Morgunblaðið - 01.08.1989, Blaðsíða 48
\NÝ
VIÐKOMUHOFN
mmmmn
ISKIPADEILD
ISAMBANDSINS
SÍMI 91-698300
ÞRIÐJUDAGUR 1. AGUST 1989
VERÐ I LAUSASOLU 90 KR.
íslandsbanki;
Bankaráð
kosið í dag
SÍÐASTI hluthafafundur Útvegs-
bankans verður haldinn í dag.
Þar verður nafni bankans vænt-
anlega breytt í íslandsbanka.
Kosið verður í nýtt sjö manna
bankaráð, sem mun á næstu dög-
um ákveða bankanum yfirstjórn,
markmið og stefhu. Þá verða
gerðar breytingar á samþykkt-
um bankans, sem nauðsynlegar
eru til þess að Alþýðubanki, Iðn-
aðarbanki og Verzlunarbanki
geti sameinazt honum um ára-
mót.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins liggja fyrir tillögur um
að nýja bankaráðið verði skipað
þeim Brynjólfi Bjarnasyni og Har-
aldi Sumarliðasyni frá Iðnaðar-
banka, Gísla V. Einarssyni og Þor-
valdi Guðmundssyni frá Verzlunar-
banka, Ásmundi Stefánssyni og
Magnúsi Geirssyni frá Alþýðubanka
og Kristjáni Ragnarssyni frá Fisk-
veiðasjóði. Auk þeirra verða kosnir
sjö varamenn. Iðnaðarbanki gerir
tillögu um Svein Valfells og Indriða
Pálsson í varasæti, Verzlunarbanki
p',im Guðmund H. Garðarsson og
Þorvarð Elíasson og Fiskveiðasjóð-
ur um Árna Benediktsson.
Samkvæmt heimildum blaðsins
má búast við að skipulag yfirstjóm-
ar hins nýja banka verði með öðrum
hætti en tíðkazt hefur í viðskipta-
bönkunum hingað til.
22 ára flugmaður fórst
Tuttugu og tveggja ára gamall
maður, Ragnar Agúst Sigurðs-
son, lést þegar eins hreyfils flug-
vél hans fórst við bæinn Torfa-
staði í Biskupstungum laust eftir
klukkan 15 á sunnudag. Flug-
maðurinn var einn í vélinni.
Flugvélin, TF-TEE, sem er
tveggja sæta Cessna 150M, lagði
af stað frá Reykjavík klukkan 13.35
á sunnudag og var áætlað að fljúga
sjónflug um Múlakot í Fljótshlíð og
Þórsmörk og aftur til Reykjavíkur.
Klukkan 15.19 var lögreglu á
Selfossi tilkynnt að vélin hefði far-
ist við bæinn Torfastaði í Biskups-
tungum og að flugmaðurinn væri
látinn. Hafði flugvélin stungist nær
lóðrétt niður á túnið og er talið að
flugmaðurinn hafi látist samstund-
is. Fólk var við heyskap á túnum í
grennd við slysstaðinn.
Rannsóknardeild loftferðaeftir-
lits kom fljótlega á vettvang ásamt
formanni flugslysanefndar og einn-
ig lögreglu á Selfossi. Vettvangs-
rannsókn lauk á sunnudagskvöld
og var flugvélin, sem er talin ónýt,
flutt til Reykjavíkur í gær til nán-
ari rannsóknar. Samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins er talið að
vélinni hafi verið flogið í lítilli hæð,
hún hafi ofrisið og misst flugið.
Ragnar Ágúst Sigurðsson var
tæplega 23 ára gamall, fæddur 26.
ágúst 1966. Hann bjó í Einarsnesi
25 í Reykjavík.
Álagningarskrár lagðar fram í gær;
Eignarskattur ein-
staklinga tvöfaldast
3.300 milljónir óinnheimtar af 15.000 milljóna tekjuskatti
Heildarálagning tekjuskatts á einstaklinga fyrir árið 1988 nam
15.000 milljónum króna. Eru 3.300 milljónir ógreiddar enn, en búist
er við að sú tala lækki um 800 til 1.000 milljónir eftir kærumeðferð.
Þá greiða 51 þúsund einstaklingar samtals 1.400 miHjónir í eignar-
skatt og hefúr sú álagning meira en tvöfaldast frá síðasta ári, aðal-
lega vegna breytinga á eignarskattslögum.
Blika á lofti
Morgunblaðið/BAR
Sólin skein á höfuðborgarbúa í gær og fylgdi henni rosabaugur. Að
sögn Magnúsar Jónssonar veðurfræðings sést hann aðeins þegar sólin
skín í gegn um ský, sem kölluð eru blika. Ljósbrot í ískristöllum í blik-
unni veldur því að baugurinn sést. Hann virðist alltaf í sömu ijarlægð
frá sólunni, um 22° frá sólarmiðju. Baugurinn spannar því um 44° á
himninum. Stundum fylgir honum annar rosabaugur, 46° frá miðju
sólkringlunnar. Magnús sagði að blika boðaði yfirleitt veðrabreytingar,
bæði vind og vætu. Þaðan væri komið máltækið að lítast ekki á blik-
una; bændur og sjómenn hefðu illan bifur á þessum skýjum. Magnús
sagðist hins vegar aldrei hafa séð fleiri en eina bliku á Iofti í einu.
Lögaðilar, þ.e. fyrirtæki og félög,
eiga að greiða samtals 3.700 millj-
ónir króna í tekjuskatt á þessu ári,
samanborið við 2.700 milljónir á
síðasta ári. Að sögn fjármálaráðu-
neytisins ber þó að taka þessa fjár-
hæð með fyrirvara þar sem mun
meira var um áætlanir nú en í
fyrra. Þá greiða lögaðilar 1.039
milljónir í eignarskatta sem er
hækkun um 43% frá síðasta ári,
og um 2.700 milljónir króna í launa-
skatt.
Álagningarskrár opinberra
gjalda voru lagðar fram í gær.
Gjaldahæsti einstaklingur landsins
er Þorvaldur Guðmundsson forstjóri
í Reykjavík sem greiðir tæpar 25
milljónir króna í opinber gjöld.
Valdimar Jóhannsson útgefandi í
Reykjavík kemur næstur með tæpar
23 milljónir króna.
Islenskir aðalverktakar, Kefla-
víkurflugvelli, greiða langhæstu
gjöld lögaðila, eða rúmar 516 millj-
ónir króna. Landsbanki íslands
kemur næstur með 182 milljónir
króna og Eimskipafélag íslands og
Búnaðarbanki íslands greiða 172
milljónir króna í opinber gjöld.
Sendar hafa verið út á annað
hundrað þúsund ávísanir til ein-
staklinga vegna endurgreiðslu
tekjuskatts, barnabóta, barnabóta-
auka og húsnæðisbóta. Heildarend-
urgreiðsla ríkissjóðs um þessi mán-
aðamót nemur tæpum 4.000 millj-
ónum króna, en af þeirri íjárhæð
koma um 700 milljónir króna til
greiðslu skattskulda.
Fjármálaráðuneytið segir að þeg-
ar á heildina sé litið, virðist sú
álagning opinberra gjalda, sem nú
liggur fyrir, í samræmi við tekju-
áætlun fjárlaga og breyti ekki spám
um afkomu ríkissjóðs á þessu ári.
Sjá miðopnu og bls. 31.
Mistök við útreikning
á skattafslætti sjómanna
MISTÖK við skattauppgjör valda því að sjómannaafsláttur hefur í
mörgum tilvikum fallið niður á síðasta ári eða reynst of lítill. Einkum
hefur þetta bitnað á smábátaeigendum. Þetta verður leiðrétt hjá hverj-
um skattsljóra fyrir sig, að sögn Ævars ísbergs vararíkisskattstjóra.
Óvíst er enn að sögn Ævars hvar er að líkindum forritunarvilla, við
mistökin Iiggja og hve margir sjó- vitum af henni og munum leiðrétta
menn hafa orðið fyrir þeim. „Þetta hana í hverju umdæmi."