Morgunblaðið - 01.08.1989, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.08.1989, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1989 9 STAÐREYND! stórlœkkað verð á takmörkiiða magni... 180 Itr. kælir + 70 Itr. frystir 285 Itr. kælir + 70 Itr. frystir B: 59,5 cm D: 62,1 cm B: 59,5 cm D: 62,1 cm H: 126,5-135,0 cm (stillanleg) H: 166,5-175,0 cm (stillanleg) 198 Itr. kælir + 146 Itr. frystir B: 59,5 cm D: 62,1 cm H: 166,5-175,0 cm (stillanleg) n ú aðeins nú aðeins 43.900 54.900 nti aðeitis 59.900 (,stgr. 41.705) (stffr. 52.155) (stgr. 56.905) GÓÐIR SKILMÁLAR, TRAUST ÞJÓNUSTA 3JA ÁRA ÁBYRGÐ jFOrax HÁTÚNI6A SÍMI [91124420 I sturtuklefi meö rennihurðum Hentar vel ef þú vilt gjörnýta plássið í bað- herberginu. Daufgrænt gler I álrömmum; hvltur botn. Traustur og þéttur klefi sem auðvelt er að setja upp. Tvær stærðir: 80x80 eða 70x90 sm. Hæð 2 m. Komdu við hjá okkur ef þú ætlar að breyta baðherberginu. VATNSVIRKINN HF. ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 — 685966 |ÉÉf LYNGHÁLSI 3 SÍMAR 673415 — 673416 Til móts við Kimll Fyrirmyndarríki? Róttæklingar á Vesturlöndum hafa alltaf átt sér drauma- og fyrirmyndarríki. Ríkin hafa komið og farið. Einu sinni litu þeir til Sovétríkjanna, og þegar sá draumur breyttist í martröð, litu þeir í örvæntingu sinni til Kúbu og Víetnam og Kína og Norður-Kóreu, allt eftir því hvernig ástandið í þeim löndum var. í Stakstein- um í dag er fjallað um viðtal sem Þjóð- viljinn átti við tvo unga íslendinga sem nýlega tóku þátt í „Heimsmóti æskunn- ar“ í Norður-Kóreu. c Ranghug- myndir Þjóðviljinn átti viðtal við tvo unga Islendinga, þau Jóhönnu Eyfjörð og Sveinþór Þórarinsson, síðastliðinn laugardag um „Heimsmót æskunn- ar“ og Norður-Kóreu, en þar var mótið haldið. Þar segir meðal annars: „Sveinþór tók fram að miklu skipti að fá að heyra önnur og ný sjón- armið og um leið að eiga þess kost að fá að leið- rétta ýmsar ranghug- myndir.“ Og livernig ætli að til haffl tekist? Kim D Sung leiðtogi Norður-Kóreu hefur ekki haft orð á sér fyrir að byggja löndum sínum þjóðfélag velsældar, enda hefur haim verið meira upptekinn af sjálfum sér. Óvíða í heiminum er per- sónudýrkun jafii mikil og í Norður-Kóreu en það virðist verða það eina sem. stakk í augu íslend- inganna: „Samkvæmt frásögnum þátttakenda á mótinu sem birst hafa í erlendum blöðum, virðist samdóma álit að helst hafi stungið í augu allur sá ótölulegi fjöldi minnis- merkja sem reist hafa verið til dýrðar þjóðar- leiðtoganum Kim II Sung. Meðal síðustu stór- virkja í þessa átt má nefha minnismerki í til- efiii 70 ára afmælis Kims. Þar af er eitt sem er 170 metra hátt og alsett 25.550 eðalsteinum — cinum fyrir hvern þann dag sem Kim II hafði lifað er haim komst á áttræð- isaldurinn." Hinum ungu íslending- um þótti persónudýrkun- in kiumski einkeimileg, en reyna að afsaka hana: „Víst kemur það manni dálítið á óvart að sjá hve mikil rækt er lögð við að halda nafni Kim D Sungs á lofti, sem og reyndar sonar hans Kim Jong D, sem fuUvíst þykir að taki við stjómartaumunum eftir föður sinn.“ Ekki hefur alþýðan mikið um það að segja hveijir velj- ast til valda, fremur en í öðmm ríkjum kommún- ista. Og ekki þykir öllum það einkennilegt. En það virðist vera hægt að afsaka persónu- dýrkun: „Leiðtogadýrk- unin á þó sínar eðlilcgu skýringar. Foringjadýrk- un hefur löngum loðað við austur-asísk ríki og nægir þar að nefha dýrk- un Japana á keisaranum. Reyndar þarf ekki að fara til Asíu til að finna hliðstæður þótt ekki séu eins stórkallalegar. Hvemig láta ekki Bretar með konungsfjölskyld- una?“ Nú er persónudýrkun Kim II Sungfs í Norður- Kóreu í lagi vegna þess að Bretar bera virðingu fyrir þjóðarleiðtogum sínum, sem auðvitað er ekki hægt að líkja saman. Hitt er annað að persónu- dýrkun og Potemkin- tjöld hafa verið nauðsyn- leg fyrir leiðtoga komm- * únistaríkja, til að fela eymdina og mistökin, ekki aðeins fyrir sjálfum sér heldur kannski fyrst og fremst fyrir saklaus- I um gestum. Fatlaðir og aldraðir Viðmælendur Þjóðvilj- ans segja frá því að þau hafi ekki orðið vör við fatlaða og að einhver Norður-Kóreu maður hafi sagt þeim frá því, að haim hafi aldrei séð fatlaðan mann! Þá er einnig greint frá því, að mannrétf indasamtökin Amnesty Intemational hafi ekki komist til Norð- ur-KÓreu þai' sem „allar flugvélar hefðu verið yfirbókaðar", samkvæmt skýringum stjómvalda. „Þetta er ekki alveg sannleikanuin sam- kvæmt. Amnesty hefur undanfarin ár ásakað stjómvöld í Norður- Kóreu fyrir að flytja aldr- aða, sjúka og geðsjúkl- inga út til sveita og sjálf- sagt hafa þessar ásakanir orðið til þess að stjóm- völd fysti lítt að fá sendi- menn frá samtökunum til landsins, allra sist ef þær eiga við rök að styðjast." Iðrakveisa Það er ekki kveðið sterkt að orði, en Islend- ingamir segjast ekki hafa haft tækifæri til að kanna sannleiksgildi ásakana Amnesty. Og það er greint frá fleiri undarlegum atvik- um, en sendinefndimar frá Norðurlöndunum munu hafa boðað til fund- ar um ástandið í KÍna í kjölfor blóðbaðsins: „Þegar til fundarins átti að halda brá svo ein- kennilega við, að allar rútur, leigubílar og túlk- ar vom hvergi nærri ... Af hálfu opinberra aðila fengum við síðar þá kúnstugu skýringu að óþægindin sem við urð- um fyrir hefðu stafað af óvæntri iðrakveisu sem blossað hefði upp og get- ur hver lagt sinn skilning í það,“ eins og Johanna og Sveinþór segja i við- talinu við Þjóðviljann. • • I Höfum fjölda jóðra kaupenda að íasteignaveðbréfum. Veitum ráðgjöf við kaup og sölu skuldabréfa. | veróbréfamarkaður Alþýðubankans hf | SUÐURLANDSBRAUT 30 PÓSTHÓLF 453 121 REYKJAVÍK SÍMI 91-680670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.