Morgunblaðið - 01.08.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.08.1989, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1989 t Móðir mín, FANNEY MAGNÚSDÓTTIR Drápuhlíð 44, Reykjavík, andaðist i Landspítalanum föstudaginn 28. þ.m. Rúnar Matthíasson. t ÞORLEIFUR JÓHANN FILIPPUSSON frá Halldórsstöðum á Vatnsleysuströnd lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund þann 29. júlí. Bálför hans verður gerð frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 3. ágúst kl. 10.30 f.h. Börn hins látna. t Eiginkona mín, INGIBJÖRG STEINUNN JÓNSDÖTTIR, áður til heimilis á Egilsgötu 30, andaðist á Droplaugarstöðum 25. júlí sl. Þórður Finnbogason. t JÓNA SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Skipasundi 87, Reykjavik, lést á heimili sinu 21. júlí. Jarðarförin fer fram á Hofi í Vopnafirði, miðvikudaginn 2. ágúst kl. 14.00. Foreldrar, systkini og fjölskyldur þeirra. t Mágkona mín og föðursystir okkar, RAGNHILDUR PÁLSDÓTTIR, Bólstaðarhlíð 42, lést sunnudaginn 30. júlí. Svanhvít Sigurðardóttir, Katrm Gísladóttir, Guðný Rósa Gfsladóttir. t Elsku drengurinn okkar og bróðir, RAGNAR ÁGÚST SIGURÐSSON, lést af slysförum sunnudaginn 30. júlí. Jarðarför auglýst síðar. Kolbrún Ágústsdóttir, Sigurður Ragnarsson, Inga Stefánsdóttir, Kristrún Funi, Dagur. t Móðir mín, tengdamóðir og amma, KRISTÍN SAMÚELSDÓTTIR, Akraseli 33, Reykjavik, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, 29. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 4. ágúst kl. 10.30. Kristin Daníelsdóttir, Valur Guðmundsson, Sigrún Valsdóttir, Anna Dóra Valsdóttir. t Faðír okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁGÚST JÓNSSON, áður til heimilis á Langholtsvegi 47, andaðist á Hrafnistu í Reykjavík föstudaginn 28. júlí. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Minning: Jórunn Norðmann fv. píanókennari Fædd 19. október 1907 Dáin 23. júlí 1989 í dag verður til moldar borin Jórunn Norðmann, fyrrverandi píanókennari, sem lézt 23. f.m. södd Íífdaga. Skammt varð á milli þeirra systra, hennar og Katrínar Viðar (f. Norðmann), sem lézt fyrir þrem- ur mánuðum. Með fráfalli Jórunnar eru öll Norðmanns-systkinin sjö horfin af þessum heimi. Katrín var elst en Jórunn yngst. Hér hafa því orðið kaflaskipti í fjölskyldunni þar sem ein kynslóðin hefur kvatt. Lát Jórunnar kom ekki á óvart, og var það líkn, þar sem þrautum hennar var þá lokið. Jórunn fæddist á Akureyri en fluttist eins árs að aldri til Reykjavíkur eftir að faðir hennar lézt og þar ólst hún upp á menning- arheimili móður sinnar í glaðværum systkinahóp. Foreldrar hennar voru Jón S. Norðmann kaupmaður á Akureyri frá Barði í Fljótum og Jórunn Einarsdóttir frá Hraunum í Fljótum. Hún stundaði mennta- skólanám í nokkur ár og nam píanó- leik hjá systkinum sínum og síðar hjá Róbert A. Ottósyni. Jafnframt iðkaði hún íþróttir og náði frábær- um árangri í fimleikum. Var hún m.a. í fimleikaflokki Björns Jakobs- sonar, sem fór í sýningarferð til Noregs á þeim árum. Ung giftist Jórunn Jóni Geirssyni lsekni á Akureyri árið 1929 og áttu þau saman tvö börn, Geir lækni og Sigríði húsmóður, sem bæði létust langt fyrir aldur fram. Geir lét eft- ir sig fjögur böm, tvo syni og tvær dætur, en Sigríður einn son. Þau Jórunn og Jón bjuggu á Akureyri, og stóð heimili þeirra í Aðalstræti 8 gestum og gangandi ávallt opið, þar sem naut einstakrar gestrisni og hlýju þeirra hjóna. Meðal annars dvaldi undirritaður oft hjá þeim hjónum við gott atlæti og svo var með fjölmarga aðra úr fjölskyld- unni, sem áttu þar vísan samastað, og átti Jón ekki minni þátt í þeirri gestrisni en Jórunn. En leiðir þeirra skildu og slitu þau samvistir árið 1946, en þá fluttist Jórunn til Reykjavíkur. Jcrunn giftist í annað sinn árið 1951 Þorkeli Gíslasyni aðalbókara og bjuggu þau á Skeggjagötu 10 hér í borg. Þau vom samrýnd og heimakær og var hjónaband þeirra gott, og til þeirra var ávallt gott að koma, bæði hjónin glaðlynd og gestrisin, hún lék á píanó en hann málaði og liggja eftir hann mörg falleg og vel unnin málverk. Þor- kell reyndist bömum Jórunnar frá fyrra hjónabandi sem besti faðir og var mjög gott og náið samband þeirra á milli. Þorkell lézt árið 1981. Eftir lát hans bjó Jórunn lengst af ein ef frá em taldar sjúkrahúsvistir hennar og virtist hún una sér við einvemna með þeirri húshjálp sem henni var veitt. En mestrar hjálpar og umönnunar naut hún hjá dóttur- syni sínum Sigurði Sigurðssyni, sem leit alltaf eftir með henni reglulega og sýndi henni einstaka ástúð og umhyggju, svo að aðdáunarvert var. Síðustu árin þegar kraftar Jór- unnar tóku að þverra var systur- dóttir hennar, Kristín Egilsdóttir, henni mikil stoð. Jórunn var góður píanóleikari og kenndi píanóleik um áratuga skeið, og vom þeir orðnir margir nemend- ur hennar þegar hún lét af kennslu- störfum. Einnig lék hún áður fyrr á píanó með söngvurum og kómm, lengi vel með karlakómum Geysi á Akureyri. Jórann fór ekki varhluta af sorg og mótlæti þessa heims, ekki hvað sízt með missi barnanna sinna beggja í blóma lífsins, en harm sinn bar hún í hljóði. Þar var undravert hvað þessi fíngerða og smávaxna kona var í raun stór og sterk. Ávallt var h‘ún glöð í bragði og með bros á vör rétt eins og lífið léki við hana. Og þegar ég kvaddi hana síðast á sjúkrabeði nokkmm dögum fyrir andlát hennar var hún enn með sitt blíða bros og heiða svip. Sannkölluð mannleg reisn. Með söknuði og þakklátum huga kveð ég elskulega móðursystur mína. Hún reyndist mér og mínum alla tíð frábærlega vel eins og þau Norðmanns-systkinin öll. Ástvinum hennar vottum við samúð okkar. Blessuð sé minning Jómnnar Norðmann. Hvíli hún í friði. Jón Norðmann Pálsson Elskuleg móðursystir mín, Jór- unn Norðmann, píanókennari, and- aðist í Reykjavík þann 23. þessa mánaðar eftir langvarandi van- heilsu. Foreldrar Jómnnar vom þau Jón Norðmann frá Barði i Fljótum, kaupmaður á Akureyri, og kona hans, Jómnn Einarsdóttir frá Hraunum í Fljótum. Jórunn var yngsta barn þeirra hjóna og var aðeins nokkurra mánaða gömul þegar faðir hennar lést. Þegar Jór- un var ársgömul flutti móðir hennar suður til Reykjavíkur með börnin sín sex, og bjó íjölskyldan að Kirkjustræti 4 sem þá hét Ásbyrgi. Þar ólst Jómnn upp í glöðum systk- inahópi, en þau systkin vom: Katrín + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ANDRÉS B. ÓLAFSSON bifvélavirkí, Nökkvavogi 20, Reykjavik, sem andaðist á heimili sínu þriðjudaginn 25. júlí, verður jarðsung- inn frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 4. ágúst kl. 13.30. Þorgerður Guðmundsdóttir, Ólafía Andrésdóttir, Halldóra Andrésdóttir, Guðmundur Andrésson, Haukur Andrésson, Valgerður Andrésdóttir, Hörður Andrésson Arni Guðbjörnsson, Þorleifur Jónsson, Rósa Svavarsdóttir, Jónína Arnarsdóttir, Jóhannes Sigurðsson, og barnabörn. gift Viðar, píanókennari, Jón píanó- leikari, Kristín píanókennari, Oskar kaupmaður og söngvari, Ásta dans- kennari og svo Jórunn, sem einnig var píanókennari. Jómnn Yar frá unga aldri glað- vær og tápmikil stúlka. Hún lærði píanóleik af eldri systkinum sínum, þeim Jóni og Katrínu, og reyndist óvenju ötull nemandi. Hún varð fær píanóleikari og ástundaði hljóðfærið alla ævi. Hún endurmenntaði sig sífellt á þessu sviði, og lék meðal annars um árabil með Karlakórnum Geysi á Akureyri. Jómnn var smá- vaxin og fíngerð og var gædd létt- leika og fimi eins og systur henn- ar, þær Katrín Viðar, sem lék listir á skautum betur en aðrar konur í Reykjavík, og Ásta Norðmann, sem var okkar fyrsta dansmær. Jórunn var fimleikakona og þótti mjög snjöll á því sviði. Ung að ámm kynntist hún Jóni Geirssyni, lækni, syni Geirs Sæ- mundssonar vígslubiskups og konu hans Sigríðar Jónsdóttur. Jón Geirs- son var glæsilegur maður og þóttu þau Jórann fallegt par og ákaflega hamingjusöm. Jón Geirsson gerðist læknir á Akureyri og bjuggu þau hjón að Aðalstræti 8 þar í bæ. Þau eignuðust tvö yndisleg börn, Geir f. 1929 og Sigríði f. 1936. Jórunn starfaði að tónlistinni af fullum krafti þau ár sem hún var læknisfrú á Akureyri. Hún spilaði með kómm og einsöngvuram og kenndi fjölda nemenda píanóleik. Meðal nemenda hennar frá þessum ámm var t.d. Guðrún Kristinsdótt- ir, píanóleikari. Heimili þeirra Jóns stóð ætíð opið öllum úr Ijölskyldunni, og ógleymanlegur er mér sumartíminn er ég dvaldi hjá þeim sem barn. Mér fannst eilíf gleði ríkja þar á bæ. Bæði hjónin ljúf og glöð og einstaklega hlý í viðmóti. En 1946 slitu þau samvistir og Jórunn flutt- ist til Reykjavíkur með Sigríði dótt- Ur sína, en Geir, sem var í mennta- skóla, varð eftir á Akureyri hjá föð- ur sínum. Þetta var mikið áfall, en einkum tóku börnin þetta afar nærri sér. Jórunn leitaði skjóls hjá Katrínu systur sinni fyrst eftir að hún flutti suður og vann um tíma á skrif- stofu. Jón Geirsson kvæntist aftur Ólöfu Ólafsdóttur, en lést langt um aldur fram árið 1950. Árið 1951 giftist Jómnn aftur góðum manni, Þorkeli Gíslasyni, aðalbókara. Þau stofnuðu fallegt heimili á Skeggjagötu 10 í Reykjavík og bjuggu þar æ síðan. Jómnn tók aftur til við píanókennsl- una, og víst er að þau hjón vom samrýnd og Þorkell reyndist börn-' um Jómnnar einstaklega vel. Þor- kell var einnig mjög fær frístunda- málari. Geir, sá ljúfi drengur, sonur Jór- unnar, varð læknir og kvæntist Sonju Gísladóttur hjúkmnarfræð- ingi og áttu þau ijögur börn, þau Evu, Jón, Sturlu og Þóm. En þau slitu samvistir og bjó Geir við van- heilsu eftir það. Hann kvæntist aft- ur Huldu Bergþórsdóttur, en lést aðeins fertugur að aldri. Sigríður, dóttir Jórunnar, giftist Sigurði Sig- urðssyni lögfræðingi og áttu þau einn son, Sigurð. Sigurður eigin- maður Sigríðar barðist ungur í sex ár við þann sjúkdóm sem oftast hefur betur og lést aðeins 36 ára gamall. Þetta vom þungar raunir fyrir þær mægður og settu sín spor á þær. Þorkell Gíslason féll frá árið 1981 og eftir það varð samband þeirra mæðgna enn nánara. En sorgin átti enn eftir að sækja Jór- Birting af- mælis og minningar- greina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.