Morgunblaðið - 01.08.1989, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÖJUDAdtJkÍ lí KGUS’t lfc&'5
20
íran:
Rafsanjani
kjörinn forseti
Teheran. Reuter.
ALI AKBAR Hashemi Rafsanjani,
forseti íranska þingsins, var kjör-
inn forseti írans á fóstudag og
fékk nær 95% atkvæða. Um 16
miljónir af alls 24 milljónum at-
kvæðisbærra Irana tóku þátt í
kosningunum, eða innan við 70%.
Einnig var samþykkt að stórauka
völd forsetans sem nú fær fram-
kvæmdavald í sínar hendur.
Forseti mun annast sjálfur yfirum-
sjón með áætlanagerð og fjárlögum
og verður æðsti yfirmaður hersins.
Ákveðið var með hvaða hætti
skyldi framvegis vera leyft að gera
breytingar á stjórnarskránni en tekið
fram að ekki mætti breyta ákvæðum
um grundvallaratriði stjórnskipunar-
innar, sem byggðust á lýðveldis-
skipulagi, íslömskum lögum og fyrir-
mælum shíta-trúflokksins.
Líbanon:
"MJ'Mi;"", ■' ------L" U> # 1'^ ^
"’í»*" ■ í . (X
' s ''' ' '< '*
Innfæddir og aðflutt-
ir berjast í Svíþjóð
Reuter
Myndbandið sem líbönsku mannræningjarnir sendu frá sér í gær
sýnir^ William Higgins hengdan með hendur bundnar fyrir aftan
bak. Israelskir sérfræðingar telja hugsanlegt að Higgins hafí verið
tekinn af lífí fyrir löngu, jafhvel í febrúar á síðasta ári.
Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara
TIL ÁTAKA kom milli innfæddra
Svía og aðfluttra á nokkrum stöð-
uin í landinu um helgina, einkum
í Eskilstuna, Filipstad og Lesjö-
fors. Fjöldi manna skreiddist af
vigvellinum með brotin nef, sumir
með ljóta skurði eftir glerbrot,
aðrir fátækari að tönnum.
Oaldarflokkar svonefndra „skalla“
blönduðu sér í átökin í Eskilstuna
og óttast lögregluyfirvöld að til frek-
ari og alvarlegri slagsmála muni
koma, jafnvel mannvíga. Alvarleg-
ustu átökin urðu aðfaranótt sunnu-
dags en þá voru tugir manna plástr-
aðir á sjúkrahúsum borgarinnar.
Nokkrir menn komu með slasaðan
innflytjanda sem þeir sögðu að hefði
skorið innfæddan Svía í bakið með
brotinni flösku er tii rifrildis kom.
Hópur fólks réðst þá á árásarmann-
Morgunblaðsins. TT.
inn, sparkaði í hann svo að hann
nefbrotnaði og hlaut aðra áverka.
í Eskilstuna eru fjölmennar búðir
flóttamanna auk þess sem þar búa
innflytjendur frá ýmsum löndum. í
nágrannabænum Strængnæs eru
einnig flóttamannabúðir og um helg-
ar fer íjöldi íbúa þeirra á skemmti-
staði í Eskilstuna eða heldur til í
almenningsgörðum. í Lesjöfors og
Filipstad varð að kalla allt tiltækt
lögreglulið út þar sem innfæddir
Svíar og aðfluttir slógust með plönk-
um og hnífum, auk þess sem 13
bensínsprengjur voru gerðar upp-
tækar. Þær munu hafa verið ætlaðar
innflytjendum.
Öfgasamtök kveðast hafa
tekið bandarískan gísl af lífi
Beirút, Jerúsalem, London. Reuter, Daily Telegraph.
SAMTÖK líbanskra öfgamanna kváðust í gær hafa tekið af lífi banda-
rískan gísl í Beirút í Líbanon. Á hádegi í gær rann út frestur sá sem
samtökin höfðu gefið yfirvöldum í ísrael til að sleppa úr haldi leiðtoga
líbönsku Hizbollah-samtakanna sem ísraelskir hermenn rændu í Suður-
Líbanon á fostudag. Höfðu samtökin lýst yfir því að bandariski gíslinn,
Wiliiam Higgins, undirofursti í landgönguliði Bandaríkjahers, yrði að
öðrum kosti tekinn af lífi.
Mannræningjarnir, sem nefna sig
„Samtök hinna kúguðu í heiminum“
og hliðhollir eru írönum, skýrðu al-
þjóðlegri fréttastofu í Beirút frá því
að Higgins hefði verið tekinn af lífi.
Með tilkynningunni, sem barst um
klukkan 14 að ísl. tíma, fylgdi mynd-
bandssnælda sem sýndi Higgins
hengdan með hendur bundnar fyrir
aftan bak. Sagði í yfirlýsingu sam-
takanna að með þessu hefði bæði
Bandaríkjamönnum og Israelum ver-
ið refsað fyrir ránið á leiðtoga Hiz-
bollah-samtakanna, Abdel Karim
Obeid.
Rétt eftir að frestur mannræningj-
anna rann út í gær kváðust yfirvöld
í ísrael vera reiðubúin til að láta
PÖNTUNAR-
LISTJNN I
NAUÐSYN Á HVERJU HEIMILI
Abdel Karim Obeid og aðra fanga
af trúflokki shíta lausa gegn því að
líbönsku öfgamennirnir slepptu öllum
erlendum gíslum og þremur ísraelsk-
um hermönnum úr haldi. Þessu boði
ísraelsstjórnar svöruðu mannrænin-
gjarnir ekki og skömmu síðar barst
tilkynningin þar sem skýrt var frá
því að Higgins hefði verið tekinn af
lífi.
Aðstoðarutanríkisráðherra ísra-
els, Benjamin Netanyahu, sagði í gær
að tilkynning samtakanna breytti
engu. „Við höfum engar sannanir
fyrir því að hún eigi við rök að styðj-
ast,“ sagði hann en fjölmargir ísrael-
skir sérfræðingar telja líklegt að
ódæðismennirnir hafi ekki tekið
Higgins af lífi í gær heldur löngu
fyrr. Netanyahu lagði áherslu á að
ísraelar væru enn reiðubúnir til að
skipta á Hizbollah-leiðtoganum og
erlendu gíslunum og bætti við að
yfirvöldum væri einkum umhugað
um að fá ísraelsku hermennina leysta
úr haldi.
William Higgins var rænt í febrú-
ar á síðasta ári en hann stjórnaði
þá sveitum á vegum Sameinuðu þjóð-
anna sem fylgjast áttu með því að
vopnahlé stríðandi fylkinga yrði hald-
ið í Suður-Líbanon. Heimildarmenn
innan ísraelsku leyniþjónustunnar
fullyrða að Abdel Karim Obeid hafi
staðið að baki ráninu. ísraelsk sér-
sveit rændi Obeid og tveimur aðstoð-
annönnum hans á föstudag í síðustu
viku og töldu fréttaskýrendur til-
ganginn þann að ná fram fangaskipt-
um. Obeid hefur hins vegar ævinlega
haldið því fram að hann sé ekki
tengdur Hizbollah-samtökum þó svo
hann hafi ávallt viðurkennt, m.a. í
viðtali við fréttaritara breska dag-
blaðsins The Daily Telegraph árið
1985, að hann sé hlynntur skipulögð-
um hermdarverkum gegn ísraelum.
Talið er að líbönsk hryðjuverka-
samtök hafi 21 erlendan ríkisborgara
á valdi sínu í Líbanon, níu Banda-
ríkjamenn, fjóra Breta, þijá írani, tvo
Vestur-Þjóðveija, ítala og einn mann
af frönskum og líbönskum ættum.
írönunum var rænt í júií árið 1982
en síðast létu líbanskir mannræningj-
ar til sín taka í maímánuði á þessu
ári er Vestur-Þjóðveijarnir voru
teknir í gíslingu í Suður-Líbanon þar
sem þeir voru við hjálparstörf.
Barist við
skógarelda
Slökkviliðsmaður í Kali-
forníu-ríki snýr sér undan
vegna mikils hita frá brenn-
andi tijám í nágrenni Meadow
Lake. Ekkert hefiir gengið í
baráttunni við skógareldana í
ríkinu og hafa mörg hús og
önnur mannvirki orðið þeim
að bráð. Miklir skógareldar
hafa geisað í miðri Kaliforníu,
austurhluta Oregon-ríkis, í
Washington-ríki og Idaho
undanfarna daga og eyðilagt
um 280 ferkílómetra skógar.
Meirihóttar
vetrartíska
..
1000 BLAÐSÍÐUR AF ÓTRÚLECU VÖRUÚRVALI
Verð kr. 190,-
ón bgj.
PONTUNAR
LISTINN
Sími 52866
Friðarráðstefiia 1 París:
Víetnam vill uppræta
lið Rauðu khmeranna
París. Reuter.
FULLTRÚI Víetnama á fjölþjóðlegri ráðsteíhu um frið í Kambódíu, sem
haldin er í París, krafðist þess í gær að skæruliðahreyfing kommún-
ista, Rauðu khmerarnir, yrði upprætt og leiðtogunum refsað fyrir
meint þjóðarmorð í valdatíð skæruliðanna 1975 -1979. Rauðu khmerarn-
ir eru þá sagðir hafa drepið á aðra milljón óbreyttra borgara. Víetnam-
ar komu á laggirnar leppstjórn eftir innrás í landið í árslok 1978 og
hafa haft fjölmennt herlið í landinu til að styðja við bakið á henni.
Þeir hafa heitið því að síðustu hermenn þeirra hverfi úr landinu í sept-
ember.
Khieu Samphan, talsmaður Rauðu
khmeranna, sakaði Víetnama um að
reyna að útrýma þjóðinni í
Kambódíu. Stjórnmálaskýrendur
álíta að yfirlýsingar deiluaðila í gær
hafi gert nær útilokað að samningar
takist að þessu sinni um samsteypu-
stjórn deiluaðila í Kambódíu og
fijálsar kosningar síðar.
Khmeramir eru sterkasta skæru-
liðahreyfingin sem barist hefur gegn
stjórn Huns Sens í höfuðborg
Kambódíu, Pnom Penh, en hinar
tvær eru hreyfing Sihanouks fursta,
fyrrum leiðtoga landsins, og hópur
undir forystu fyrrum forsætisráð-
herra landsins, Son Sann. Víet-
namski ut.anríkisráðherrann, Nguyen
Co Thach, hóf umræðurnar í gær
og sagði: „Uppræta verður þjóðar-
morðingja Pol Pot-stjórnarinnar
[khmeranna] algeriega, á sama hátt
og fasistastjórnirnar í Þýskalandi og
Ítalíu og stjórn stríðsæsingamann-
anna í Japan eftir heimsstyijöldina
síðari.“ Hann sagði að banna bæri
khmerunum vopnaburð og alla
pólitíska starfsemi. Kínveijar styðja
khmerana með vopnasendingum og
Sihanouk, sem er í forsvari fyrir
andstæðinga leppstjórnarinnar í
Pnom Penh, krafðist þess að khmer-
arnir yrðu hafðir með í ráðum til að
tryggja væntanlega samninga.
Vesturveldin hafa verið treg til að
veita khmerunum brautargengi og í
gær sagði James Baker, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, að stjórn
hans myndi aðeins sætta sig við að
þeir ættu aðild að samsteypustjóm
Kambódíu með því skilyrði að Pol
Pot og aðrir alræmdir forsprakkar
skæruliðanna kæmust aldrei oftar til
neinna áhrifa.
Qian Qíen, utanríkisráðherra Kína,
lýsti því yfir á ráðstefnunni að
Kínveijar myndu ekki hætta vopna-
stuðningi við Rauðu khmerana fyrr
en aðild þeirra að bráðbirgðastjórn-
inni hefði verið tryggð. Parísarráð-
stefnan á að standa fram í septem-
ber og sitja fulltrúar 19 þjóða hana,
þ. á m. Bandaríkjanna, Sovétríkjanna
og Kína, auk deiluaðilanna fjögurra
í Kaiílbódíu. Flestir utanríkisráð-
herrarnir yfirgáfu ráðstefnuna í gær
og fram í september munu sérfræð-
ingar málsaðila reyna að ná sam-
komulagi.
Borist hafa fregnir af hörðum
bardögum við landamæri Tælands
og Kambódíu og saka skæruliðar
„víetnamskar árásarsveitir“ um að
ráðast með fallbyssuskothríð og eld-
flaugum á tælenskt land og drepa
jafnt Tælendinga sem kambódíska
flóttamenn.