Morgunblaðið - 01.08.1989, Blaðsíða 41
KVENNAGULLIÐ
Charlie
Sheen
Fyrir tveimur árum gerði New
York Times könnun meðal leik-
stjóra þar sem þeir voru beðnir að
nefna 20 efnilegustu leikara samt-
ímans. Leikara sem ættu eftir að
slá í gegn og verða stjörnur. í efstu
sætum listans voru Madonna og
Charlie Sheen. Rob Lowe var sagð-
ur of súkkulaðisætur, Timothy
Hutton haldinn of mikilli sjálfseyð-
ingarhvöt o.s.frv.
Charlie Sheen er sonur Martins
Sheen og bróðir Emilio Estevez leik-
ara og leikstjóra. Charlie er 23 ára
og hefur þegar leikið í sjö kvik-
myndum, hann vinnur nú að þeirri
áttundu. Laun Charlies eru í hærri
kantinum, um tvær milljónir dollara
fyrir hveija mynd, eða 120 milljón-
ir íslenskra króna. Kærastan hans
heitir Kelly Preston og er frá
Hawaii. Hún lék nýlega í myndinni
„Tvíburarnir" með Arnold Schwarz-
enegger, vöðvabúnti með meiru.
Charlie á ítalskan veitingastað á
Malibu þar sem „þotufólkið" svo-
kallaða, eða fræga fólkið, kemur
og borðar. Að sjálfsögðu kemur líka
ófrægt fólk á veitingastaðinn, bæði
til að fá sér eitthvað í gogginn og
kannski fyrst og fremst í von um
að sjá fræga fólkið. Charlie æfði
hafnabolta í tíu ár og í myndinni
„Eight men out 05“ fékk hann að
njóta sín í hlutverki íþróttamanns,
eins og reyndar líka í myndinni
„Major League“ sem um þessar
mundir er sýnd í bandariskum kvik-
myndahúsum.
„Þessar myndir eru mjög ólíkar
þó þær ijalli báðar um íþrótta-
menn,“ segir Charlie. „í myndinni
„Eight men out 05“ er sagt frá liði
sem árið 1919 á að hafa þegið
mútur fyrir að tapa leik í undan-
keppni fyrir héimsmeistarakeppni.
Myndin er dramatísk, en „Major
League" er gamanmynd. í henni
fékk ég að leika skemmtileg óg
fyndin atriði, og ég held að sú
mynd hafi hjálpað mér mikið við
að byggja sjálfan mig upp fyrir
myndina sem ég er að vinna að um
þessar mundir. Hún heitir „Men at
Work“ og ég var mjög óstyrkur
áður en tökurnar hófust. Bróðir
minn leikstýrir myndinni og það er
síður en svo eitthvert grín að vinna
með eldri bróður sínum . . .“
Búinn að kveðja
Bakkus
Fyrir sex mánuðum átti Charlie
við margvísleg vandamál að stríða.
Hann var niðurdreginn og hafði
nánast gefið sig Bakkusi á vald.
Frægðin virðist hafa komið of fljótt
til hans enda ekki nema þijú ár lið-
in síðan hann öðlaðist heimsfrægð
fyrir hlutverk Sitt í „Platoon".
„Það var Bono vinur minn, í
hljómsveitinni U2, sem benti mér á
að ég væri á leið niður í svaðið af
áfengisdrykkju. Frægðin og vel-
gengnin eru skrítnar skepnur," seg-
ir Charlie þegar hann rifjar upp
þetta tímabil. „Á einni nóttu virtist
heimurinn hafa fallið að fótum
mér, allt var gjörbreytt. Eigendur
næturklúbba vildu ólmir að ég væri
gestur þeirra, allir virtust vilja hafa
mig nálægt sér og að ég tali ekki
um kvenfólkið. Allt í einu var ég
umkringdur fallegum stúlkum sem
rifust um að vera með mér. Ég
naut þess að vera miðpunktur ajls
og vekja svona mikla athygli. Ég
fór úr einni veislunni í aðra og tók
mér frí frá veislunum öðru hvoru
til að leika í kvikmyndum. Nú finnst
mér ég vera að læra og ég sé hlut-
ina í allt öðru ljósi. Ég lít líka öðrum
augum það sem pabbi hefur alltaf
sagt mér en hann hefur reynt að
kenna okkur að gera mun á réttu
og röngu.“
Um þessar mundir vinnur Charlie
að upptökum á myndinni „Men at
Work“ og hann vaknar ídukkan
fimm á morgnana og vinnur í allt
að 17 tíma á sólarhring. Þetta er
MtíáGUNÉLAljlD ÞÍ/lÖjtíDÁGufí l'. ÁGlÍST 1
„Eg fór úr einni veisiunni í aðra
og tók frí frá veislunum öðrum
hvoru til að leika í kvikmyndum.
Nú sé ég hlutina í öðni ljósi,“
segir Charlie.
hrollvekjumynd og Charlie og Em-
ilio, bróðir hans, leika ræstinga-
menn sem finna lík í ruslatunnu og
flækjast þannig inn í flókið mál þar
sem glæpamenn af verstu gerð
koma við sögu.
Fólkið drepur - ekki
byssurnar
Charlie Sheen, 23 ára Ieikari
Hann vinnur nú að gerð myndar
innar „Men at Work“ sem bróðir
hans leikstýrir.
„Ég verð að passa mig á því sem
ég segi og vera varkár í viðtölum,“
segir Charlie og bætir við að marg-
ir hafi rangar hugmyndir um raun-
verulegt líf leikara. „Margir halda
að leikarar eyði mestum tíma sínum
í að flækjast um heiminn með fulla
vasa ijár, sólgleraugu, Porsche og
fallegum stelpum. Þeir eru fáir sem
vita að vinnudagur leikara er lang-
ur og strangur og mikið álag hvílir
oft á leikurum. Hræðslan við að
mistakast eða fá ekki hlutverk er
til. staðar hjá flestum í þessari
starfsgrein. Ég er ekki vanþakklát-
ur þó ég segi þetta, þetta er besta
og skemmtilegasta vinna sem ég
gæti hugsað mé'r en hún hefui' líka
sínar neikvæðu hliðar. Þetta er allt
og sumt.“
Martin Sheen, faðir Charlies, er
þekktur í Hollywood fyrir pólítísk
störf í þágu fijálslynda demókrata-
flokksins. Hann hefur um árabil
skammað Charlie fyrir að vilja ekki
hafa nein afskipti af stjórnmálum
og vilja þar með ekki beita sér fyr-
ir batnandi heimi. Nýlega vann
Charlie að gerð leikinnar heimildar-
myndar um utangarðsfólk í Los
Angeles og það gladdi föður hans
mikið. Gamli maðurinn er hins veg-
ar ekki eins hrifinn af byssugleði
sonar síns.
„Ég æfi skotfimi,“ segir Charlie.
„En ég skil ekkert í því fólki sem
vill banna almenningi að eiga byss-
ur og skotvopn. Ég á stórt byssu-
safn og geng oft um með byssu á
mér. Maður veit aldrei fyrirfram
hvort maður þarf á byssunni að
halda ef ráðist er á mann. Það er
fáránlegt að halda því fram að
menn megi eiga ekki eiga byssur,
því þær drepi fólk. Það er fólkið
sem drepur, ekki byssurnar."
Brynja Tomer
COSPER
HVERVANN?
TVÖFALDUR POTTUR
- næsta laugardag!
Vinningsröðin 29. júlí:
1X1 -1X1 -21X-XXX
Heildarvinningsupphæð: 162.439 kr.
12 réttir = 113.708 kr.
Enginn var með 12 rétta - og því er tvöfaldur pottur núna!
11 réttir = 48.732 kr.
6 voru með 11 rétta - og fær hver 8.121 kr. í sinn hlut.
YASHICA MOTOR J
YASHICA AF-J
Handhæg myndavél og einföld í notkun.
Fastur fókus, innbyggt leifturljós, sjálfvirk
filmufærsla, sjálfvirk ASA stilling á filmu
og auðveld filmuþræðing. Eins árs
ábyrgð. í gjafakassa, ásamt tösku,
rafhlöðum og albúmi: aðeins kr. 4.950.
Myndavél sem búin er öllum helstu
kostum sem völ er á. Sjálfvirkur fókus,
sjálfvirk filmufærsla, innbyggt leifturljós
og sjálfvirk ASA stilling á filmu.
Eins árs ábyrgð.
Myndavél og taska: kr. 7.200.
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT!
7VÆR GÓÐAR FRÁ YASHICA