Morgunblaðið - 01.08.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1989
17
að hann á í reynd engra kosta völ;
konungsmorðið hlýtur hann að
fremja þó honum sé það þvert um
geð. Erlingur sýnir einnig á eftir-
tektarverðan hátt hvernig valda-
fíknin og ofsóknarbtjálið teymir
hann áfram. Lafði Macbeth er hið
vonda flagð, logandi af illsku og
græðgi , Að vísu fer hún að finna
til iðrunar þegar á líður. Margrét
Ákadóttir átti mjög eftirtektarverð-
an leik og gætti hófs í þeim atriðum
þar sem lafðin er hvað grimmust
og sýndi minnisstæðan leik í svefn-
gengilsatriðinu.
Nornirnar þeirra Sigrúnar Eddu
Björnsdóttur, Þórunnar Magneu
Magnúsdóttur, Sigur-veigar Jóns-
dóttur, Önnu Sigríðar Einarsdóttur,
Ólafar Sverrisdóttur og Vilborgar
Halldórsdóttur voru virktavel unnar
og áttu ekki hvað minnstan þátt í
áhrifamætti sýningarinnar. Mikill
flöldi leikara kom við sögu og gerðu
ýmsir hlutverkunum góð skil. En
nokkur stirðleiki var til baga. Þetta
má trúlega skrifa hjá leikstjóra sem
hefur valið í leikinn nokkuð sundur-
leita hjörð, en virkar líkt og þeir
hafi orðið útundan í leiðsögninni.
Sjálfsagt er að kastljósið sé á þeim
Macbeth-hjónum en ýms atriði án
þeirra héfðu þurft meiri sinnu.
Mér fannst búningar Gerlu — ef
brynja Macbeths í fyrsta atriði hans
er frátalin — vel hugsaðir og undir-
strika túlkun leikstjóra. Lýsingin
var oftast hnitmiðuð og áhrifamik-
il, en reykurinn í atriðinu þar sem
nornir magna seið var of mikill.
Mér er satt að segja ekki ljóst hvað
stóru andlitin í leikmynd Gunnars
Arnar áttu að tákna, ef þau eru
andlit samvisku eða illsku eða metn-
aðargirndarinnar voru svipirnir á
þeim harla misvísandi, andlitin voru
öll alveg að sofna.
Mikið hefur verið gert með að
leikritið væri flutt í nýrri þýðingu
Sverris Hólmarssonar. Guðbergur
Bergsson skrifar sérstaka grein um
þetta í lesbók og afsökunartónninn
er full áberandi. Ef menn vilja láta
þýða upp á nýtt, er það þeirra mál
og púnktur. Utskýringar og afsök-
unartónn á þar ekki við. Þýðing
Sverris er vönduð og kjarnyrt, hann
skilar margræðni textans til áhorf-
enda. En það er mjög á kostnað
þess ljóðræna. Menn geta svo haft
skiptar skoðanir á því hvort það er
löstur eða ekki. Tónlist Leifs Þórar-
inssonar hæfði sýningunni mjög vel
að mínu viti.
Yfir sýningunni var ferskleiki og
djörfung. Vonandi að menn sýni
henni þá athygli sem hún verðskuld-
ar.
Sólveig Þórðardóttir ráðin yfir-
ljósmóðir Fæðingarheimilisins
Annað hvort verður að leggja starfsemina niður
eða rífa hana upp, segir hjúkrunarforstjóri
SÓLVEIG S.J. Þórðardóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
hefur verið ráðin yfirljósmóðir Fæðingarheimilis Reykjavíkur. Tíu
sóttu um starfið, sem áuglýst var fyrir skömmu, en eins og kunn-
ugt er hefiir Hulda Jensdóttir látið af störfum eftir að hafa veitt
heimilinu forstöðu í þau þrjátíu ár sem það hefur starfað.
Sólveig er fædd árið 1940. Hún
útskrifaðist sem ljósmóðir frá
Ljósmæðraskólanum árið 1978 og
sem hjúkrunarfræðingur frá Nýja
hjúkrunarskólanum árið 1981. Frá
árinu 1982 hefur hún verið deild-
arstjóri fæðinga- og kvensjúk-
dómadeildar Sjúkrahúss Keflavík-
ur. Þá hefur hún unnið við afleys-
ingar á sjúkrahúsum í Noregi.
Sólveig hefur komið víða við í
fræðslu- og kennslumálum, meðal
annars hefur hún annast fræðslu
fyrir verðandi mæður og sængur-
konur og ritað greinar um fæðingu
og sængurlegu.
Fæðingarheimili Reykjavíkur
heyrir nú beint undir hjúkrunar-
stjórn Borgarspítalans. Sigríður
Snæbjörnsdóttir, hjúkrunarfor-
stjóri, segist binda vonir sínar við
að hægt verði að ýta verulega
undir starfsemi Fæðingarheimilis-
ins á næstunni enda hefði nýting
heimilisins verið í lágmarki mörg
undanfarin ár. „Annað hvort verð-
ur að leggja Fæðingarheimilið nið-
ur eða rífa starfsemina upp. Miðað
við fyölda fæðinga verður þjónust-
an eðlilega dýr við þessar aðstæð-
ur. Á síðustu árum hafa verið í
kringum 300 fæðingar árlega á
Fæðingarheimilinu sem þýðir inn-
an við eina fæðingu á sólarhring
að meðaltali á meðan fæðingar á
Landspítalanum voru í kringum
2.800 í fyrra eða að meðaltali sjö
til átta fæðingar á sólarhring,“
sagði Sigríður.
Eins og stendur eru tíu rúm
fyrir sængurkonur á Fæðingar-
heimilinu. Tuttugu önnur rúm
standa þar auð í sparnaðarskyni.
Að sögn Sigríðar eru möguleikar
á að víkka starfsemi Fæðingar-
heimilisins út, en vissulega þyrfti
að fylgja þvi pólitískur vilji og fy'ár-
veiting í kjölfarið.
Fæðingarheimilið er nú lokað
vegna sumarleyfa, en opnar að
nýju þann 4. september nk.
fiini ruutii
w
Þarna sérðu Sigurbjðrgu og Finn.
Þau eru á sjðtugsaldri og alltaf að skemmta sér.
Það er fátt sem aftrar þeim hjón-
um frá því að láta gamla drauma
rætast. Einn slíkur rættist um
daginn, þegar þau komu á
Péturstorgið í Róm.
Pau eru ákveðin í því að nota
tímann vel og kynnast helstu
stórborgum heimsins á næstu
árum, búa á bestu hótelunum og
njóta þess sem hugurimi gimist.
Samt em þau ekki hátekjufólk.
Þau em hins vegar í viðskiptum
við Fjárfestingarfélag íslands.
Pað gerir gæfumuninn.*
*Finnur erfði litla íbúð foreldra sinna fyrir
10 árum og treysti sér ekki til þess að halda
henni við og leigja hana út. Hann þóttist
hins vegar vita að fasteign væri það eina sem
héldi verðgildi sínu í þéssu landi. Þess vegna
þorði hann ekki að selja. Ekki fyrr en hann
ákvað að leita ráða hjá sérfræðingunum hjá
Fjárfestingarfélaginu:
Finnur seldi íbúðina fyrir 20.000.000
krónur, eða 200.000 nýkrónur í.júní 1979
og keypti spariskírteini ríkissjóðs.
Árið 1985 voru þau orðin 2.721.000 kr.
Fyrir þessa upphæð kaupir hann Kjarabréf
og þegar þetta er ritað eru þau orðin
10.052.000 kr.
Sigurbjörg og Finnur fá nú u.þ.b. eina mill-
jón á ári í hreinar tekjur af Kjarabréfunum.
Höfúðstólinn snerta þau ekki ennþá. Hann
er varasjóðurinn þeirra.
Það má bæta því við að íbúð, svipuð og sú
sem Finnur seldi, er um þessar mundir met-
in á u.þ.b. 5.500.000 kr. en það er u.þ.b.
helmingur þess sem hann á nú með aðstoð
Fjárfestingarfélagsins.
Þessar tölur em raunverulegar, en nöfnin
ekki.
Hafðu samband, athugaðu hvort við getum
aðstoðað þig.
<n>
FIÁRFESTINGARFÉIAG
ÍSLANDS HF.
HAFNARSTRÆT! • KRINGLUNN! • AKUREYRt