Morgunblaðið - 01.08.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.08.1989, Blaðsíða 22
8S 22 e8ei.T3UOA .i auoAnuiŒiflci aiciAJanuoflOM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR" 1. Á'GÚST 1989 Kosningar í Chile: Stj órnarskrárumbætur í lýðræðisátt samþykktar Santiago í Chile. Reuter. CHILE-búar fylktu sér að baki Heildarupphæð vinninga 29.07. var 7.110.254. 2 höfðu 5 rétta og fær hvor kr. 2.103.448. Bónusvinninginn fengu 4 og fær hver kr. 107.668. Fyrir 4 tölur réttar fær hver kr. 5.422 og fyrir 3 réttar tölur fær hver um sig kr. 369. Sölustaðir loka 15 mínútum fyrir út- drátt í Sjónvarpinu. Sími685111. Upplýsingasímsvari 681511. Lukkulína99 1002 stjórnarskrárumbótuin í kosn- ingum sem fram fóru í landinu á sunnudag. Stjórn Augustos Pinochets hershöfðingja og stjórnarandstaðan höfðu komið sér saman um breytingarnar, en þær miða að því að auðvelda valdatöku lýðræðislega kjörinn- ar stjórnar á næsta ári. Að. sögn talsmanns innanríkis- ráðuneytisins studdu umn 86% kjós- enda stjórnarskrárbreytingarnar, en bæði herforingjastjórnin og stjórnarandstaðan höfðu hvatt stuðningsmenn sína til þess að veita tillögunum brautargengi. Lýðræðislega kjörin stjóm tekur við valdataumunum í mars á næsta ári, en þá verða liðin 17 ár frá því að herinn tók völdin í Chile. Pinochet kom fram í sjónvarpi á sunnudagskvöld, íklæddur búningi yfirmanns hersins. Hann fagnaði úrslitunum og sagði Chile-búa „hafa sýnt heiminum þroska sinn og föðurlandsást... [með því að kjósa] að viðhalda og fuilkomna stjórnarskrárbundna stjórn lands- ins.“ Samkvæmt breytingunum verður forseti landsins kjörinn á fjögurra ára fresti í stað átta áður; hann mun ekki hafa völd — sem Pinoc- het hefur notað í miklum mæli — til þess að gera pólitíska andstæð- inga sína útlæga. Pólitísk völd hers- ins verða minnkuð til muna, lýðræð- islega kjömir fulltrúar fá jöfn 'völd á við herinn í Þjóðaröryggisráðinu; banni á marxískum flokkum verður aflétt, en áfram verður heimild til þess að banna flokka, sem hvetja til pólitískra ofbeldisverka. Þing- og forsetakosningar fara fram í desember á þessu ári. Reuter Augusto Pinochet hershöfðingi greiðir atkvæði sitt um sljórnarskrá- rumbætur í Chile, en þær fela í sér breytingar í lýðræðisátt. Bretland: Hafiiarverkamenn fara flestir til vinnu á ný St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞRÁTT fyrir að Samband flutningaverkamanna í Bretlandi sam- þykkti á fostudag að verkfalli haftiarverkamanna skyldi haldið áfram af hörku, hófu flestir þeirra vinnu í gær. Vinna er ekki hafin enn í þremur stórum höfhum. Fjórðung- ur í hluta- störfiim Genf. Daily Telegraph. FOLKI sem sinnir hlutastörf- um hefur farið fjölgandi í iðnr- íkjunum undanfarin ár og virð- ist sú þróun ætla að halda áfiram, ef marka má nýja rann- sókn Alþjóðavinnumálastofn- unarinnar, ILO. Hæst er hlutfallið í Noregi. Þar eru 25,6% vinnuaflsins í hluta- störfum. Þar næst koma Bretland (24,7%), Svíþjóð (24,4%), Ástralía (20,2%), Bandaríkin (17,3%) og Japan (12%). Hlutavinnustörfum hefur fjölgað um 30% að meðal- tali á síðastliðnum áratug. Mikill meirihluti þeirra, sem vinna hlutastörf, eru konur. Um það bil fjórða hver útivinnandi kona í iðnríkjunum vinnur hluta- störf, en 25. hver karlmaður. Hinn dæmigerði starfsmaður í hlutastarfi er kona á aldrinum frá 25 ára til 44 með börn. Aðrir fjöl- mennir hópar í hlutastörfum eru námsmenn, fatlaðir og eftirla- unafólk. Flest eru hlutastörfin í þjónustugreinum, þar sem menntunarkröfur eru tiltölulega litlar. í Kanada og Bandaríkjun- um er þó nokkuð um, að hluta- störfin séu á sviði stjórnunar. Ron Todd, leiðtogi sambandsins, sagði á föstudag, að komandi verk- fallsátök yrðu engu öðru lík, sem menn hefðu kynnst fram að þessu. Á laugardag samþykktu hafnar- verkamenn í Southampton að hverfa til vinnu á mánudag. Á sunnudag ákváðu hafnarverka- menn í Hull, Fleetwood og Leith að gera slíkt hið sama. Á mánu- dagsmorgun komu hafnarverka- menn víðast til vinnu þrátt fyrir mótmæli við flestar hafnir. Vinna er ekki hafin í þremur stór- um höfnum, í Liverpool, Bristol og Middlesborough. Hafnarverkamenn segja, að hót- anir og harka vinnuveitenda valdi því, að þeir snúi til vinnu. Vinnuveit- endur höfðu hótað því, að hafnar- verkamönnum yrði sagt upp, ef þeir mættu ekki á mánudag, og mundu þeir þá missa allan rétt til þeirra bóta, sem boðnar höfðu verið þeim, sem vilja hætta nú, en þær nema rúmum þremur milljónum íslenskra króna á mann. Ef verkfallið lognast út af, eins og allar horfur eru á, er talið, að Samband flutningaverkamanna muni bíða nokkurn hnekki. Forysta þess hefur hótað að skipa bílstjórum að aka ekki inn á svæði verkfalls- hafna. Vinnuveitendur munu þá grípa til lögsóknar og eigur sam- bandsins yrðu gerðar upptækar. Samkvæmt lögum um verkföll og vinnudeilur eru samúðarverkföll bönnuð. V estur-Þýskaland: Bandarísk kjarna- vopn endurnýjuð? Hamborg1. Reuter. Bandaríkjamenn hyggjast koma fyrir 600 nýjum kjarnorku- sprengjum í Vestur-Þýskalandi í Ósonlagið: Gatið stækkar til norðurs Boston. Reuter. GATIÐ, sem fannst á ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu fyrir tveim- ur árum, hefur stækkað til norðurs og nær nú yfir Ástralíu og Nýja- Sjáland, að sögn vísindamanna. Alan Plumb, veðurfræðingur hjá Tæknistofnuninni í Massachusetts, sagði, að líkur bentu til, að allt suðurhvel jarðar fyrir sunnan 30. breiddargráðu væri án hlífðar óson- lagsins þijár til fjórar vikur á ári. í nýjasta hefti breska vísinda- tímaritsins Nature birtist grein eft- ir Plumb og þrjá aðra vísindamenn, þar sem þeir segjast hafa upp- götvað umtalsverða þynningu á ósonlaginu yfir Ástralíu og Nýja- Sjálandi um þriggja vikna skeið, frá miðjum desember og fram í janúar, árið 1987 — um tveimur mánuðum eftir áð gatið yfir Suðurskauts- landinu birtist og hvarf aftur. stað vopna sem talin er úr sér gengin. Segir firá þessu í frétt í nýjasta hefti vestur-þýska tíma- ritsins Stern. I fréttinni segir að sprengjurnar verði geymdar í 200 neðanjarðar- byrgjum og að ákvörðun þessa megi rekja aftur til ársins 1983 er aðildarríki Atlantshafsbandalagsins samþykktu að endurnýja kjarn- orkuheraflann í Vestur-Þýskalandi. Segir þar og að hver einstök sprengja sé 25 sinnum öflugri en sú sem Bandaríkjamenn vörpuðu á Híróshíma árið 1945. Að auki hafi verið afráðið að endurnýja stór- skotaliðssprengjur með kjarnaodd- um sem geymdar séu í Vestur- Þýskalandi. Talsmaður vestur-þýska varnar- málaráðuneytisins vildi ekki tjá sig um frétt þessa í gær. HOCCDEYFAR KUPLINCAR - DISKAR SACHS Eigum fyrirliggjandi Sachs höggdeyfa, kúplingar og kúplingsdiska í allar helstu tegundir evrópskra og japanskra fólks- og vörubíla. Útvegum alla fáanlegar kúplingar og höggdeyfa með hraði. Það borgar sig að nota það besta. Þekking Reynsla Þjónusta FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SlMI 84670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.