Morgunblaðið - 01.08.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.08.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1989 31 Morgunblaðið/Rúnar Þór Margrét Höskuldsdóttir var farþegi númer 10.000 í júlímánuði, og hér fær hún afhentan blómvönd frá Smára Thorarensen í tilefri þess. Met hjá Hríseyjarferjunni: A A tólfta þúsund far- þegar í júlímánuði Líklegt að 50 þúsund verði feijaðir í ár HRÍSEYJARFERJAN flutti fleiri farþega í nýliðnum júlímánuði en í nokkrum mánuði öðrum fram að þessu, en í gær var útlit fyrir að samtals yrði farþegafjöldinn í mánuðinum á tólfta þúsund manns. Alls hafa því um 28 þúsund farþegar stigið um borð á þessu ári, en á sama tíma í fyrra voru þeir mun færri, eða á bilinu 22-23 þúsund. um um 50 þúsund farþega í ár; það þarf eitthvað illilega að klikka, til að það bregðist," sagði Smári. „í fyrra voru farþegar u.þ.b. 46 þúsund, en þá vorum við einungis búnir að flytja rösklega 22 þúsund farþega í lok júlí. Núna eru farþegar hins vegar orðnir 28 þúsund, þannig að aukningin verður að líkjndum yfir 10% í lok ársins, sagði Smári Thorar- ensen. íþróttahöllin: Mest hafði Hríseyjarfetjan áður flutt 8.400 manns í einum mánuði, en það met var sett í júlí í fyrra. Á laugardaginn gerðist það svo að 10 þúsundasti farþeginn steig um borð. Margrét Höskuldsdóttir frá Húsavík heitir hin heppna og fékk hún frítt far fyrir sig og fjölskyldu sína, og auk þess blómvönd. Smári Thorarensen á Hríseyjar- fetjunni sagði í samtali við Morgun- blaðið, að farþegar hefðu aldrei verið fleiri en á þessu ári, og að allt benti til þess að þetta yrði metár. „Það bendir allt til þess að við flytj- Skattskráin lögð fram í gær: Þakið þétt Einstaklingar skulda í ÞESSARI viku verður lokið við lagfæringu á þaki Iþrótta- hallarinnar, en það hefur lekið frá því að húsið var tekið í notk- un undir lok árs 1982. enn 400 milljónir króna u.þ.b. helmingur gjaldenda fær endurgreitt GÍFURLEGA annasamt var á skattstofu Norðurlandsumdæmis eystra í gær eftir að skattskráin hafði verið lögð fram í fyrsta sinn. Þetta er i fyrsta skiptið eftir að staðgreiðslukerfið var tekið upp, sem hún er lögð fram, og að sögn Gunnars Einarssonar, skattstjóra, þurftu margir að leita til þeirra til að fá upplýsingar og útskýringar, eða leita leiðréttinga á málum sínum, og var því í mörgu að snúast á skattstofunni í gær. Skatthæsti einstaklingurinn í umdæminu er Oddur Carl Thorarensen, lyfsali, en heildargjöld hans eru rúmlega 3,3 milljónir. Gjaldhæsti lögaðili er Kísiliðjan hf. i Skútustaða- hreppi, með ríflega 109 milljónir króna í gjöld. Athygli vekur hversu ofarlega læknar eru á skattskránni, en af 5 efstu mönnum eru 3 læknar. Heildarálagning skatts á ein- staklinga í Norðurlandsumdæmi eystra var ríflega 2,4 milljarðar, sé einungis tekið tillit til tekjuskatts og útsvars. Heildarálagning tekju- skatts var 1.356 milljónir króna, en þar af höfðu þegar verið greidd- ar rúmlega 1.072 milljónir í formi staðgreiðsluskatts. Ógreiddur tekjuskattur nam því rúmlega 283 milljónum, en þegar búið er að taka tillit til verðbóta, svo og skuldajöfn- unar frá maka, kemur á daginn að ógreiddur tekjuskattur nemur nærri 300 milljónum króna. Heildarálagning útsvars nam 1.047 milljónum, og hafði stað- greiðslukerfið séð um að innheimta tæplega 726 milljónir af þeirri upp- hæð. Sé hins vegar tekið tillit til allra þátta; svo sem skattaafsláttar, verðbóta og skuldajöfnunar frá Bifreiðastjórar: Hafið bílbænina í bílnum og orð hennar hugföst þegar þið akið. i Drottinn Guó, veit mér vernd þína, og lát mig minnast ábyrgðar minnar er ég ek þessari bifreið. I Jesú nafni. Amen. Fæst í Kirkjuhúsinu, Klapparstíg 27, í verslun- inni Jötu, Hátúni 2, Reykjavik og í Hljómveri, Akureyri. Verð kr. 100,- Orð dagsins, Akureyri. 5. Höldur sf...................22.039 6. Súlurhf.....................19.722 7. Slippstöðin hf. Akureyri....17.348 8. Akureyrarbær.............. 16.971 Hæstu gjöld einstaklinga á Akureyri: 1. OddurC. Thorarensen, Brekkug. 353.342 2. Halldór Baldurss., Þórunnarstr. 1252.709 3. Jónas Franklín, Grenilundi 9..2.567 4. Stefán Sigtryggsson, Ránargötu 6 ..2.362 5. Gauti Amþórsson, Hjarðarlundi 11..2.134 6. Margrét Snorradóttir, Þórunnarstræti, 127..............................2.004 Gjaldhæstu einstaklingar í öðrum byggðarlögum: Húsavík: Vigfús Guðmundsson.......2.147 Grimsey: Gylfi Þ. Gunnarsson......1.925 Árskógshreppur: Hilmar Sigurðsson.... 1925 Svalb.strandarhr.: Haukur Halldórss. .2.279 Grýtubakkahr.: Kristleifur L. Meldal...1.573 Aðalsteinn Sigurgeirsson, for- stöðumaður íþróttahallarinnar, sagði að viðgerðin fælist í því að sprautað yrði þéttiefni á þak hall- arinnar sem koma ætti í veg fyrir allan leka. Kvaðst hann vonast til, að með þessari viðgerð yrði þetta vandamál úr sögunni, en þaklekinn hefur verið að smáaukast í gegnum tíðina, og var aldrei meiri en í vet- ur sem leið. Sem betur fer hafa íþróttamenn þó sloppið við að slasa sig alvarlega í bleytunni á gólfinu, en Aðalsteinn sagði að einu sinni hefði lekinn verið orðinn það mik- ill að hætta hefði orðið við mót af þeim sökum. maka, eiga einstaklingar einungis eftir að greiða sem svarar 100 millj- ónum í útsvar. Einstaklingar eiga því samtals eftir að greiða um 400 milljónir í skatta, þrátt fyrir staðgreiðslufyrir- komulagið. Ekki eru samt allir jafn óheppnir, því af u.þ.b. 19 þúsund gjaldendum á svæðinu, eiga 9.500 manns inni hjá ríkinu um 194 millj- ónir þegar búið er að taka tillit til verðbóta og annarra þátta. Lítum nánar á gjöld hæstu ein- staklinga og fyrirtækja í Norður- landsumdæmi eystra. Hæstu gjöld lögaðila: 1. Kísiliðjan hf. Skútustaðahreppi ...109.317 2. K.E.A................... 100.625 3. Álafoss hf: Akureyri.......81.261 4. Útgerðarfélag Akureyringa hf.25.574 Fjórir tekn- ir ölvaðir við akstur FJÓRIR ökuþórar voru hand- teknir á sunnudag fyrir ölvun við akstur á Akureyri, en að öðru Ieyti var helgin fremur róleg, þrátt fyr- ir töluverða ölvun í miðbænuin. Lítið var um umferðaróhöpp á Ak- ureyri um helgina, en lögreglunni var hins vegar kunnugt um að ekið hefði verið á dreng á hjóli á gatnamótum Hamarsvegar og Ásvegar á sunnudag. Drengurinn fékk að fara heim af sjúkrahúsinu að lokinni skoðun. Alfreð í uppsveiflu ALFREÐ Gíslason, handknattleikskappi, lék um helgina kveðjuleik sinn með hinu nýja og bráð- efiiilega liði TBA, sem leikur í Qórðu deild, og reyndar var þetta einnig hans fyrsti leikur með liðinu. TBA sigraði með fimm mörkum gegn engu í leiknum, sem fór fram inni í Hörgárdal, og helsta afrek Alfreðs var að brenna af víti í fyrri hálfleik. Alfreð hefiir lagt knattspymu- skóna á hilluna að sinni, en hann fer senn til Spánar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.