Morgunblaðið - 01.08.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.08.1989, Blaðsíða 13
sannleikur. Löndin, sem Sveinn Pálsson sá breytast úr grænu engi í svartan sand, eru sem óðast að gróa á nýjan leik. Á bernskuslóðum mínum, þar sem Hornafjarðarfljót áttu farveg um miðja þessa öld, hafa á síðustu árum gróið upp víðáttumikil beijalönd og víðir og birki náð rótfestu. Þannig má ætla að innan tíðar verði á þessum slóð- um víðáttumiklar víði- og birkilend- ur. Þá vekur ekki síður eftirtekt hvað gróður er víða í framför í úthaga. í síðustu ferð minni um Austur-Skaftafellssýslu sem ráðu- nautur höfðú tveir bændur í Lóni orð á að í úthaga jarða þeirra væri kjarrlendi í mikilli framför. Svipuð er þróun víða um Austurland, það hefí ég sannfærst um á ferðum mínum. Skýringar á þessum ánægjulegu breytingum er að finna í breyttum búskaparháttum í land- búnaði er hófust með stórfelldri túnrækt um miðja þessa öld og leitt hefur til minna beitarálags á úthaga. Þessi auknu landgæði eru ein skýrasta sönnun þess að full sátt ríkir á milli bónda og jarðar eins og vera ber. Það hefur verið mér umhugsunarefni hvað þessarar hagstæðu þróunar í gróðurfari landsins hefur lítið verið getið af áhugafólki um gróðurfar þess. Þar getur varla valdið skortur á þekk- ingu. Enda verður hiklaust að ætl- ast til þess að samtímamenn sjái fyrir sér í gróðurfari landsins það sem Sveinn Pálsson skráði fyrir 200 árum að verða myndi í tímans rás. Þrátt fyrir þessar breytingar verðum við að halda vöku okkar við varðveislu gróðurs og upp- græðslu landa þar sem jarðveg- seyðing á sér enn stað. Tæpast getur það talist ofraun þótt við miðum landgræðslustarfið við að eyðing landa af völdum sandfoks verði úr sögunni um næstu alda- mót. Það hefur verið ríkt í fari flestra mepningar|)jóða að nýta eigin nátt- úruauðlindir í sem ríkustum mæli fremur en að sækja framfærslu til annarra landa. Svo hefur það einn- ig verið um okkur íslendinga og er enn. Auðlindir okkar eru fá- breyttari en flestra annarra þjóða: orkan í fallvötnum og heitum lind- um og matarforðinn í gróðri lands- ins og fengsælum miðum við strendur þess. Að þessu verðurrt við að laga okkur og nýta gjafir landsins sem best. Það vekur því eftirtekt að nú upp á síðkastið hafa þær raddir orðið stöðugt háværari að við ættum að opna landið fyrir erlendum matvælum sem að stór- um hluta eru niðurgreidd og inn- lend framleiðsla getur ekki keppt við. Einn áhrifamesti fjölmiðill tandsins valdi sjálfan sjómanna- daginn til þess að koma þessu hugðarefni á framfæri. I leiðara, sem ber yfirskrift „Sjómannadag- ur“, segir svo: „Jafnframt þarf að bijóta niður gamla fordóma um, að ekki megi flytja til íslands matvæli með sama hætti og gerist í öllum öðrum lönd- um í okkar heimshluta. Það er að verða eitt helzta hagsmunamál sjó- manna, sem annarra launþega, að frelsi verði stóraukið í matvælainn- flutningi til þess að launafólk geti búið við hæfilegt verð á matvælum. Margir hagsmunaaðilar standa gegn umbótum af þessu tagi vegna ^OfiGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1989 13 þröngsýni og fordóma. Hvorki sjó- menn né aðrir launþegar eru bundnir af slíkum þröngum hags- munum.“ Köld er þessi kveðja til fólksins, sem á heimili sín í dreifðum byggð- um landsins, og einkunnarorðin, sem því eru gefin, „þröngsýni" og „fordómar", eru óvenjuleg á hátíð- arstundu. En hitt er þó enn verra að færa sér í nyt frídag sjómanna til að koma þessum hugðarefnum á framfæri og þá með þeim hætti að etja saman fólkinu í landinu eins og hér er leitast við. Frekar þykir mér ólíklegt að íslenskir sjómenn verði liðsmenn í þeirri aðför að sveitafólki sem hér er til stofnað. Þeir vita það betur en flestir aðrir að sjávarútvegur, og þá um leið sjómannastéttin, hefur þegar næg- ar framfærsluskyldur í þjóðfélag- inu þótt bændur landsins bætist þar ekki við, því að auðvitað eru það framleiðsluverðmæti í sjávar- útvegi, landbúnaði og orkulindum landsins sem íslenska þjóðin lifir á. Ástæða þess að ég hef hér vakið athygli á þessari neikvæðu umræðu um áníðslu á landið og innflutning á afurðum landbúnaðar er sá hugs- unarháttur og skilningsleysi á þjóð- félagslegar aðstæður vinnandi fólks sem þar gætir. Þessi viðhorf eru gagnstæð þeim sem færðu þessa þjóð til nýrra tíma í upphafi þessarar aldar þar sem skyldurnar við landið og trúin á það voru í fyrirrúmi, enda er þessi boðskapur nánast það eina sem felur í sér þær hættur fyrir þjóðernisvitund okkar á komandi tímum sem ég óttast. Þess vegna hvet ég menn til varð- stöðu gegn þeim ófögnuði sem hér er á ferð. Við eigum miklar og ótvíræðar skyldur gagnvart gengnum kyn- slóðum sem færðu okkur þetta land til forsjár, betur búið að gögnum og gæðum en dæmi eru um í sögu þess. Meðal annars þess vegna eru skyldur okkar við framtíðina enn ríkari en genginna kynslóða. Það verða margar ræður fluttar og heit gefin þegar ný öld rennur upp. Við eigum mikiar og ótvíræð- ar skyldur gagnvart gengnum kyn- slóðum sem færðu okkur þetta land til forsjár, betur búið að gögnum og gæðum en dæmi eru um í sögu þess. Það kvöldar að þeirri öld sem tók við andstæðunum tveim, bjartsýni og fátækt, öldinni okkap, og nú kemur í okkar hlut að skila arfinum til næstu kynslóða. Æskan sem prýtt hefur þennan leikvang og jafnaldrar hennar eiga þó enn þann aldur sem æskuljóminn er mestur. En lífíð þokast áfram, skyldurnar aukast og áhrif hennar í þjóðfélag- inu vaxa. Þess vegna fær hún að heiti „aldamótakynslóð" eins og sú kynslóð hefur verið nefnd er gróð- ursetti ungmennafélagsskapinn, vorblóm íslenskrar menningar. Við skulum sjá til þess að þessi æska geti með þekkingu og áræði varðveitt það sem við dýrmætast eigum, trúna á landið og frelsi þjóð- arinnar, svo að um ókomna tíð standi dýrasti boðskapur ung- mennafélagshreyfingarinnar, Is- landi allt. Höfíwdur er alþingismaður Sjállstæðisflokksins í Austurlandskjördæmi. Greinin er aö stofíii til ræöa sem höfímdur flutti á æskulýðsmóti ungmennafélaganna á Eiðum. Hreindýraveiðar hefjast í dag: Veiðikvótmn aukinn um 23 dýr Lög um friðun hreindýra endurskoðuð á næsta þingi Menntamálaráðherra hefur gefið út reglur um hreindýra- veiðar í ár. Veiðitíminn verður eins og undanfarin ár frá 1. ágúst til 15. september. Heimilað verður að veiða 353 dýr og er það 23 dýrum fleira en heimilað var að veiða á síðasta ári. Verður Bæjarhreppi, Nesja- hreppi, Hafnarhreppi, Mýrar- hreppi og Borgarhafnarhreppi heimilað að veiða fleiri dýr en í fyrra og er sú breyting einkum byggð á nauðsyn þess að hefta útbreiðslu hreindýra í vestur og því mati að þessi landsvæði beri ekki mikinn fjölda hreindýra, skv. fréttatilkynningu mennta- málaráðuneytisins. Fyrirkomulag hreindýraveiða verður óbreytt frá því verið hef- ur, en þó er að finna tvenn ný- mæli í hinum nýju reglum um hreindýraveiðar, er lúta að góð- um siðum við veiðamar. í fyrsta lagi er sérstaklega tekið fram að óheimilt er að skjóta hreindýr úr vélknúnu farartæki eða nota slík tæki til að smala hreindýrum á ákveðinn veiðistað. í öðru lagi er áréttað að sá sem særir dýr er skyldur til að gera allt hvað hann getur til af aflífa það. Menntamálaráðherra mun leggja fram frumvarp til nýrra laga um friðun hreindýra á næsta löggjafarþingi. 15 ára FRAKKLAND Ifyrra á sama tímabili skipulagði Land og Saga samskonar ferð sem var það vel heppnuð, að búast má við að hún verði árlegur viðburður. Flogið er til London og þaðan til Moskvu, einnig er flogið á milli borga (RússlandL Gert er ráðfyrir að gista 4 nœtur á lstaflokks hóteli íMoskvu og sá tími notaður til skoðunarferða um borgina. Frá Moskvu er svoflogið til Yalta og þar er gist á glœsilegu strandhóteli við Svartahqfið. Sjórinn er um 20 gráðu heitur í ágúst - tilvalinn til böðunar og siglinga milli skoðunarferða. Eftir vikudvöl t Yalta ersvo haldið til Leningrad,þarsem heimsfrœg söfn, hallir, styttur og byggingar verða skoðuð. Fararstjóri erlngibjörg Haraldsdóttir. LAND OG SAGA Bankastrœti2(Bemhöftstoifu), sími: (91) 62 7144 Um vínuppskerutímann 13 dagar -17. - 29. september ■mm HÚSGÖGN OG GIAFA VÖRUR VEGI13 SÍMI625870 ^ Mikið úrval af gjafavörum og húsbúnaði fyrir heimilið. Vv^v

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.