísbending um að núverandi stjómarflokkar telji sig eiga erfitt með að uppfylla skilyrð- in. Þar skipti krafan um afnám matarskattsins sjálfsagt mestu. Morgunblaðið/Ágúst Biöndal Norsktskip dregið til Neskaupstaðar Neskaupstað. NORSKA strandgæsluskipið Stalbas kom til hafiiar á Neskaupstað á sunnudagsmorgun með norskt loðnuveiðiskip í togi en það hafði fengið snurpuvírinn í skrúfuna á miðunum norður af landinu. Áður en skipin komu til hafnar á Neskaupstað höfðu þau legið í sólar- hring við Langanes þar senr skipveijar reyndu að losa vírinn úr skrúfu skipsins en án árangurs. Skipin héldu síðan suður til Seyðis- Qarðar þar sem landað var um 300 lestum af loðnu. Síðan var haldið til Neskaupstaðar þar sem köfiirum Stalbas tókst að losa vírinn. Skipin héldu héðan síðdegis á sunnudag. Þess má geta að norska strandgæsluskipið var áður íslenskur togari og hét þá Ólafur Jóhann- esson og var gerður út frá Patreksfirði. Gestir við setningu Hundadagahátíðar. Hundadagahátíð hafín Einleikstónleikar Davids Tutts í kvöld Hundadagar ’89 hófiist á sunnudag með hámessu í Kristskirkju, sem helguð var hátíðinni. Hún var síðan sett við opnun sýningar á verkum Kristjáns Daviðssonar í Lista- safiii Siguijóns Ólafssonar að viðstöddu fjölmenni. Um kvöld- ið frumsýndi Alþýðuleikhúsið leikritið Makbeð eftir Sha- kespeare fyrir nær fiillu húsi í íslensku óperunni. Við opnunina á sýningu Kristj- áns Davíðssonar fluttu Alfred Jol- son biskup katólskra og Svavar Gestsson menntamálaráðherra ávörp. Biskup og prestar lágu á bæn á sunnudag þar sem beðið var fyrir hátíðinni, að því er Iriga Bjamason leikstjóri sagði í sam- tali_ við Morgunblaðið. Á sýningu Kristjáns, sem er opin frá 14-17 um helgar og 20-22 virka daga, eru andlitsmyndir gerðar á tímabilinu frá 1943- 1989. Á dagskrá Hundadaga í kvöld kl. 20.30 eru einleikstónleikar Kanadíska píanóleikarans Davids Kristjáll David Tutt. Davíðsson. Tutts í Listasafni Siguijóns Ólafs- sonar. David ætlar að leika Só- nötu opus Posth Dv 960 eftir Franz Schubert, L’Isle Joyeuse eftir Claude Debussy, Sonette del Petracha nr. 123 og Mephistow- altz nr. 1 eftir Franz Liszt. Það eru Tónlistarfélag Krists- kirkju, Alþýðuleikhúsið og Lista- safn Sigurjóns Ólafssonar sem standa fyrir Hundadögum ’89 í Reykjavík, en í tengslum við þá eru meðal annars haldnir tónleik- ar, myndlista- og leiksýningar. Hundadagahátíð stendur yfir all- an ágústmánuð. Nýtt hörpudisks- verð: Heildar- kvótinn 10% minni en í fyrra LÁGMARKSVERÐ á hörpudiski til vinnslu hefur verið ákveðið fyrir seinni hluta ársins. Verð þetta hækkar í 20 krónur úr 17,30 krónum fyrir kílógrammið af hörpudiski sem er 7 sentimetr- ar á hæð eða meira, og aftur 1. október í 21 krónu. Minni hörpu- diskur hækkar svipað, úr 13 krónum í 15 krónur fyrir kílóið og í 15,70 þann 1. október. Hörpudisksveiðar heQast eftir næstu helgi. Að sögn Lárusar Jónssonar fram- kvæmdastjóra Félags rækju- og hörpudisksframleiðenda mun hækkunin vera til komin vegna gengisbreytinga frá því lágmarks- verð var ákveðið síðast, auk þess sem nú þykir hylla undir einhveija verðhækkun á mörkuðum. Hörpu- disksveiðar fara sem fyrr aðallega fram á Breiðafirði, og skiptist kvóti ársins svipað niður og undanfarin ár. Heildarkvóti þessa árs er um 10% minni en kvóti síðasta árs, og að sögn Ellerts Kristinssonar hjá Sigurði Ágústssyni hf. í Stykkis- hólmi er ekki ólíklegt að einhveijir muni klára kvóta sinn í nóvember. Verð hörpudisks á mörkuðum erlendis hefur verið lágt undanfarin misseri, og herma heimildir Morg- unblaðsins að vinnslan standi í jám- um við núverandi aðstæður. Heldur munu vonir manna þó vera að glæðast, og ekki er talið ólíklegt að verð fari upp á við með haustinu. Byggmgaframkvæmdir á lokastigi á norðurstöðvunum Menn frá bandaríska flughernum væntanlegir til að koma upp fjarskiptabúnaði Ratsjárstöðvar: FRAMKVÆMDIR á vegum íslenskra aðalverktaka við ratsjárstöðvar Atlantshafsbandalagsins á Bola- og Gunnólfsvíkuifyalli eru nú á Ioka- stigi. Kúlur utan um ratsjár, sem komið verður fyrir nálægt áramót- um 1990-91, eru næstum fiillfrágengnar og verið er að koma tækjum fyrir í húsum við stöðvamar. Efhi í kúluhús á ratsjárstöðvum sunnan- lands er á leið til landsins en tækjahús þar em að verða ’fokheld. Verið er að reisa loftnet til fjarskipta við stöðvamar Qórar og von er á mönnum frá bandaríska flughemum til að sefja upp fjarskiptabún- að við norðurstöðvamar. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Svavar Gestsson menntamálaráðherra setur Norræna sálfræðing- þingið í gærmorgun. Norræna sálfræð- ingaþingið sett Frágangi kúluhúsanna á Gunn- ólfsvíkur- og Bolafjalli lýkur á næstu tveim vikum að sögn Andrés- ar Andréssonar hjá íslenskum aðal- verktökum ’ á Keflavíkurflugvelli. Efniviður í ratsjárkúlur á Stokks- nesi og Miðnesheiði er á leið til Blómamiðstöðin hf., sölusamtök blómaframleiðenda, stendur fyrir verðlækkun á blómum sem á að standa í að minnsta kosti tvo mán- uði, eða þann tíma sem framboð landsins. Ratsjár í kúlumar eru í smíðum vestanhafs hjá fyrirtækinu General Electrics og koma til lands- ins eftir hálft annað ár. Ný ratsjá verður sett upp í stöðinni á Miðnes- heiði í desember 1990, á Stokks- nesi í febrúar 1991 og skömmu af biómum á markaðnum er mikið. Söluátakið kallast „Blóm á betra verði“, en Sigurður Moritzson sölu- stjóri sagði að í sumum verslunum gæti lækkunin verið allt að 40-50%. síðar í norðurstöðvunum tveimur. Nú eru 11 íslenskir tæknimenn í þjálfun á Miðnesheiði vegna rat- sjánna. Þá verða 36 tæk'nimenn sendir vestur um haf á næsta ári til að læra um nýju ratsjárnar hjá General Electrics. Við ratsjárstöðvamar norðantil á landinu hafa þegar verið reist um 1400 fermetra hús undir tækjabún- að eins og vararafstöðvar og fleira. Þar sem færð getur orðið slæm á fjöllin verður einnig viðleguaðstaða fyrir starfsmenn stöðvanna í húsun- um. Bygging tækjahúsa er á loka- stigi á Miðnesheiði og Stokksnesi. I athugun er að reisa íbúðir fyrir tæknimenn á Bakkafirði og Bolung- arvík í samvinnu við sveitarstjórnir. Gert er ráð fyrir að fjórar íbúðir verði byggðar á hvorum stað. Starfsmenn ratsjárstöðvarinnar á Stokksnesi hafa til umráða átta íbúðir á Höfn á Hornarfirði. Við hveija ratsjárstöð munu starfa kringum fimmtán manns. Ratsjárstofnun tekur við rekstri stöðvanna fjögurra eftir ár. Að sögn Jóns Böðvarssonar forstöðumanns stofnunarinnar er von á sérfræðing- um frá bandaríska flughemum fyr- ir 11. ágúst til að setja upp fjar- skiptatæki á Bolafjalli upp af Bol- ungarvík og Gunnólfsvíkurfjalli á Langanesi. Slíkur búnaður er fyrir hendi á Miðnesheiði og Stokksnesi. NORRÆNA sálfræðingaþingið var sett í Háskólabíói klukkan tíu í gærmorgun. Þingið er hald- ið annað hvert ár til skiptis á Norðurlöndunum. Síðast var sál- fræðingaþingið haldið hér á landi fyrir tíu árum. Yfir 300 sálfræðingar, frá öllum Norður- löndunum, sitja þingið en því lýkur 4. ágúst. Á þinginu verða haldin 14 nám- skeið og 5 fyrirlestrar. Fjórir fyrir- lesaranna eru íslenskir. Meðal umfjöllunarefna á námskeiðunum eru sifjaspell, stórslysasálfræði, fjölskyldumeðferðir o.fl. sem efst er á baugi innan sálfræðinnar. Að sögn Húgós Þórissonar, for- manns Sálfræðingafélags íslands, er þingið óvenju fjölmennt. Þingið er hið 16. í röðinni en síðasta þing var haldið í Helsingfors fyrir tveim- ur árum. Um 70 íslenskir sálfræðingar sitja Norræna sálfræðingaþingið. Leiðrétting í frétt um útihátíðir um Verslun- armannahelgi, sem birtist í blaðinu síðastliðinn fimmtudag, var meðal annars greint frá tónlistarhátíðinni „Suðurlandsskjálfta”, sem haldin verður í félagsheimilinu Árnesi á Skeiðum i Arnessýslu. Mishermt var að þar yrði sérstakur vínveit- ingasalur. Áðstandendur hátíðar- innar vilja að fram komi, að vín verði aðeins veitt matargestum fyr- ir dansleik. Verðlækkun á blóm- um vegna oflramboðs ÍSLENSKIR blómaframleiðendur hafa lækkað heildsöluverð á blóm- um um 25-30%, auk þess sem þeir hafa haft samráð við blómakaup- menn um að þeir lækki smásöluverð. „Það kemur betur út fyrir fram- leiðendur að lækka verðið á blómunum á meðan það er offramboð, sagði Sigurður Moritzson, sölustjóri Blómamiðstöðvarinnar i samtali við Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.